Tíminn - 19.04.1989, Qupperneq 14

Tíminn - 19.04.1989, Qupperneq 14
Miðvikudagur 19. apríl 1989 14 Tíminn SAMVINNUMÁL Kf. Héraðsbúa áttatíu ára I dag, 19. apríl, er Kf. Héraðsbúa á Egilsstöðum áttatíu ára. Er þess minnst á aðalfundi þess sem haldinn er í dag. Félagið var stofnað þennan dag árið 1909 á fundi sem haldinn var á Skeggjastöðum í Fellum. Að þeirra tíma sið var samþykkt þar að stofna nýtt pöntunarfélag fyrir Fljótsdalshér- að sem bera skyldi nafnið Kaupfélag Héraðsbúa. Áður hafði fyrsta tilraun til félags- verslunar á Héraði mistekist, því að Pöntunarfélag Fljótsdalshéraðs var um þessar mundir að syngja sitt síðasta og varð gjaldþrota árið eftir. Þessi seinni tilraun tókst hins vegar betur, því að Kf. Héraðsbúa óx og dafnaði, og hefur það nú um langa hríð verið eitt öflugasta kaupfélag landsins. Félagssvæði þess er nú Fljótsdalshérað, Reyðarfjörður. Borgarfjörður eystri og Seyðisfjörð- ur. Lengst framan af var félagið fyrst og fremst bændafélag, en eftir því sem árin hafa liðið hefur það fært út kvíarnar. Meðal annars hefur það nú um árabil verið athafnasamt í fiskvinnslu og útgerð. Sú starfsemi fer aðallega fram á Reyðarfirði og hófst að marki á árunum fyrir 1960, þegar fiskvinnsla byrjaði í frystihúsi félagsins þar. Þá er félagið eigandi að togaranum Hólmanesi á móti Eskfirðingum og á þriðjung í togar- anum Snæfugli sem gerður er út frá Reyðarfirði. Félagið rekur einnig frystihús á Borgarfirði. Aðalaðsetur Kaupfélags Héraðs- búa var lengst framan af á Reyðar- firði, en eftir að samgöngur og byggð á Héraði fóru að breytast varð úr að flytja það til Egilsstaða. Það var gert árið 1961, en félagið hefur þó áfram verið með talsverðan hluta af starfsemi sinni á Reyðarfirði. Stækkað félagssvæði Verslun er eitt helsta viðfangsefni kaupfélagsins, og núna er aðalversl- un þess í stóru og glæsilegu húsi á Egilsstöðum. Auk þess rekur það verslun á Reyðarfirði, og í tímanna rás hefur það svo fært út kvíarnar í verslun sinni, jafnframt því sem félagssvæði þess hefur stækkað. Árið 1967 varð Kaupfélag Borg- arfjarðar á Borgarfirði eystri þannig að hætta rekstri, og tók Kf. Héraðs- búa þá að sér rekstur þess þar. Hefur það síðan rekið verslun á Borgar- firði, og einnig fiskvinnslu og frysti- hús, og þar er nú deild í félaginu. Árið eftir, 1968, varð Kaupfélag Austfjarða á Seyðisfirði einnig að hætta rekstri. Varð þá sömuleiðis úr að Kf. Héraðsbúa tæki að sér rekstur verslunar þar, sem það hefur séð um síðan. Þar var einnig skömmu síðar stofnuð félagsdeild í Kf. Héraðsbúa. Nú í fyrra varð svo enn ein viðbótin, þegar Pöntunarfélag Esk- firðinga á Eskifirði hætti rekstri. Tók þá Kf. Héraðsbúa enn við rekstri verslunar þar og annast hana síðan. Á Reyðarfirði rekur félagið meðal annars frystihús, og hefur verið unn- Þorsteinn Sveinsson. ið að gagngerri endurnýjun á því undanfarin tvö ár. Er henni nú lokið og verður húsið tekið formlega í notkun að henni lokinni á afmælis- daginn. Önnur starfsemi félagsins á Reyðarfirði er margvísleg, en margir þekkja til dæmis gamla gistihúsið Kaupfélagshusið a Reyðarflrði. Jörundur Ragnarsson. sem félagið rekur þar og stendur enn fyrir sínu, þótt byggingin sé komin til ára sinna. Um höfnina á Reyðar- firði fara þeir vöruaðdrættir félagsins sem fara fram sjóleiðina, og líka er það þar með fóðurblöndunarstöð og skipaafgreiðslu. Á Egilsstöðum rekur Kf. Héraðs- búa m.a. trésmiðju og brauðgerð, auk verslunar sinnar. Þá rekur félag- ið mjólkurstöð þar, og er hún í sérstakri byggingu sem tekin var í notkun árið 1979. Innvegin mjólk þar árið 1988 var tæplega 2,6 miljón- ir lítra. Þá er eitt af þremur slátur- húsum félagsins á Egilsstöðum, en hin eru á Fossvöllum í Jökulsárhlíð og á Reyðarfirði. Haustið 1988 var slátrað samtals í þessum þremur húsum rúmlega 56 þúsund fjár. Heildarvelta Kf. Héraðsbúa á síð- asta ári var 1.656,9 miljónir króna. Kaupfélagsstjorar Fyrsti kaupfélagsstjóri Kf. Hér- aðsbúa var Jón Bergsson á Egilsstöð- um, og gegndi hann því starfi til 1916. Þá tók við sonur hans, Þor- steinn Jónsson, sem gegndi kaupfé- lagsstjórastarfinu við góðan orðstír allt til 1961. Eftirmaður hans næstu fimm árin var Björn Stefánsson, áður kaupfélagsstjóri á Siglufirði og víðar. Árið 1967 tók svo Þorsteinn Sveinsson við starfi kaupfélagsstjóra á Egilsstöðum og hefur gegnt því samfellt síðan. Fyrir skömmu sagði Þorsteinn Sveinsson starfi sínu lausu, en hann verður 65 ára í ár. Á laugardaginn var gekk stjórn félagsins frá ráðn- ingu eftirmanns hans. Er það Jör- undur Ragnarsson kaupfélagsstjóri á Vopnafirði. Jörundur er fæddur 1950 í Reykjavík, útskrifaðist úr Samvinnuskólanum 1973, var kaup- félagsstjóri á Súgandafirði 1973-75, starfaði hjá Kf. Berufjarðar á Djúpavogi 1975-76, en réðist fulltrúi kaupfélagsstjóra á Vopnafirði árið 1976. Við starfi kaupfélagsstjóra þar tók hann 1979 og hefur gegnt því síðan. Gert er ráð fyrir að kaupfé- lagsstjóraskiptin á Egilsstöðum eigi sér stað nú í sumar. Núverandi formaður Kf. Héraðs- búa er Jón Kristjánsson alþingis- maður. -esig 1 miljóna hjá KASK 11 tap Kaupfélag Austur-Skaftfellinga á Höfn í Hornafirði varð illa fyrir barðinu á háum fjármagnskostnaði á síðasta ári. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn var 16. apríl, kom fram að tap þess var 111,8 miljónir króna árið sem leið. Á árinu 1988 var fjármagnskostnaöur félagsins 205,2 miljónir, samanborið við 67,7 miljónir árið 1987, og þrefaldaðist hann þannig milli ára. Á síðasta ári var tap 39,1 miljón á verslunum félagsins, 43,9 miljóna tap á fiskvinnslu þess og á afurða- reikningi landbúnaðar varð 22,0 miljón króna tap. í yfirliti um fjár- magnsstreymi í reikningum félagsins kemur auk þess fram beint peninga- legt tap að fjárhæð 42,1 miljón. Vegna taprekstrarins hefur eigið fé félagsins einnig rýrnað, en það var 288,5 miljónir í árslok 1988 eða 18,9%, á móti 344,8 miljónum eða 29% í árslok 1987. Heildarvelta KASK á liðnu ári var 2.214,6 miljónir og jókst um 13,6%. Greidd vinnulaun voru 374,4 miljón- ir, til 1151 einstaklings, og hækkuðu þau um 17,3%. Að meðaltali voru 436 starfsmenn á föstum launum hjá félaginu árið sem leið. Erfitt ár í sjávarútvegi Hermann Hansson kaupfélags- stjóri ræddi afkomuna í skýrslu sinni til fundarins og gat þess varðandi fiskvinnsluna að eftir gott árferði í sjávarútvegi árin 1986 og 1987 og hækkandi markaðsverð allra afurða hafi farið að síga á ógæfuhliðina síðustu mánuði ársins 1987, þegar verð á frystum fiski fór að lækka bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Þessi þróun hélst síðan fram á haust 1988, en frá þeim tíma hefur ýmist ríkt stöðugleiki í verðlagi eða lítils háttar hækkanir komið til. Þá varð mjög tilfinnanleg verðlækkun á salt- fiski í mars 1988 sem hafði áhrif á meginhluta saltfiskframleiðslu fé- lagsins á liðnu ári. Einnig varð humarvertíðin í sumar leið sú léleg- asta frá 1979. Þannig urðu margar samverkandi ástæður þess valdandi að rekstrar- skilyrði í fiskvinnslu voru mjög óhagstæð árið sem leið. Þá hefur nánast óbreytt fiskverð frá 1987 síðan haft þau áhrif að nú er útgerð einnig rekin með tapi. Þetta hefur sem kunnugt er leitt til almennra erfiðleika fyrirtækja í sjávarútvegi og verið mikið til umræðu í þjóðfé- laginu í meira en eitt ár, án þess að viðunandi niðurstaða hafi fengist fyrir greinina. Þessu til viðbótar kemur síðan minnkandi aflakvóti á árinu 1989, þannig að um þessar mundir eru engin sérstök batamerki sýnileg sem snúa muni rekstrarhalla í hagnað. Slátrun Varðandi hinn hefðbundna land- búnað gat Hermann þess að í honum hafi ríkt meira jafnvægi árið 1988 en nokkur undanfarin ár. Hið sama verði þó ekki sagt um rekstur afurða- stöðvanna, því að strax haustið 1987 var Ijóst að slátur- og heildsölukostn- aður sauðfjárafurða var of lágt metinn, og hafa margir sláturleyfis- hafar þess vegna gert afurðareikn- inga sína upp með miklum halla. Þá hafa birgðasöfnun í kindakjöti og seinagangur á greiðslum frá ríkis- sjóði einnig valdið þeim miklum vandkvæðum. Þó raknaði mikið úr í árslok 1988 og má segja að greiðslustaða slátur- leyfishafa um síðustu áramót hafi á margan hátt verið viðunandi. Helstu vandkvæðin nú eru miklar birgðir kindakjöts og óhagstæðar reglur um greiðslu vaxta og geymslugjalds á það. Kjörbúð KASK við Vesturbraut á Höfn. Verslun Einnig vék Hermann að verslun- inni í skýrslu sinni og minnti á að talsvert sé nú um það rætt að al- menningur sæki sífellt meiri hluta viðskipta sinna til Reykjavíkur, og að hlutverk verslunar í dreifbýli færist æ meira í það horf að þjóna þörfum fyrir daglegar nauðsynjar. Ekki er hægt að sjá að þessari þróun verði með neinum hætti snúið við, og hlýtur því að vera mikilvægt fyrir verslanir í dreifbýli að laga sig að þessum aðstæðum. Því miður virðist oft erfitt að bregðast nægilega hratt við breytingum af þessu tagi. Þannig varð afkoma verslana kaupfélagsins til mikilla muna lakari 1988 en í það minnsta næstu tvö ár á undan. Þann- ig hækkaði brúttóhagnaður mjög lítið, og lækkaði reyndarsem hlutfall af sölu. en allur rekstrarkostnaður jókst. Er brýnt að bregðast við þessu og auka brúttóhagnaðinn, m.a. með bættri vörumeðferð, stöðluðu vöru- vali og meiri veltuhraða birgða, auk þess sem draga þarf úr öllum kostn- aði. Þetta hlýtur að þýða skerta þjónustu á einhverjum sviðum, en virðist þó óhjákvæmilegt. Stjórn I stjórn Kf. Austur-Skaftfellinga sitja nú Örn Eriksen, Reynivöllum, formaður, Birnir Bjarnason, Höfn, Ingólfur Björnsson, Grænahrauni, SteinltórEinarsson, Einholti, Gunn- ar Asgeirsson, Höfn, Þorsteinn Geirsson, Reyðará, og Örn Bergs- son, Hofi. í varastjórn sitja Árni Kjartansson. Höfn, Árni Stefáns- son. Höfn, og Þóra V. Jónsdóttir. Skálafelli. Fulltrúar starfsmanna eru Guðrún Jónsdóttir, Höfn, og Jó- hanna D. Magnúsdóttir, Höfn. -esig

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.