Tíminn - 09.05.1989, Síða 4

Tíminn - 09.05.1989, Síða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 9. maí 1989 r VORIGARÐINUM HEKK- BENSIN- OG RAFKNÚNAR Útboð Austurlandsvegur Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu tveggja kafla á Austurlandsvegi í Suöur-Múlasýslu: Fossárvík- Framnes (12 km) og Merki - Valtýskambur (3 km). Helstu magntölur: Fyllingar 33.000 m3, skeringar 36.000 m3, þar af bergskeringar 5.000 m3, burðarlag 54.000 m3 og rofvörn 5.000 m3. Verki skal að fullu lokið 1. júlí 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 9. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 22. mai 1989. Vegamálastjóri FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU. Umsókn um nám í Tannsmiðaskóla íslands Vatnsmýrarvegi 16,101 Reykjavík, skal senda til skólans fyrir 1. júní n.k. Inntökuskilyrði: Umsækjandi skal hafa lokið grunnskólaprófi og hafa jafngildi stúdentsprófs í ensku og einhverju Norðurlandamáli. Umsókn skal fylgja: 1. Staðfest afrit eða Ijósrit af prófskirteinum. 2. Læknisvottorð um almennt heilsufar ásamt vottorði um óbrenglað litskyggni. 3. Meðmæli sem kynnu að skipta máli. Menntamálaráðuneytið FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við framhaldsskóla Við Menntaskólann á ísafirði eru lausar til umsóknar eftirtaldar kennarastöður: íslenska og tjáning (2 stöður), franska (V2 staða), þýska, stærðfræði og tölvufræði (1V2 staða), eðlisfræði ('/2 staða), skipstjórnarfræði (% úr stöðu), vélstjórnargreinar, rafvirkjun, rafeindavirkjun og rafiðnir. Þá eru laus til umsóknar störf húsbónda ('/2 staða) og húsmóður (V.2 staða) á heimavist. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. júní n.k. Menntamálaráðuneytið Verkstæðissala Hornsófar og sófasett á heildsöluverði. Bólsturverk, Kleppsmýrarvegi 8. Sími 91-36120. VISA sakar EURO um að brjóta lög með auglýsingum: Ádeila og ósann- gjarn samanburður VISA Island - Greiðslumiðlunin h.f. hefur kært EURO- CARD á íslandi og Auglýsingaþjónustu GBB fyrir meint og meiriháttar brot á siðareglum Sambands íslenskra auglýsinga- stofa og lögum um óréttmæta viðskiptahætti vegna sjónvarps- og útvarpsauglýsinga auk dagblaðaauglýsinga sem birst hafa að undanförnu. Þá er þess krafist að birting umræddra auglýsinga verði tafarlaust stöðvuð og aðstandendur þeirra látnir sæta viðurlögum venjum samkvæmt. í greinargerð frá VISA tsland sem fylgir kærunni segir að í umræddum auglýsingum sé beinlínis gefið í skyn að korthafar VISA séu ekki vel- komnir viðskiptavinir, heldur megi þeir búast við að vera beittir ofbeldi, fleygt á dyr eða sturtað niður um niðurföll. Þá sé sagnorð sem hljómar eins og heiti VISA notað til að gefa samhengið nánar og ótvírætt til kynna. Ennfremur sé bakhlið VISA- korts sýnd í sjónvarpsmyndinni. Þá séu fullyrðingar um að EURO- CARD sé útbreiddara og tekið á fleiri stöðum í heiminum en VISA alrangar og ósannaðar með öllu þar sem engin óyggjandi talning liggi fyrir frá hlutlausum aðila. Stjórn VISA telur að auglýsing- arnar brjóti ótvírætt í bága við lög um réttmæta viðskiptahætti, vegna rangra og villandi upplýsinga, óvið- urkvæmilegra aðdróttana. Einnig að með þeim séu brotnar reglur um flutning auglýsinga í Ríkisútvarpi og sjónvarpi, vegna megnrar ádeilu og ósanngjarns samanburðar við aðra vöru og þjónustu. Þá brjóti þessi auglýsingastefna ekki síður í bága við fjölmargar greinar siðareglna um auglýsingar. Þá segir í tilkynningu frá VISA ísland: „ Undanfarið ár hefur aðal- samkeppnisaðiii VISA margoft hag- rætt sannleikanum og haft ýmsa ósmekklega tilburði í frammi í aug- lýsingum sinum, til þess m.a. að koma með ósæmilegum hætti óorði á þjónustu VISA ísland og aðildar- banka/sparisjóði þess.“ SSH FLUGVÉLIN á myndinni hér að ofan, sem er af gerðinni Cessna Golden Eagle kom hingað til lands fyrir nokkru til viðgerðar. Síðastliðið haust keyptu franskir aðilar hana frá Bandaríkjunum og var verið að ferja hana yfir hafið, þegar hún missti annan hreyfílinn, skammt frá Grænlandi. Ferjuflugmanninum tókst að lenda vélinni heilu og höldnu á flugvelli á Austur-Grænlandi, þar sem flugvélin hefur staðið í snjóskafli í nær allan vetur, eins og einn flugvirki komst að orði sem Tíminn hafði tal af á Reykjavíkurflugvelli. Þegar snjóa fór að leysa keypti danskur aðili vélina, þar sem hún stóð, skipt var um hreyfil og vélinni flogið til íslands af íslenskum flugmanni tii viðgerðar. En báðir hreyflar vélarinnar verða teknir upp auk annarra viðgerða á búk hennar. Flugvirkinn sagði að betur hefði þetta verið látið ógert, enda vélin gömul og ekki þess virði. Tlmamynd Árni Bjarna/- ABÓ Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga: „Heilsugæsla í skólunum“ Þann tólfta þessa mánaðar, fæðingardag Florence Night ingale, er alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga. Dagurinn er haldinn hátíðlegur að frumkvæði Alþjóðasambands hjúkrunarfræðinga sem er elsta al- þjóða stéttarsamband kvenna í heiminum. Hjúkrunarfélag íslands gerðist aðili að sambandinu árið 1933. f tilefni dagsins mun félagið í samvinnu við Félag háskólamennt- aðra hjúkrunarfræðinga og Deild heilsugæsluhjúkrunarfræðingagang- ast fyrir ráðstefnu í fundarsal Hjúkr- unarfélags fslands. Fyrirlesarar eru sálfræðingur, hjúkrunarfræðingar, prófessor og fleiri. Til umræðu verð- ur gildi skólahjúkrunar, siðfræði, slysavarnir í skólum og fleira. Kjörorðið í ár er „Heilsugæsla í skólum". Eru öll aðildarfélög sam- bandsins hvött til að vekja athygli hjúkrunarfræðinga og almennings á mikilvægi þess að stuðla að heilsu- gæslu í skólum. Jafnframt því sem þeim tilmælum er beint til starfandi hjúkrunarfræðinga að þeir taki full- an þátt í þeim störfum er stuðla að auknu heilbrigði skólabarna. Fröken Nightingale var brautryðj- andi í hjúkrun og varð heimsfræg fyrir þau störf sín í Krímstyrjöldinni 1854. Upp frá því og til æviloka jók hún frægð sína stöðugt með sígildum ritum um hjúkrun. Auk þess að gangast fyrir aukinni menntun hjúkrunarfræðinga víðs vegar um heiminn. jkb Vímuvarnardagur á Norðurlöndum: VÍMU- VARNIR LIONS- MANNA í dag er sérstakur vímuvarnar- dagur haldinn á vegum lions- manna á öllum Norðurlöndun- um. Fyrsti laugardagurinn í maí hefur undanfarin ár verið til- einkaður baráttunni við vímu- efnaneyslu unglinga. í Háskóla- bíói verður haldin fjölskyldu- skemmtun og munu þar koma fram fjölmargir listamenn, mál- efninu til stuðnings. Má þar nefna Ómar Ragnarsson, Rut Regin- alds, Bjartmar Guðlaugsson, Þórhallur Sigurðsson, Hermann Gunnarsson og fleiri. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeyp- is á meðan húsrúm leyfir. jkb

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.