Tíminn - 11.05.1989, Page 9

Tíminn - 11.05.1989, Page 9
Fimmtudagur 11. maí 1989 Tíminn 9 VETTVANGUR III 1111 Gunnlaugur Júlíusson: Hormónakjöt og pencilínegg, er það framtíðin? Hagkaupsforstjórinn hefur í vetur enn einn ganginn hafíð upp sönginn um hve mikið megi bæta hag neytenda með því að flytja inn landbúnaðarafurðir. Hann hefur í bili afmarkað sig við kartöflur, kjúklinga og egg, en með smjörlíkisgáminn á hafnarbakkanum er Ijóst hvað kemur næst. í lið með forstjóranum hafa slegist prófessor nokkur í hagfræði við Háskóla íslands og ritstjóri DV, gamalkunnur vígamaður, þannig að þrenningin er fuUkomnuð: hinn velvUjaði verslunarmaður, hinn hlutlausi fagmaður og fjölmiðillinn sem hefur það hlutverk að rækja að vera frjáls og óháður og koma sannleikanum á framfæri við lesendur. Þessi þrenning hefur það að markmiði að leggja niður landbúnað á íslandi og hefja innflutning erlendra landbún- aðarafurða. Þríeykið stefnir að þvi að flytja verðmætasköp- un úr landinu og auka á þann veg hlutdeild milliliða og þjónustu í atvinnuuppbyggingu þjóðarinnar. Skýrsla um landbúnað í Hollandi og víðar Holland er það land sem nefnt hefur verið í fyrrgreindri umræðu þar sem hægt sé að fá ódýrar landbúnaðarafurðir. Þar er vöru- verð lágt, enda löng hefð fyrir útflutningi landbúnaðarafurða. Hitt hefur alveg gleymst í þessari umræðu á hvem hátt er staðið að framleiðslunni og með hvaða að- ferðum hægt er að ná framleiðslu- kostnaði niður. Ég hef undir höndum sænska skýrslu, sem unnin var fyrir sænsku bændasamtökin, LRF, þar sem gerður er samanburður á fram- leiðsluaðferðum í landbúnaði í ýmsum löndum. Þar koma fram athyglisverðar upplýsingar um ein- mitt hollenskan landbúnað. t>ar sem þetta er hin hliðin á þeirri umræðu sem átt hefur sér stað um landbúnaðarafurðir, þ.e.a.s. eitt er verð og annað em gæði, þykir eðlilegt að koma þess- um upplýsingum á framfæri. Úrelt dýraverndunarlög I skýrslunni kemur fram að þau dýravemdunarlög sem gilda í Hol- landi eru 25 ára gömul og eru mjög væg á öllu því sem viðkemur dýra- vemd, umhverfi þeirra og með- ferð. Ný lagasetning er í undirbún- ingi og er þess vænst að hún verði tilbúin eftir nokkur ár. Að henni er unnið af landbúnaðarráðuneyti, dýraverndunarfélagi og fulltrúa bænda. Lögunum, sem verða rammalöggjöf, verður fylgt eftir með reglugerðum. Reglugerðimar munu koma til með að breyta aðbúnaði og aðferðum við uppeldi kálfa, svína og alifugla. Aðbúnað- ur húsdýra við þær iðnvæddu fram- leiðsluaðferðir sem viðgangast í Hollandi er stærsta dýravemdun- armál þar í landi. Samkomulag um aðgerðir hefur ekki náðst ennþá. Sterk öfl berjast gegn breytingum á þessu sviði til að verja þann árangur sem hefur náðst í útflutn- ingi. Harðari reglur og aukið tillit til dýraverndar þýðir hærra vöm- verð. Sem dæmi um þær aðferðir sem notaðar em má nefna að goggurinn er yfírleitt klipptur af hænsnum, tæmar em klipptar af þeim undir vissum kringumstæðum og búrum er raðað í 5 hæðir og gólfpláss er um 450 cm2 á hænu. Halinn er alltaf klipptur af grísum. Hollensk- ir bændur em gagnrýndir mikið fyrir framleiðsluaðferðir sínar út frá dýravemdunarsjónarmiðum. Þeir ná hins vegar miklum afköst- um og verðinu niður m.a. á þennan hátt. Skiptir líðan dýranna annars nokkm máli ef neytandinn er ánægður (eða hvað)? Notkun hormóna og fúkkalyfja Lög um notkun lyfja í hollensk- um landbúnaði em mjög ný eða frá 1987. Fram að þeim tíma fundust á þessum vettvangi einungis ein- stök lög sem snertu þessi mál lítillega, en eiginlegt eftirlit með lyfjanotkun var ekki fyrir hendi. Holland er þekkt um langan aldur fyrir mjög frjálslega notkun lyfja í framleiðslu landbúnaðaraf- urða meðal þeirra landa sem hafa harðari reglur hvað þetta varðar. Þar em á ferðinni lyf sem eru bönnuð í nágrannalöndum. Öll svín fá til dæmis ennþá vaxtarauk- andi meðöl í fóðrinu ásamt kopar í verulegum mæli. Notkun fúkka- lyfja er mjög algeng í fóðri. Þrátt fyrir að ný og harðari lög hafa tekið gildi hvað þetta varðar, þá er umfangsmikill svartur mark- aður með lyf á bannlista. Þar er meðal annars talað um vaxtar- hormóna, sem em bannaðir innan Efnahagsbandalagsins. Þetta er stórt vandamál sem yfirvöld leggja mikla áherslu á að ná leiðréttingu á. Skiptir heilnæmi framleiðslunn- ar einhverju máli ef neytandinn er ánægður með verðið? Eftirlit með grænmetisinnflutningi? Eftirlit með heilnæmi þess græn- metis sem flutt er inn til landsins er í lágmarki. Með heilnæmi er átt við hvort eiturefnaleifar finnist í vör- unni, hvort hún hafi verið með- höndluð með geislum eða rotvam- arefnum. Á sl. vetri kom fram að ef hlutfallslega svipuðu magni yrði vísað frá hérlendis og í Svíþjóð, þá hefði 25 tonnum grænmetis og ávaxta ekki verið hleypt inn á íslenskan markað. Ekkert slíkt eftirlit er fyrir hendi. Á þennan hátt er hægt að flytja inn vörur fyrir lágt verð sem jafnvel em ekki taldar söluvara annarsstaðar. Hér kemur aftur spumingin um heil- næmið og verðið. Hvort skal setja ofar? Ábyrgð Neytenda- samtakanna, hver er hún? Neytendasamtökin hafa lýst því yfir að verð vömnnar út úr búð sé það sem máli skipti. Ábyrgð sam- takanna sem málsvari neytenda er vemleg. Þau hafa réttilega gagn- rýnt vinnubrögð þegar innlend framleiðsla stenst ekki heilbrigðis- kröfur. Því hefur ekki verið á móti mælt að íslenskar landbúnaðaraf- urðir séu heilnæmar og hollar. Reglur varðandi aðbúnað húsdýra og notkun lyfja við framleiðslu landbúnaðarafurða em strangari hér en víða í nágrannalöndum okkar. Opinber umræða um gæða- mál grænmetis er víða vaxandi erlendis. T.d. var nýlega í tímarit- unum STERN og BUSINESS WEEK rætt í greinum um nauðsyn þess að skipa grænmeti í a.m.k. tvo verðflokka, með tilliti til heilnæmis vörunnar (notkun eiturefna, rot- vamarefna og geislameðferðar við framleiðslu og geymslu). Það er Ijóst að umræða um matvæli sem eingöngu snýst um verð þeirra er hálfsannleikur og er hann oft ekki betri en hrein lygi. í þeirri umræðu um samanburð á verði landbúnaðarafurða hér- lendis og erlendis hefur umræðu um gæðaþáttinn og framleiðsluað- ferðir yfirleitt vantað. Verð á bandarísku kjúklingakjöti, þar sem öll meðöl em notuð til að halda niðri verði, er borið saman við innlenda framleiðslu. Verð út úr búð er það sem máli skiptir. Hvert leiðir áróður þríeykisins? Þríeyki það sem minnst var á hér að framan stefnir að innflutningi allra landbúnaðarafurða og þar með að íslenskur landbúnaður verði lagður í rúst. Til að ná því marki eru engin meðöl spömð í áróðrinum. í þessari umræðu er aldrei minnst á það sem að baki verðmyndunarinnar stendur, held- ur er einblínt á verðið. Aldrei er minnst á né hugleitt hvort sú vara sem keypt er ódýrar en innlend framleiðsla sé mögulega lakari, óheilnæmari eða framleiðslufor- sendur aðrar. Föt sem keypt em frá Asíulönd- um em ódýrari en frá Evrópu vegna þess að í Asíu er kaup verkafólks mjög lágt og barna- þrælkun útbreidd í verksmiðjum. Neytandi á Vesturlöndum gleðst hinsvegar yfir ódýrari vöru og auknum kaupmætti. Á sama hátt vill þríeykið kæta geð neytandans með því að selja honum ódýr matvæli sem víða eru framleidd við þær aðstæður og með þeim aðferðum sem varða við landslög hérlendis, bæði út frá dýravemdunarsjónarmiðum og heilbrigðiskröfum. Gjörið svo vel. Gunnlaugur Júlíusson Fyrsta spumingin er þessi: Er hætta á að Fossvogsbraut valdi okkur heilsutjóni vegna þeirrar mengunar sem af henni mun stafa? Á góðviðrisdögum nú í vetur höfum við séð dökkt mengunarský yfir Reykjavík og mælingar Holl- ustuverndar á svifryki sýna vaxandi mengun ár frá ári í Reykjavík. Svifryk þetta er mjög fíngert, minna en Vm úr mm að stærð og berst við innöndun í lungu okkar. Hættan er mest þar sem loft er kyrrt og mikil umferð. Fossvogs- dalur er nokkuð sérstæður vegna veðursældar því hér em stillur tfðar og lítil hreyfing á lofti. Þau efni sem koma með útblæstri bíla út í umhverfið og em heilsuspill- andi em t.d. kolmonoxid, niturox- id eða köfnunarefnisoxíd, brenni- steinsdíoxid, kolvatnsefnissam- bönd ýmiskonar, blý og tjömefni. Ætla má að venjulegur fólksbíll, vel stilltur, láti frá sér um 25 gr af hreinu kolmonoxídi á hverjum kílómetra. Til að einfalda myndina þá gemm við ráð fyrir að hver bíll láti frá sér 50 gr á tveggja kílómetra akstri um Fossvogsdal. Vænta má að um 50 þúsund bílar fæm um Fossvogsbraut á dag og gæfu þeir frá sér 2.500 kg eða 2.5 tonn af kolmonoxídi á dag árið um kring. Þótt bílafjöldinn væri ekki nema 30 þúsund á dag, eins og sérfræð- ingur Reykjavíkurborgar áætlar, þá gæfu þeir frá sér 1.5 tonn af hreinu kolmonoxídi á dag eða 1200 rúmmetra. Menn hafa nú áttað sig á því að Sigmundur Guðbjarnason: Fossvogsbraut og dalbúinn Ég tala hér sem dalbúi, því ég er einn af íbúum í Fossvogsdal. Vandamálið sem við er að glíma er hvort leggja eigi hraðbraut um Fossvogsdal til þess að leysa umferðarvanda höfuðborgarsvæðisins. Slík áform vekja margar spurningar sem nauðsynlegt er að svara áður en ákvarðanir eru teknar eða framkvæmdir eru hafnar. Ég mun ekki fjalla um Fossvogsdal sem friðland og ákjósanlegt útivistarsvæði sumar sem vetur. Ég mun takmarka mig við nokkrar spurningar sem snerta einkum íbúa Fossvogsdals. mengunin er ekki bara blý og kolmonoxíd; mesta mengunin kemur frá nituroxidum, sem mynd- ast við brennsluna. Þessi nituroxid valda m.a. súru regni sem veldur svo margvíslegu tjóni. Rannsóknir hafa sýnt ákveðið samband milli aksturshraða og myndunar á nitur- oxidum í bílnum. Nituroxíd-meng- un er þrefalt meiri við 90 km hraða en við 60 km hraða. Rannsóknir sýna einnig að kolmonoxíd meng- unin vex með aksturshraða. Hraðbraut um Fossvogsdal mun því bjóða upp á mun meiri meng- unarhættu en vænta má á öðrum svæðum í Reykjavík og nágrenni. Það sem skapar sérstaka hættu í Fossvogsdal er lognið sem þar er langtímum saman. Vert er einnig að gefa því gaum að hér eru austan-, suðaustan- og suðvestan- áttir ríkjandi vindáttir. Þetta kom greinilega í ljós fyrir skömmu við sinubruna í dalnum því þá fór reykurinn upp norðurhlíðar dalsins, yfir Fossvogshverfi. Það er því eðlileg ósk okkar dalbúa að mengunarhættan verði rannsökuð svo ljóst verði hvort hraðbrautin stefni heilsu okkar í hættu. Næsta spuming varðar hávaða- mengun. Mér sagði virtur arkitekt fyrir nokkru að steyptu húsin beggja vegna í dalnum muni endur- kasta hljóðinu og virka sem magn- arakerfi, auka hávaðann upp hlfð- ar dalsins en ekki dempa. Eru þessar áhyggjur ástæðulausar? Fyrir rúmum aldarfjórðungi bjó ég ásamt fjölskyldu minni í De- troit. Bjuggum við í eitt ár í námunda við Ford-hraðbrautina, sem var mikið niðurgrafin á þessu svæði. Frá hraðbrautinni barst stöðugt umferðarniður, titringur, óþefur og mengun. Mikilli umferð fylgir oft titringur, einkum vegna þungaflutninga, og er þess að vænta að slíkur titringur hafi áhrif á hús byggð á ótraustum grunni. Húsin neðarlega í dalnum eru í raun byggð á sandi eða súlum, á ótraustum grunni. Mörg þessara húsa eru einnig mjög viðkvæm vegna alkaliefnahvarfa í steypunni. Spuming mín er þessi: Er líklegt að umferðartitringur valdi tilfinn- anlegu tjóni á íbúðarhúsum, svo sem með missigi, sprungumyndun- um og öðmm skemmdum? Vert er einnig að gefa gaum að þeim vanda sem fylgir lagningu Fossvogsbrautar og því jarðraski sem er því samfara. Hætta er á að grunnvatn lækki verulega, að minnsta kosti á meðan á fram- kvæmdum stendur, sem geti síðan leitt til missigs húsa og skemmda á þeim. Ég dreg raunar ekki í efa að séð frá sjónarhóli umferðarinnar einn- ar þá er Fossvogsbraut hagkvæm lausn. Þegar hugmyndin að Foss- vogsbraut fæddist þá var engin umtalsverð byggð í dalnum og öll umræða um umhverfismál var með öðrum hætti en í dag. Byggðaþró- un í Reykjavík hefur orðið nokkuð önnur en ætlað var fyrir aldarfjórð- ungi. Byggðin færist nú austur með ströndinni en ekki í suður eins og álitið var. Verslunin færist í aukn- um mæli úr gamla miðbænum í Kringluna og í aðrar verslunarmið- stöðvar austar í bænum. Væntan- legur Hlíðarfótur mun flytja um- ferð úr Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi í miðbæ og vesturbæ Reykjavíkur. Það er óhjákvæmi- legt að endurskoða gamlar áætlanir og taka tillit til fleiri þátta nú í dag, taka tillit til nýrra viðhorfa í um- hverfismálum og taka einnig tillit til íbúa dalsins. Spurningin er því þessi: Hvaða leiðir eða lausnir eru raunhæfar í dag? Tillaga mín er sú að bæði sveitar- félögin, Kópavogur og Reykjavík, styðji þau áform skipulagsstjórnar ríkisins að rannsaka eða fela óháð- um aðilum að rannsaka fyrirsjáan- leg og líkleg áhrif Fossvogsbrautar á umhverfið. Jafnframt verði þeim falið að svara þeim spurningum sem dalbúar og aðrir aðilar málsins leita svara við. Niðurstöður þess- ara athugana væru síðan grundvöll- ur fyrir lausn á þessum vanda. _

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.