Tíminn - 19.05.1989, Side 5

Tíminn - 19.05.1989, Side 5
'a'.í'- ( Vn 'J2 ''iiy.h't'i'i :n. i Laugardagur 20. maí 1989 SKRÝTLUR - Við ættum bara sjálf að eignast nokkur börn - og heimsækja þau svo... - Ég neita því aðfara í smóking til að horfa á Dynasty í sjónvarpinu. - Láttu mig sjá þetta fjandans vegakort... - Hann heldur að ég sé besti vinur hans, - en ég nota hann bara til að vinna fyrir mér. - Það var í lagi að fá lánuð sparifötin mín til að giftast í, - en það var nú það minnsta, að þú segðir mérfrá því að þú ætlaðir að giftast kærustunni minni! HELGIN I öl Til þess að kynnast landi og þjóð er nauðsynlegt að leita út fyrir borgirnar. Á bílaleigubíl, með lestum eða rútum, siglandi eftir skurðum og síkjum eða jafnvel gangandi. Norður-England og þjóðgarðarnir Lake District, North York Moors, Yorkshire Dales og Peak District búa yfir heillandi ósnortinni náttúrufegurð ásamt fjölskrúðugu jurta- og dýraríki sem löngum hafa heillað göngugarpa og náttúmunnendur. Cornwall. Að aka milli litlu fiskiþorpanna á Cornwallskaganum er eins og að skjótast aftur í aldir. Myndræn fegurð t.d. Clovelly, Lynton og Lynmouth er ógleymanleg og Jamaica-kráin á Bodmin Moor er jafn duiúðug og í samnefndrí sögu Daphne de Maurier. Suður-England hefur sannarlega margt að bjóða þeim sem njóta vilja sólar og skemmtunar. Einkar milt loftslag, ljós strandiengja, pálmatré og annar suðrænn gróður hafa gert suðurströndina að einum vinsælasta sumarbaðstað í norðanverðri Evrópu. Wales. Óvíða er að finna jafnmarga sögufræga kastala og kastalarústir og í Wales. I grasi grónum hlíðunum, innan um sauðfé á beit eða sitjandi við \ lítið vatn með stöng, gætirðu haldið að þú værir eina manneskjan í \ heiminum. Skotland. Skosku hálöndin hafa ámm saman dregið að ferðamenn, með hinu dularfulla Loch Ness, undurfagra Loch Lomond og hinu sérstæða Great Glen, ekki síður en hinir heimsþekktu skosku golfvellir. Leitaðu ekki langt yfir skammt. Fáðu nánari upplýsingar hjá söluskrifstofum Flugleiða, Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni, eða hjá ferðaskrifstofum og umboðsmönnum um iand alit. FLUGLEIÐIR

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.