Tíminn - 19.04.1989, Page 15

Tíminn - 19.04.1989, Page 15
Miðvikudagur 19. apríl 1989 Tíminn 15 Yfirlýsing frá Safnaðarfélagi Fríkirkjunnar í Reykjavík Pann 15. apríl s.l. var haldinn aðalsafnaðarfundur Fríkirkjunnar í Reykjavík, mánuði síðaren lög gera ráð fyrir og tveim mánuðum eftir að reikningar voru tilbúnir. Á fundin- um voru um 850 fundarmenn eða rúmlega 150 fleiri en á fundinum í Gamla bíói 12. september síðastlið- inn. Stjómarmenn höfðu betur í kosn- ingum á aðalfundinum í Háskólabíói og munaði frá 50 til 100 atkvæðum í helstu atkvæðagreiðslum. Með því að nota þeirra eigin reikningsaðferð- ir má því segja að innan við 10% atkvæðisbærra safnaðarmanna styðji nýju stjórnarmennina. Nýr formaður sagði í lok aðal- fundar að hann hygðist finna frið- samlegar lausnir á þeim vandamál- um sem ógnað hafa söfnuðinum undanfarin ár. Safnaðarfélag Frí- kirkjunnar og stuðningsmenn sr. Gunnars Björnssonar vonast til að nýi formaðurinn standi við þá yfirlýs- ingu sína, að nú verði unnið að sáttum, og að í deilunni fáist lausn, sem allir geta sætt sig við. Við höfum árangurslaust leitað friðsamlegra og lýðræðislegra lausna síðan sr. Gunn- ari var fyrirvaralaust sagt upp störf- um í sumar. Viljum við í því sambandi nefna samþykktir lögmæts safnaðarfundar í Gamla bíói, þarsemm.a. uppsögn- in var lýst ógild. Samþykktir þess fundar hafa ekki verið afturkallaðar og hljóta því að teljast gildar. Þótt hluti stjórnar hafi ákveðið að taka ekki tillit til vantrausts, tók hún tillit til þess að söfnuðurinn kaus að hafa ekki prestskosningar, á þeim for- sendum að hann hefði réttkjörinn prest. Við viljum einnig benda á undir- skriftir nær 1.000 safnaðarmanna til stuðnings sr. Gunnari, en þeim var safnað saman á skömmum tíma í sumar. Friðsamleg lausn á vandan- um hlýtur að taka tillit til þeirra eindregnu óska safnaðarmanna sem fram komu bæði í undirskriftasöfn- uninniogáfundinum 12. september. Aðalfundurinn í Háskólabíói fjallaði ekki formlega um uppsögn- ina. Hins vegar náðu yfirlýstirstuðn- ingsmenn sr. Gunnars ekki kosn- ingu. Upprunalega snýst deilan innan safnaðarins ekki um prestana sjálfa, heldur hversu mikil völd stjórnin á að hafa án afskipta safnaðarins af störfum hennar. Við hvetjum því félagsmenn okk- ar og stuðningsmenn sr. Gunnars til að segja sig ekki úr söfnuðinum, þótt brottrekstrarfólk hafi haft sigur. Pessu máli er engan veginn lokið og við viljum gefa nýjum stjórnarmönn- um tækifæri til þess að efna heit sín jim friðsamlega lausn. F.h. Safnaðarfélags Fríkirkjunnar í Reykjavík, Þorsteinn Þorsteinsson Er aðförin að sr. Gunnari af pólitískum toga? Sr. Gunnar var sjálfstæðismaður og varafulltrúi flokksins í bæjar- stjórn Bolungarvíkur. Hann gekk til liðs við Albert og var 8. maður á lista Borgaraflokksins við síðustu álþingiskosningar. Fríkirkjan var, að minnsta kosti fyrr á tíð, mikil kratakirkja. Þorsteinn Eggertsson (krati) er sagður hafa byrjað formennsku sína í Fríkirkjunni á því að teggja til, að sr. Gunnari yrði sagt upp. Meðhaldsmenn hans í safnaðar- stjórn Fríkirkjunnar eru margir sjálfstæðismenn (ísak, Guðmundur Hjaltason, Bernburg-fólkið ...). Á safnaðarfundi í Gamla bíói er aðstoðar-fundarstjóri Lára V. Júlí- usdóttir (krati). Helsti stuðningsmaður sr. Gunnars, Þorsteinn Þorsteinsson, er einn forystumanna foreldrafélags Ölduselsskóla (Sjafnar-mál). Fundarstjóri í Háskólabíói, á aðalfundi Fríkirkjunnar 1989, var Sigurður E. Guðmundsson hjá hús- næðismálastjórn (krati). Sr. Cecil Haraldsson er sagður krati. Þegar sr. Gunnar bauð sig fram á vegum Borgaraflokks, hringdi fjöl- skylda Rannveigar Guðmundsdótt- ur (krati, aðstoðarráðherra), nánar tiltekið systir hennar og fjölskylda, til sr. Gunnars og sagði sig samstund- is úr Fríkirkjunni. Stuðningsmaður sr. Gunnars. 10/3 1989 - Að loknum lestri úr fréttafrásögn Tímans 4. mars um viðræður Ólafs Ragnars Grímssonar og starfsfólks Borgarspítalans: „Þá varð Kain niðurlútur“ Þannig hljóðar frásögn Móses- bókar af viðbrögðum Kains þegar Drottinn lét í ljósi vanþóknun sína á atferli Kains. Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra leitar leiða til að lækka kostnað við heilsugæslu og þjónustu lækna við stóru sjúkra- húsin í Reykjavík og ef till vill víðar. Þeim ábendingum hafa læknar tekið illa og sýnt fram á, að það gæti einungis leitt til minni og lakari heilbrigðisþjónustu. Loka þyrfti heilum deildum og biðtími sjúklinga eftir læknishjálp mundi stórlega lengjast og væri hann þó nógu langur fyrir. Ölafur benti þá á, að stórum hluta þess sparnaðar, sem um er rætt, mætti hugsanlega mæta með því að draga úr þeim fjallháu og sérstöku starfsfríðindum, sem læknar sjúkrahúsanna hefðu tryggt sér í kjarasamningum sínum. Með því gætu þeir gert sitt til að stytta þann biðtíma, sem hinir sjúku yrðu að búa við og veitt sjúkum lífsnauðsynlega læknishjálp. Við þessa ábendingu ráðherrans sló þögn á læknana og aðra við- komandi, sem talað var til. - Og þeir urðu niðurlútir - líkt og Kain forðum. Sú þögn þeirra er skiljanleg. - En þeir sem eru sjúkir á biðlista bíða eftir svari þeirra. - Almenningur gerir sér ekki grein fyrir hver fríðindi hér er um að ræða, né hvað háum upphæðum þau nema í krónum talið. Blaðið Dagur á Akureyri upp- lýsti það (þann 10/3), að læknar (sjúkrahúslæknar?) eigi rétt á þriggja mánaða orlofi á fullum launum ásamt uppihaldi og ferða- kostnaði. En ekki var þar sagt hvort þetta orlof er greitt í pening- um ef það er ekki tekið. En líklegt er að svo sé. Frá öðrum heimildum berast upplýsingar um, að bílastyrkur sömu manna sé svo hár að aka megi fyrir þá upphæð fram og aftur til tunglsins - nokkrar ferðir. Sú upphæð greiðist án tillits til hvort bílnum er ekið eða hann er ekki hreyfður. Eflaust er ekki allt upp talið með þessu. Og kannski er þetta aðeins brot af þeim starfsfríðindum, sem þessi þýðingarmikla starfsstétt hef- ur tryggt sér ofan á það sem kölluð eru laun, í samningum þar sem valkosturinn er annað hvort pen- ingarnir eða líf hinna sjúku. Það væri þarft verk að þeir kjarasamningar og aðrir álíka við aðra starfshópa væru gerðir öllum almenningi kunnugir. - Það gæti ef til vill skapað visst aðhald gegn óhóflegum kröfum. Guðmundur P. Valgeirsson. PÓSTFAX TÍMANS Sunnlendingar! Guömundur Bjarnason Ómar Ragnarsson Vorfagnaður framsóknarfélaganna í Áme ssýslu verður 19. apríl n.k. í Hótel Selfoss. Heiðursgestir verða Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra og frú. Litli Sam skemmtir með söng og Ómar Ragnarsson kitlar hláturtaugamar. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi langt fram á sumar. Húsið opnað kl. 20.00. Borðhald hefst kl. 21.00 stundvíslega. Nánari upplýsingar og miðapantanir í símum: 31139 Guðfinna 33763 Halla 21170 Sigrún 21048 Gísli 34636 Sturla Suðurnesjamenn VORHÁTÍÐ Vorhátíð Framsóknarfélaganna í Keflavík verður haldin í Glaumbergi (K.K. sal) föstudaginn 21. apríl og hefst kl. 19.30. Verð kr. 1.500,- Steingrímur Jóhannes Dagskrá: Ávarp, Steingrímur Hermannsson, forsætisráð- herra. Jóhannes Kristjánsson flytur gamanmál. Einsöngur, Guðmundur Sigurðsson við undirleik Gróu Hreinsdóttur. Góður matur - Happdrætti o.fl. Sérstakir gestir verða Steingrímur Hermannsson og Edda Guðmundsdóttir, Jóhann Einvarðsson og Guðný Gunnarsdóttir, Níels Árni Lund og Kristjana Benedikt- dóttir. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Nánari upplýsingar og miðapantanir í símum: 13764 Drífa - 13484 Skúli - 15410 Gunnar. Hörpukonur Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi: Aðalfundur Hörpu verður haldinn miðvikudaginn 26. apríl kl. 20.30 að Hverfisgötu 25, Hafnarfirði. Stjórnin. Aðalfundur Félags framsóknar- kvenna í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 2. maí kl. 20.30 að Rauðarárstíg 18, Hótel Lind. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Stjórnin.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.