Tíminn - 11.05.1989, Page 6

Tíminn - 11.05.1989, Page 6
6 Tíminn Fimmtudagur 11. maí 1989 Deilt um frumvarp um vörsluskyldu búfjár á Reykjanesi: Reykjanesið girt af Frumvarp til laga vegna vörsluskyldu búfjár á Reykjanesi er nú til umfjöllunar í nefnd á Alþingi. Bændur á svæðinu eru mikið á móti lagasetningunni en Landbúnaðarráðherra segir hana einungis vera staðfestingu á þegar gerðri samþykkt um breytt beitarskipulag. En hvernig sem frumvarpinu reiðir af er í samþykktinni gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum við uppsetningar girðinga og verður Reykjanesi meðal annars lokað með girðingu frá Kaldárseli, gegn um Kleifarvatn og niður í sjó. ; rAf *• í Vsfs* í Nú hefur risið upp ágreiningur milli bænda á Reykjanesi og nokk- urra sveitarstjórna annars vegar og Landbúnaðarráðuneytisins hins veg- ar varðandi iagasetningu um beitar- skipulag. „Á sama tíma og ráðuneytið stóð i samningaviðræðum við heimaað- ila, var unnið að gerð lagafrumvarps varðandi málið. En það var þeim aðilum ekki kunnugt um. Frumvarp- ið var kynnt í desember en á því voru áberandi gallar. Því var mót- mælt harðlega af landeigendum og var á endanum dregið til baka,“ sagði Valur Þorvaldsson héraðs- ráðunautur Búnaðarsambands Kjal- arnesþings í samtali við Tímann. Þá var skipuð nefnd til að vinna að því að ná samningum við búfjáreig- endur og sveitarstjórnir um breytt beitarskipulag. Nefndin lagði til að girtur verði ofanbyggðagirðingur frá Kaldárseli við Hafnarfjörð í gegn um Kleifarvatn og þaðan niður í sjó og Reykjanesinu þar með lokað. Síðan verði sett upp fjárhólf út á Bliksmýri og Trygghólamýri, út í sjó við Krísuvíkurberg. Út frá Grinda- vík og upp að Vogaafleggjara hefur þegar verið sett girðing og nefndin lagði til að frá enda hennar yrði girt austur og suður í átt að Afstapa- hrauni, niður um Höskuldarvelli og síðan í sjó fram suður á Reykjanesi. Heimaaðilar voru ekki tilbúnir til að fallast á að viðhald girðinganna kæmi á þá. „Það er ekki stórmál og um leið og það leysist teljum við samkomulagið vera fullnægjandi að- gerðir," sagði Valur. Á búnaðarþingi fyrr í vetur var síðan afgreidd tillaga til breytinga á búfjárræktarlögum. Þar er sveitar- stjórnum veitt heimild til að tak- marka lausagöngu alls búfjár. „En það þykir ekki nóg á þessu svæði, sem þýðir í raun að sveitarstjóm hér er ekki treyst til jafns við sveitar- stjómir annars staðar. Þannig að nú á til viðbótar að setja lög sem taka af sveitarstjóminni þetta vald, með fmmvarpi, lögðu fram af landbúnað- arráðuneytinu, um vörsluskyldu búfjár á Reykjanesi. Bændur og sveitarstjórnir telja þetta óþarfa þar sem heimild sveitarstjórnar til að takmarka lausagöngu er til staðar. En ráðherra segir að hann vilji festa fyrrgreint samkomulag nefndarinnar með lagasetningu," sagði Valur. Hann sagði að þessu vildu bændur ekki una þar sem samþykkt fmm- varpsins myndi verða til þess að þeir yrðu sjálfir að standa straum af kostnaði við að girða landareignir sínar. „Það myndi þeirra rekstur ekki þola og væm í raun endalok sauðfjárhalds á svæðinu. Þesskonar lagasetningu telja bændur vera meiri skerðingu á eignarétti en stjórnar- skráin heimilar. Auk þess sem laga- -„V " - 'V' *. . ... i *.***.. “l’i - i ~ $ “TÍ.* ■"?•*** S ' Á f >> luiinRnin Valur Þorvaldsson útskýrir samþykkt nefndarinnar um fyrirkomulag beitarskipulags. Tímamynd: Ámi Bjama setningin er slæmt fordæmi. Þegar hún hefur á annað borð verið sam- þykkt gætu bændur annars staðar á landinu búist við hliðstæðum laga- setningum," sagði Valur. Samkvæmt upplýsingum úr ráðu- neytinu er ekki meiningin að bændur greiði allan kostnað við uppsetningu girðinganna þrátt fyrir samþykkt fmmvarpsins. „Það stendur ekki til að landeigendur greiði þennan kostnað einir og sér. Hugmyndir eru uppi um að Landgræðslan, vega- gerðin og skógræktin greiði þessar girðingar. Hvað fordæmi varðar er þetta mjög afmarkað landssvæði sem um ræðir. Þarna er tiltöluleg lítill búskapur og þetta er gert í fullu samráði við bændur á svæðinu,“ sagði starfsmaður ráðuneytisins í samtali við Tímann. Hann sagði málið eiga rætur sínar að rekja til þess að sýslunefnd Gull- bringusýslu hafi beðið um aðstoð hins opinbera við að banna lausa- göngu á svæðinu. Þá hafi samtök sveitarfélaga á Suðumesjum ítrekað beðið um girðingu meðfram Kefla- víkurvegi. „Það er mikið þéttbýli sem liggur að þessu svæði og full ástæða er til að staðfesta með lögum að þama sé lausaganga búfjár bönnuð," sagði starfsmaðurinn. jkb Heildarniðurstöður úr búfjártalningu liggja ekki fyrir en vísbendingar gefa ekki tilefni til óvæntra niðurstaðna: Skakkar einni kind hér og annarri þar Eitthvað ber á milli talna búfjártalningar, sem nú er að Ijúka, og uppgefins fjölda fjár í talningu forðagæslumanna í nóvember og desember á síðasta ári á nokkrum stöðum á landinu. Ýmsar skýringar hafa verið nefndar eins og til dæmis langtíma endurheimt og tilfærslur í skráningu, þar sem bæði er um að ræða fjölgun fjár og fækkun. Bæði virðist vera um að ræða fækkun fjár á einstökum stöðum sem og fjölgun annars staðar. Sem dæmi má nefna að í Vatnsleysu- strandarhreppi var fjöldi kinda gef- inn 688 samtals um jólin en reyndust þær nú vera hundraði fleiri. í Kefla- vík var engin kind skráð um jólin en nú teljast þær 25. í Grindavík hefur fé fækkað um 41 kind og í Miðnes- hreppi hefur þeim fjölgað um rúm- lega þrjá tugi. Heildar samantekt fyrir allt landið liggur ekki fyrir, enn sem komið er, en líklegt má teljast að um svipuð frávik sé að ræða annars staðar. Að sögn Vals Þorvaldssonar hér- aðsráðunautar Búnaðarsambands Kjalarnesþings, er skýringanna einkum að leita í endurheimt, sem stendur meira eða minna allan vetur- inn, og tilfærslu skráningarstaða fjársins. Þegar tölur af öllu landinu liggja fyrir verða skýrslur forða- Ræðir við ráðherra og aðra starfsmenn Míchael Legge aðstoðarframkvæmdastjóri og yfírmaður vamaráætl- anadeildar Atlantshafsbandalagsins er nú staddur hér á landi. Mun hann ræða við utanríkisráðherra og embættismenn utanríkisráðuneytisins meðan á dvölinni stendur. En hann fer aftur af landi brott þann tólfta þessa mánaðar. gæslumanna frá því um jól og nýjar búfjártalningartölur bornar saman og er þá búist við að skýringar fáist á hluta mismunarins. „Það geta hafa fallið bæir niður í fyrri talningunni. í Grindavík til dæmis er hluti fjárins í eigu manna sem búa annars staðar og getur það verið mismunandi skráð milli talninga. Þar getur ef til vill verið kominn hluti fjárins í Vatnsleysustrandarhreppi," sagði Valur. Hann sagði ástæður þess að Land- búnaðarráðuneytið ákvað að gang- ast fyrir talningunni hafi verið sögu- sagnir þess efnis að miklu munaði á uppgefnum fjölda fjár og því sem í raun var til staðar. „Ætlunin var að staðfesta hvort þetta væri rétt eða rangt. Hins vegar verð ég að segja að ég tel þetta vera í furðu góðu lagi miðað við hve erfitt er að vinna þetta verk.“ Varðandi Reykjaneskjördæmi eitt og sér, út frá beitarlöndum, sagði hann enga hættu vera á ofbeit. Þar hefur þegar verið friðaður meira en helmingur ræktanlegs lands. „Að þjappa fénu sífellt saman á minna og minna svæði er auðvitað vegna þess að innst inni trúa menn því að landið þoli meiri beit en er á því. Beitar- þungi hér er orðinn ákaflega lítill og fjarri öllu lagi að um sé að ræða ofbeit," sagði Valur. jkb Reglur um rafgirðingar brotnar: Lífshættulegur trassaskapur Verulegur misbrestur er á að uppsetning rafmagnsgirð- inga sé samkvæmt þeim reglum sem Rafmagnseftirlitið gaf út 1983. Nokkur dæmi eru um það að fólk hafi orðið fyrir slysum vegna falinna raftauga í eldri girðingum, svo og vegna ófullnægjandi merkinga. Einnig hefur búfénaður, einkum stórgripir særst illa, jafnvel drepist eftir að hafa flækst illilega í slíkum girðingum. Á síðustu árum hefur það færst gjafa, lagningu aðtauga að girðing- í vöxt að bændur og aðrir sem hafa með vörslu lands að gera, girði með rafgirðingum. Straumstyrkur í rafgirðingunum er á bilinu 2000 til 6000 volt. Dæmi eru um það að menn hafi lent á girðingum sem faldar eru í eldri girðingum og hlotið af því verulegar hjartatrufl- anir. Nokkuð algengt er að menn hafi rekið niður pípu inn á skaut raf- kerfisins í híbýlum sínum og tengt þannig jarðskautið fyrir rafgirðing- una og oft á tíðum er svo illa gengið frá spennuvímum sem ligg- ur frá húsinu út í girðinguna að skepnur og ökutæki troða í sundur einangrunina þannig að hætta get- ur skapast af. í reglunum sem Rafmagnseftir- litið hefur gefið út er tekið fram að bannað er að girða raftaug í eldri girðingar, t.d. gaddavírsgirðingar eða gaddavírs- og netagirðingar, sem villa þá mjög á sér heimildir og geta verið lífshættulegar, t.d. fólki með hjartagalla eða hjarta- gangráð, sem í grandaleysi kynni að snerta þær. Erlendis frá eru dæmi um dauðsföll vegna þessa. Spennugjafarnir em prófunar- skyldir og ef leggja á rafgirðingu ber að tilkynna það til viðkomandi rafveitu. Önnur atriði sem Rafmagnseftir- litið leggur áherslu á varðandi rafmagnsgirðingamar er að land- eigendur fái lögggiltan rafvirkja til að sjá um uppsetningu spennu- unni (spennutauga og jarðskauts- tauga). Einnig að föst raflögn sé lögð að spennugjafa girðinga og lausataugar séu ekki notaðar hvort heldur er innanhúss, eða á milli húsa. Spennugjafana á að festa svo hátt að börn nái ekki að snerta óvarin spennuúttök. Spennutaug frá spennugjafa til girðingar þarf að vera einangruð með tilliti til þeirrar spennu sem hún á að flytja. Til dæmis á að nota plastpípu sem hlífðareinangrun ef taugin er lögð í jörðu. Einangra þarf jarðskautsstaugar sérstaklega frá úttaki spennis, og skal sú einangrun ná út fyrir áhrifa- svið jarðskauts húsveitu og rafveitu til að fyrirbyggja að rafboð berist milli þessara óskyldu skauta. Merking girðinga meðfram götu- slóða eða vegi á að vera þannig, að hægt sé að sjá milli viðvörunarskilt- anna. Fastákveðin vegalengd i metmm veitir falskt öryggi. Fjarlægð milli samhliða girð- inga, hvort heldur um er að ræða venjulega girðingu móti rafgirð- ingu, eða óháðar rafgirðingar, ætti að vera svo mikil, að stórgripir séu ekki þvingaðir, fari þeir inn í bilið milli girðinganna. Rafmagnseftirlitið fylgist með að reglum um öryggi sé framfylgt og komi í ljóst að svo sé ekki er búnaðurinn gerður upptækur. SSH

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.