Tíminn - 15.04.1989, Side 16

Tíminn - 15.04.1989, Side 16
28 Tíminn j_3ugardagur 15. apríl 1989 SÖGUFÉLAG Sögufélag 1902 Aðalfundur Sögufélags verður haldinn laugardag- inn 29. apríl 1989 í veitingahúsinu DUUS við Fishersund og hefst kl. 2 eftir hádegi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Sigfús Haukur Andrésson flytur er- indi. Áhrif frönsku stjórnarbyltingar- innar á íslandi. Stjórnin. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Ljósmæður Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar að ráða Ijósmæður í sumarafleysingarog/eðafastar stöður á Fæðingadeild. Til greina kemur að ráða á fastar vaktir. Umsóknarfrestur til 1. maí 1989. Nánari upplýsingar gefa Friðrika Árnadóttir, deild- arstjóri og Ólína Torfadóttir, hjúkrunarforstjóri í síma 22100. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Skólaskrifstofu Reykjavíkur, óskar eftir tilboöum í eftirfarandi: 1. Viögerð og klæðning á Ármúlaskóla, tilboöin veröa opnuð miövikudaginn 3. maí kl. 14.00. 2. Viðgerð og viöhald á steypu og þökum á Hólabrekkuskóla, tilboöin verða opnuö þriöjudaginn 2. maí kl. 11.00. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu fyrir hvort verk um sig. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 !f! j W Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. gatnamálastjórans í Reykja- vík, óskar eftir tilboðum í gatnagerð, lagningu holræsa ásamt jarðvinnu vegna vatnslagna á ýmsum stööum í borginni. Búa skal undir malbikun samtals u.þ.b. 2850 m2. Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin veröa opnuð á sama staö, miövikudaginn 3. maí kl. 15.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboöum í lagningu á um 1000 m af dreifikerfi á svæöi sem afmarkast af Snorrabraut, Grettisgötu, Barónsstíg og Bergþórugötu. Verklok eru 1. september 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuð á sama staö, miðvikudaginn 26. apríl 1989, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 llllllllllllllllllllllllllll DAGBÓK lllllilllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllillllllllllllllllllllll 10 einsöngvarar koma fram á Barokktón- leikunum í Háteigskirkju Barokk-tónleikar í Háteigskirkju Sunnud. 16. apríl verða haldnir „Bar- okk-tónleikar“ í Háteigskirkju. Flutt verða verkefni eftir Bach, Monteverdi, Scarlatti, Purcell o.fl. Ennfremur verður flutt „Cantate Domino" eftir Buxtehude. Tíu einsöngvarar koma fram á tónleik- um þessum, en það eru: Anna Sigríður Helgadóttir, Dóra Reyndal, Elísabet Wa- age, Halldór Vilhelmsson, John Speight, Júlíus Vífill ingvarsson, Kristín Sædal Sigtryggsdóttir, Sigríður Gröndal, Sigrún V. Gestsdóttir og Tristin Tergesen. Undirleikur verður eingöngu á sembal og selló. Semballeikari er Robyn Koh og mun hún cinnig leika einleik á sembal. Scllólcikari er Haukur Hannesson. Tón- leikarnirí Háteigskirkju hefjast kl. 17:00. Sýning í Nýlistasafni Nýlistasafnið opnar samsýningu í dag, laugardaginn 15. apríl kl. 16:00. Að sýningunni standa: Ásta Ólafsdóttir, Finnbogi Pétursson, Hannes Lárusson, Jón Sigurpálsson, Kees Visser, Ólafur Sveinn Gíslason, Pétur Magnússon, Ráð- hildur Ingadóttir, Svava Björnsdóttir og Þór Vigfússon. Þessi sýning er lokasýning safnsins í núverandi húsnæði. Safnið er opið daglcga kl. 16:00-20:00 og um helgar kl. 14:00-20:00 Sýning í kjallara: Sigríður Ásgeirsdóttir opnar sýningu á myndverkum úr gleri í kjallara Norræna hússins, laugardaginn 15. apríl kl. 15:00. Sýningin stendur til I. maí Biblíulestur í Breiðholtskirkju Er Biblían þér framandi bók? Langar þig að kynnast efni hennar nánar? Ef svo er vil ég fá að benda þér á, að fyrirhugað cr að hafa nokkra biblíulestra í Breið- holtskirkju, í Mjóddinni, nú í vor og verður hinn fyrsti n.k. þriðjudagskvöld kl. 20.30. Mun sr. Jónas Gíslason, próf- essor við guðfræðideild Háskóla íslands, annast þessa lestra og eru allir velkomnir til þátttöku, sem áhuga hafa á því að kynnast ritningunni betur og athuga hvaða boðskap hún flytur okkur mönnun- um. Sr. Gísli Jónsson. Frá Félagi eldri borgara Göngu-Hrólfur leggur af stað kl. 10:00 í dag, laugardaginn 15. apríl, frá Nóatúni 17. Opiö hús í Tónabæ í dag, laugardag, frá kl. 13:30. Frjáls spilamennska. Kl. 20:00 er danslcikur og skemmtiatriði. Opið hús á morgun, sunnudag, í Goð- heimum, Sigtúni 3. Kl. 14:00 - frjálst spil og tafl. Kl. 20:00 er dansað. Opið hús á mánudag í Tónabæ frá kl. 13:30. Kl. 14:00 er félagsvist. Félagsvist Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur félagsvist laugardaginn 15. apríl kl. 14:00 í Húnabúð, Skeifunni 17. Þá hefst 5 daga keppni. Verðlaun og veitingar. Allir velkomnir. Sumarfagnaður Húnvetningafélagsins verður 22. apríl í félagsheimili Seltjarn- arness. Fríkirkjan í Reykjavík Aðalsafnaðarfundur kl. 13:30 laugar- daginn 15. apríl. A sunnudag er barnaguðsþjónusta kl. 11:00 og kl. 14:00 guðsþjónusta. Orgelleikari Pavel Smid. Cecil Haraldsson hV0RUÓÐASLETTUR UNDIR PILSFALDINUM“ Sunnudaginn 16. apríl kl. 16:00 kynna fimm skáld Ijóö sín í sýningarsalnum „Undir pilsfaldinum14 (Hlaðvarpanum), Vesturgötu 3, þar sem Sigurlaugur Elíasson sýnir grafíkmyndir. Það eru þeir Geirlaugur Magnússon, Gyrðir Elíasson, Óskar Árni Óskarsson, Sigurlaugur Elíasson og ísak Harðarson sem flytja verk sín. Kaffihlaðborð - Söngur Árncsingukórinn í Reykjavík heldur „Kaffitónleika" í Drangey, Síðumúla 35, sunnudaginn 16. apríl frá kl. 14:30. Stjórnandi kórsins er Sigurður Braga- son og undirleikari Úlrik Olason. Kvikmyndasýning MÍR Sovéska kvikmyndin „Grimmileg ást- arsaga" verður sýnd í bíósal MÍR, Vatns- stíg 10, sunnud. 16. apríl kl. 16:00. Leikstjóri er Eldar Rjazanov. Kvikmynd- in er frá árinu 1984 og byggð á einu af leikritum rússneska leikskáldsins A. Os- stovskís „Brúður án heimanmundar". skýringartextar á ensku. Aðgangur að kvikmyndasýningum MÍR er ókeypis og öllum heimill. Fundur Kvenfélags Neskirkju Kvenfélag Neskirkju heldur fund mánudagskvöldið 17. apríl kl. 20:30 í safnaðarheimili kirkjunnar. Gestur fund- arins verður Björg Einarsdóttir rithöf- undur. Spilakvöld í Kópavogi Alþýðubandalagið í Kópavogi verður með spilakvöld mánudaginn 17. apríl kl. 20:30 í Þinghól, Hamraborg 11 3. hæð, allir velkomnir. Aðalfundur Félags um skjalastjórn verður haldinn þriðjudaginn 18. apríl kl. 20.30 í Bóka- og skjalasafni Landsvirkj- unar, Háaleitisbraut 68. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Einnig verða umræður um námsstefnu sem félagið stóð fyrir 3.-5. apríl sl. Vorfagnaður Breiðfirðingafélagsins Breiðfirðingar! Árlegur vorfagnaður félagsins verður haldinn miðvikudaginn 19. apríl í Víkingasal Hótels Loftleiða kl. 21:30-03:00. Fjölmennum. Skemmtinefndin t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu Stefaníu Þorvaldsdóttur Fossgerði, Beruneshreppi. ÞorgerðurÞorleifsdóttir Eiríkur Jonas Gíslason Sigurður Þorleifsson Kristbjörg Sigurðardóttir Ragnhildur Þorleifsdóttir Jón Hannibalsson barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem auðsýndu okkur samúö viö andlát og útför sonar okkar og bróður Guðmundar Siggeirs Einarssonar Dalsmynni, Villingaholtshreppi. Sérstakar þakkir til þeirra sem aðstoöuöu viö leitina. Guð blessi ykkur öll. Eyrún Guðmundsdóttir Einar Einarsson og systkini. Sunnudagsferðir F.í. 16. apríl Kl. 10:30 Bláfjöll - Kistufell - Grinda- skörð/skíðaferð Ekið að þjónustumiðstöðinni í Bláfjöll- um og gengið þaðan á skíðum í Grinda- skörð. (Farmiðar 800 kr.) Kl. 13:00 Gönguferð á Helgafell (338 m) sunnan Hafnarfjarðar Ekið að Kaldárseli og gengið þaðan Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin. Frítt fyrir börn. Farmiðar við bíl (600 kr.) Fimmtud. 20. apríl, Suniardagurinn fyrsti: Esja - Kerhólakambur. Ferðafélagið heilsar sumri með göngu- ferð á Esju. Landmannalaugar/skíðagönguferð 20.- 23. apríl. Ekið að Sigöldu og gengið þaðan á skíðum til Landmannalauga (25 km). Tveggia daga dvöl í Laugum. Gist í sæluhúsi F.I. Ferðafélagið sér um flutning á farangri til og frá Landmannalaugum. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstof- unni, Öldugötu 3. 28. apríl - 1. maí: Þórsmörk Fimmvörðuháls. Gengið á skíðum yfir Fimmvörðuháls. Gist í Skagfjörðsskála/ Langadal. Ferðafélag íslands Sunnudagsferðir Útivistar 16. apríl Kl. 13:30 Bessastaðanes - Álftanes. Valið er göngusvæði þar sem göngufæri er best og farið í létta strandgöngu um Álftanes. Farið á Skansinn. Brottför frá BSt, bensínsölu. Farmiðar við bíl (500 kr.) Frítt er fyrir börn með fullorðnum. Útivist: 4 daga ferð 20.-23. apríl Sumri heilsað í Skaftafclli og Öræfum. Brottför á sumardaginn fyrsta kl. 08:00. Hægt er að velja á milli göngu- og skoðunarferða um Skaftafell og Öræfa- sveit og gönguferðar á Öræfajökul, hæsta fjall Iandsins. Farið að Jökulsárlóni. Gist að Hofi. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Létt ganga um Álftanes kl. 13:00 á sunnudag 16. apríl. Norræna húsið: Fyrirlestur um sænska skáldið Erik Axel Karlfeldt Sunnud. 16. apríl kl. 16:00 heldur dr. phil Karl Ivar Hildeman, prófessor fyrir- lestur um sænska skáldið Erik Áxel Karlfeldt og Hjörtur Pálsson cand. mag. les nokkur ljóð eftir Karlfeldt í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. Erik Axel Karlfeldt fæddist 1864 og lést 1931. Hann var bóndasonur frá Karlbo í Dölunum, gaf út fyrstu ljóðabók sína 1895, en varð fyrst þekktur með Ijóðabók- inni „Fridolins visor", sem kom út 1898. Hann var meðlimur í Sænsku akademí- unni 1904 og ritari hennar 1912 og fékk Nóbelsverðlaunin eftir að hann lést 1931. Fyrirlesarinn Karl-Ivar Hildeman, er fæddur 1905. Hann kenndi um árabil bókmenntir við Stokkhólmsháskóla og Kennaraháskólann í Stokkhólmi. Hann hefur skrifað margt um skáldskap Karl- feldts og hin síðari árin haft forystu fyrir Karlfeldtfélaginu. Biblíulestrar í Breiðholtskirkju Fyrirhugað er að hafa nokkra biblíu- lestra í Breiðholtskirkju í Mjóddinni í vor og verður sá fyrsti þriðjudagskvöldið 18. apríl kl. 20:30. Sr. Jónas Gíslason, prófessor við guð- fræðideild Háskóla íslands mun annast þessa iestra og eru allir velkomnir til þátttöku. BILALEIGA meö utibu allt i knngurTi landiö, gera þer mogulegt aö leigja bíl á einum staö og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bila erlendi? interRent Biialeiga Akureyrar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.