Tíminn - 15.04.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.04.1989, Blaðsíða 14
26 Tíminrv baugardagut 15. .apríl 1989 ■ SAMVINNU TRYGGINGAR ARMDLA 3 108 REYKJAVlK SÍMl (91)681411 Útboð Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. MMC Lancer 1800 GLX . . . árgerð 1988 Nissan Sunny Coupe ....árgerð 1988 Toyota Corolla 1300 ...árgerð 1988 Lada 1200 .............árgerð 1987 Mazda 323 1300 ........árgerð 1987 Subaru Sedan GLX.......árgerð 1986 Ford Escort 1300 ......árgerð 1986 Skoda 120 LS...........árgerð 1984 Galant Super Saloon ...árgerð 1983 MMC Cordia 1600 .......árgerð 1983 Mazda 929 st......... árgerð 1982 Daihatsu Charade.......árgerð 1982 Daihatsu Charade.......árgerð 1981 Opel Kadett............árgerð 1981 Daihatsu Charade.......árgerð 1980 VW 1200 ...............árgerð 1980 BMW320 ................árgerð 1979 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykjavík, mánudaginn 17. apríl 1989, kl. 12-16. Á sama tíma: í Keflavík: Datsun Cherry..........árgerð 1984 Á Siglufirði: Subaru 1800 ...........árgerð 1987 Á Hellissandi: BMW 318 ...............árgerð 1982 Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga g.t. Ármúla 3, Reykjavík eða umboðsmanna fyrir kl. 12, þriðjudaginn 18. apríl 1989. Samvinnutryggingar g.t. - Bifreiðadeild - Tilboð Til sölu Húseignir í Reykjavík og á Blönduósi Kauptilboö óskast í húseignina Blöndubyggö 10, Blönduósi samtals 1073 rúmmetrar aö stærö. Brunabótamat kr. 7.115.000,- Húsið verður til sýnis í samráði viö Kristínu Ágústsdóttur, sími (95)4101. kauptilboð óskast í eignarhluta Pósts og símamálastofnunarinnar aö Arnarbakka 2, Reykjavík samtals 375 rúmmetrar aö stærð. Brunabótamat kr. 4.856.000,- Húsið verður til sýnis í samráöi við Soffíu Jónsdóttur, sími 74325. Tilboðsblöð eru afhent hjá ofangreindum aðilum og á skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð miðvikudaginn 26. apríl n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 I|I Frágrunnskólum ^ Kópavogs Innritun 6 ára barna (börn fædd 1983) fer fram í skólum bæjarins mánudaginn 17. apríl og þriðju- daginn 18. april frá kl. 13.00 til 16.00. Innritun skólaskyldra barna og unglinga, sem flytjast milli skólahverfa, flytja í Kópavog og eða koma úr einkaskólum, fer fram sömu daga á skólaskrifstofu Kópavogs, Hamraborg 12, 3. hæð kl. 10.00 til 12.00 og 13.00 til 15.00. Sími 41988. Skólafulltrúi. LESENDUR SKRIFA Upphlaupið vegna bókar Rushdies Þegar klerkarnir í Iran hótuðu að láta myrða Indverjann Rushdie vegna bókar hans Sálmar Satans, er kom út fyrir nokkru, þá risu leiðtog- ar margra Evrópuríkja þegar upp og brugðust ókvæða við og voru ótrú- lega samstíga. Vitaskuld ber að sýna hörð viðbrögð þegar leiðtogar eins ríkis hóta þegni annars ríkis öllu illu vegna bókar er þeim fellur ekki í geð, en drottinn minn dýri. Hér er um einn einasta mann að ræða; hvað um alla er eiga um sárt að binda vegna skoðana sinna. í íran ríkir ógnarstjórn enda vald- hafarnir miðaldaforynjur og grimmdin eftir því. Fangelsin full og menn pyntaðir og drepnir hundruð- um saman á hverju einasta ári fyrir það eitt að vilja vera frjálsir, hugs- andi menn og láta það í ljósi. Hvað um íbúa Rómönsku Ameríku? Þar hafa hægri sinnaðir einræðisherrar ráðið öllu lengst af gegnum tíðina með dyggum stuðningi Bandaríkja- manna, öll mannréttindi fótum troðin. Hver hafa viðbrögðin verið þessu fólki til hjálpar? Rússnesku kommúnistarnir innlimuðu í ríki sitt í seinni heimsstyrjöldinni Eistland, Lettland og Litháen. Hvar er stuðn- ingur heimsins við þessar kúguðu þjóðir? Kínverjar hertóku Tíbet fyr- ir nokkrum áratugum og telst það nú hluti af Kína. Hvíti minnihlutinn í S-Afríku drottnar algerlega yfir þeldökka fólkinu þar í landi sem er nánast aðeins vinnudýr í sínu eigin landi þó að það telji um 80% landsmanna. Sýndu vestrænar þjóðir samstöðu þá væri að sjálfsögðu hægt að koma kynþáttakúgurunum frá innan skamms tíma. Það ætti að segja sig sjálft. Ekki má gleyma ísraelsmönnum enda þeir meðal þeirra verstu. Með- ferð þeirra á Palestínufólkinu er svo yfirþyrmandi að með ólíkindum er. Sú sorgarsaga er alveg sérstakur kapítuli í mannkynssögunni fyrir margra hluta sakir, ekki aðeins vegna ótrúlegra grimmdarverka þessara manna heldur og öll fram- koma vestrænna þjóða í málinu gegnum alla þessa sögu. Það hefur hingað til verið alveg sama þó að hvert djöfullega níðingsverkið hafi rekið annað af hálfu ísraelsmanna, allt hafa þeir komist upp með. Land Palestínumanna, Palestína, er um það bil að hverfa af landakort- unum. Þeir berjast þessa dagana vonlausri baráttu gegn ofurefli á seinustu skikum sínum, vesturbakka Jórdanárinnar og Gaza svæðinu. Maður dáist að ótrúlegu hugrekki fólksins, sem býður einum best búna her veraldarinnar bir ginn með stein- völu í hendi. Nei, hinir göfugu Vesturlandabúar sjá ekki ástæðu til að koma Palestínumönnurn til hjálpar. Þá er ekki aldeilis ástæða til að kalla sendiherra heim eða grípa til einhverra raunhæfra aðgerða, þvert á móti eiga ísraelsku fasistarnir stuðninginn allan og óskiptan á hverju sem gengur. Það er aðeins eitt orð sem hæfir þessu himinhróp- andi ranglæti og það er svívirða. Guðjón V. Guðmundsson. i i i i i i Sitjandi: Lúðvík Jósepsson (1956-58 og 1971-74), Eysteinn Jónsson (1939-42), Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri (1948-89), Gylfi Þ. Gíslason (1958-71), Kjartan Jóhannsson (1979-80), Standandi: Svavar Gestsson (1978-79), Matthías Bjarnason (1985-87), Jón Sigurðsson (1987-), Tómas Árnason (1980-83), Matthías Á. Mathiesen (1983-85). Viðskiptaráðuneytið 50ára Viðskiptaráðuneytið var stofnað 17. apríl 1939 og á því 50 ára afmæli um jiessar mundir. Var það fyrsta fjölgun ráðuneyta, sem höfðu verið þrjú, allt frá því Stjórnarráð íslands hóf störf 1904. Á kreppuárum fjórða áratugarins höfðu afskipti stjórnvalda af við- skipta- og gjaldeyrismálum hér eins og í öðrum löndum farið mjög vaxandi. Við þetta bættist svo yfir- vofandi stríðshætta sem knúði á um aðgerðir til að tryggja nauðsynlega aðdrætti til landsins. Þegar svo þar að auki var mynduð þriggja flokka ríkisstjórn, sem kölluð var þjóðstjórn, vorið 1939 með fjölgun ráðherra úr þrem í fimm voru komin öll skilyrði fyrir stofnun nýs ráðu- neytis. Eysteinn Jónsson, sem verið hafði fjármálaráðherra í 5 ár, var fyrsti viðskiptaráðherrann. Á þessum 50 árum hafa 15 menn gegnt störfum viðskiptaráðherra. Venjulega hafa þeir jafnframt gegnt störfum í öðru ráðuneyti nema á árunum 1978-1985. Lengst hefur Gylfi Þ. Gíslason starfað sem við- skiptaráðherra í 13 ár, en Björn Ólafsson og Lúðvík Jósepsson voru tvisvar sinnum viðskiptaráðherrar. Nýlega voru allir núlifandi viðskipta- ráðherrar samankomnir f boði, sem Jón Sigurðsson viöskiptaráðherra hélt, í tilefni af því að Þórhallur Ásgeirsson lét af ráðuneytisstjóra- störfum. Var þá tekin ljósmynd sem hér birtist með nöfnum þeirra og þau ártöl er þeir gegndu viðskipta- ráðherraembættinu. Látnir eru Magnús Jónsson (1942), Björn Ólafsson (1942-1944 og 1949-1953), Pétur Magnússon (1944-47), Emil Jónsson (1947- 1949), Ingólfur Jónsson (1953-1956) ogólafur Jóhannesson (1974-1978). Málefni þau sem lögð voru undir hið nýja ráðuneyti voru viðskipta- mál, bankamál og gjaldeyrismál og hafa þau verið helstu málaflokkar ráðuneytisins síðan. En á 50 ára ferli hafa orðið miklar breytingar á þess- um sviðum sem ekki er hægt að rekja í stuttu máli. Saga ráðuneytis- ins er um leið viðskiptasaga landsins. Verkefni ráðuneytisins hafa tekið miklum breytingum vegna efnahags- ástands innanlands og erlendis og mismunandi stjórnmála- og efna- hagsstefna sem ráðandi hafa verið á þessu tímabili. Vel mætti hugsa sér að skipta sögu ráðuneytisins í eftir- farandi kafla: 1939-48 Stríðs- og haftaár. 1948-53 Marshallaðstoðin 1953-60 Jafnkeypisár 1960-70 Viðrcisn 1970- Fríverslun. Um slíka kaflaskiptingu má alltaf deila og það er að sjálfsögðu pers- ónulegt og pólitískt mat á hvaða þætti í sögu ráðuneytisins skuli lögð mest áhersla á hverjum tíma. En með þessari upptalningu er aðeins vakin athygli á því þýðingarmikla hlutverki sem viðskiptaráðuneytið hefur gegnt í hagsögu landsins síð- ustu 50 árin. Cóöar veislur enda vel! Eftireinn -ei aki neinn UUMFERÐAR RÁÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.