Tíminn - 19.04.1989, Page 20

Tíminn - 19.04.1989, Page 20
 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR S VERÐBRÍFAVIBSKIFTI Halnarhúsinu v/Tryggvagötu, SAMVINNUBANKANS S 28822 SUÐURLANDSBRAUT 18. SlMI: 688568 „LÍFSBJÖRG í NORÐURHÖFUM“ Útvegsbankinn Seltj. Gíró-1990 Gegn náttúruvernd á viliigötum PÓSTFAX TÍMANS 687691 Tímimi MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1989 Mannbjörg varð þegar Þverfell ÓF 17, sökk út af Gróttu í gær: Héngu á hlið bátsins er þeim var bjargað Þrem mönnum var bjargað þegar Þverfell ÓF 17, lagðist á hliðina og sökk skömmu síðar, við Kerlingarsker skammt út undan Gróttu, upp úr klukkan fjögur síðdegis í gær. Pálmi RE sem staddur var í nágrenninu kom skipverjum til bjargar og fór með þá til Reykjavíkur. Þvcrfell var að veiðum skammt út af Gróttu og var með netatrossu á hliðinni. Þegar verið var að snúa bátnum lagðist hann á hliðina. Guðmundur Valdimarsson, skipstjóri á Pálma RE 48, sem bjargaði áhöfninni á Þverfellinu, sagði í samtali við Tímann að þeir hefðu verið staddir um 1/2 mílu norður af Þverfellinu, þegar það lagðist á hliðina. Guðmundur sagði að þcint á Þverfellinu hafi aðeins tekist að kalla einu sinni í talstöðina til sín, en honum hafi ekki tckist að svara þeim. „Við slepptum því sem við vorum með og héldum strax til þeirra," sagði Guðmundur, en með honum er einn maður á Pálma RE. Skipverjarnir á Þverfelli héngu á hlið bátsins, þar sem hann lá á hliðinni, þegar Pálmi RE kont að og tók þá um borð, þurrum fótum. Komið var með áhöfnina á Þvcr- fellinu til hafnar í Reykjavík um klukkan fimm. „Þetta er besti róður sem ég hef fengið um ævina og á eflaust ekki eftir að koma með slíkt aflaverð- mæti að landi,“ sagði Guðmundur Valdimarsson. Þegar búið var að bjarga mönnunum þremur uni borð, hirtu skipverjar baujur og ýmis- legt annað lauslegt sem flaut eftir að báturinn sökk. Sigurjón Antonsson var skip- stjóri á Þverfellinu, sem var 8 tonna eikarbátur skráður á Ólafs- firði, en gerður út frá Reykjavík. Pálmi RE 48, sem kom áhöfninni á Þverfellinu til bjargar eftir að báturinn lagðist á hliðina við Kerlingarsker út af Gróttu og sökk skömmu síðar. Tímamynd Árni Bjarna Börkur Thoroddsen, formaður Tannlæknafélags íslands, tekur í höndina á Gunnari Braga Kjartanssyni og býður hann velkominn á stofuna, Tímamynd Pjetur. „Búlgaríustellið“ til athugunar hjá formanniTannlæknafélags íslands: Börkur kíkir uppí Gunnar! Gunnar Bragi Kjartansson mætti galvaskur á tannlæknastofu Barkar Thoroddsen í gærmorgun, til að láta líta á tannviðgerðir sem fram- kvæmdar voru í Búlgaríu nú nýver- ið. Tíminn greindi frá viðamikilli aðgerð sem Gunnar fór í í Búlgaríu og kostaði hann ekki nema ríflega þúsund krónur. Um var að ræða krónur á tvær framtennur, viðgerð á brú og fyllingu í þrjá jaxia. Þegar við greindum frá þessu ræddúm við við formannTannlækna- félags íslands, Börk Thoroddsen, og tók hann strax vel í þá hugmynd að skoða viðgerðirnar og gera verktil- boð í samsvarandi aðgerð. Börkur og Gunnar hittust í gær á stofu Barkar og hófst sá fyrrnefndi þegar handa við að kanna viðgerðina. Börkur áskilur sér rétt til að taka sér allan þann tíma er hann telur nauð- synlegan til að meta viðgerðina og gera verktilboðið. -ES

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.