Tíminn - 19.05.1989, Qupperneq 4

Tíminn - 19.05.1989, Qupperneq 4
HELGIN Laugardagur 20. maí 1989 A Belle Starr og „Bláa öndin“. Jesse James í heimsókn Kjarnakonan Ðelle Starr gaf karlpeningnum ekki eftir í djarflegum tiltækjum á dögum villta vestursins í frásögum úr villta vestrinu er Belle Starr jafnan lýst sem hrífandi kjarnakonu, sem sameinaði kynþokka og áræði - einskonar Kleópötru óbyggðanna. Raunveruleikinn var allt annar. Þótt hún léti Ijós- mynda sig í blúndulögðum flauelsjakka, þá var það oftar að hún hélt á sex skota skammbyssu og hún var reglulega ófríð kona. Hún var hrossaþjófur og mjög illskeytt og telst meðal verstu bófanna í sögu villta vestursins. Hún varskírð Myra Belle Shirl- ey og fæddist þann 5. febrúar 1848 í bjálkahúsi nærri Cartage í Missouri. Foreldrar hennar voru talin heiðvirt fólk. Faðir hcnnar, John Shirley, var ættaður frá Virginiu og hafði verið dómari. Hann taldist til heldri manna, enda hafði honum tekist að kaupa 800 ekrur lands í Missouri og gerast stórbóndi. Um móður Belle er hins vegar ekkert vitað. I’egar Belle var átta ára gömul var hún send í kvennaskólann í Carthage, cn þar bauð námsskráin m. a. upp á kennslu í lestri, skrift, stafsetningu, málfræði, grísku, lat- ínu og hebresku. En þetta nám raskaðist illilega, þcgar stríð braust út á landamærum Kansas og Misso- uri, og óaldarflokkar kveiktu í bjálkahúsi Jolm Shirley. Sonur lians, sem gengið hafði í herliö Missouri- manna, týndi lífinu í þessunt átök- um. Dómarinn fyrrverandi ákvað þá að firra sig frekari vandræðum og flutti búferlum til Texas. En það varð sannarlega ekki til þess að firra Belle vandræðunt! Hún ólst upp í Scyene, sem er tíu mílur austan við Dallas, og er hún náði 18 ára aldri sá hver maður að hún yrði engin fríðleikskona. Um leið kom á daginn að hún kunni best við sig innan um alls lags ribbaldalýð og bar enga virðingu fyrir lögum og rétti. Hctjur hennar voru ræningjar og stigamenn. sem ekki viöurkenndu neinar hömlur og höfðu komist upp mcð hvcrt morðið á eftir öðru. Hún var líka enn ekki nema 18 ára, þegar hún stofnaði til kynna við Cole Younger, einn úr hópi síhlæjandi bræðra, sem lögðu fyrir sig rán á vegum úti og voru í tygjum við Jesse James. Fegar þau hittust var Cole á flótta eftir að hafa rænt banka ásamt James í Liberty í Missouri og hugðist nú Ieynast í Texas. Belle sór og sárt við lagði til æviloka að hún hefði skotið yfir hann skjólshúsi og að hann væri faðir að barni hennar, telpu að nafni Pearl. En Younger harðneitaði þessu og vildi ekkert við Pearl kannast, þótt hún hefði fæðst nákvæmlega níu mánuðum eftir fund þeirra. En Belle hafði orðið ástfangin af honum og hún gleymdi honum aldrei. Þrem árum síðar eignaðist hún nýjan elskhuga, en hann var Jim Reed, gullgrafari, ættaður frá Vern- on County í Missouri. Reed hafði ■ lagt fyrir sig banka- og lestarrán, til' þess að drýgja tekjurnar. Hún reið nú ásamt honum og tveimur útlögum öðrum til gulleitar við fljótin í Norð- ur Kanada. Þeim varð ekkert' ágengt, uns það gerðist einn daginn að maður meðal gullgrafaranna, aldraður Creek indíáni, Ijóstraði því upp í ölæði að hann ætti 30 þúsund dollara fólgna á leyndum stað. Þau tóku hann og píndu, uns hann sagði þeini hvar fjármunina væri að finna. Þegar búið var að skipta ráns- fengnum, ákvað Belle að fara til Texas, kaupa sér föt og ýmsan munaðarvarning og berast á eins og heldri kona. Hún sást nú spranga um í reiðstígvélum, klædd flauelsjakka; og með barðastóran hatt, skreyttan! strútsfjöðrum, og með sex skota byssuna sér við síðu. Þá keypti hún sér svarta hryssu, sem hún nefndi Venus. í merkri bók sinni, Pictorial History of the Wild West, segja þeir James D. Horan og Paul Sann að um aldamótin hafi mátt finna ýmsa í Scyene, sem mundu eftir Belle í þessari múnderingu, ríðandi á Ven- usi og með svipu í hendi. Hún fæddi Jim son árið 1871 og skírði hann Edward, en faðirinn naut ekki lengi samvistanna við erfingjann. Jim var drepinn af manni úr eigin flokki í skotbardaga skömmu seinna. Belle reið nú að heiman, skildi börnin eftir hjá móður sinni og slóst í för með hóp hrossa- og nautgripa- þjófa, sem stunduðu iðju sína á svæði sem nefnt var „Oklahoma- línan". Henni var ómögulegt að vera án karlmanns lengi og flatnefja indíáni, sem gekk undir því skrýtna nafni „Bláa öndin", varð næsti elsk- hugi hennar. Hún varð óumdeildur foringi flokksins og skipulagði allar ránsferðir hans næstu fimm árin. Hún varð skjótt leið á „Bláu öndinni". í hans stað kom hár og grannur Cherokee indíáni, Sam Starr. Sam var óvenjulegur maður og svo var að sjá sem hann hefði nokkurt vald yfir Belle, sem nú var orðin 28 ára gömul, rúnum rist og veðurbitin og sögð ómöguleg að tjónka við. Þau Sam giftust og þegar þau voru ekki á vegum úti við hrossa og nautgripaþjófnaði, bjuggu þau í bjálkakofa með rjáfri í grennd við Fort Smith í Arkansas. Belle nefndi staðinn Younger's Bend í minningu mannsins sem hún aldrei gat gleymt. Er hún giftist Sam komst hún í kynni við ýmsa skuggalega náunga. Einn þeirra var hryllilegur, gamall skröggur, sem státaði sig af að hafa brennt inni heila fjölskyldu á yngri árum. Younger's Bend varð helsti griðastaður ýmissa þeirra bófa sem mest eftirlýstir voru á þessum tímum. Eitt sinn fékk Belle merki- legan gest. Þetta var kuldalegur maður og þegjandalegur, með ein- kennilega leiftrandi, blá augu og strítt, svart skegg. Hún sagði Sam að þetta væri vinur sinn frá Missouri, sem þyrfti á húsaskjóli að halda nokkra daga. Sam var tortrygginn. Hún virtist umgangast gestinn af stakri kurteisi, sem ekki var venja hennar. Hann skildi byssur sínar aldrei við sig og ekki heldur meðan hann svaf. Hann hvarf jafn hljóðlega og hann hafði komið, og margir sögðu að Sam hefði aldrei áttað sig á að þarna var Jesse James á ferð. Belle var fjórum sinnum kærð fyrir hestastuld, en aðeins einu sinni lenti hún í fangelsi. Það var árið 1883, og var hún fyrsta konan sem stóð frammi fyrir dómaranum „Henginga Parker," sem allir ill- virkjar óttuðust mjög. Honum tókst að sanna á hana sökina og dæmdi hana til sex mánaða vistar í ríkis- fangelsinu í Detroit. Sam hlaut heilt ár. Þau afplánuðu dóm sinn og héldu saman til Younger's Bend. Að ári liðnu gufaði Sam upp og Belle sást í slagtogi mcð alræmdum bófa, John Middleton, sem eftirlýstur var vegna morðmáls í Texas. Sú saga komst á kreik að Middlcton hefði komið Sam fyrir kattarnef, svo hann gæti einn notið ánægjunnaraffélags- skap Belle. Annað kom þó á daginn þegar Middleton fannst steindauður með fjölda skota í skrokknum, en Sam birtist á ný og settist í húsbónd- astólinn. Senn mátti líta myndir af skötu- hjúunum á stórum auglýsingaspjöld- um frá Alríkisstjórninni, þarsem 10 þúsund dollurum var heitið fyrir upplýsingar, sem leitt gætu til hand- töku þeirra. Á spjöldunum stóð að þau væru eftirlýst vegna „rána, morða, svika og annarra afbrota“, sem ógnað hefðu friði og góðri siðsemi í Bandaríkjunum. Þau voru tekin föst af lögreglumönnum árið 1886, flutt til Fort Worth og færð á ný fyrir Parker dómara. En Belle kunni sitthvað fyrir sér í lögum, og dómarinn varð að sleppa þeim vegna skorts á sönnunargögnum. Belle lék á als oddi og á henni var ekki minnstu iðrunarmerki að sjá. Hún naut athyglinnar til hins ýtrasta og lét hafa eftir sér glannaleg ummæli í blöðunum. En hún átti ekki eftir að hlæja lengi. Um næstu jól fór Sam til grann- bæjarins að fá sér í staupinu. Hann drakk yfir sig, lenti í stælum við lögreglustjórann og var skotinn til bana í bardaga sem á eftir fór. Belle syrgði hann að vísu, en ekki leið á löngu þar til hún hafði fundið sér mann í hans stað. Hann hét Jim July og var Creek indíáni með sítt, svart hár. Hans var leitað vegna ráns og leyndist hann í Youn- ger‘s Bend, uns Belle fékk talið hann á að gefa sig fram í Fort Smith. Af eigin reynslu taldi hún víst að ekki væru fyrir hendi nægar sannanir gegn honum. Hún ráðlagði honum að neita allri sök og kvaðst mundu aðstoða hann. Þann 3. febrúar 1889 riðu þau til Fort Smith. Þau fengu sér gistingu á leiðinni og næsta dag sást July halda ferðinni áfram einn síns liðs, en Belle sneri heim á leið á Venusi. Á leiðinni var hún skotin til dauðs úr launsátri. Menn fundu hana deyj- andi í rykinu á veginum. Aldrei varð uppvíst hver morð- inginn var. Maður að nafni Watson, sem sést hafði deila við hana skömmu áður, var handtekinn, en honum tókst að hreinsa sig af sök- inni. Sumir sögðu að July hefði keypt mann til ódæðisins fyrir 200 daii og hefði ástæðan verið sú að hún hefði hætt við að veita honum aðstoð. Þá voru uppi getgátur um að Ed Starr, sonur hennar, hefði framið morðið, en sambandið milli þeirra mæðginanna var stormasamt. Hún hafði nýlega veitt honum ærlega ráðningu fyrir að hafa farið á bak Venusi án leyfis. Enn veit því enginn hver sálgaði Belle Starr. En þegar hún var jarð- sett í garðskikanum framan við bjálkakofann í Younger's Bend lét Pearl, dóttir hennar, setja myndar- legan legstein á gröf hennar. Á steininn var letrað eitthvað á þessa leið: „Tár að fella ekki er ómaks vert, né harmafár. Liggur hulstrið tóma hér á himni blikar sálin klár. “ En betur viðeigandi hefðu verið orð Belle Starr sjálfrar: „Ég álit mig vera konu sem séð hefur full margt í lífinu“.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.