Tíminn - 09.05.1989, Side 7

Tíminn - 09.05.1989, Side 7
Þriðjudagur 9. maí 1989 Tíminn 7 Forseli Islands, \ ij»dis Finnhogadóttir evs hina n>ju flugvél Flugleida vatni og gefur henni nafnid Aldís. Spurningin er sú hvort hinar vélarnar fjórar sem hietast munu í flota félagsins fái dísarnófn einnig. Kannski við eigum eftir að fljúga í Brvndísi og Vigdísi eins og Aldísi? Timamynd; Ámi Bjarna. Aldís í fyrsta áætlun- arflugið Hin nýja Boeing 737 400 flugvél Flugleiða; Aldís fór í jómfrúarferð sína í fyrradag til Frankfurt. Vélin var nær fullskipuð farþegum bæði út og heim og tókst ferðin hið besta. Flugstjóri í þessu fyrsta farþega- flugi Aldísar var Henning Bjarna- son og flugmaður var sonur Hennings, Úlfar, en auk þeirra var með í för þjálfunarflugstjóri frá Boeingverksmiðjunum; Vern Jere- mica. Á flugvellinum í Frankfurt tóku á móti vélinni og áhöfn hennar, Páll Ásgeir Tryggvason send- iherra, Steinn Logi Björnsson framkvæmdastjóri vestursviðs Flugleiða og Davíð Vilhelmsson svæðisstjóri í V-Þýskalandi og Iítil stúlka færði áhöfninni blóm. - sá Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva: Valgeir telur núllið góða landkynningu Margir urðu undrandi þegar frekar óvænt úrslit Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva lágu fyrir. íslendingar hrepptu sem kunnugt er neðsta sætið, með ekkert stig. En þegar upp er staðið er það ef til vill besta landkynningin sem möguleiki var á, svo vitnað sé í orð Valgeirs Guðjónssonar. Getspakur náungi uppskar sextánfalda veðupphæð hjá bresk- um veðbanka en annar sem trúði stíft á sigur ísraela tapaði þúsundum punda. Keppnislið íslendinga kom til landsins aðfaranótt mánudags og það var ekki múgur og margmenni sem tók á móti þeim. Einn þeirra sem furðaði sig á úrslitunum var Tomas Gottschalk kynnir Þjóðverja í keppninni og jafnframt einn vinsælasti útvarps- maður þar í landi. Hann hafði því samband við Valgeir Guðjónsson og spjallaði við hann í þætti sem útvarp- að var frá Múnhen í gær. „Að því er mér var sagt er þetta einn þekktasti útvarps- og sjónvarpsmaður Þjóð- verja. Úrslitin komu honum nokkuð Ráðherra fararstjóri landsliðs Svavar Gestsson menntamála- ráðherra hefur þegið boð Hand- knattleikssambandsins um að vera heiðursfararstjóri landsliðs- ins í ferð þess til Áustur-Þýska- lands sem farin verður í lok þessarar viku. Ráðherrann mun eiga viðræð- ur við ráðamenn íþróttamála í Austur-Þýskalandi um nánari samvinnu landanna á því sviði. Að sögn Reynis G. Karlssonar íþróttafulltrúa ríkisins mun ráð- herrann taka þátt í og styðja viðræður um aukið samstarf þjóðanna tveggja á handbolta- sviðinu, til dæmis hvað varðar þjálfaramál. Reynir sagði einnig að íslenska íþróttahreyfingin hefði áhuga á að gera samkomu- lag við Austur-Þjóðverja um íþróttasamskipti á breiðari grundvelli. í nóvember s.l. tók Svavar Gestsson þátt í íþróttaráðstefnu UNESCO og sagði Reynir að fyrirhuguð ferð væri í tengslum við viðræður sem þá fóru fram m.a. við austur-þýska íþrótta- málaráðherrann. íslenska handboltalandsliðið mun leika tvo leiki við Austur- Þjóðverja. Fyrri leikurinn fer fram í Magdeburg á laugardag og síðari ieikurinn á sunnudag í Berlín, sá leikur verður lokaatriði á mikilli íþróttahátíð í borginni. _________ SSH mikið á óvart þannig að hann hringdi og spjallaði við mig og spiiaði í þættinum tónlist eftir mig. Því má kannski segja að núllsætið geti verið góð landkynning," sagði Valgeir í samtali við Tímann. Um keppnina sjálfa sagði Valgeir að sér hefði fundist hann vera stadd- ur í vitlausri deild. „Ég kem kannski frekar úr rokki á meðan flest hinna laganna voru úr dægurlagageiran- um. Við vorum eiginlega minna miðaldra en flestir aðrir.“ Andinn í hópnum var mjög góður og íslendingamir gátu að sögn lítið annað en hlegið þegar úrslitin voru í höfn. En önnur uppáhaldslög ís- lensku keppendana voru einnig í neðstu sætunum. „Norðmenn buðu okkur velkomin í klúbbinn, hafandi verið í þessu sæti til fjölda ára. Við spjölluðum við Tyrkina og tónlistar- mennina frá Luxemborg að lokinni keppninni. Þar eru á ferð alveg frábærir listamenn þannig að við vorum í góðum félagsskap. Liðið frá Luxemborg samanstóð meðal ann- ars af djasstónlistamönnum sem fengnir höfðu verið til að semja lag og gerðu það alfarið eftir sínu höfði. Það er eins með okkur, ef ég hefði sett mig í stellingar hefði ég vafalítið getað búið til júróvision lag, en ég hef bara engan áhuga á því. Mín tónlist er ekki á þessum nótum. Kannski hefur mörgum fundist okkar flutningur lítið spennandi. Margir flytjenda voru í mjög æpandi búningum og sungu eins og þeir héldu á hjartanu í hendinni. Við þykjum ef til vill heldur kaldranaleg og kannski að okkur vanti tilfinn- ingu. En ég held að okkar tilfinning liggi bara á öðrum nótum,“ sagði Valgeir. „Við vorum undrandi yfir úrslit- unum, en við áttum heldur ekki von á þvf að lagið sem varð í efsta sæti myndi sigra,“ sagði Daníel Ágúst Haraldsson við komuna til íslands aðfaranótt mánudags. Fjöldi fólks veðjaði um úrslit keppninnar hjá veðbönkum f Bret- landi. Sumir unnu óvænt en aðrir töpuðu stórum fúlgum. „Gjaldker- arnir okkar voru að vonum mjög ánægðir með úrslitin. Líkurnar á sigri júgóslava voru taldar einn á móti sextán og nokkrir höfðu veðjað á þá. Einn lagði hundrað pund undir og fékk til baka 1600 pund. Mjög margir voru vissir um sigur ísraela og þar sem hér er eingöngu veðjað um efsta sætið töpuðust oft háar fjárupphæðir. Einn lagði til dæmis þrjú þúsund pund undir og tapaði þeirri fjárhæð allri,“ sagði starfs- maður breska veðbankans William Hill í samtali við Tímann. jkb Klippið hér Tíxniim □ ER ÁSKRIFANDI □ NÝR ÁSKRIFANDI Dags.: □ I I Samkort EH Kortnr.: □□□□□□□□□□□□□□□□ Gildir út: Nafnnr.: : BEIÐNIUM MILLIFÆRSLU ÁSKRIFTARGJALDS Ég undirrituö/aður óska þess að áskriftar- gjald Tímans verði mánaðarlega skuld- fært á greiðslukort mitt. UNDIRSKRIFT. ÁSKRIFANDI:.............................................. HEIMILI:................................................ PÓSTNR - STAÐUR:................... SÍMI:............... SENDIST AFGREIÐSLU BLAÐSINS LYNGHÁLSI 9, 130 REYKJAVÍK

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.