Tíminn - 22.04.1989, Síða 8
18
HELGIN
Laugardagur 22. apríl 1989
í TÍMANS RÁS
Atli
Magnússon:
Margt er nú skrýtið.
Allt er breytingum undirorpið
og nýmælin dynja yfir svo skjótt að
engin leið er að hafa við að með-
taka þau. Fyrir vikið verður ýmis-
legt sem vísast hefði valdið fjaðra-
foki fyrir svo sem tveimur áratug-
um að hversdagslegri smáfrétt, sem
menn opna aðeins annað augað til
þess að meðtaka og gleyma síðan
að mestu, nema mann rankar til að
hafa heyrt þessu fleygt ef einhver
minnist á það seinna.
Um daginn fór hér fram borgara-
leg ferming. Hún er eitthvað á þá
leið að enginn prestur eða kirkju-
leg fræði koma þar við sögu, heldur
felst undirbúningurinn í ýmsum
hagnýtum fræðum, sumpart þjóð-
félagsfræðilegum en líka er komið
inn á helstu getnaðarvarnir og
annað sem vissulega er hagnýtt
fyrir ungling að vita á gelgjuskeið-
inu. Allt er þetta svo sem mein-
laust, en það vefst hálfgert fyrir
manni hvers vegna þarf að hengja
þetta saman við fermingu? Hér
áður var það blátt áfram svo að
þeir sem ekki kærðu sig um kirkjur
og þar af leiðandi ekki fermingu
létu þetta bara hjá líða og fengu að
borga kirkjugjaídið til háskólans
til eflingar óumdeilanlega jarð-
bundnum vísindum. Þetta sýndist
vera einföld lausn og liggja beint
við.
En þá kunna einhverjir að benda
á hve hagnýtur sá undirbúningur sé
sem borgaralega fermingin býður
upp á. En mátti þá ekki auglýsa
einhvers konar námskeið þar sem
þessi vísdómur var kenndur (að
ekki sé nú minnst á að hann er
hvort sem er alls staðar að hafa á
vegum allra handa fræðslustofnana
og annarra stofnana - ef menn
nenna að bera sig eftir honum). Á
slíku námskeiði hefði rétt eins
mátt afhenda bréf með ráðuneytis-
stimpli upp á það að unglingurinn
væri orðinn maður með mönnum,
þótt ekki vildi hann að vísu heita
kristinn maður.
En þessi skrýtna athöfn, þar sem
fólk vill endilega heita fermt, sem
mér er ómögulegt að skilja að geti
skipt nokkru minnsta máli fyrir
það, fær mann til þess að hrista
höfuðið. En sennilega er skýringin
sú að mörgum er ómögulegt að lifa
án þess að vera sífellt á höttunum
eftir fjötrum einhverra venja og
hefða til þess að slíta af sér. Þar
sem nú er löngu svo komið að lengi
þarf að svipast um, áður en komið
verður auga á slíka fjötra, þá
verður kannske skiljanlegra að ein-
hver skarpeygur hafi þefað uppi
ferminguna, sem öllum hefur þó
verið frjálst að láta lönd og leið.
Og fullnægi borgaraleg ferming
þess háttar frelsisþrá hjá einhverj-
um, þá getur vel verið að hún
teljist af því góða. Þar hillir að
minnsta kosti undir skýringu.
Nei, borgaraleg ferming getur
áreiðanlega ekki gert neinum illt.
Það er áreiðanlegt. En maður styn-
ur enn nú aftur: Að fólk skuli
nenna að vera að hafa fyrir þessu.
Hefði ekki verið nær fyrir unga
fólkið að slá sér út og fara á
almennilegt ball eða í skíðaferð?
GETTU NU
Myndin í „Gettu nú“ síðast
var frá Keflavíkurhöfn.
Þá er spurt hvaða höfuð-
ból það sé sem hér má líta.
Það er norðlenskt og þaðan
hafa komið ýmsir þjóðkunnir
menn.
I c-1ZH 3> ]« I C 13.11 H -1 u> I w Ii|2.
□S QBQQ QS □□□
KROSSGÁTA