Tíminn - 19.04.1989, Side 7
Miðvikudagur 19. apríl 1989
Tíminn 7
Samkomulag um kjör á skuldabréfakaupum lífeyrissjóða af Húsnæðisstofnun:
Samið án samkomulags
um lánskjaravísitölu
Samkomulag um kjör á skuldabréfakaupum lífeyrissjóð-
anna af Húsnæðisstofnun ríkisins til loka þessa árs, var
undirritað af fulltrúum fjármálaráðuneytisins, félagsmálaráð-
uneytisins og Húsnæðisstofnunar ríkisins annars vegar og
samtaka Iífeyrissjóða hins vegar í gærdag.
Fjármálaráðherra skrifar undir samkomulagið í gær.
Ágreiningur reis meðal samnings-
aðila um hvaða lánskjaravísitölu ætti
að miða við, lánskjaravísitölu þá
sem komið var á með reglugerð
þann 23. janúar sl. eða vísitöluna
sem gilti áður. Pétur Blöndal for-
maður Landssambands lífeyrissjóða
sagði að það mál hefði verið leyst á
þann veg að vísað er í lánskjaravísi-
tölu samkvæmt Ólafslögum svoköll-
uðum. Gjalddagar bæði á vöxtum og
afborgunum eru hafðir eftir rúm 2
ár, eða 1. júlí 1991, en þá er talið að
niðurstaða í fyrirhuguðu dómsmáli
verði komin. „Pað er ekki þannig að
lífeyrissjóðirnir séu að fara í
dómsmál, til að geta sagt að þeir hafi
sigrað, heldur hitt hvað er rétt í
þessum efnum. þ.e. hvor vísitalan er
rétt. Pað er bara spurningin hvort
stjórnvöld geti breytt lánskjaravísi-
tölu á þegar gerðum samningum,"
sagði Pétur.
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra sagði við undirritun-
ina að um tímamóta samkomulag
væri að ræða, sem ætti eflaust eftir
að vera lengi við lýði.
Samkomulagið felur í sér að kjör
á skuldabréfakaupum Iffeyrissjóð-
anna á næstu mánuðum er ekki
hindrun í vegi frekari vaxtalækkana
á lánsfjármarkaðnum á næstunni. í
samningnum er gert ráð fyrir að
vextir á skuldabréfum með innlendri
verðtryggingu fari í 6% strax og í
5% í júlí, þannig að það raunvaxta-
markmið sem lýst var yfir er tengt
samningsgerðinni. Hluti skulda-
bréfakaupanna miðast við gengis-
tryggingu og erlenda nafnvexti, sem
fela nú í sér um 5% raunvexti.
í upphafi ársins var áætlað að
skuldabréfakaup lífeyrissjóðanna á
árinu öllu gætu numið rúmum 8,5
milljörðum króna. Nú þegar hafa
sjóðirnir keypt fyrir um 1,5 milljarð,
þannig að skuldabréfakaupin mán-
uðina apríl til desember gætu numið
um 7 milljörðum króna.
Eins og fram hefur komið er hluti
skuldabréfakaupanna miðaður við
gengistryggingu og erlenda nafn-
vexti. Keypt verða skuldabréf miðað
við evrópska mynteiningu, ECU.
ECU-bréfin verða að lágmarki 15%
af skuldabréfakaupum hvers sjóðs
af Húsnæðisstofnun á tímabilinu, en
sjóðunum er frjálst að kaupa ECU-
bréf fyrir allt að40% af heildarkaup-
um. Vextir á nýjum ECU-bréfum
eiga í hverjum mánuði að vera 0,15
prósentustigum hærri en ávöxtun
nýlegrar ECU skuldabréfaútgáfu í
Danmörku sem er til 1996 og er
skráð í Financial Times. Miða á við
þá ávöxtun sem birt er á mánudegi
fyrir hver mánaðarmót í þessu sér-
staklega skráða ávöxtunargengi í
Financial Times. Vextirnir eiga að
vera fastir á lánstíma hvers bréfs,
sem er 15 ár og nafnvextir skulda-
bréfa sem útgefin eru í apríl verða
9,04%. Ef tekið er mið af þeirri
verðbólgu sem er í Efnahagsbanda-
lagslöndunum, 3,5 til 4% og
óbreyttu raungengi krónunnar, sam-
svara þessir vextir um 5% raun-
ávöxtun.
Verðtrygging á skuldabréfum
gefnum út í janúar 1990 miðast við
lánskjaravísitölu samkvæmt Ólafs-
lögum svokölluðum. Að óbreyttu,
þ.e. ef dómstólar úrskurða lífeyris-
sjóðunum ekki í vil, felur þetta í sér
að núgildandi lánskjaravísitala verð-
ur notuð til að verðtryggjabréfin. Pá
er einnig gert ráð fyrir því í sam-
komulaginu að ef þróun vaxta verði
önnur en nú er stefnt að geti komið
til leiðréttingar á vöxtum þegar
skuldabréf með innlendri verðtrygg-
ingu verða gefin út í janúar nk. I því
tilviki verður tekið tillit til þróunar
vaxta á ríkisskuldabréfum, að því
tilskildu að þau seljist fyrir 50% af
áætlaðri innlendri lánsfjáröflun
ríkissjóðs samkvæmt lánsfjárlögum.
Náist 50% markið ekki er bætt við
vöxtum á seldum spariskírteinum á
Verðbréfaþingi íslands.
Pétur Blöndal formaður Lands-
sambands lífeyrissjóða sagði að það
samkomulag sem gert hefði verið
fæli í sér að lífeyrissjóðirnir væru
ekki að taka eins mikla áhættu
varðandi þá vaxtalækkun sem stjórn-
völd stefndu að. „Ef stefna stjórn-
valda næst, þá er það gott og lífeyr-
issjóðirnir ná þeim vöxtum sem
ríkið greiðir á markaðnum, ef ekki
þá verða vextirnir lciðréttir 15.
janúar á næsta ári,“ sagði Pétur.
-ABÓ
Frá æfingu á Svartfugli í síðustu viku. Tímamynd: ÖP
Ungmennasamband A-Húnvetninga:
Svartfugl á Húnavöku
Leikfélag Blönduóss frumsýndi í
gærkvöldi leikritið Svartfugl eftir
Gunnar Gunnarsson. Leikfélagið
hefur æft verkið að undanförnu
undir leikstjórn Harðar Torfasonar
og er þessi uppfærsla einn liður í
Húnavöku Ungmennasambands A-
Húnvetninga sem hófst á laugardag-
inn.
Leikritið Svartfugl fjallar um
sakamál sem upp kom vestur á
Barðaströnd á síðustu öld og hefur
verið kallað Sjöundarár mál.
Leikritið var fyrst sýnt hér á landi
árið 1986 og þá í leikgerð Bríetar
Héðinsdóttur og nota Blönduósing-
ar sömu leikgerð verksins.
Leikarar eru alls 20 þar af 3 börn.
Búningar eru hannaðir og saumaðir
af heimamönnum. Að sögn Njáls
Þórðarsonar formanns Leikfélags
Blönduóss er fyrirhugað að sýna
verkið a.m.k. þrisvar á meðan
Húnavakan stendur yfir og jafnvel
eitthvað lengur ef aðsókn verður
góð, en ekki er mögulegt að fara
með sýninguna milli staða vegna
umfangs sviðsbúnaðar. Æfingar á
Svartfugli hófust í byrjun mars.
Þetta er 54. starfsár Leikfélags
Blönduóss, flest árin hefur félagið
sett á svið einn sjónleik og ávallt
verið með leiksýningu í tengslum við
Húnavökuna sem nú er orðin árviss
viðburður í menningarlífi Húnvetn-
inga. - ÖÞ Fljótum
Tónmenntakennslu mjög ábótavant:
Tæpur helmingur hlýtur
ekki lögboðna fræðslu
Tæpur helmingur grunnskólane-
menda landsins nýtur ekki lögboð-
innar fræðslu í tónmenntum. Þá eru
aðeins sjötíu af kennurum í greininni
með réttindi til kennslunnar. Málið
er í athugun á Alþingi en niðurstaða
varðandi úrbætur hefur enn ekki
fengist.
Samkvæmt lögum um grunnskóla
er tónmennt ein þeirra skyldunáms-
greina sem kenna skal öllum nem-
endum á skólaskyldualdri, einn til
tvo tíma á viku. Þó er tónmennt í
níunda bekk aðeins kennd sem val-
grein.
Samkvæmt athugunum nefndar, á
vegum menntamálaráðuneytisins, á
skólahaldsskýrslum kom í Ijós að
mikið vantar upp á að þessum lögum
sé framfylgt. 45% nemenda á skóla-
skyldualdri hlutu á skólaárinu '87 til
'88 enga fræðslu í greininni. Af þeim
216 grunnskólum sem á landinu eru,
fer kennsla í tónmennt aðeins fram
í 141 þeirra. í 75 skólum eða 35%
þeirra fá nemendur enga tónlistar-
kennslu af neinu tagi.
Skólar utan Reykjavíkur standa
verst að vígi hvað þetta varðar. Sem
dæmi má nefna að á Vestfjörðum
vantaði tónmenntakennslu alveg í
þrettán skóla, á Vesturlandi sjö, á
Norðurlandi vestra níu, en þar voru
á árinu engir tónmenntakennarar
með réttindi. Á Norðurlandi eystra
vantaði kennslu í ellefu skóla, á
Suðurlandi á átta stöðum og svo
framvegis.
Samkvæmt skrá um starfandi
grunnskólakennara önnuðust 168
kennarar tónmenntakennslu skóla-
veturinn '87 til '88. Af þeim höfðu
aðeins sjötíu réttindi til kennslu í
þessari grein. Af ellefu kennurum á
Vestfjörðum var einn með réttindi
til kennslunnar, á Norðurlandi eystra
aðeins helmingur kennaranna, á
Suðurlandi fjórir af 29 kennurum og
svo mætti áfram telja.
Miðað við útreikninga á heildar-
kennsluþörf í tónmennt fyrir landið
allt þyrfti kennsla í greininni að vera
sem svarar 105,6 heilum kennara-
stöðum, en nam aðeins 58,9
kennarastöðum.
„Ástæður þessa eru fyrst og fremst
að mikill skortur er á tónmennta-
kennurum og það er eins og mönn-
um finnist frekar að komast megi af
án þessarar kennslu en kennslu í
öðrum greinum. Það vantar að vísu
einnig kennara í fleiri greinum held-
ur en þessari, list- og verkgreinar
hafa farið verr út úr þcssu en aðrar
námsgreinar," sagði einn nefndar-
manna Njáll Sigurðsson námsstjóri í
samtali við Tímann.
Hann sagði orsök þess að frekar
vantaði tónmenntakennara en aðra
grunnskólakennara einkum mega
rekja til fjölda tónlistarskóla sem
starfa í landinu. „Sérmenntaðir
kennarar sem sumir hverjir hafa
lokið námi til að fara og kenna í
grunnskólum hafa í stað þess farið
til kennslu í tónlistarskólum," sagði
Njáll.
Starf tónlistarskóla landsins er
víða mjög öflugt og bætir ef til vill
að nokkru leyti upp skort á tón-
menntakennslu í grunnskólum. Á
Alþingi hefur verið lögð fram tillaga
til Þingsályktunar sem ætlað er að
ráða nokkra bót á núverandi ástandi
mála. í henni segir meðal annars:
„Alþingi ályktar að fela mennta-
málaráðherra að skipa nefnd til að
athuga og koma með tillögur um
samvinnu og samþættingu tón-
menntakennslu í grunnskólum og
tónlistarskólum landsins, með það
fyrir augum að efla og auka tón-
menntakennslu í grunnskólum."
Einnig er lagt til að tónlistarnám
sem nemendur stunda utan lögboð-
ins grunnskólanáms geti f auknum
mæli flust inn í húsnæði grunnskól-
anna. Auk þess komi til samnýting
kennara þannig að tónmennta-
fræðsla verði aðgengilegri fyrir nem-
endur.
Flutningsmenn þingsályktunartil-
lögunnar eru Þórhildur Þorleifsdótt-
ir, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir,
Árni Gunnarsson. Jón Hclgason,
Margrét Frímannsdóttir og Salóme
Þorkelsdóttir. Málið er í athugun
nefndar innan Alþingis ogekki hcfur
verið tekin afstaða til þess enn sem
kornið er. jkh