Tíminn - 11.05.1989, Qupperneq 7
Fimmtudagur 11. maí 1989
Tíminn 7
Rúta Lögregluskóla nkisins.
Tímamynd Pjetur
Lögregluskólinn festir kaup á rútu:
SVL-til liðsflutninga lögreglumanna
Lögregluskóli ríkisins hefur fest
kaup á notaðri Bens-rútu frá
Þýskalandi sem tekur 53 í sæti, til
flutnings á nemendum skólans til
og frá æfingasvæðum. Rútan kem-
ur í stað um 22 ára gamallar rútu
sem seld var og skólinn hefur
notað hingað til. Pessir vagnar
hafa stundum verið kallaðir SVL,
strætisvagnar lögreglunnar.
Bjarki Elíasson skólastjóri Lög-
regluskóla ríkisins sagði í samtali
við Tímann að rútan væri fyrst og
fremst notuð til að flytja nemendur
til og frá skólanum, á æfingasvæðið
í Saltvík og suður á Keflavíkurflug-
völl, þar sem akstursæfingar fara
fram. Þá er rútan einnig notuð til
að flytja nemana að gatnamótum
þar sem umferðarstjómun er æfð
og svo mætti áfram telja.
Bjarki sagði að hún væri einnig
lánuð embættinu, til liðsflutninga
og ferðalaga, og hefði m.a. hún
verið notuð til að flytja finnskan
lögreglukór sem hér var í heimsókn
nýlega, á milli staða. Hann sagði
að leitað hefði verið eftir rútu til
kaups hér innanlands, en þær verið
of dýrar, en þessa hefðu þeir
fengið fyrir mjög gott verð.
Hann sagði að næg not væru
fyrir rútuna, nema kannski rétt yfir
há sumarið, en í sumar ætti hún að
koma að góðum notum við liðs-
flutninga vegna heimsóknar páfa.
-ABÓ
Mikil snjóalög enn á túnum og í högum Norðaustanlands. Búpeningur enn á
gjöf og bændur að verða heylausir:
Hætt að selja hey
úr sveitum nyrðra
Gróður er enn ekkert farinn að taka við sér á norðaustur-
horni landsins þótt komið sé fram í maí.
Einna best veður og mest hlýindi undanfarna daga hafa
verið á Héraði og á Suðvesturlandi og í báðum þessum
landshlutum hefur snjó að mestu leyti tekið upp á Iáglendi.
Guðmundur Bjarnason t.v. og Sveinn Björnsson sátu fund utanríkisráðherra
Evrópuráðsins fyrir hönd íslands.
Fundur utanríkisráðherra Evrópuráðs:
Framtíðarhlut-
verk samþykkt
Á Norðausturhorninu allt vestur
til Eyjafjarðar eru bændur verulega
áhyggjufullir því kuldar eru miklir
og standi þeir út þennan mánuð
óttast margir að verða heylausir.
Eitthvað er um að menn hafi leitað
eftir og fengið keypt hey, m.a. úr
innanverðum Eyjafirði. Hins vegar
er orðið talsvert erfitt að útvega sér
hey þar sem víða er búið að festa hey
í hreppum norðanlands. Þetta hefur
verið gert til þess að auðveldara
verði að bjarga málum innan sveitar-
félaganna sjálfra haldi kuldarnir
áfram.
Kristín Kristjánsdóttir oddviti í
Sauðaneshreppi sagði í gær að hey-
forði væri sannarlega ekki of mikill
í tíðarfarinu nú og nokkrir bæir væru
að orðnir heylitlir. Kristín sagði að
sæmilega hlýtt hefði verið í veðri um
helgina en í gær hefði aftur kólnað
umtalsvert og gróður væri bókstaf-
lega ekkert kominn af stað.
„Það eru snjóalög á flestum túnum
hér, nema þeim sem liggja næst
sjónum. Þar hefur snjó tekið upp.
Túnin eru hins vegar mjög blaut
enda stutt niður á jarðklaka. Tún
sem liggja fjær sjó eru hins vegar
undir snjóa- og svellalögum," sagði
Kristín.
Kristín sagði að fólk vonaði að
tíðarfarið batnaði fljótlega því að ef
verulega hlýnaði þá mætti vænta
skjótra breytinga til hins betra.
Svanberg Þórðarson forðagæslu-
maður á Akureyri sagði að Akureyr-
ingar ættu flestir næg hey handa
skepnum sínum. Það væru einkum
hestamenn sem um væri að ræða.
Þeir ættu ekki stórar hlöður sem
rúmuðu heils vetrar forða. Því
geymdu menn gjarnan hey úti um
sveitir þannig að í eftirlitsferðum
kæmi oft í ljós að lítið hey væri á
staðnum, en menn sæktu það síðan
eftir hendinni. Vegna þessa væri
ekki hægt að gera tæmandi úttekt
hjá þessum aðilum og því væri fylgst
með þeim nokkuð reglulega.
Svanberg sagði að gróður væri
aðeins að koma til þessa dagana en
mikið vantaði á að hægt væri að
beita skepnum í haga. í gær var
talsvert kalt f Eyjafirðinum, hiti við
frostmark og hríðarél gengu yfir.
Svanberg sagði að lögbýli í sínu
umdæmi væru vel birg af heyi og
gætu þess vegna haft búpening sinn
á gjöf út júní ef svo bæri undir. Eftir
því sem hann best vissi var sömu
sögu að segja um allan Eyjafjörðinn.
Frammi í Eyjafirði er gróður lítil-
lega farinn að taka við sér enda
hefur snjó að mestu tekið upp. Út
með firðinum eru hins vegar enn
miklar fannir á túnum og vetrarlegt
um að litast. -sá
Á fundi utanríkisráðherra Evr-
ópuráðsins var undirrituð yfirlýsing
um framtíðarhlutverk Evrópuráðs-
ins, einkum á sviði mannréttinda-,
menningar- og félagsmála. Einnig
var samþykkt að bjóða Ungverja-
landi og Póllandi aðild að menning-
arsáttmála ráðsins.
Fyrir Islands hönd undirritaði
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra, Guðmundur Bjarnason, sam-
þykktina. En hann sat fundinn í
fjarveru utanríkisráðherrans, auk
Sveins Björnssonar fastafulltrúa ís-
lands hjá Evrópuráðinu.
Fundurinn var haldinn í Strass-
borg þann fimmta þessa mánaðar, á
fjörutíu ára afmæli ráðsins. I ræðu
sinni lýsti ráðherrann yfir stuðningi
íslands við áðurgreinda yfirlýsingu
og ályktun ráðherranna um framtíð-
arhlutverk Evrópuráðsins og að ráð-
ið einbeitti sér að þeim málum sem
það hefði sérhæft sig í á áðurnefnd-
um sviðum.
Fyrr um morguninn hafði Finn-
land gerst formlegur aðili að Evr-
ópuráðinu. Sat utanríkisráðherra
þeirra, Paasio, fundinn í fyrsta
skipti. jkb
/-----------;-------------\
Góéar veislur enda vel!
Eftireinn
-ei aki neinn
UUMFERDAR
RÁÐ
Þrír umsækjendur um skólastjórastöðu Öldu-
selsskóla að Sjöfn frágenginni:
Hreppir Daníel
stöðuna núna?
Þrjár umsóknir hafa borist
fræðsluskrifstofu Reykjavíkur um
skólastjórastöðuna við Öldusels-
skóla. Það olli miklum hvelli s.l.
sumar þegar fyrrverandi mennta-
málaráðherra; Birgir ísleifur
Gunnarsson setti í stöðuna Sjöfn
Sigurbjörnsdóttur, en ekki þann
umsækjanda sem foreldrafélag
skólans hafði mælt með; Reyni
Daníel Gunnarssyni yfirkennara
við skólann.
Á ýmsu gekk síðan í skólastarf-
inu í vetur og ýmsar uppákomur
urðu og klögumál gengu milli
kennara við skólann og skóla-
stjóra. Þá varð talsverður hvellur á
dögunum þegar núverandi
menntamálaráðherra ákvað að
auglýsa stöðuna að nýju nú í vor.
Þrátt fyrir óróa þann sem hefur
verið kring um skólastjórastöðuna
við Ölduselsskóla og skólann í
heild s.l. vetur, þá láta þrír kennar-
ar það ekki aftra sér frá að sækja
um starfið.
Einn þriggja umsækjenda er
Reynir Daníel Gunnarsson yfir-
kennari skólans. Hinir eru Auður
Stella Þórðardóttir kennari við
Tjamarskóla og Valgerður Selma
Guðnadóttir yfirkennari í Hóla-
brekkuskóla. -sá