Tíminn - 19.04.1989, Qupperneq 13
Miðvikudagur 19. apríl 1989
Tíminn 13
SAMBAND UNGRA FRAMSÓKNARMANNA
SUF-SIÐAN
Umsjónarmenn Guðmundur Steingrímsson og Steingerður Gunnarsdóttir.
VETTVANGUR
FYRIR UMRÆÐU
Eitt af megin hlutverkum
ungliðahreyfinga stjómmála-
flokkanna er að hvetja fólk tíl
þátttöku í stjómmálum,
mynda sér skoðanir og berjast
fyrir þeim. Með þetta að
markmiði reyna þessar hreyf-
ingar, að vísu í mjög misjöfn-
um mæli að draga fram þau
mál sem þarfnast umræðu og
breytinga, skýra þau og vinna
þeim farveg. Þetta er gert
með fundahöldum, blaðaút-
gáfu og námskeiðahaldi, raun-
ar með öllum þeim tækjum
sem tUtæk em með sæmUega
góðu móti.
Samband ungra framsóknarmanna
hefur staðið fyrir blaðaútgáfu með
ýmsum hætti gegnum tíðina. Um
þessar mundir gefur SUF út sérstakt
fréttabréf til félagsmanna sinna. Þá
hefur SUF sent frá sér þjóðmálaritið
SÝN með vissu millibili. Tímaritaút-
gáfa er ákaflega dýrt fyrirtæki nú á
tímum og baráttan um auglýsingar
sem standa undir útgáfunni hörð.
Stjórnmálaflokkarnir eru fjárvana
fyrirtæki og því ekki á vísan að róa
um stuðning við slíka útgáfu.
Til að skapa sér vettvang fyrir
umræðu um baráttumál sín hefur
SUF átt innhlaup hjá málgagni flokks-
ins Tímanum og fengið sérstaka síðu
undir sín málefni sk. SUF-síðu. Nú
hyggst SUF taka þetta upp að nýju.
Ætlun okkar er að hér gefist mönnum
tækifæri til að birta skoðanir sínar um
samfélagsmál, stöðuna í stjómmálun-
um hverju sinni. Greint verður frá
starfi SUF, birtar ályktanir frá
fundum, stjórnmálamenn og flokkar
skammaðir ef þeir eiga það skilið, birt
viðtöl við áhugamenn um stjórnmál,
sem sagt reynt að halda uppi umræðu
um stjórnmál.
Umsjónarmenn síðunnar eru þau
Steingerður Gunnarsdóttir og Guð-
mundur Steingrímsson (91-41809).
Áhugamönnum um síðuna, þeim sem
vilja birta greinar eða fréttir er bent á
að hafa samband við þau. Þá geta
menn einnig sent efni beint til
Tímans, merkt SUF-síðan.
Það er von okkar að áhugafólk um
stjórnmál og samfélagsmál notfæri
sér þennan kjöma vettvang til um-
ræðu og leggi baráttu SUF lið við að
skapa hér mannvinsamlegra samfé-
lag.
Gissur Pétursson,
formaður Sambands ungra
framsóknarmanna
Hluti fundarmanna á miðstjórnarfundi SUF í Viðey.
Húsbréfakerfi
ekki til bóta
Höfnum
brölti varn-
arliðsins
Ungir framsóknarmenn em á móti
frekari umsvifum vamarliðsins á ís-
landi og hafna því tilboði mann-
virkjasjóðs NATÓ um lagningu
varaflugvallar hérlendis sem uppfylli
skilyrði herflugvallar.
Sá flugvöllur sem NATÓ hefur í
hyggju að gera er hernaðarmann-
virki og verður alltaf að skoðast sem
slíkur. Rökin fyrir lagningu hans eru
því hernaðarlegs eðlis.
Það er einsýnt að lenging flug-
brautanna á Egilsstöðum og Sauðár-
króki í 2700 metra muni fullnægja
öllum öryggiskröfum sem varaflug-
völlur fyrir almennt flug krefst.
ATVINNULEYSI
BLASIR VIÐ
SKÓLAFÓLKI
Miðstjóm Sambands ungra
framsóknarmanna iýsir áhyggjum
sínum yfir því uggvænlega atvinnu-
leysi sem ríkt hefur að undanförnu.
Sérstakar áhyggjur ber að hafa af
því að skólafólk fái ekki vinnu
næsta sumar og ef fram heldur sem
horfir munu stórir hópar fólks
ganga atvinnulausir er skólum lýk-
ur í vor. Opinber fyrirtæki, jafnt
sem einkafyrirtæki, halda mjög að
sér höndum í ráðningu afleysinga-
fólks í sumar. Dæmin sanna að í
kjölfar atvinnuleysis meðal ungs
fólks fylgja oft veruleg samfélags-
leg vandamál. Það kemur einnig
iðulega niður á fjölskyldum þeirra,
þar sem sumaratvinnutekjur geta
gert gæfumuninn í afkomu heimil-
anna.
í ljósi þessa hvetur SUF þau
sveitarfélög sem eiga þess nokkurn
kost, að veita fjármagni í sérverk-
efni er tryggi skólafólki atvinnu í
sumar. Slíkt er siðferðisleg skylda
allra þeirra yfirvalda sem láta sig
nokkru varða velferð þeirrar kyn-
slóðar sem þau bera í raun ábyrgð
á að ala upp.
Stjórnarfrumvarp um húsbréfakerfi er nú í meðferð á
Alþingi. Miðstjórnarfundur SUF hvetur Alþingi og þá
sérstaklega þingflokk framsóknarmanna að hafna fram-
komnu frumvarpi og telur fundurinn ekki nokkra þörf né
ástæðu til að reynslukeyra slíkt kerfí.
SUF álítur að standa skuli fast og
óhikað við núverandi útlánakerfi en
þó verði gerðar nauðsynlegar breyt-
ingar sem tryggi betri nýtingu fjár-
magns til þeirra sem þess þurfa helst
með. Ungir framsóknarmenn telja
að með setningu gildandi laga um
húsnæðismál frá árinu 1986 hafi
verið tekið eitt stærsta skref í hús-
næðismálum þjóðarinnar.
Nýlega framkomnar upplýsingar
um veitingar lána og umsóknir til
Húsnæðisstofnunar sýna að hús-
næðislánakerfið er að nálgast jafn-
vægi. Þetta þýðir í reynd að biðlisti
og biðtími eftir húsnæðislánum fer
að styttast. Sífellt fleiri og fleiri
íbúðir á fasteignamarkaði eru með
nýjum og háum húsnæðislánum og
ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna fer
stöðugt vaxandi.
Mjög varhugavert er að gera ráð
fyrir því að í skuldabréfaskiptakerfi
húsbréfa gangi að ríkissjóður sé
skyldugur til að veita tryggingar jafn
opið og hömlulaust og gert er í
húsbréfafrumvarpi. Slíkt mun leiða
til þenslu á íbúða og fjármagnsmark-
aði og einnig verða verðbólguhvetj-
andi, því mikil útgáfa ríkisskulda-
bréfa hefur lík áhrif og peninga-
prentun.
SUF vill sérstaklega benda á að í
núverandi reglum um útlán hefur
ungt fólk forgang bæði hvað varðar
afgreiðslu lána og upphæðir til út-
lána við kaup á fyrstu íbúð. í
húsbréfakerfi er ekki gert ráð fyrir
forgangi ungs fólks, heldur staðhæft
að allir eiga að geta fengið öll þau
lán sem þeir þurfa þegar þeir þurfa.
Þetta gengur ekki upp um leið og
þak verður sett á tryggingar ríkis-
sjóðs, sem er óhjákvæmilegt. Hús-
bréfakerfið mun því skerða forgang
og rétt ungs fólks til húsnæðislána.
Árni hefði átt
að vera með
Ámi Gunnarsson hinn fjalltrausti framvörður Grænfriðunga hér á
landi og þingmaður krata hefði átt að fá að fara með í hina opinberu
heimsókn Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra til Vestur-
Þýskalands. Ámi hefur verið manna ötulastur við að gagnrýna
Halldór fyrír einharða afstöðu hans í hvalveiðimálinu og opinberlega
beðið íslensk stjómvöld að lúffa fýrir „þrýstingi“ Grænfríðunga. Það
hefði ef til vill runnið upp fyrir honum hversu mikil fjölmiðlamessa
áróður Grænfriðunga er og hversu viðskiptalönd okkar, t.d. Vestur-
Þýskaland, era háð afurðum okkar. Móttökuhátíðin í Bremerhaven
til heiðurs Halldóri er skipulögð af fólki sem er með báða fætuma á
jörðinni. Ámi og skoðanabræður hans hér á landi hefðu gott af því
að kynnast svoleiðis fólki.
Segja má að árangurinn af för sjávarútvegsráðherra undirstriki
endanlega að stefna hans hefur verið rétt og sýnir að oft er gott að
reyna að halda sjó í málum sem þessum. Þegar þessu máli lýkur á
sjávarútvegsráðherrann og enginn annar að njóta góðs af því. Þetta
mál hefur verið þess eðlis að ýmsir stjórnmálamenn hafa vappað í
kríngum það eins og kettir í kringum heitan graut, tvístígandi um það
hvaða aftöðu þeir eiga að taka en em fyrst og fremst tilbúnir til að
taka þá afstöðu sem fellur í kramið. Afstöðu sem hugsanlega getur
tryggt þeim atkvæði í næstu kosningum.
Fyrir ungt áhugafólk í stjómmálum er það ekki beint til eftirbreytni
að sjá að menn sem ganga um með fímm mínútna gleraugu á nefínu
geti komist í áhrifastöður.
Helgi Pétursson tekur viðtal við Kristján Kristjánsson á fjölmiðlanámskeiði SUF og kjördæmissambandanna. Gissur
Pétursson sér um myndatöku og Kristinn Halldórsson undirbýr sig.
Skemmtilegt fjölmiðlanámskeio
Helgina 18.-19. mars stóð SUF
fyrir fjölmiðlanámskeiði í Reykjavík
í samvinnu við fulltrúaráðið. Nám-
skeiðið var vel sótt og tókst mjög
vel. Helgi Pétursson fréttamaður
var leiðbeinandi á námskeiðinu.
Fyrri daginn var farið í ýmsar kenn-
ingar um áhrif fjölmiðla, hvernig
undirbúa á sig undir fréttaviðtöl,
hvernig best er að útbúa efni fyrir
fjölmiðla og fleira í þeim dúr. Seinni
daginn voru þátttakendur þjálfaðir í
lestri og viðtölum fyrir framan sjón-
varpsvélar.
Ákveðið var að bæta einu kvöldi
við námskeiðið og var Maríanna
Friðjónsdóttir upptökustjóri á Stöð
Tvö þá gestur hópsins en hún hefur
mjög víðtæka reynslu af sjónvarps-
störfum. Sköpuðust skemmtilegar
umræður í framhaldi af frásögn
hennar.
Til stendur að halda svipað nám-
skeið á Akureyri nú á vordægrum og
hugsanlega líka á Egilsstöðum og
ísafirði ef næg þátttaka fæst.
<i nrcj . rrfiáa.'rrii:? ikí6!í»'I
-'eút iTéofi *?o. znh nriT i'ýyv :un?.