Tíminn - 19.04.1989, Qupperneq 12

Tíminn - 19.04.1989, Qupperneq 12
12 Tíminn Miðvikudagur 19. apríl 1989 FRÉTTAYFIRLIT BÚDAPEST - Yitzhak Shamír forsætisráöherra ísra- el hélt í stutta óopinbera heim- sókn til Ungverjalands og ræddi við ungverska leiötoga. Rætt var um málefni Miöaust- urlanda og nýtt stjórnmála- samband ríkjanna tveggja og hugsanlega annarra austan- tjaldsríkja. BEIRÚT - Hundruð manna sem hugðust flýja bardagana í Beirút þegar örlítið lát varð á skothríðinni þar komust að því að flóttaleið þeirra var lokuð eftir að eldflaugaárás lagði höfnina í Jounieh i rúst. Þaðan gátu flóttamenn komist í ferjur og flúið land, en nú er sú flottaleiðúrsögunni. Himinninn yfir Beirút var litaður rauður alla fyrrinótt vegna elda sem loguðu eftir stórskotaliðsárásir og skriðdrekabardaga. JERÚSALEM - Þrír Pal- estínumenn voru myrtir af eiain fólki þar sem þeir voru grunaðir um að hafa starfað með ísrael- um í baráttunni gegn Palestín- umönnum á hernumdu svæð- unum. WASHINGTON - Fram- færsluvísitalan hækkaði um 0,5% í Bandaríkjunum í mars eftir að hafa einungis hækkað um 0,4% í febrúar. Mest mun- aði um matvöru og eldsneyti. Verðbólga hefur ekki veri meiri í Bandaríkjunum í tvö ár. MOSKVA - Hermenn yfir- ' gáfu göturnar í Tiblisi i Georg- íu og útgöngubann það sem var í gildi á nóttunni var numið úr gildi. Þingnefnd hefur verið sett á fót til að rannsaka at- burðina 9. apríl, þegar her- menn leystu upp mótmæla- göngu þióðernissinna með þeim afleioingum að 19 manns létust. MADRÍD - Alsírstjórn hefur vísað sex skæruliðum Baska úr landi. Þar á meðal eru þrír Baskar er áttu í leyniviðræðum við ríkisstjórn Spánar fyrir nokkru. UTLÖND lllllllllllllllll Andlát Hu Yaobang vekur upp mótmæli gegn flokksræðinu í Kína: Hermenn slást við námsmenn í Peking Rauðir varðliðar á Tianmcn torgi eða Torgi hins himneska friðar við upphaf menningarbyltingarinnar árið 1966. Þá var unga fólkið að berjast fyrir algerum kommúnisma, en nú safnast námsmenn á sama torgi og halda til höfuðstöðva kommúnistaflokksins og krefjast aukins lýðræðis. Þúsundir kínverskra námsmanna reyndu að brjóta sér leið inn í höfuðstöðvar Kommúnistaflokksins sem eru í hjarta Pekingborgar í gær en hópar hermanna vörnuðu þeim inngöngu. Námsmennirnir kröfðust lýðfrelsis og kröfðust þess að fá að ræða við Li Peng forsætisráðherra Kína. Mótmælaganga námsmannanna var mjög þétt og sló í brýnu á milli þeirra og hermannanna við hlið Zhongnanhai húsaþyrpingarinnar þar sem kommúnistaflokkurinn hef- ur höfuðstöðvar sínar. Er talið að um fimmþúsund áhorfendur hafi fylgt námsmönnunum sem voru á milli fimm og tíu þúsund talsins og barið barninginn augum, en átök og mótmæli sem þessi hafa aldrei séð dagsins Ijós í Peking þau fjörutíu ár sem kommúnistar hafa haft völdin í Kína. Mótmælagangan var hápunktur þess óróa sem ríkt hefur í Kína þá fjóra daga sem liðnir eru frá fráfalli Hu Yaobang fyrrum formanns kommúnistaflokksins. Náms- mennirnir kröfðust endurreisn æru formannsins og aukins lýðræðis í landinu eins og áður hefur verið greint frá. Þá kröfðust þeir þess að forréttindi háttsettra kommúnista yrðu afnumin. Hermenn gripu stóran minning- arkrans um Hu af námsmönnunum og meinuðu þeim inngöngu að höf- uðstöðvunum. Ekki er vitað hvort alvarleg meiðsl eða manntjón hafi orðið í átökunum, en skotvopnum var ekki beitt. Námsmennirnir komu frá ýmsum háskólum í Peking og höfðu sumir þeirra yfirtekið „Torg hins himneska friðar" eða Tiananmen torg í dögun. Mikil sorg virðist ríkja í Kína eftir fráfall Hu sem þröngvað var til að S-Afríka D rul cknuðu 1 i/ið skírn Prestur drukknaði ásamt skírnar- barni sínu við skírn í á nokkurri nærri bænum Khayelitsha í Suður- Afríku um helgina. Söfnuðurinn horfði skelfingu lost- inn á þegar hin 26 ára Nelolitha Mapatsela missti stjórn á sér þegar baptistapresturinn Payi dýfði henni á kaf í ánna í samræmi við skírnar- hefð baptista. Nelolitha dró prestinn með sér í djúpið. Prestinum skaut upp aftur en Nelolitha barst með straumnum niður með ánni. Payi stakk sér því til sunds á eftir sóknarbarni sínu og komu hvorugt lífs úr þeirri svaðilför. segja af sér árið 1987 af harðlínu- mönnum í kommúnistaflokknum sem sökuðu hann um að ýta undir smáborgarahátt og frjálslyndi í Kína. Indland: Hraðlest út af sporinu Hraðlest fór út af sporinu á Indlandi í gær og létust að minnsta kosti þrjátíu og fimm manns og rúmlega hundrað slösuðust. Margir hinna slösuðu sem fluttir voru á sjúkrahús voru lífshættulega slasaðir. Talsmaður járnbrautanna sagði að tólf vagnar hraðlestar frá Karnataka lestarfyrirtækinu hefðu farið út af sporinu nærri borginni Jhansi í Uttar Pradesh ríki. Sagðist hann telja að tala látinna muni hækka. Madhav Rao Scindia ráðherra lestasamgangna hélt strax á stað- inn til að fylgjast með og stjórna störfum björgunarsveita. Fjársvik Marcoshjónanna: Khashoggi handtekinn Hinn þekkti saudiarabíski auð- kýfingur og vopnasali, Adnan Khashoggi var handtekinn í Sviss í gær, en Khasogghi er sakaður um að vera milligöngumaður í fjár- málasvindli Ferdinands Marcosar fyrrum forseta Filipseyja. Er talið að þeir hafi svikið 268 milljónir dollara úr ríkissjóði Filipseyja og komið þeim fyrir á einkareikning- um Marcosar í Sviss. Ferdinand og kona hans Imer- alda búa nú í útlegð á Hawai. Nú standa yfir réttarhöld yfir þeim í Bandaríkjunum þar sem banda- ríkjastjórn hefur kært þau fyrir að stela 103 milljónum dollara úr ríkissjóði Filipseyja og 165 milljón dollara út úr bandarískum bönkum. Khasoggi var handtekinn eftir að bandarískur dómstóll hafði úr- skurðað að hann hafi aðstoðað Marcoshjónin við að koma aurun- um undan. Hann er ákærður sérstaklega fyrir samsæri með Marcosi til að koma í veg fyrir að dómstóll kanni fjárreiður og eigur Marcosar vegna fjársvikamálsins. Walesa og Jaruzelski hittust að máli í fyrsta sinn í rúm sjö ár: Pólska þjóðin sameinist Lech Walesa leiðtogi Samstöðu og Wojciech Jaruzelski forseti Pól- lands hittust að máli í Varsjá í gær og ræddu næstu skrefin i umbótaátt í landinu eftir að Samstaða hafði fengið löggildingu sem verkalýðs- samtök. Lögðu báðir áherslu á það að sameina pólsku þjóðina í barátt- unni við að bæta hið bága efnahagslíf landsins. Þeir kumpánar hittust að máli í Sejm sem er þing þeirra Pólverja og var fundur þeirra fyrst og fremst táknrænn fyrir þann árangur sem náðst hefur í viðræðum kommún- istastjórnarinnar og stjórnarand- stöðunnar í Póllandi. Árangurþeirra viðræðna varð sá að nú liggur fyrir róttæk umbótaáætlun í stjórnmála- lífi Póllands. Það var Jaruzelski hershöfðinginn sem var í fararbroddi þegar herlög voru sett í Póllandi í desembermán- uði 1981. Hafa þeir félagarnir ekki rætt saman síðan í nóvembermánuði það ár, en í kjölfar herlaganna var starfsemi Samstöðu bönnuð og margir félagar samtakanna, þar á meðal Lech Walesa hnepptir í fang- elsi. Þeir félagar voru ekki einir á báti í Sejm. Walesa var í forsvari fyrir hóp stjórnarandstæðinga og Sam- stöðufólks, en með Jaruzelski komu meðlimir stjórnarnefndar kommún- istaflokksins og ríkisstjórnarinnar. Þessir tveir hópar munu halda áfram að ræða málin og undirbúa frjálsar kosningar sent fram fara í Póllandi í júní. Þá verður kosið í almennum kosningum til 35% þingsæta í Sejm sem virka mun eins og neðri mál- stofa, en kommúnistaflokkurinn skipar í 65% þingsæta. Hins vegar verður stofnuð sérstök Öldungadeild eða efri málstofa. Öldungadeildarþingmenn verða allir kjörnir í frjálsum kosningum. Walesa hefur gefið út þá yfirlýs- ingu að hann muni sækjast eftir kjöri sem forseti Póllands í næstu kosning- um, en samkvæmt umbótaáætlun- inni verður kjörtímabil forseta sex ár.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.