Tíminn - 19.05.1989, Síða 2

Tíminn - 19.05.1989, Síða 2
2 HÉLGÍN Laugardagur 20. maí 1989 Hefurðu verðskyn? Þá skaltu líta nánar á þetta... VM 930 þvottavélin Stiglaus hitastilling, hraðþvottur, ullarþvottur, gardínuþvottur, Esparþvottur, áfangavinding 600/900 sn. íslensk handbók. Blomberg Verð kr. 56.900. Staðgr. 54.060, Góð kjör. TT 320 þurrkarinn 90 lítra þurrkrými. Hæg niðurkæling á þvotti, 2 hitastig. Blomberq Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTUN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆPI Litlir vélkústar fyrirliggjandi KAUPFELÖGIN Borgarættin Líka fer það heldur ekki á milli mála að af þessum tuttugu skáldsög- um gera einar níu mestu stórvirki Gunnars sem höfundar. Það eru Saga Borgarættarinnar og Fjallkirkj- an. Fyrsta bindið af Sögu Borgarætt- arinnar kom út 1912, en hún er eins- og menn vita átakamikil ættarsaga heiman af íslandi, þar sem harmleik- ur verksins felst í innbyrðis átökum sonar við föður. Og verður það aukheldur til þess að margfalda enn spennuna að sonurinn er prestur á staðnum. Aftur á móti fer það, held ég, ekki á milli mála að nýrómantísku ein- kennin, sem ég gat um, eru í raun töluvert mikið áberandi í þessu verki. Og þar verður að hafa í huga að það var frumraun Gunnars á sviði skáldsagnagerðar, og reyndar mikið afrek í því fólgið hve vel honum tókst þar til strax í fyrstu atrennu. Ef aftur má grípa til hæfilegrar einföldunar þá dylst það engum, sem les þetta verk, að innan þess ieikast á.tvær andstæður, hið góða og hið illa. Fulltrúar hins góða eru þeir feðgar, Örlygur bóndi á Borg og Ormar sonur hans. Fulltrúi hins illa er aftur á móti Ketill Örlygsson, síðar Gestur eineygði. Og sagan fjallar síðan eins og menn vita um átök þeirra feðga, verðskuldaðan ósigur Ketils og loks andlát hans eftir að hann er nánast orðinn sann- heilagur maður og hefur bætt fyrir brot sín. Þannig endar sagan í raun- inni vel eða með því að fulltrúi hins illa bætir ráð sitt. Nýrómantísku einkennin birtast svo fyrst og fremst í margs konar krufningu skáldsins á persónum sínutn og lífsafstöðu þeirra hverrar um sig. Fjallkirkjan Fyrsta bindi þessa annars helsta stórvirkis Gunnars kom ekki út fyrr en 1923, og það dylst engum að í því fer höfundur sem hefur lært töluvert frá 1912. Höfuðstyrkur þessa verks má segja að felist þó ekki í persónu- krufningum þess, sem vissulega eru enn nægar, heldur í þeim fjölda- mörgu og snilldargóðu myndum sem höfundur dregur þar upp heiman frá íslandi. Það er venja að lfta á Fjallkirkjuna sem sjálfsævisögulega skáldsögu. Hún er þó ekki eiginleg sjálfsævisaga í þeim skilningi að þar reki Gunnar feril sinn undir eigin nafni, en á hinn bóginn hefur mér vitaniega ekki verið dregið í efa að þarna noti hann ævi sína sem uppistöðu í skáldskap- inn. Uggi Greipsson elst upp í ís- lenskri sveit, eins og Gunnar gerði sjálfur, fer svo til Danmerkur og vinnur sér þar frama sem rithöfund- ur, líkt og Gunnar gerði einnig. Fjallkirkjan er ákaflega marg- slungið og flókið verk, sé það skoðað í heild. En þó er ljóst að það skiptist greinilega í tvo hluta, og skilur þar ýmislegt á milli. Seinni hlutinn er tvö síðari bindin sem gerast úti í Dan- mörku. Svo er skemmst af að segja að sem almenn listaverk eru þau töluvert síðri en hin fyrri þrjú, sem gerast heima á fslandi. Eða að minnsta kosti hljóta þau að höfða töluvert síður til lesenda hér heima, og þá trúlega fyrst og fremst vegna þess hve efni þeirra er miklu fjarlæg- ara þeim en efni hinna þriggja. Þau eru kannski fyrst og fremst áhuga- verð sem heimild um sögu og þroska- feril höfundarins sjálfs á þessum árum. Aftur á móti eru fyrri bindin þrjú í heild hreinustu snilldarverk. Styrk- ur þeirra felst fyrst og fremst í þeim nánu og einlægu myndum sem höf- undur dregur þar upp af barnæsku Ugga Greipssonar heima á íslandi. Þar er hver atburðurinn og hver persónan öðrum eftirminnilegri. Eða ætli til dæmis að Ketilbjörn afi hans á Knerri sé ekki persóna sem hafi greypt sig býsna fast inn huga flestra núlifandi íslendinga og sé í rauninni partur af kunningjahópi þeirra, svo aðeins eitt dæmi sé tekið af handahófi. Og það sem lengst dregur trúlega er svo hitt að í þessum hluta verksins ber töluvert á góðlátlegri og græsku- lausri kímni. Það er einkenni, sem satt að segja fer ekki mikið fyrir í verkum Gunnars, því að í heildina Hrannir tískunnar skoðað getur hann alls ekki talist fyndinn höfundur. Þvert á móti má hann víst öllu fremur teljast alvöru- gefinn í því hlutverki. En hér hefur hann leyft sér að sleppa fram af sér beislinu og viðhafa glettna gaman- semi, jafnt í persónulýsingum sem tali. Og dregur býsna langt til að auka gildi þessarar sögu. Samtíminn En Gunnar skrifaði fleira á þess- um Danmerkurárum sínum. Á það hefur verið bent að togstreita góðs og ills - líkt og hér var nefnt varðandi Borgarættina - er í raun- um. En ein þessara sagna vill þó hvað sem öðru líður alltaf verða töluvert föst í minni þeirra sem lesa. Það er Ströndin, og þá ekki hvað síst fyrir aðalpersónuna, séra Sturlu. Hann er gagnvandaður maður, sem eigi að síður storkar guði sínum og bíður ósigur. í bókarlok stendur hann svo uppi ekkjumaður með lík einkadóttur sinnar í fanginu, og bilaður á geðsmunum. Hvað sem menn vilja segja um boðskap sög- unnar eða viðfangsefni þá er sú mynd ekki auðgleymanleg. Aftur í aldir Þá er það ljóst að tiltölulega snemma hefur Gunnar fengið áhuga á því að taka fyrir efni úr íslenskri sögu og gera úr skáldsögur. Að þessu viðfangsefni hefur hann horfið með nokkrum hléum inn á milli annarra verka og ekki tekið það fyrir í skipulegri röð. En eigi að síður má telja að töluvert greinargott yfirlit sé að finna um stóran hluta íslands- sögunnar í sérstökum hópi af skáld- sögum hans. Að vísu er það síður sen svo nákvæmlega á hreinu hvaða sögur hans heyra til þessum hópi. En þó er ljóst að einar sex sögur hans fjalla Brjóstmynd af skáldinu eftir Sig- urjón Ólafsson var sett upp í anddyri Árnagarðs í nóvember 1972. Hér er Gunnar Gunnarsson að flytja þakkarávarp við það tækifæri. inni víðast hvar það atriði sem byggir upp spennuna í sögum Gunnars. I þeim er það ákaflega áberandi einkenni að góð og ill öfl togist á, og að með því móti skapi hann átök og byggi upp spennu í þessum sögum sínum. Það er líka haft fyrir satt að fyrri heimsstyrjöldin, með öllum sínum styrjaldarhörmungum, hafi haft djúp áhrif á Gunnar Gunnarsson sem skáld. Má líka meir en vera að hennar sjái stað í Fjallkirkjunni. Sú aðdáun á friðsemd og fegurð ís- lenska sveitalífsins, sem þar birtist, sé eins konar andsvar Gunnars við ógnum stríðsins. En aftur á móti virðist það liggja á borðinu að sögurnar Ströndin (1915), Vargur í véum (1916) og Sælir eru einfaldir (1920) eigi sér beinar rætur í þessum hildarleik. Þetta eru allt samtímasögur og ger- ast heima á íslandi. Og allar ein- kennast þær af átökum af þeirri gerð sem hér var nefnd; góður maður og illur takast á. Og allar sögurnar eru harmsögur að því leyti að þær enda illa. Máski má segja að sögur af þessari tegund eigi ekki tiltakanlega skír- skotun til fólks nú á dögum. Núna séu menn uppteknari af öðrum hlut- um heldur en spurningunni um yfir- ráð hins góða og hins illa í heimin- beint um söguleg efni og mynda þar á sinn hátt samhengi. Af þeim er að nefna Fóstbræður (1918), um Ingólf Arnarson og Hjörleif fóstbróður hans, Jörð (1933), um þróun þjóð- félags á tímum næstu afkomenda Ingólfs hér á suðvesturhorninu, og Hvíta-Krist (1934), sem á sama hátt fæst við að lýsa tilkomu kristninnar hér á landi í kringum árið 1000. Síðan má segja að þræðinum sé haldið áfram í Grámanni (1936), með efni frá því snemma á Sturl- ungaöld, og enn í Jóni Arasyni (1930), efnismikilli sögu sem fjallar um síðasta kaþólska biskupinn á Hólum. Loks má svo segja að venja sé komin á að telja Svartfugl (1929) til þessa hóps. Það er ein af þekktustu sögum Gunnars og fjallar eins og margir vita um alræmt glæpamál vestan af Snæfellsnesi í byrjun nítj- ándu aldar. Hún er sérstaklega áhugaverð fyrir þá sök að sterkustu persónur þeirrar sögu eru án efa þau tvö sem glæpina fremja, Bjarni og Steinunn. Svartfugl er líka það af þessum sögulegum verkum sem hvað mestan áhuga hefur vakið, a.m.k. hér heima. Hefur sú saga líka áberandi sterkar og vel dregnar persónulýsingarsem vafalausan kost fram yfir hinar sögurnar, þar sem spurningar um rétt og rangt, höfð- ingja og smælingja, og fleira þess háttar eru það sem hvað mest byggir upp söguþræðina. Vikivaki og Aðventa Margt fleira mætti nefna varðandi sögur Gunnars Gunnarssonar, enda væri létt verk að fjalla um þær í mun lengra og ýtarlegra máli en rúmið hér leyfir. Þær eru á margan hátt sérstæðar, en reynsla flestra mun þó

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.