Tíminn - 15.04.1989, Side 8

Tíminn - 15.04.1989, Side 8
,8 Tíminn Timinn MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og ____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGislason Skrifstofur: Lyngháls 9. Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift kr. 900.-, verð í lausasölu 80,- kr. og 100,- kr. um helgar. Áskrift 900.- Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimeter Póstfax: 68-76-91 Tónlistarskólar í hættu Ríki og sveitarfélög hafa sín á milli margs konar samstarf um opinberan rekstur og verklegar fram- kvæmdir. Þessi samvinna um framfara- og upp- byggingarstarfið í landinu á sér langa hefð og setur sterkan svip á framfarasögu þessarar aldar. Sem við er að búast hljóta samskiptareglur ríkis og sveitarfélaga í þessu tilliti að vera breytingum háðar eftir því hvernig þjóðfélagið sjálft breytist og allar aðstæður yfirleitt. Það skyldi því engan furða þótt upp komi nauðsyn þess að endurskoða í heild fjárhagslegan samskiptagrundvöll ríkis og sveitarfélaga. Slík nauðsyn er fyrir hendi og hefur lengi verið. Hins vegar er jafnljóst að svo flókið verkefni er ekkert áhlaupaverk. Það er m.a. ljóst, að erfitt er að búa til einhvern einn mælikvarða sem geti gilt um öll svið eða skyld málefni innan tiltekinna málaflokka. Það er t.d. engan veginn víst að það sjónarmið skuli ríkja umfram önnur að hafa svo „hreina“ skiptingu verkefna, að hvergi eigi sér stað samvinna um verkefni stærri eða smærri sem sýnast vera svo hrein og afmörkuð í eðli sínu að annarhvor aðilinn, ríki eða sveitarfé- lög, hafi þau algerlega á sinni könnu. Ýmsir gagnkunnugir menn tilteknum verkefnum hafa sýnt fram á að slík hreintrúarstefna í verkaskipting- armálum sé óskynsamleg og málefninu ekki til framdráttar. Hér verður sérstaklega bent á það dæmi, sem nú er ofarlega á baugi, að flytja skuli allan kostnað af rekstri tónlistarskóla yfir á sveitarfélög. Það er keppikefli embættismanna í félagsmálaráðuneyt- inu og undir það tekið af ráðamönnum sveitarfé- laga, að þessi breyting á fjárhagssamskiptum ríkis og sveitarfélaga eigi sér stað. Hvers vegna er rekið svona fast á eftir í þessu efni gegn rökstuddu áliti skólastjóra tónlistarskól- anna og annarra starfsmanna sem best þekkja rekstur og aðstöðu þessara skóla? Kjartan Eggertsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalasýslu lét svo ummælt í hófsamlega ritaðri grein í Tímanum 6. þ.m., að þær tillögur, sem til umræðu séu um að sveitarfélögin sjái algerlega um rekstur tónlistarskóla, væri skref aftur á bak um 26 ár. Hann bendir á að mörg sveitarfélög hafi „hvorki fjárhagslegt bolmagn né nógu einarðan vilja“ til að reka tónlistarskóla án stuðnings ríkisins. Það er rétt sem Kjartan Eggertsson segir að lögin um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla séu og hafi verið sú lágmarkstrygging, sem gerir það kleift að reka tónlistarskóla vítt og breitt um landið. Tilvist flestra tónlistarskóla er í hættu ef ríkissjóður hættir beinum fjárstuðningi við þá. Starf sumra skólanna mun þá fljótlega leggjast af. í raun og veru er þessi aðskilnaðarstefna um rekstur tónlistarskóla einn þátturinn í aðförinni að dreifbýlinu. Laugardagur 15. apríl 1989 JT RÁTT FYRIR sífelldar fréttir af slysum og tíðar umræð- ur um þau mál ásamt ýmsum gagnlegum upplýsingum og nauðsynlegum áróðri sem á sér stað á sviði slysavarnarmála, þá er vafamál, hvort menn geri sér almennt grein fyrir hversu út- breidd þau slys eru sem verða fyrir vítavert aðgæsluleysi og vanrækslu í starfi. Helst er að fólk sé meðvitað um að orsakir bílslysa séu oftar en ekki van- rækslusyndir. Hins vegar skortir mjög á að almennt átti menn sig á, að drjúgur hluti sjó- og flug- slysa stafaraf kæruleysi þeirra sem stjórna skipum og flugvél- um eða bera ábyrgð á hönnun þeirra og búnaði. Vítavert ábyrgðarleysi Hér á landi hafa farið fram allmiklar rannsóknir á orsökum sjóslysa í aldarfjórðung eða meira og aukist á síðari árum. Útkoman úr þessum rannsókn- um er sú að slys verða oftar en ekki af mannlegum mistökum, sem orsakast m.a. af vítaverðu ábyrgðarleysi skipstjórnar- manna. Sama mun vera uppi á teningnum, þegar um flugslys er að ræða, þá eru vanrækslusynd- irnar fleiri en viðhl.ítandi sé. Þær spurnir sem við höfum af sjóslysum og óhöppum erlendis frá og á útlendum skipum benda í sömu átt, að alls konar sleifar- lag ráði þar ferðinni. í vetur strandaði útlenskt skip í Grinda- vík og talið líklegast að ábyrgð- arlaus hegðun skipstjórans sjálfs hafi verið orsakavaldurinn. Frægasta óhapp á sjó, sem lengi hefur orðið, er strand risa- olíuskips í Alaska nýlega, sem rakið verður til trassaháttar skipstjórans, sem auk þess er sakaður um að hafa verið drukk- inn á stjórnpalli og ekki í því ástandi að geta stjórnað skipi eða sagt fyrir verkum. Af- leiðingar af þeirri ráðsmennsku eru kunnar af fréttum. Nú flæðir olían þarna út um allan sjó og leggst að fjörum á stórri strand- lengju, eyðir þar lífi og lífs- skilyrðum um ófyrirsjáanlega framtíð. í þessu slysi kom reynd- ar einnig fram að risabarkur þessi var varla nema í meðallagi vel smíðað skip frá hendi fram- leiðenda þess. Auk þess var björgunar- og varnarbúnaður ráðamanna olíuhafnarinnar, sem hlut áttu að máli, meira og minna í ólagi. Af þessu sést að litlu er að treysta í því að farið sé eftir alþjóðlegum reglum um meng- unarvarnir á höfum. Þar sýna þeir, sem mesta ábyrgð bera, hvort sem er á skipum eða á sviði varnarbúnaðar og eftirlits, vítavert kæruleysi sem kemur í ljós þegar eitthvað ber út af. Kafbátaslys í norðurhöfum Síðustu daga hefur ekki aðra frétt borið hærra í fjölmiðlum um allan heim en slysið í kjarn- orkukafbátnum sovéska, sem fórst suður af Bjarnarey á sigl- ingaleið frá herskipahöfn á Kolaskaga eitthvað vestur eða suður á bóginn, ef til vill í átt til íslands. Út af fyrir sig er engin nýlunda að sovéskir kafbátar séu á slíku ferðalagi. Sovétmenn eiga stóran kafbátaflota, sem búinn er kjarnorkusprengjum. Þessir kjarnakafbátar liggja auð- vitað ekki alltaf í höfn, heldur eru þeir á siglingu um norðurhöf eftir því sem flotastjórnin telur nauðsynlegt. Slíkar siglingar eru fastur liður í úthaldi herskipa allra þjóða og skera Sovétmenn sig auðvitað ekki úr í því efni. Norðurhöf, þar á meðal hafið kringum ísland, eru meira og minna full af kafbátum með kjarnavopn innbyrðis. Banda- ríkjamenn eiga hér engu að síður hlut að máli, þeirra kjarn- orkukafbátafloti er síst minni að vöxtum eða verr búinn vopnum en hinn sovéski. Um langt skeið he{ur verið kapphlaup milli risa- veldanna að efla kjarnorkukaf- bátaflotann, og vita menn reyndar miklu minna um þá hervæðingu en margt annað sem varðar hervæðingarkapphlaup- ið. Eins og verða vill þegar her- skipaslys eiga sér stað hvílir meiri og minni leynd yfir þessu kafbátsslysi við Bjarnarey. Sov- étmenn eru nú sem fyrr tregir til þess að veita nákvæmar upplýs- ingar um slysið og hvað í húfi er, þegar kafbátur þessi er sokkinn á sjávarbotn með öllum þeim drápstækjum sem þar eru innan- borðs. Frá því er þó sagt og haft fyrir satt, að hér hafi verið um að ræða nýjan og nýtískuleean kafbát og þess til getið að hann hafi verið í tilraunasiglingu með nýjar vopnategundir, að sjálf- sögðu kjarnavopn. Kj arnorkuvæðing norðurslóðar Ekki hefur öðru verið fagnað meira á síðustu árum en batn- andi samskiptum risaveldanna í austri og vestri. Þar ber hæst það samkomulag sem orðið hefur um að draga úr kjarnorkuvopna- kapphlaupinu. Ekki skal í efa dregið að full alvara er á bak við þetta samkomulag eins og frá því hefur verið gengið. Hins vegar er ástæða til að leiða hugann að því, hvort kjarna- vopnabúnaður verður óbreyttur eða jafnvel aukinn utan þeirra svæða í Evrópu, sem aðallega hafa verið til umræðu í þessu efni. Það er annað en gleðilegt að hugsa til þess, ef stórveldin ætla að halda áfram að auka kjarnorkubúinn kafbátaflota og fullkomna hann samtímis því sem sprengjustöðvum fækkar á meginlandinu. Ef svo reynist er verið að framkvæma það sem ýmsir hafa óttast og bent á, að kjarnorkuveldin vígbúist þeim mun meira á höfum úti sem þau ákveða að draga úr kjarnorku- vígbúnaði á landi. Fyrir íslendinga og aðra sem lönd eiga að Norður-Atlantshafi og öðrum norðlægum höfum, er uggvænlegt að horfa upp á slíka þróun. Norðurlönd eru kjarn- orkulaust svæði og íslensk utan- ríkisstefna mótast af því viðhorfi að öll norðurslóðin verði viður- kennd sem kjarnorkuvopnalaust svæði um aldur og ævi. Það sjónarmið hefur verið ríkjandi á íslandi meðal stórs hluta landsmanna að norðurhöfin ættu að falla inn í það kjarnorku- lausa svæði sem stefnt er að með yfirlýsingum um friðlýsingu norðurslóða fyrir kjarnavopn- um. Hinu er ekki að neita að ýmsir telja slíka skilgreiningu á kjarnorkulausu svæði óraun- sæja. Víst er nokkuð til í því. Það er alveg ljóst að slíkar yfirlýsingar eru lítils virði, ef ekki næst samkomulag við kjarnorkuveldin að taka undir þær og fara eftir þeim. Það er heldur ekki öruggt að íslending- ar eigi eða muni eignast á næst- unni marga bandamenn meðal Atlantshafsþjóða um að knýja á um framkvæmd slíkrar stefnu. Meginlandsþjóðirnar sýna frið- lýsingu norðurhafa engan áhuga og stuðnings er ekki að vænta af hálfu Breta í því efni. Á kjarnorkusvæði Þessar staðreyndir gera ís- lendingum erfitt fyrir að gera hugmyndina um alfriðun norðurslóða fyrir kjarnavopnum að veruleika. Þar með er ekki sagt að íslensk stjórnvöld eigi að svæfa vilja sinn til þess að halda þessu sjónarmiði á loft og kynna það á alþjóðavettvangi. Sú stefna hefur verið skýrt mörkuð og ætíð framkvæmd að ísland skuli vera kjarnorkuvopnalaust land. Bandaríska varnarliðinu er óheimilt að geyma kjarna- vopn í stöðvum sínum hér á landi. Bandaríkjamönnum er óheimilt að athafna sig með flugvélar og herskip, sem búin eru kjarnavopnum, á íslensku yfirráðasvæði. Þrátt fyrir slíka stefnu og hversu vel sem hún er virt í framkvæmd, þá er ljóst að ísland er í raun á kjarnorkusvæði, því að nágrannahöfin og veiðisvæði íslenskra fiskiskipa eru opin fyr- ir kjarnorkuvæðingu, þar sem kafbátar með kjarnavopn innan borðs ösla um allan sjó og kjarn- orkuvopnaðar flugvélar fljúga um norðurslóðir eins og herveld- unum sýnist. Þess vegna geta íslendingar ekki velkst í neinum vafa um að þeim stendur engu minni ógn af kjarnorkuslysum en þeim þjóðum sem hafa kjarnavopn á þurrlendi í næsta nágrenni við sig. Orð Guðmundar G. Þórarinssonar Þessi lega íslands í kjarnorku- væddu úthafinu hefur vissulega oft komið til umræðu á undan- förnum árum, enda ekki ófyrir- synju. Og enn er verið að ræða þessi mál á Alþingi. Það er a.m.k. lágmark að menn viti hvar þeir eru staddir í veröld- inni. Þess er að minnast að 10 þingmenn Framsóknarflokksins undir forystu Guðmundar G. Þórarinssonar fluttu á Alþingi 1981 þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin beittist fyrir því að haldin yrði alþjóðleg ráð- stefna á íslandi um afvopnun á Norður-Atlantshafi. Tilgangur slíkrar ráðstefnu skyldi vera sá að kynna viðhorf íslendinga til ^ess kjarnorkuvígbúnaðar sem )á fór fram á hafinu kringum sland og ógnaði tilveru íslensku þjóðarinnar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.