Tíminn - 19.05.1989, Síða 9

Tíminn - 19.05.1989, Síða 9
8 Laugardagur 20. maí 1989 HELGIN „Ég held að hver einasti sem hitti hann einhvern tima á bar í París, hafi skrifað bók um það.“ Þetta sagði Mary Hemingway ekkja rithöfundarins fræga sem hefur orðið svo mörgum að umtalsefni. Nú er komin út ný ævisaga Ernests Hemingway og þykist höf- undur hennar kunna ýmsar skýr- ingar á ævi og ferli þessa fræga rithöfundar. í tímaritinu Der Spie- gel er fyrir skemmstu fjallað um bókina og skín í gegn að sá sem það gerir er ekki alls kostar sáttur við niðurstöður bókarhöfundarins. Morgun einní júlí 1961 Enginn rithöfundur á þessari öld hefur töfrað samtímamenn sína í sama mæli, og enginn hefur sett sjálfan sig svo hugumprúður á svið eins og „gamli Hem“, meistari ritvélarinnar, harðsoðni, djarfi, káti vegna endalausra styrjalda boxarinn, nautaatsaðdáandinn, út- hafsveiðimaðurinn og stórveiði- maðurinn á grænum hæðum Afr- íku. Pó að hann næði eins mikilli heimsfrægð eins og einum rithöf- undi er frekast unnt, varð hann dapur gamall maður, illa farinn af áfengisneyslu, erfiðum þunglynd- isköstum, bráð eyðileggingarang- istar og dauðaþrár. Morgun einn í júlí 1961, um það leyti sem sólin gægðist upp fyrir nakin fjöllin um- hverfis Sun Valley í Idaho, læddist hann út úr svefnherberginu og niður í kjallarann þar sem vopnin hans voru geymd, hlóð tvíhleypta veiðibyssu og skaut sig í höfuðið svo að úti lá heilinn. Nú eru því sem næst þrír áratugir liðnir síðan klukkan giumdi Hem- ingway síðasta sinn, en sem fyrr kemst enginn í hálfkvisti við hann í augum þeirra sem eftir koma, þessi dapurlega hetja bandaríska draumsins, sem hefur orðið að goðsögn og er enn í dag tilefni nýrrar og nýrrar umfjöllunar og upprifjunar. Þar má nefna endur- minningar sonar hans Jacks um „líf mitt með og án pabba“, minningar gamalla vina og óvina um „svipi Hemingways“, kannanir um „unga fólkið í Hemingway-fjölskyldunni" og „yngri ár Hemingways“, „ár Hemingways á Kúbu“ og „konum- ar í lífi Hemingways“. „FtöttnogógeAugmanngerð" Á nýliðnum árum hafa komið út langar og merkar ævisögur Hem- ingways, t.d. eftir Carlos Baker 1969 og Jeffrey Meyers 1985, og nú hefur enn ein bæst við, eftir banda- ríska söguprófessorinn Kenneth S. Lynn, sem reynir enn og einu sinni að komast að því hvers konar mann var í rauninni að finna að baki allra andstæðnanna, að baki karlmennskuímyndarinnar af stóra pabba, hinu ótrúlega ruddamenni, hcljarkarlinum óttalausa og galla- lausa. Og í því skyni vitnar hann til nýrra uppljóstrana og uppgötvana. Allir vita að Hemingway var „flókin persóna" og sfður en svo geðug manngerð, eins og fram kemur í bókinni. Hann hefur verið „sérlega sjálfhverfur og óhemju metnaðarfullur rithöfundur sem hegðaði sér eins og fþróttamaður f keppni", ruddalegur eiginmaður, vanþakklátur og yfirlætisfullur gagnvart þeim sem hann sótti til lærdóm en hann galt fyrir veittan stuðning með háði og spotti, gort- ari, lygari af guðs náð og meistari ófrægingarbaktals í garð starfs- bræðra sem velgengni nutu s.s. Scotts Fitzgerald og Johns Dos Passos, en honum þótti þeir ógna hans eigin ljóma og frægð. En Lynn dregur líka upp skýrari mynd en fyrri ævisagnaritarar Hemingways af manni sem æstur var upp af illum öndum, manninum sem aðdáandi hans Norman Mailer hrópaði einu sinni eftir, að líklega hefði hann „alla ævi barist við ragmennsku og leynilega löngun til að drýgja sjálfsmorð, að innra landslag hans væri martröð", að hann sennilega „bæri með sérógnir sem hefðu gengið af honum veik- lyndari mönnum dauðum". Sáði mamma hans vafa um karlmennskuna þegar í bernsku? Lynn gengur út frá að þessar ógnir hafi átt upptök sín í bernsku Hemingways og beinir ásakandi sálgreiningarbollaleggingum sín- : um að móður hans, Grace, hinum áhrifamikla stjórnanda fjölskyld- unnar. Hafði hún ekki sáð djúpum vafa um karlmennsku hans þá þegar, er hún prýddi litla síðhærða Ernie með blúndukjólum, skrjáf- andi pilsum og hekluðum húfum og yfirleitt snurfusaði hann til eins og hann og systir hans Marceline, sem var einu og hálfu ári eldri, væru samkynja tvíburar? Hafði hún ekki sýnt drengnum hversu stjórnsöm kona hún var og hvílíkur veikgeðja aumingi pabbi hans var? Ernie dáði pabba sinn mjög, náungann sem leitaði ham- ingjunnar við veiðar og stangaveið- ar, en mamma Ernies gerði honum lífið leitt með sífelldum auðmýk- ingum og skömmum þar til að lokum þessi fátæki sveitalæknir stytti líf sitt með byssukúlu í höfuð- ið í öngum sínum. Erfið leit að sjálfum sér, óreiða á kynlífssviðinu og óttinn um að standa ekki undir þvf sem til var ætlast, rétt eins og faðirinn, þetta var að áliti Lynns sá arfur sem Hemingway tók með sér úr for- eldrahúsum, ríki hinnar voldugu móður. Hann formælti síðar „þess- ari norn“, „þessum skítahaug" og hvað eftir annað laug hann upp á hana að hún væri dauð í sögum sínum. En þó að hann hafi haft innilega skömm á móður sinni, alla sína ævi, þykist ævisöguritarinn hafa komist að raun um, varð hún áfram „hinn leynilegi harðstjóri f innri heimi hans“. RugluA kynskynjun æviiangt vegna annia vnoniniii Og áfram hugleiðir Lynn sam- band Hemingways við konur. Var Hadley, fyrsta kona hans, heilum átta árum eldri en Hemingway, ekki „eitthvað svipuð og móðir“ í samskiptum þeirra? Og Gertrude Stein f París, hin stórkostlega skáldgyðja bandarísku útlegðar- bókmcnntamannanna, sem tók velviljuð á móti ungu rithöfundun- um í salarkynnum sínum og Hem- ingway hefði gjarna farið með í rúmið ef hún hefði ekki verið lesbi'sk, varð hún ekki að „allsherj- ar staðgengli Grace“? Freudisk sálgreiningarárátta sagnfræðingsins Lynns getur ekki litið fram hjá því að Hemingway valdi sem eiginkonur nr. tvö, þrjú og fjögur drengjalegar konur, eins ólíkar hinni ógnvekjandi mömmu og hægt var. Þvert á móti er það í hans augum eingöngu frekari stað- festing á kenningu hans um að kynskynjun Hemingways hefði ruglast í bernsku og sett mark sitt á hann ævilangt. Lynn rekst á enn frekari staðfest- ingu í sögum Hemingways, bæði lengri og skemmri, sem bera keim af sjálfsævisögu, í aðdáuninni á stúlkum með stuttklippt ikrullað hár, þessum verum með töfra beggja kynja. Sagnfræðingurinn sýnir líka fram á næma skynjun rithöfundarins á sálarlíf kvenna. Og hvaða kynskiptahugarflug Hemingway hafði ánægju af að stunda kom reyndar ekki í dags- ljósið fyrr en óvænt fyrir þrem árum, í skáldsögunni Garðurinn Eden sem hann lét eftir sig, þar sem elskendur skipta um kynhlut- verk, þó að reyndar sé lesandanum aldrei gert nákvæmlega ljóst hvað þau hafast að. Clarence og Grace Hemingway ásamt börnum sínum. Ernest er fyrir miðju, uppdubbaður í sama stíl og systur hans. 100 gr. afléttmjólk innihalda aðeins 46 hitaeiningar.Og það enj verðmætarhitaeiningar, þvíaðþeim fyigja mörg mikitvaágustu næringarefnin. Efþú viltgrennast, þá erbetra að draga úrþýðir hitaein'mgum. Beinin þroskast og styrkjast fram að fertugsaldriog þess vegna er mikilvægtaðþau fái nægjanlegt kalk allanþann tíma tilþess aðstanda vel að vígi þegar úrkölkun hefst um miðjanaldur. Þeir sem hreyfa sig mikiðvirðast nýta kalkið úrfæðuhni beturog hafa því meiri beinmassa á efri árum en þeirsem hreyfa sig lítið. Eftir fertuasaldurinnor nægjanlegt kalkúrfæðunninauðsynlegttilþess aðhamlagegnbeingisnun. Tvögtös Ný ævisaga Hemingways: á rekia öll hans vanda mál til móður hans? Laugardagur 20. maí 1989 ui ; f Hemingway strfðsfréttaritari 1944. ímynd karlmennskunnar Iholdi klædd en inni fyrir nagaði óttinn. | BBSH Þess vegna lagði hann aðaláhersluna á karlmennskuímyndina Þannig var Ernest Hemingway líka, meistari kjamyrtra samtala, sem vakti upp með samtímamönn- um sínum algerlega nýja tilfinn- ingu fyrir karlmennskutilverunni, rithöfundurinn sem stillti sjálfum sér upp til skoðunar opinberlega í karlmennskuskarti og dýrð, sem ófrægði keppinauta sína á bók- menntasviðinu fyrir getuleysi eða kynvillu á sama tíma og hann sjálfur barðist við sálarneyð, samviskukvalir, þunglyndisköst og ótta um að bregðast. Hann var orðinn frægur 27 ára gamall. Þrítugur var hann orðinn goðsögn. Að baki átti hann ungu Parísarárin með djörfum draumum og fyrstu sigrunum og fyrsta hjóna- bandið með Hadley. Hann hafði gifst hinni auðugu Pauline, bjó með henni á strönd Karíbahafs á Key West, skaut ljón og vísunda í Afríku og lífsstíll hans vakti miklu meiri áhuga almennings en bækur hans. En ekki leið á löngu þar til Hemingway-goðsögnin fór að lama sköpunarkraftinn. Þegarþessi dáði höfundur birti nautaatssöguna Dauði síðdegis 1932, gerði gagn- rýnandi gys að honum í eftirfarandi umsögn: Af einhverjum ástæðum virðist Hemingway alltaf álíta sér skylt að fullvissa okkur um orku- mikla karlmennsku sína. Þetta ein- kenni á skapferli hans hefur smitað heila hjörð af rithöfundum - það mætti segja að þeir skrifi eins og þeir hefðu falskt hár á bringunni. Stefndi að fullnægingu dauðadómsins í yfir tuttugu ár Hemingway var orðinn 38 ára og illa haldinn af lifrarkvölum þegar læknirinn hans hvatti hann til að hætta tafarlaust öllum drykkjuskap ef hann vildi aftur ná heilsu. Þar með segir Lynn að hin langa grimmilega leið að endalokunum hafi hafist hjá manni sem alltaf hafði verið svo stoltur af líkams- kröftum sínum og átti við það vandamál að stríða, að „alla mína ævi, þegar reglulega illa gekk hjá mér, þurfti ég bara að fá mér að drekka og þá fór allt að ganga miklu betur“. Eftir þetta barðist Hemingway í gegnum lífið í meira en tvo áratugi, skrifaði, elskaði og staupaði sig, gegnum stríð og frið, erfiða tíma og sigurtíma, fullur „þrár eftir því að deyja“ að því er Lynn segir, en Mary var fjórða og síðasta eigin- kona Ernests Hemingway. Hún fylgdist með honum síðasta spöl- inn á eyðileggingarbrautinni. jafnframt alltaf rekinn áfram af þörfinni fyrir „að sanna að hann væri meiri karl en faðir hans“. „Allt var undir því komið að halda við karlmennskuorðinu gegn ásök- unum um ragmennsku. Ef hann vildi binda enda á líf sitt, var það háð því að farast í slysi eða fyrir hendi fjandmanna". En ekki einu sinni orrustan í Húrtgenwald 1944, þar sem stríðs- fréttaritarinn Hemingway sýndi „allt að því brjálæðislega fífl- dirfsku" varð honum ekki að bana. Tíu árum síðar, þegar hann hafði HELGIN I 9 nokkrum sinnum komist af úr um- ferðarslysum aðeins með heila- hristing, lifði hann stórslasaður af tvö flugslys í Austur-Afrfku þegar hann var þar á safarí og hélt áfram að skella í sig tveim til þrem flöskum af brennivíni á dag. Þegar hér var komið hafði þriðja hjónaband Hemingways fyrir löngu farið í hundana og ástæðuna segir Lynn vera þá, að blaðamað- urinn Martha Gellhorn hefði varist „stöðugum brjálæðislegum and- styggilegheitum" hans með sjálfs- vitund, „sem hann var ekki reiðu- búinn að takast á við eftir að hafa búið í tvo áratugi með algerlega undirgefnum konum“. Fjórða kona Hemingways, Mary Welsh starfssystir Mörthu, beygði sig und- ir einræði harðstjórans, sem sann- aði líka í skauti fjölskyldunnar að hann var úr öðrum efniviði gerður en pabbinn sem mamman þjakaði. Mary lék til hinna dapurlegu endaloka „hlutverk flenginga- stráksins", þrátt fyrir allar auð- mýkingarnar. Hún fylgdist með því hvernig niðurníddur rithöfund- urinn sökk sífellt dýpra í sjúkleika og mállausa örvæntingu. Hún var vitni að ofsóknarbrjálæði hans og sjálfsmorðstilraunum. Hún hefði ekki getað hindrað lokaskotið. Nýjasti ævisöguritari Heming- ways, Kenneth Lynn segir að Hem- ingway hafi ekki fallið í orrustu og hafi ekki heldur orðið að standast neina krafta- eða dirfskuraun. Hann háði við sjálfan sig orrustuna þar sem hann að lokum beið lægri hlut. Staða hans var svo gjörtöpuð frá upphafi að það vekur undrun hversu lengi hann hékk á henni. / MjólkerauðugafB vítamínum sem em mikilvæg til þess að td. húð, hár, neglur, taugakerH og sjón séu í góðu lagi. Góö töká málunum Til þess að ná góðum tökum á líkamsþyngd og ummáli er ein leið best: Að tileinka sér rétt mataraeði og losna við ómæld óþægindi og jafnvel heilsubrest af völdum megrunarkúra. Mjólkog mjólkurvörur eru mikilvægur hlekkur í fæðuhringnum. Konur ættu að gæta þess sérstaklega, að það er erfitt að fullnægja kalkþörfinni án mjólkur eða mjólkurmatar, auk þess sem þar er á ferð einn flölhæfasti bætiefnagjafi sem völ er á. Auðvelt er að velja mjólk og mjólkurvörur með mismunandi fitumagni og fá þannig bæði hollustuna og hitaeiningasnautt fæði.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.