Tíminn - 11.05.1989, Side 15

Tíminn - 11.05.1989, Side 15
Fimmtudagur 11. maí 1989 Tíminn 15 ■.................. Hanna María Friðjónsdóttir Fædd 23. júli 1915 Dáin 2. mai 1989 Við erum mörg sem munum hana Hönnu. Gömul kona með geislandi bros, hlýju og ástúð í hverri hreyf- ingu. Við munum hana í kaupfélags- markaðinum á Miðvangi bjóðandi gestum og gangandi, sem þar áttu leið um, kaffi og afslöppun mitt í önn dagsins. Það var ótrúlega notalegt að tylla sér niður í gestahominu á Miðvang- inum og njóta þar kaffisopa í ör- skamma stund, - gleyma andartak erli og amstri líðandi dags í notalegri gestrisni og hjartahlýju gamallar konu, sem þrátt fyrir aldur og oft erfiða lífsbaráttu ljómaði af gleði og góðvild til alls og allra. Þannig var hún Hanna, - og þannig mun hún lifa í minningu okkar. Hanna María Friðjónsdóttir kvaddi þennan heim, sem við hrær- umst í frá degi til dags, þriðjudaginn 2. maí síðastliðinn. Hún lagði óhrædd upp í ferðina yfir landamæri lífs og dauða, því að hún var trúuð kona og var einlæg í þeirri vissu að líf væri eftir þetta líf og fullviss þess að endurfundir henn- ar og okkar sem eftir lifum bíði einhvers staðar í óráðinni framtíð. Okkur vinum hennar og vanda- mönnum er bæði gott og mannbæt- andi að hugsa til þeirra endurfunda. Slík var og er hún Hanna okkar. Hanna María Friðjónsdóttir var fædd hinn 23. júlí 1915 á Skálum á Langanesi. Foreldrar hennar vom hjónin Jóhanna Guðbrandsdóttir og Friðjón Stefánsson sjómaður. Veröldin fór ekki mildum höndum um Hönnu Maríu, þegar hún var að stíga fyrstu spor sín í þessum heimi. Þegar hún var ársgömul missti hún á sama sólarhringnum móður sína og tvær systur. Það var þungt áfall fátækri fjölskyldu. Faðir hennar stóð þá einn uppi með þær systumar tvær sem eftir lifðu, Hönnu og eldri systur hennar Fjólu. Á þeim tíma vom úrræðin ekki mörg fyrir fátæka menn sem stóðu í þessum spomm. Friðjón kom hinni ársgömlu dóttur sinni fyrir hjá frænku þeirra, Svanhvíti Helgadótt- ur í Kumlavík, en Fjólu eldri dóttur sína hafði hann hjá sér og annaðist hana næstu árin. Hanna María var í umsjá frænku sinnar næstu fjögur árin, en árið 1920 fer hún að Eiði á Langanesi til Daníels Jónssonar, sem þá bjó þar með Arnþrúði dóttur sinni. Og þar ólst Hanna upp í skjóli þeirra Daní- els og Amþrúðar og í þeim átti hún hald og traust allar götur síðan. Þama festi Hanna María rætur. Hún var bundin órjúfandi tryggða- böndum þeim Daníel og Amþrúði. Hún kallaði Daníel „afa“ en Arn- þrúði „fóstru“ og segir það eitt sína sögu. Amþrúður giftist síðar Halldóri Benediktssyni, en sonur þeirra Benedikt er kennari og kenndi m.a. hér í Hafnarfirði. Síðustu æviár sín dvaldi Arnþrúður á elliheimilinu á Sólvangi og þar lést hún. Þær vom ófáar heimsóknirnar hennar Hönnu til þessarar „fóstru" sinnar og Amþrúður fór ekki á mis við eðlislæga umhyggju Hönnu Maríu, frekar en aðrir samferða- menn hennar á lífsleiðinni. Ung að aldri fór Hanna María að vinna fyrir sér, svo sem títt var á þessum tíma, en á Eiði átti hún heima til 16 ára aldurs. Þá fór hún til Kristínar Jósefsdóttur, en hún rak þá hótel á Þórshöfn. Hjá henni vann Hanna í nokkur ár, þó ekki samfellt. Þá var Hanna vinnukona í tvö ár hjá Júlíusi Hafstein, sýslumanni á Húsavík, og hafði oft á orði myndar- skap og heimilishætti þar, sem hefðu orðið sér góður og ómetanlegur skóli. Frá Húsavík lá leið Hönnu til Akureyrar, en þaðan fór hún eftir árs dvöl til Þórshafnar í vinnu á hótelinu þar. Síðar ræðst hún vinnukona til Sigfúsar Aðalsteinssonar í Hvammi í Þistilfirði, sem þar bjó ásamt konu sinni. Þar bjuggu þá einnig öðm búi systkini Sigfúsar, Björn, Bergþór og Hólmfríður. Brátt hófust góð kynni með þeim Hönnu Maríu og Birni Aðalsteins- syni og til hans ræðst hún, fyrst sem ráðskona. Hinn 23. október 1943 giftist svo Hanna María Bimi. Þá hófst óvenju gott og traust hjónaband þeirra, sem entist þeim vel alla ævi og aldrei bar skugga á. Svo hafa börn þeirra sagt, að allt til hinsta dags Bjöms hafi samskipti þeirra Hönnu frekar minnt á fólk í tilhugalífi, en fólk sem hefur áratuga sambúð að baki. Slík var dagleg ástúð þeirra og umhyggja hvort fyrir öðm. Hanna María og Björn bjuggu búi sínu í Hvammi í Þistilfirði allt til vorsins 1961. Og þar em börn þeirra fædd, Hólmfríður Bergþóra, Aðal- heiður Jóhanna og Guðmundur, sem öll lifa móður sína. Auk þeirra eignuðust þau Hanna og Björn dreng og stúlku sem önduðust skömmu eftir fæðingu, óskírð. Vorið 1961 hættu þau Hanna og Björn búskap í Hvammi, eins og áður er sagt, og fluttu til Þórshafnar. Þar stóð heimili þeirra næstu níu árin. Og enn sem fyrr var lífsbaráttan hörð. Bjöm stundaði byggingar- og fiskvinnu, þegar þá vinnu var að hafa, en annars hvað sem til féll hverju sinni. En Hanna lét ekki sinn hlut eftir liggja. Bráðlega fór hún að taka fólk, sem þar dvaldi í lengri eða skemmri tíma, í fæði og gistingu. Bæði var gestrisnin og góðvildin henni í blóð borin og svo var einnig þörfin knýjandi að koma sér og sínum áfram í lífinu. Fólki þótti gott að njóta návistar Hönnu, það gleymdi henni ekki og vildi sem lengst eiga hlut í henni. Um þetta talar ským máli, hversu margir þeir gestir vom, sem sendu Hönnu jóla- gjafir eftir kynni sín af henni og sýndu henni á margvíslegan annan hátt vináttu og ræktarsemi. Haustið 1970 flytjast þau Bjöm og Hanna til Hafnarfjarðar og stóð heimili þeirra þá á Lindarhvammi 6. Og í Hafnarfirði áttu þau síðan heima allt til æviloka. Síðustu æviár sín dvaldi Hanna á Hrafnistu í Hafnarfirði og undi þar glöð við sitt, sátt við samferðamenn sína og tilveruna, eins og reyndar einkenndi hana allt æviskeiðið. Hún minntist oft með sérstakri þökk og hlýju starfsfólksins þar og þá ekki síst þeirra hjónanna Sigríðar Jóns- dóttur og Kolbeins Helgasonar, sem reyndust henni afburða góð. Ég kynntist fyrst Hönnu, þegar hún vann sem ræstingarkona í Víði- staðaskóla og síðar í versluninni á Miðvangi 41, en þar starfaði hún allt frá því að verslunin þar var opnuð og svo lengi sem henni entist aldur og heilsa til. Ég er þakklátur fyrir öll þau kynni og tel mig auðugri mann eftir þau en áður. Þannig manneskja var Hanna María Friðjónsdóttir. Hið veraldlega skipti hana ekki máli, en lífið í kring um hana og mannlegi þátturinn í tilverunni því meira. Hún trúði á hið góða í veröldinni. Allir samferðamenn hennar vom hver öðmm ágætari að hennar mati. Slík viðhorf em of fágæt í heiminum í dag og kannski væri hann annar og betri, ef fleiri gerðu þetta lífsviðhorf Hönnu Maríu að sínu. Hanna María Friðjónsdóttir var trúuð kona. Hún efaðist ekki um tilvem eftir dauðann og hugsaði gott til endurfunda við ástvini sína, þegar vegferð hennar í þessu jarðlífi tæki enda. Það segir sig sjálft, að kona eins og Hanna María lét sér annt um böm sín, tengdaböm og bamabörn. Öll gátu þau alltaf sótt til hennar sólskin og yl. Þau kveðja nú móður, tengda- móður og ömmu með innilegri þökk og geyma í sjóði minninganna perlur, sem hvorki mölur né ryð fá grandað. Þeir fjársjóðir verða aldrei fullmetnir. Um leið og ég þakka Hönnu Maríu samfylgdina á genginni götu, sendi ég börnum hennar, tengda- börnum og barnabömum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi þau öll. En minningu Hönnu Maríu Frið- jónsdóttur fylgir hjartans þökk frá okkur samferðamönnum hennar, fyrir glaðværa brosið, góðvildina og samskiptin öll, - já fyrir sólskinið sem birtist í hvert eitt sinn er við minnumst hennar. Útför Hönnu Maríu Friðjónsdótt- ur hefur farið fram í kyrrþey sam- kvæmt ósk hinnar látnu. Hörður Zóphaníasson Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Auglýsing um prestskosningu Kjörstjórn vegna prestskosninga í Fríkirkjusöfnuð- inum í Reykjavík, kosin á aðaifundi 15. apríl s.l., hefur ákveðið, skv. 22. gr. laga safnaðarins, að prestskosningar fari fram dagana 3. og 4. júní 1989. Kosið verður í safnaðarheimilinu að Lauf- ásvegi 13 (Betaníu). Umsækjandi er einn, séra Cecil Haraldsson. Kjörskrá liggur frammi í safnaðarheimilinu frá og með 11. maí n.k. hvern þriðjudag og fimmtudag kl. 17-18. Upplýsingar eru gefnar í síma 27270 á sama tíma. Kærur skulu hafa borist kjörstjórn eigi síðar en kl. 18, fimmtudaginn 1. júní n.k. Kosningarétt hafa, skv. 17. gr. safnaðarlaganna, ...þeir safnaðarmenn, sem náð hafa 16 ára aldri og greitt lögboðin gjöld safnaðarins, enda séu þeir ekki skráðir meðlimir í öðrum söfnuðum." Athygli skal vakin á því, að kjörskrá miðast við trúfélagsaðild skv. þjóðskrá 1. desember næstan á undan kjördegi. Reykjavík, 8. maí 1989. F.h. kjörstjórnar Ragnar Tómasson, form. FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við framhaldsskóla Við Menntaskólann við Sund eru lausartil umsóknar kennarastöður í félagsgreinum og efnafræði. Þá vantar stundakennara í eftirtaldar greinar: dönsku, latínu, sögu, jarðfræði, efnafræði, eðlisfræði, stjörnufræði, tölvufræði, stærðfræði, heimspeki, listasögu, hagfræði, fjölmiðla- fræði, lögfræði og spænsku. Við Fjölbrautaskólann í Garðabæ eru lausar kennarastöður í eftirtöldum greinum: stærðfræði, ensku, samfélagsgreinum, viðskiptagreinum, raungrein- um, íslensku, íþróttum og tölvufræði. Auk þess vantar stundakennara í ýmsar greinar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 9. júní n.k. Umsóknir um stundakennslu sendist skóiameistara. Menntamálaráðuneytið Síðustu forvöð að panta Macintosh tölvur skv. 2. afgreiðslu ríkissamningins, er 18. maí Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, sími 26844 Aðalfundur Steinullar- verksmiðjunnar hf. verður haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki 16. maí nk. kl. 17.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins liggja frammi á skrifstofu verksmiðjunnar á Sauðárkróki. Stjórn Steinullarverksmiðjunnar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.