Tíminn - 19.04.1989, Qupperneq 9

Tíminn - 19.04.1989, Qupperneq 9
Miðvikudagur 19. apríl 1989 Tíminn 9 VETTVANGUR l!i!!il Jón S. Karlsson: Innra starf skóla Kennari? Skólastjóri? Yfirkennari? Sagan af henni Ásu Hún kom í Auðnuskóla 10 ára gömul. Með góðan vitnisburð í veganesti. Hún var kjarkmikil, við- kvæm og metnaðargjörn. Kennarinn hennar var hún Gréta. Ása kunni strax vel við kennarann sinn og fann að þar átti hún bandamann. Sumirskólafélag- ar Ásu notuðu sér viðkvæmni hennar og það að hún var „ný“. Hún lenti í deilum innan deildar- innar en Gréta leysti þær. Einn dag klöguðu tveir strákar hana fyrir skólastjóranum. Hún var kölluð fyrir skólastjórann. Ása þekkti ekkert þann mann. Hann hafði komið einu sinni eða tvisvar inn í stofuna þeirra. Hann hafði aldrei talað við hana, hún aldrei við hann. Hún vissi ekki hvað hún hafði gert rangt. Hún var allt í einu vandræða- barn? Hvað átti hún að segja pabba og mömmu? Átti kannski að reka hana? Ása leit á Grétu vonaraugum þegar hún gekk út úr stofunni sinni. En augnaráð kennarans var uppgjafarlegt, afsakandi, vand- ræðalegt. Af hverju? Af hverju talaði Gréta ekki við hana eins og venjulega? Yrði hún send heim? Hún var ekki rekin, ekki send heim. En hún kom frá skóla- stjóranum niðurlút, skömmustu- leg. Kjarkmikla stelpan var horfin, metnaðurinn brotinn. Lengi býr að fyrstu gerð. Grunnskólinn innan dyra Kennarar eru menntaðir til þess að kenna og leiðbeina börnum, fagmenn á sínu sviði (sbr. tann- lækna,lækna, múrara). Kennarar hafa yfir að ráða faglegri, félags- legri og uppeldislegri þekkingu. Svonefndir umsjónarkennarar fá einn hóp (deild) að hausti, sem þeir eru ábyrgir fyrir, sbr. 38. gr. grunnskólalaga: Fyrir hverja bekkjardeild eða námshóp í grunn- skóla skal „skólastjóri" velja um- sjónarkennara. Hann fylgist sér- staklega með námi nemenda sinna og þroska, leiðbeinir þeim og hefur samband við forráðamenn þeirra. Tilv. lýkur. í 54. gr. grunnskólalaga segir m.a.: Ef nemanda reynist verulega áfátt í hegðun, ber kennara að leita orsaka þess. í Ijósi fenginna upp- lýsinga skal hann í viðtali við forráðamenn hans ef við á leitast við að fá bætt úr því, sem áfátt er. Nú ber viðleitni kennara ekki árangur og skal hann þá vísa mál- inu til meðferðar skólastjóra, sem kannar málið frá öllum hliðum. Ef meðferð hans leiðir ekki til viðun- andi ástands, vísar skólastjóri mál- inu til sérfræðilegrar meðferðar fræðsluskrifstofu. Tilv. lýkur. Lítum aftur á litlu söguna hennar Ásu. Lítum nánar á meðferð slíkra mála. Kennari og forráðamenn, skóla- stjóri, fræðsluskrifstofa og sér- fræðingar. Þarna þarf að verða breyting á. Heppileg meðferð: Kennari og forráðamenn - sér- fræðingar (félagsfræðingar, upp- eldisfræðingar, sérmenntaðir kennarar) eftir því sem þörf krefur. (Að áliti viðkomandi aðila.) Af hverju á skólastjóri að hverfa úr myndinni? Skólastjórar eru ekki í persónu- legum tengslum við nemendur, sem umsjónarkennari vissulega er. Skólastjórar eru ekki sérfræð- ingar. Skólastjórar þekkja foreldra, forráðamenn, ekki eins vel og umsjónarkennari. Hætta er á að skólastjóri bregðist rangt við vandamáli einstaklings vegna vanþekkingar og valdi óbæt- anlegum skaða. Tillaga: Skólastjórar leggist af. í þeirra stað verði skipaður rekstrar- stjóri við hvern skóla. Hann sinni fjárhagslegum rekstri, launaút- reikningum og annist jafnframt þau störf, sem yfirkennarar gegna nú, þ.e. innkaupum t.d. á bókum og pappír. Slíkur starfskraftur hefði góða heildarsýn yfir fjármál viðkomandi stofnunar. Kennararáð, þ.e. nokkrir kenn- arar úr hópi kennara, kosnir til eins árs í senn, fjölluðu aftur á móti um þau mál, sem snerta nemendur skólans, félagsmál, um- gengnishætti o.þ.h. (Lýðræðisleg afgreiðsla, sem byggir á fleiri sjónarmiðum en eins manns, sbr. SKÓLASTJÓRI AF- GREIÐIR.) Hver hafa áhrif skólastjóra verið? Stjórnað öllum meiriháttar ákvörðunum um innra starf í sínum skóla. Skólastjórar eru mjög oft full- trúar í nefndum, ráðum og þingum kennarasamtakanna. Algengir fundarstjórar á stærri fundum. Hvers vegna? Hver er aðstaða kennara? Skólastjórar ráða verulega ytra starfi skólakerfisins einnig. Ath. Þetta „afturhald“ er ævi- ráðið. Ath. Kennarar eru í úlfakreppu. Ath. Fórnarlömb = nemendur. Af hverju skyldi slíkt skóla- stjóra-einræði vera óæskilegt? Skólastjórar einangrast frá kennurum skólans (margir verma sama stólinn áratugi), þekkja ekki stefnuna sem ríkir meðal kennar- anna né þau viðfangsefni sem þeir eru að fást við og alls ekki vanda- málin, sem brenna á þeim. Skólastjórar verða með tíman- um „kerfiskallar" - þeim er efst í hug að andlit skólans horfi bros- andi við kerfinu. Skólastjórar vilja frið og ró í sínum skóla, sbr.: Þetta hefur alltaf gengið vel, ár eftir ár eftir ár ...? Hvers vegna að vera þá að breyta? Þegi þú, áhugasami kennari Skólastjórar geta verið hræddir við duglega framfarasinnaða kennara. Hvert gætu þeir ekki farið með gamla góða skipulagið. Ha? Til hvers fá skólastjórar annars vikuleyfí á vetri? ... Til hvers fá þeir hærri laun en kennarinn? ... Gleymum ekki að það er alltaf undantekning frá reglunni. Eða hvað? Undirritaður skorar á stjórn KÍ og menntamála ásamt kennurum landsins að skoða þessi mál ofaní kjölinn. Foreldrar? Er þetta ekki líka ykkar mál? Þarna er falin meinsemd, sem liggur að rótum grunnskólans og tími er til að skera burt. Látum víðsýni stjórna hug og hönd. Gefum velmenntuðum kennurum og sérfræðingum tæki- færi til að vinna saman að bættum og breyttum skóla. Með þökk fyrir birtinguna. Reykjavík, 4. mars 1989. Jón S. Karlsson. Félag eldri borgara: Lágmarkstekjur ellilíf- eyrisþega verði 45 þús. Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni var haldinn að Hótel Sögu þann 5. mars 1989 og var fjölmennur að venju. Félagið var stofnað 15. mars 1986 með 800 stofnfélögum en í dag er félagatal 6600 manns 60 ára og eldri. Stjórn þess er þannig skipuð að í aðalstjórn sitja 14 manns auk formanns. Varamenn í stjóm era 7, en auk þess starfa margar nefndir að sérþáttum félagsstarfsins. Félagið rekur umfangsmikla skrifstofu, sem auk almennrar þjónustu við félagsmenn hefur með höndum tölvukeyrt bókhald, félagatal og viðskipti svo sem innheimtu félagsgjalda o.fl. Framkvæmdastjóri félagsins er Guðríður Ólafsdóttir. í upphafi fundar flutti formaður útdrátt úr skýrslu stjórnar og gat þar meðal annars: Á aðalfundi félagsins 1987 var samþykkt tillaga þess efnis að félagið beitti sér fyrir stofnun Landssam- bands aldraðra. Félagið hefur kann- að þennan möguleika og standa vonir til þess að slíkt Landssamband verði stofnað á árinu af um 14 félögum aldraðra, sem lýst hafa áhuga á málinu. Samin hafa verið drög að lögum fyrir slíkt samband og stefnuskrá. Á árinu gerðist félagið aðili að Norrænu samstarfsnefndinni „Nor- diska samarbetskommiten" sem samanstendur. af landssamböndum aldraðra á hinum Norðurlöndunum. Félagið okkar undirbjó fyrstu ráð- stefnu þessarar samstarfsnefndar, sem haldin var hér í Reykjavík dagana 3.-5. ágúst s.l. Félagið rekur opið hús á tveim stöðum í borginni, að Sigtúni 3 og Tónabæ við Skaftahlíð. Hið fjöl- breytta félagsstarf sem fer fram í opnu húsi er einn mikilvægasti þátt- urinn í starfsemi félagsins og því er lífsnauðsyn fyrir félagið að komast yfir hentugan samastað (félagsheim- ili) þar sem starfsemi þess rúmast. Það er reynsla okkar að óvinsælt er að reka opið hús á fleiri en einum stað og einnig gerir fólk kröfu til góðs aðbúnaðar varðandi húsnæði og þjónustu. Stjórn félagsins leitaði því til Borgarráðs Reykjavíkur, þar sem farið er fram á að félagið fái full afnot af Tónabæ, til að reka þar félagsheimili. Tónabær er mjög hentugur staður og húsakostur ákjósanlegur fyrir slíka starfsemi og er nú beðið svars Borgarráðs. Ferðalög innan- og utanlands eru mjög vinsæl og fjölsótt. Á liðnu ári munu um 1500 manns hafa notfært sér þessar ferðir. Félagið hefur einnig beitt sér fyrir ýmiskonar fræðslunámskeiðum og notið þar aðstoðar Tómstundaskól- ans. Einn þáttur félagsstarfsins er söngæfingar og á þessum fáu árum hefur félagið eignast fjölmennan blandaðan kór undir stjórn Kristínar Pétursdóttur sem nýtur vinsælda inn- an og utan félags. Félagið gefur út vandað félagsblað „Efri árin“. Það er gefið út í 9000 eintökum og ritstýrt af Andrési Kristjánssyni ritstjóra. Á aðalfundinum voru eftirfarandi tillögur samþykktar: AðalfundurF.E.B. haldinnáHót- el Sögu 5. mars 1989 skorar á borgarstjóra að bregðast vel við beiðni félagsins um afnot af Tónabæ. Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, haldinn að Hótel Sögu, 5. mars 1989, samþykkir að beina eftirfarandi tilmælum til borgarstjórnar Reykjavíkur: 1. Ellilífeyrisþegum verði eigi gert að greiða fasteignagjöld af eigin íbúð sem þeir nýta eingöngu til eigin þarfa, enda sé íbúðin af hóflegri stærð. 2. Ellilífeyrisþegar skulu ferðast ókeypis með vögnum SVR. Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, haldinn að Hótel Sögu 5. mars 1989, ályktar að beina því til ríkisvaldsins, að ákvæð- um í lögurn um almannatryggingar verði breytt á þann veg, að lífeyrir frá Tryggingastofnun ríkisins (ellilíf- eyrir, tekjutrygging og uppbót) tryggi einstaklingslífeyrisþega lág- markstekjur kr. 45.000,- á mánuði, og yrði tekjutrygging þá hækkuð til þess að þeirri fjárhæð verði náð. Skerðing tekjutryggingar hefjist síðan ekki fyrr en lífeyrisþegi (ein- staklingur) hefur náð að hafa allt að kr. 25.000,- í mánaðartekjur þar fram yfir. Ofangreindar tölur eru miðaðar við framfærsluvísitölu þá sem nú gildir og breytast með henni. Jafnframt er því beint til ríkis- valdsins, að ákvæðum laga um eign- arskatt verði breytt á þann veg, að þegar annað hjóna fellur frá skuli eftirlifandi maki, ekkja eða ekkill, njóta skattfrelsis af eignaskatts- stofni, svo sem hjón væru (tveir einstaklingar) eftir áfallið. Hin mikla hækkun eignaskatt af einni sæmilegri íbúð sem verður við fráfall, leggst mjög þungt á ekkil eða ekkju við missi maka síns og skellur á þegar síst skyldi vegna þeirrar röskunar sem verður á lífi fólks við slíkan missi, fjárhagslegrar jafnt sem tilfinningalegrar. í stjórn voru kjörin: Formaður Bergsteinn Sigurðsson. Aðalmenn í stjórn: 1. Aðalbjörg Jónsdóttir 2. Adda Bára Sigfúsdóttir 3. Gils Guðmundsson 4. Guðríður Elíasdóttir 5. Hjálmar Jónsson 6. Ingibjörg Þorsteinsdóttir 7. Jón Tómasson 8. Kristín Símonardóttir 9. Margrét Thoroddsen 10. Pétur Hannesson 11. Pétur H. Ólafsson 12. Pétur Sigurðsson 13. Þorsteinn Ólafsson 14. Ægir Ólafsson Varamcnn í stjórn: 1. Hjálmar Gíslason 2. Jóhanna Haraldsdóttir 3. Jónína Pétursdóttir 4. Júlíana Inga Eðvaldsdóttir 5. Kristín Jónasdóttir 6. Kristján Einarsson 7. Valdimar Óskarsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.