Tíminn - 22.04.1989, Page 11

Tíminn - 22.04.1989, Page 11
Laugardagur 22. apríl 1989 HELGIN I 21 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMAL SAKAMÁL SA rifin af henni og maðurinn hafði síðan svalað undarlegum hvötum sínum á henni. Læknirinn taldi ekki útilokað að konan hefði þegar verið látin, er hún var dregin niður að teinunum. Náunginn hefði allt eins getað verið að svala sér á líki. Nú var lögreglueftirlit í Craigton Road aukið til muna en ekki var þó hægt að tryggja fullkomið öryggi allra sem þar voru á ferli, því fleiri hverfi borgarinnar þurftu á fjöl- mennu lögregluliði að halda lfka. Prátt fyrir að allt væri gert sem hægt var, liðu fimm mánuðir áður en mönnum varð eitthvað ágengt við rannsóknina. Eina vonin var sú að náunginn hefði skilið við sinn verri mann og væri nú góður og gegn borgari á ný. En alltaf var fyrir hendi sá möguleiki að hann léti til skarar skríða á ný og það gerðist. Meðal þvergatna sem liggja að Craigton Road er Montraviestræti og á það þvert gengur steinlagður stígur sem kallast Montravietröð. Þar bjó Helen Smith sem lengi hafði búið í hverfinu og var einn af elstu íbúum þess, 77 ára. Hún fór í heimsókn til kunningjafólks sfns, Donalds og Söndru MacAllen sem voru 80 og 75 ára. Það var 12. janúar 1988 og Helen ætlaði að versla fyrir McAllen-hjónin um leið og sjálfa sig ef þau þyrftu þess með. Þegar Helen kom að húsi gömlu hjónanna brá henni í brún að finna útidyrnar opnar og liggjandi að stöfum. Hún gekk inn fyrir og litaðist um en sá þá að öryggiskeðja á hurðinni hefði hreinlega verið rifin laus með skrúfum og öllu. Helen rak upp óp þegar hún sá hvar Donald MacAllen lá innar í ganginum. Höfuð hans var molað og blóðslettur voru upp um veggina og pollur á gólfinu. Hendur gamla mannsins voru bundnar saman með rafmagnsvír. Þegar Helen steig yfir líkið og gekk í átt að svefnherberginu, bað hún þess í hljóði að vinkona hennar væri heil á húfi. Þó hún þættist við öllu búin, er hún opnaði, hrökk hún til baka af þeirri sjón sem við blasti. Sandra Mac Allen lá nakin á bakinu í hrúgu af blóðugum rúmfötum ofan á rúminu. Náttkjóllinn lá á gólfinu, í blóðugum tætlum. Snjóhvftt hár gömlu konunnar var atað blóði og andlitið var ekki lengur andlit. Áfallið varð Helen svo mikið að hún megnaði ekki að gefa frá sér nokkurt hljóð, en skjögraði út fyrir, þar sem hún féll í ómegin. Þar sá nágranni til hennar og gerði glæpa- deild lögreglunnar viðvart andartaki seinna, er hann var búinn að líta inn í íbúðina. Lögreglumenn voru ekki í minnsta vafa um að hér var á ferðinni sami náungi og murkaði lífið úr Alison Baker nokkrum mán- uðum áður. Nú hafði hann ruðst inn í íbúð og skeytt ofsa sínum á öldruð- um, saklausum hjónum. Farið var með sporhunda í húsið í leit að slóð morðingjans og færanleg rannsókn- arstofa var flutt á staðinn svo athuga Alison Baker, 57 ára ekkja var barin til dauðs og nauðgað á járnbrautarteinum. Robert McFee var trúlofaður gull- fallegri stúlku sem grunaði ekki hið minnsta um atferli unnustans. mætti vísbendingar jafnóðum og þær bærust. í þetta sinn reyndist morðinginn ekki hafa verið jafn varkár og áður. Með hendurnar ataðar blóði fórnar- lambanna hafði hann skilið eftir greinilegt lófafar á hurð. Lögreglan leitaði til almennings eftir aðstoð: -Vitað er að sá grunaði er um það bil hálfþrítugur karlmaður og hann sást á hlaupum um hádegið á Mon- travietröð á leið norður eftir og gæti hafa sést við kirkjugarðinn og þar um slóðir. Ástæða er til að ætla að föt hans séu blóðug og einhver hlýtur að þekkja manninn. Hver sem tengsl kunna að vera við hinn grunaða eru allir sem geta veitt upplýsingar beðnir að hafa samband við lögregluna. Þó þetta leiddi ekki til þess að þegar í stað væri vitað hver morðing- inn var, gáfu sig fram tveir menn í færanlegu rannsóknarstofunni við morðstaðinn. Þeir höfðu verið að bíða eftir strætisvagni um hádegið cg þá séð ungan, grannvaxinn mann sem skokkaði allhratt eftir Paisley Road. Þeir lýstu honum sem meira en meðalháum og töldu að hann væri með gleraugu. Hann var í vinnufötum. Ólíklegur morðingi Svo vildi til að þessi lýsing var það sem þurfti til að leysa málið. Allir sex glæpirnir sem framdir höfðu verið í hverfinu á tveimur árum, höfðu átt sér stað við Craigton Road sem er innan við 3 km að lengd. Talið var því að maðurinn byggi þarna nálægt og einhver gat hæglega hafa séð hann skjótast blóði drifinn inn til sín eftir voðaverkin. Þegar hér var komið sögu hafði lögreglan ýmsar vísbendingar undir höndum: Lýsingu, blóðugt lófafar og þá rökréttu tilgátu að maðurinn byggi í grenndinni og hlyti að vera nokkuð sérstæður í háttum. Nú var tekið að ganga í hús og spyrja fólk en nær vika leið áður en nokkuð bitastætt rak á fjörurnar. Það var þegar lögreglumenn með spurningalista börðu að dyrum í íbúð við Paisley Road. Miðaldra kona sem þar kom til dyra skýrði frá því að hjá henni byggi ungur frændi hennar, Robert McFee að nafni. Hann væri tvítugur og starfaði í verksmiðju í Glasgow en kæmi ekki heim fyrr en undir kvöldið. Aðspurð hvort hann væri hávaxinn og gengi með gleraugu, játti konan því fyrra en sagði að Robert ætti að vísu gleraugu en gengi ekki með þau nema stöku sinnum. Hún aftók að hann hefði nokkurn tíma átt í útistöðum við lögregluna og virtist hneyksluð á spurningunni. -Hvar var hann að kvöldi 12. mars? spurði lögreglumaðurinn. -Líklega með unnustu sinni, svar- aði konan. -Þau eru saman bókstaf- lega á hverju kvöldi. Hún sótti síðan mynd af 21 árs vélritunarstúlku, með falleg, græn augu og þykkt, rauðbrúnt hár. Útilokað virtist að Robert McFee sem átti svo fallega unnustu hefði minnsta áhuga á öðrum konum, allra síst í líkingu við Alison Baker og Söndru MacAllen. Þó allt benti til að Robert væri rangur maður, hringdu lögreglumenn samt á stöð- Játaði alla glæpina Hálftíma síðar var búið að útvega heimild til að leita í herbergi Roberts. Sér til undrunar fundu lögreglumenn vel falinn kassa í fata- skápnum og í honum allnokkuð af kvennærfötum ásamt alls kyns tólum til afbrigðilegra kynlífsathafna. Nú þótti séð að lögreglan væri á réttri slóð og menn voru sendir í verksmiðjuna þar sem Robert starf- aði. Þar var hann handtekinn og ekið á lögreglustöðina. Ungi maðurinn gerði ekki minnstu tilraun til að neita sakargiftum. -Ég hef gert hræðilega hluti, sagði hann. -Hvað get ég sagt? Ég gerði þetta. Á stöðinni var lófi hans borinn saman við blóðuga farið og reyndist eins. Robert McFee játaði formlega á sig morðin á gömlu hjónunum og Alison Baker. -Ég gekk um Craigton Road og leitaði að konu, bara einhverri konu. -Ég sá þessa koma og mér var sama þó hún væri ekki ung. Ég vissi um gat á girðingunni og stökk þar út og réðst á hana. Ég kýldi hana í andlit- ið, held ég. Svo dró ég hana inn fyrir og barði hana meira. Þegar hún missti meðvitund, nauðgaði ég henni. Varðandi morðið á hinni 75 ára Söndru MacAllen sagðist Robert hafa læðst inn í svefnherbergi hennar og ráðist á hana. Þá hafi gamli maðurinn reynt að hjálpa henni en við ofurefli var að etja og Robert barði þau bæði til dauðs. Þegar honum var sýndur hringur- inn sem fannst á götunni þar sem ráðist var á rauðhærðu konuna, viðurkenndi hann að eiga hann og hafa misst hann í átökunum. Hann viðurkenndi einnig að vera glugga- gægir og þvottasnúruþjófur auk þess að hafa berað sig fyrir unglingsstúlk- um nokkrum sinnum. Robert McFee kom fyrir rétt 11. maí 1988 og eftir þriggja daga vitna- leiðslur tók það kviðdóm 75 mínútur að komast að þeirri niðurstöðu að hann væri sekur af öllum ákærum. Sálfræðingur bar að í viðtölum hefði ákærði beðið um hámarksrefsingu. Bað um hengingu -Hann sagði mér að ef fólk væri enn hengt fyrir glæpi, vildi hann láta hengja sig fyrir það hræðilega sem hann hefði gert við fólk, sagði sál- fræðingurinn. Hann kvaðst sann- færður um að Robert hefði verið undir áhrifum sterkra, afbriðilegra tilfinninga þegar hann rændi þvottin- um og gægðist inn á fáklætt kvenfólk, þegar hann háttaði sig og loks þegar hann nauðgaði, barði og myrti. Þegar dómarinn heyrði úrskurð kviðdóms, dæmdi hann Robert í lífstíðarfangelsi án möguleika á náð- un í 15 ár. -Þú ert sérstaklega ógeðslegt illmenni, sagði hann. -Þér ætti aldrei að leyfast að lifa eðlilegu lífi framar. Unnusta Roberts sagði í viðtali eftir réttarhöldin að það færi hrollur um hana þegar hún hugsaði til þess hvað gæti hafa komið fyrir sig, hefði hún gert eitthvað sem Robert kynni að mislíka. -Hann var hinn fullkomni sóma- maður gagnvart mér, sagði hún. -Við kysstumst og keluðum í sófan- um heima og nú rennur mér kalt vatn milli skinns og hörunds af að hugsa um það. Það veit guð að hefði mig grunað að hann væri sá sem Iögreglan leitaði, hefði ég sagt til hans á stundinni. Ég hefði getað svarið að ég vissi allt sem hægt væri að vita um Robbie. m Steingrímur J. Sigfússon ráðherra Guðnl Ágústsson, alþingismaður Borgfirðingar - nærsveitamenn Framsóknarfélag Borgarness efnir til almenns fundar um: Framtíðarsýn í landbúnaðar- og samgöngumalum. Fundurinn verður haldinn í Hótel Borgarnesi þriðjudaginn 25. apríl kl. 20.30. Frummælendur verða: Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðar- og samgönguráðherra, og Guðni Ágústsson, alþingismaður. Dagskrá: 1. Ræður framsögumanna. 2. Fyrirspurnir og almennar umræður. Allir velkomnir. Framsóknarfélagið í Borgarnesi. Valgerður Sverrlsdóttir Hörpukonur Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi Aðalfundur Hörpu verður haldinn miðvikudaginn 26. apríl kl. 20.30 að Hverfisgötu 25 Hafnarfirði. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður segir frá störfum á Alþingi og í Norðurlandaráði. 3. Önnur mál. Kaffiveitingar. Gestir velkomnir. Stjórnin. Skagfirðingar - Sauðárkróksbúar Stefán Komið í morgunkaffi með Stefáni Guðmundssyni, alþingismanni, laugardaginn 22. apríl kl. 10 til 12 í Framsóknarhúsinu, Sauðárkróki. Aðalfundur „Framnes hf.“ verður haldinn laugardaginn 29. apríl 1989 í húsi félagsins Hamra- borg 5 og hefst kl. 10.00 f.h. Dagskrá samkvæmt 16. gr. félagslaga. Lögð verður fyrir fundinn tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Hluthafar, eða löglegir umboðsmenn þeirra mæti vel og stundvíslega. Stjórnin. Aðalfundur Félags framsóknar- kvenna í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 2. maí kl. 20.30 að Rauðarárstíg 18, Hótel Lind. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. SUF á Akureyri Helgi Pétursson SUF og kjördæmissambandið efna til fjölmiðlanámskeiðs á Akureyri helgina 22.-23. apríl nk., ef næg þátttaka næst. Leiðbeinandi: Helgi Pétursson. Efni: A. Áhrif fjölmiðla. B. Þjálfun í sjónvarpsframkomu. Þátttaka tilkynnist Braga Bergmann í síma 96-24222, Sigfúsi Karlssyni í síma 96-26600 og Skrifstofu Framsóknarflokksins í Reykjavík, sími 91-24480. SUF

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.