Tíminn - 19.05.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.05.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 20. maí 1989 HELGIN 11 sinnar þegar hún var 18 ára og á tvítugsafmælisdaginn giftist hún manni sem hún hafði þekkt sfðan hún var 15 ára. Þau skildu að borði og sæng áður en hún náði þvf að verða 21 árs. Næstu níu árin segir hún hafa verið „þau verstu, bestu, einmanalegustu, áhugaverðustu, þau árin sem ég reyndi að kynnast sjálfri mér best“ á ævinni. Og þó að ferill hennar lægi um leikhúsið, sjónvarpið, kvikmyndimar og Broadway var það ekki fyrr en hún kynntist manninum sem hún er nú búin að vera gift í 8 ár, leikaranum Laurence Luckinbill, að líf hennar fór að komast í skorður. Eitt af því sem varð til þess að hún varð ástfangin af Luckinbill, sem er 17 árum eldri en hún, og vildi giftast honum, að því burt- séðu að hann er augsýnilega vin- gjamlegur og hlýr maður og virtist þarfnast hennar og vera fær um að annast hana um leið, var sú stað- reynd að hann hafði ekki séð einn einasta þátt af „I Love Lucy!“ Hann bar heldur aldrei fram þessar augljósu spurningur eins og Hvem- ig var að alast upp heima hjá þér? o.s.frv. Nú þegar hún á sjálf þrjú böm á hún enga ósk heitari en að þau fái að alast upp með báðum foreldrum sínum og er ákveðin í því að hjónabandið gangi vel. Og hún gerir sér svo sannarlega grein fyrir öllum gildmnum. Lucie þekkir vítin í skemmtanaheiminum Leikkonan og móðirin Lucie Amaz gerir sér grein fyrir því að ástæða er til að hafa áhyggjur af því að vera gift aðila í skemmtana- iðnaðinum. Sú staðreynd 'að sú atvinnugrein hefur á sér glæsi- og kynþokkaorð skelfir hana ofurlít- ið. Hún gerir sér grein fyrir því að hver sá sem kemst eitthvað áleiðis til stjörnudóms eða valda verður kynþokkafullur og að allir vilja eiga hlutdeild í þeirri persónu, svo að þeir geti orðið valdamiklir líka. Hún lýsir manni sínum sem mjög kynþokkafullum náunga, og sjálfri sér finnist hún kynþokkafull líka. Hún hefur það í huga þegar hún nefnir að sér finnist það besta og versta við hjónabandið eitt og hið Lucie Arnaz virðir móður sína Lucy Ball en segir að þær hafi aldrei verið félagar og vinir. sama, að lífið komist í jafnvægi. Hún viðurkennir að hún sakni þess gamans sem daður er. „Pabbi var hrifinn af mörgum konum og plataði mömmu meðan þau voru gift,“ segir Lucie. „Ég held að ég hafi lagt mig fram um að velja aðra manntegund, en ég held að ég gæti sjálf hafa tileinkað mér einhverja af þessum ósiðum. Peir gætu komið upp á yfirborðið þegar minnst varir og ég verð að vera varkár. Ég held að ég skilji aldrei hvers vegna foreldrar mínir skildu, og kannski hef ég einhverja vitlausa hugmynd um af hverju hjónaband getur bara ekki gengið. Ég þarf alltaf að minna sjálfa mig á að hlutirnir eru bara svona ein- faldir. Það er hægt að daðra og fara út kvöld eftir kvöld, alltaf með nýjum og nýjum karlmanni, og það er alltaf nýr og nýr maður ... nema því aðeins maður giftist honum, og þá er maður kominn í nákvæmlega þá aðstöðu sem ég er í akkúrat núna.“ Með það í huga að gera sér grein fyrir þörfum sínum og hvað hún er að læra finnst Lucie það til góðs að Luckinbil! skuli líka vera í skemmt- anaiðnaðinum. En það hefursínar dökku hliðar þegar þau þurfa bæði að vinna og hvorugt getur verið heima hjá börnunum þeirra þrem, sem eru átta, sex og fjögurra ára. Lucie leggur sig alla fram um að sameina hjónaband, móðurhlut- verkið og framabrautina þannig að enginn verði útundan. Én börnin eru fremst í forgangsröðinni og það eru þau sem hún leggur mesta áherslu á. Nú þegar hún er farin að vinna í næturklúbbi getur hún gefið sér góðan tíma með börnun- um sínum vegna þess að hún þarf ekki að vera alltaf að heiman. t>ó að Lucie sé ekki enn alveg viss um hver hún í rauninni er finnst henni hún ekki hafa farið neins á mis í lífinu. Og þó að eitthvað slæmt hafi orðið á vegi hennar hefur hún reynt að líta á það með jákvæðu hugarfari og finna einhverja kosti við það. Kannski hefur hún á þann hátt lært það sem dýrmætast er, að sársauk- inn hefur fært með sér þroska og öll reynslan hefur verið þess virði. Því að þegar allt kemur til alls elskar hún líka Lucy. Framhjóladrifinn bíli á undraverði. Viö hjá B & L erum stoltir af aö kynna nýja og endurbætta Lada Samara. Lada Samara hefur nýja og kraftmikla 1500 cc vél og fæst nú bæöi 3 og 5 dyra. Lada Samara er rúmgóöur, framhjóla- drifinn fjölskyldubíll, meö góða fjöörun og aksturseiginleika, sem gerir hann sérstaklega hentugan fyrir íslenska staðhætti. Lada Samara svo sannarlega kærkomin kjarabót fyrir íslenskar fjölskyldur. 3ja d. 1300 399.617.- 3ja d. 1500 444.091.- 5 d. 1300 456.873.- 485.446.- lA«>A góóur kostur í bílukaupum Bein lína « söludeild 312 36 Verd frá kr. 456.000,- BIFREIDAR & LANDBÚNADARVÉLAR HE Armula 13 - 108 fíeykjavih - & 681200

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.