Tíminn - 09.05.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.05.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 9. maí 1989 Sala hreins alkóhóls 25% meiri á fyrsta ársfjórðungi 1989 en 1988: Alkóhólneysla jókst um 50% með bjórnum Sala ÁTVR, mæld í hreinu alkóhóli, varð rúmlega fjórðungi meiri á fyrstu þrem mánuðum þessa árs heldur en á sama tímabili í fyrra. Sé áætlað að sala í janúar og febrúar hafi verið álíka mikil bæði árin hefur marssalan aukist um 78% milli ára. Þó svo að fjórðungur alls þess bjórs sem seldur var í mars hefði enn verið á lager (ódrukkinn) í veitingahúsum og heimilum í lok mánaðarins, og sala „léttöls“ (pilsners) hafí eitthvað minnkað með komu bjórsins, benda tölurnar eigi að síður til þess að þjóðin hafí innbyrt í kringum 50% meira hreint alkóhól nú í marsmánuði en í sama mánuði 1988. Heildarsala ÁTYR mæld í hreinu alkóhóli, sem var 182.960 lítrar á fyrsta fjórðungi s.l. árs hækkaði upp í 229.410 lítra á sama tímabili í ár, eða rúmlega 25%. Rúmlega fjórð- ungur allrar alkóhólsölunnar þessa þrjá mánuði (um 61.080 lítrar alkó- hóls) var í þeim tæplega 1,2 milljón- um lítra af bjór sem ÁTVR seldi í marsmánuði einum. Sölutölur ÁTVR bregða og ljósi á þá auknu þörf fyrir lagerrými sem varð með komu bjórsins, því í lítrum talið varð bjórsalan í mars einum (1.170 þús. lítrar) nær tvöfalt meiri heldur en þriggja mánaða sala alls annars áfengis (614 þús. lítrar). Samkvæmt tölum ÁTVR hefur áfengissalan mæld í hreinu alkóhóli verið sem hér segir á fyrstu ársfjórð- ungum s.l. fjögur ár í lítrum talið: 1986 166.489 lítrar 1987 171.091 lítrar 1988 182.958 lítrar 1989 229.413 lítrar Þarafbjór ( 61.081)lítrar Annað áfengi (168.332) lítrar Af þessum tölum má sjá að sala annars áfengis en bjórs var núna svipuð og árin 1986 og 1987 en hins vegar um 8% (nær 15 þús. lítrum) minni en á s.l. ári. Á móti kom að hreint alkóhól í seldum bjór var rúmlega fjórfált meira en sem sam- drættinum nam í sölu annars áfengis. Forsvarsmenn ÁTVR segja ekki unnt að draga ályktanir af áhrifum bjórsölunnar á áfengisneyslu fyrr en að nokkrum mánuðum liðnum. Eigi að síður getur verið forvitnilegt að líta nokkru nánar á framangreindar tölur. Áfengissala fyrsta ársfjórðungs í fyrra var um 61.000 lítrar hreins alkóhóls á mánuði að meðaltali. Sé gert ráð fyrir að salan hafi verið álíka fyrstu tvo mánuði þessa árs (samtals 122.000 lítrar) verða eftir 46.360 alkóhóllítrar fyrir marsmán- uð. Þó svo að ráð væri fyrir því gert að fjórðungur af öllum seldum bjór í mars (um 800.000 dósir) hafi enn verið ódrukkinn á lagerum veitinga- húsa og heimila í lok mánaðarins mundi það þýða að þjóðin hafi innbyrt 45.810 lítra hreins alkóhóls með bjórdrykkju. Neyslan í mánuð- inum hefði þá numið 92:170 alkóhól- lítrum, þ.e. verið ríflega 50% meiri heldur en mánaðarneyslan var að meðaltali á fyrsta_fjórðungi ársins 1988. s-;_ í umræðum utrí mikla sölu í mars hafa vísir menn m.a. bent á að ekki sé um marktækan samanburð að ræða milli 1988 og 1988, vegna þess að páskar voru í marsmánuði að þessu sinní. Þetta ruglar þó tæplega samanburðinn, því að síðasti dagur marsmánaðar 1988 var skírdagur - þannig að allt áfengi sem landsmenn drukku þá um páska 1988 hafa þeir þurft að kaupa hjá ATVR fyrir lok marsmánaðar. f annan stað hefur verið bent á það að áfengi bjórinn muni hafa dregið verulega úr sölu á gamla góða pilsnernum, sem einnig inniheldur nokkurt alkóhól (2,25%). f Ölgerð Egils Skallagrímssonar fengust þær upplýsingar, að mönnum til stórrar undrunar hefði sala á Egils pilsner lítið sem ekkert minnkað eftir 1. mars. Hjá Sanitas merktu menn nokkurn samdrátt í sölu fyrstu tvær vikur marsmánaðar, en síðan sótti í svipað horf á ný. Pá má benda á að mánaðarleg sala innlends og erlends „léttöls" hefur aðeins verið um fjórðungur þess lítrafjölda sem seldist af sterku öli í marsmánuði. Jafnvel þótt léttölssala hefði dregist saman um þriðjung til helming mundi það lítið skekkja áðurnefndar tölur. Þótt nákvæmar tölur liggi ekki fyrir hjá ÁTVR merkja menn þó að sala á sterkum bjór í apríl var verulega minni heídur en í mars. Áætlað er að sala til áramóta geti orðið 7-8 milljón lítrar, eða sem svarar í kringum 700 þús. lítrum á mánuði að marsmánuði frátöldum. Sú sala mundi svara til um 36-37 þús. lítra hreins alkóhóls á mánuði, eða vel yfir helmings þess sem selt var mánaðarlega „fyrir bjór“. Sala ann- arra áfengistegunda verður því að minnka stórlega ef heildaráfengis- neysla á ekki að aukast verulega frá því sem hún hefur verið á undan- förnum árum. - HEI Okumaður og farþegi voru fluttir á Iögreglustöðina. Tfmamynd: Pjetur Sökk eftir eltingaleik Síðdegis á laugardaginn stóð lög- reglan í miklum eltingaleik við ökumann sem var grunaður um réttindaleysi og ölvun við akstur. Leikurinn hófst í Reykjavík og endaði utan vegar við línuveginn austan Miðdals, þar sem jeppabif- reiðin sökk vegna leysinga. Lögreglan elti jeppabifreiðina á fjórum bifreiðum og vélhjóli og liðu um tuttugu mínútur þar til bílstjórinn náðist. Hafði hann þá hleypt lofti úr dekkjum bifreiðar- M Réttindalaus og ölvaður ökumaður jeppabifreiðarinnar festi bifreiðina utan vegar eftir Iangan eltingaleik. Tímamynd: Pjetur innar og keyrt út á snjóinn. Þegar að bifreiðin náist upp fyrr en í hann hafði keyrt um 400 metra gaf sumar þegar jörð hefur þornað. jörðin undan og lítur ekki út fyrir SSH Vinnslustöð Sláturfélagsins í Laugarnesi: Christian Kornevall frá Alþjóðaráði Rauða krossins. Tímamynd: pjetur. 125 ára afmæli Rauða krossins Ríkisstjórn íslands hefur ákveð- ið að veita Rauða krossi íslands 5 milljónir króna til hjálparstarfs vegna afganskra flóttamanna. I tilefni af 125 ára afmæli Rauða kross-hreyfingarinnar var sam- þykkt á aðalfundi hennar að fara þess á leit við ríkisstjórnir landa sem hafa starfandi Rauða kross- félög að þær sýndu landsfélaginu „tákn mannúðar" og fyrrnefnd gjöf ríkisstjórnarinnar er slíkt tákn. „Mannúðin sem felst í gjöfinni sýnir viðurkenningu á starfi lands- félagsins og Rauða kross-hreyfing- arinnar," eins og segir í tilkynningu frá Rauða krossi íslands. Frá árinu 1979 hafa alls fimmtíu íslenskir sendifulltrúar starfað á vegum Rauða krossins vfðs vegar um heiminn. SSH REYNTAÐLEIGJA Eins og Tfminn greindi frá fyrir nokkru hefur stjórn Sláturfélags Suðurlands íhugað að selja hina nýju vinnslustöð félagsins í Laugar- nesi og hefur verið leitað að tryggum kaupanda að húsnæðinu. Nýlega var Hagkaupi boðið húsnæðið til leigu en eftir athugun forráðamanna Hag- kaups var ákveðið að hafna boðinu. Jón Ásbergsson forstjóri Hag- kaups sagði í samtali við Tímann að fasteignasali á vegum Sláturfélagsins hefði boðið húsið til leigu. Upphaf- lega hafi komið til greina að leigja það undir rekstur IKEA en þegar upp var staðið þótti það ekki henta. Jón neitaði því alfarið að til greina hafi komið að flytja kjötvinnslu fyrirtækisins sem nú er við Borgar- holtsbraut í Kópavogi í Laugarnes- ið. Aðspurður sagði Jón að vissulega væri núverandi húsnæði kjötvinnsl- unnar að mörgu leyti óhentugt en húsnæði Sláturfélagsins væri allt of stórt fyrir kjötvinnsluna sem nú er í um 800 fermetra húsnæði. Vinnslu- stöðin í Laugarnesi er um 11000 fermetrar. Sem fyrr segir liggur ekki fyrir endanleg ákvörðun hjá stjórn Slátur- félagsins um hvort vinnslustöðin verður seld. Bygging hennar hefur tekið nokkur ár og er kostnaðurinn orðinn um 400 milljónir á verðlagi þessa árs. Ef kjötvinnslan í Laugarnesi verð- ur seld þá er ætlun forráðamanna Sláturfélagsins að nýta betur kjöt- vinnslur félagsins á Hvolsvelli og Selfossi. Prátt fyrir það þyrfti fyrir- tækið að koma upp dreifingarstöð í Reykjavík. Vegna ráðgerðra skipulagsbreyt- inga við Skúlagötuna liggur fyrir að félagið verður að flytja starfsemi sína sem þar er nú, jafnvel innan tveggja ára. Samkvæmt heimildum Tímans mun Sláturfélagið hafa hug á að fá framlengdan leigusamninginn sem fyrirtækið gerði við Reykjavík- urborg vegna starfseminnar við Skúlagötu. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.