Tíminn - 27.05.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.05.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 27. maí 1989 Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri KEA, tók við stjórnartaumum á tímum bullandi halla og þrenginga. í helgarviðtali ræðir hann m.a. um rekstur KEA, Sambandið og umræðu um sameiginlegt hagræðingarátak kaupfélaga á Norðausturlandi Lifum ekki á tapi Magnús Gauti Gautason tók við stjórnar- taumum hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, stærsta kaupfélagi landsins, þann 1. febrúar sl. Hann er ekki ókunnugur rekstri KEA því á árunum 1978 til 1986 starfaði hann sem fulltrúi kaup- félagsstjóra. Frá árinu 1986 hefur Magnús Gauti verið fjármálastjóri Kaupfélags Ey- firðinga. Það verður ekki annað sagt en að Magnús Gauti hafi sest í stól kaupfé- lagsstjóra á erfiðum tímum í rekstri félagsins. Tap þess á síðasta ári nam 204 milljónum króna og því kemur það í hlut nýs kaupfélagsstjóra að rétta skútuna við á nýjan leik. Það lá beinast við að spyrja Magnús Gauta í upphafi hvort ekki hafi verið beygur í honum að taka við stjórn fyrirtækisins á þess- • um tímapunkti. „Nei, það var það nú ekki. Ég vissi að árið 1988 var mjög erfitt í rekstri félagsins, þannig að það kom mér ekkert á óvart.“ - Hver er öðrnm fremur ástæða fyrir þessu mikla tapi? „Það eru margar ástæður fyrir því en það sem kannski veldur mestu um þetta mikla tap eru háir vextir. En auk vaxtanna versnaði afkoman vegna sam- dráttar í verslun, iðnaði, sjávarútvegi og landbúnaðarframleiðslu. Það var samdráttur á nær öllum sviðum nema þjónustu. Það reyndist erfitt að draga saman útgjöldin í takt við minnkandi tekjur.“ - En á sú gagnrýni ekki við rök að sfyðjast að Kaupfélagið hafi verið búið að spenna bogann of hátt í fjárfestingu og því hlyti niðursveifla í efnahagslífi að koma harkalega niður á því? „Það vil ég nú ekki segja. Það var 50 milljóna króna hagnaður af rekstrinum árið 1987. Á haustmánuðum árið 1987 lækkaði fiskverð og hélt áfram að falla allt árið 1988. Þessi versnandi afkoma í fiskvinnslu þýðir auðvitað samdrátt í þjóðarbúskapnum, minnkandi kaup- getu sem hafði áhrif á verslunina sem aftur hafði áhrif á iðnaðinn hjá okkur, sem er aðallega matvælaiðnaður. Þá hefur landbúnaðarframleiðslan dregist saman samkvæmt stjórnvaldsákvörð- unum. í heildina get ég því ekki skrifað undir að við höfum spennt bogann of hátt. Miklu frekar má segja að niður- sveiflan hafi verið meiri og komið heldur hraðar en við áttum von á.“ - En höfðu ekki beinlínis rangar ákvarðanir í stjóm KEA um fjárfest- ingar og fleira þama eitthvað að segja? „Ég tel að ekki sé hægt að spyrja svona því að auðvitað eru teknar fjölmargar ákvarðanir og einhverjar þeirra eru að sjálfsögðu rangar. En ef menn eru að leita almennra skýringa á þessu tapi, þá er þeirra að leita í efnahagslegu umhverfi fyrirtækjanna." - Fram hefur komið hjá forsvars- mönnum Sambandsins að reksturinn komi mun betur út það sem af er þessu ári en í fyrra. Er það sama uppi á teningnum hjá KEA? „Ég veit það ekki fyrir víst. Sumt hefur batnað, sumt ekki. En til þess að geta svarað þessu verð ég fyrst að fá í hendur uppgjör fyrstu fimm mánaða ársins. Við höfum reynt að fylgjast betur með rekstrinum því að þetta tap og efnahagslegt umhverfi hefur beinlín- is kallað á að það sé gert.“ - Á hvaða sviðum á KEA sem stendur erfiðast uppdráttar? „Ég vil nú ekki kveða upp úr með það nákvæmlega á þessum tímapunkti, en ef við horfum til ársins 1988 þá er það mikið áhyggjuefni að vera með verslun upp á 2,7 milljarða rekna með tapi. Á henni var tap áður en kom að sameiginlegum kostnaði þannig að hún skilaði engu upp í sameiginlegan stjórn- unarkostnað. Þetta hlýtur að vera al- varlegur hlutur. Til þess að snúa þessu við eru í gangi ýmsar aðgerðir og nú þegar hefur verið ákveðið að loka þremur matvöruverslunum, þar af tveimur minnstu matvöruverslunum KEA á Akureyri. Þá hefur verið unnið að uppstokkun á öðrum verslunum og farið hefur verið í gegnum ýmsa kostn- aðarliði og reynt að skera niður launak- ostnað með fækkun á fólki og draga úr yfirvinnu. Þetta út af fyrir sig dugar eitthvað en við verðum að fá meiri tekjur á móti. Sem dæmi verðum við að fá meiri álagningu á landbúnaðarvör- ur.“ Einn af liðum í endurskipulagningu á versluninni er könnun sem Hagvang- ur vinnur nú að fyrir okkur. í úrtakinu eru 600 manns á Eyjafjarðarsvæðinu sem eru inntir eftir ýmsum þáttum varðandi verslun. Ég ætla að vona að könnunin verði mikilvægt hjálpartæki í að endurmeta og endurskipuleggja verslunina. Hún gefur okkur vonandi skýra mynd af markaðinum hér á Akureyri og viðhorfi fólks til Kaupfé- lagsins." -í skýrslu þinni til aðalfundar KEA nýverið kemur fram að unnið sé að því að selja þær eignir félagsins sem ekki skila arði og ekki eru nauðsynlegar í starfsemi félagsins. Hvemig miðar þessari vinnu? „Við höfum verið í viðræðum um sölu á eignum. Sem dæmi má nefna sölu á þremur hæðum við Hafnarstræti 95, þar sem Skattstofa Norðurlands- umdæmis eystra er og hluti starfsemi Fjórðungssjúkrahússins er til húsa. Ekki eru fengnar niðurstöður úr þess- um viðræðum. Auk þessa höfum við verið í viðræðum um sölu fleiri fast- eigna á Akureyri og hlutabréfa í fyrir- tækjum.“ -1 aðalfundarskýrslunni kemur einn- ig fram að þeim fjármunuin sem KEA fær út úr eignasölu verði varið til að lækka rúmra 3 milljarða skuld fyrir- tækisins. Hversu mikið á að lækka skuldimar á þessu ári? „Við höfum nú ekki sett okkur neitt takmark varðandi sölu eigna og lækkun skulda. Sölumarkaðurinn er heldur þungur sem stendur. Það er því afar erfitt að segja til um hvemig gengur að selja eignir á næstu mánuðum. Við eram ekkert að flýta okkur allt of mikið í þessum efnum. Fyrir þessar eignir viljum við fá gott verð.“ - Ef við víkjum að öðru. Á þessu og síðasta ári hafa verið í gangi viðræður kaupfélaga á Norðausturlandi um hag- ræðingu og samvinnu. Hvernig standa þessar viðræður og til hvers eiga þær að leiða? „Við getum ekki gefið okkur fyrir- fram til hvers þessar viðræður eiga að leiða, en markmiðið með þeim er að skoða samstarf kaupfélaganna með hagræðingu í huga. Það kæmi öllum til góða að samstarf væri með félögunum og fyrsta skrefið í því er Samland, sem er innkaupa- og dreifingafyrirtæki fyrir matvörabúðir félaganna. Þá hafa verið í gangi viðræður fulltrúa fimm kaupfé- laga, Kaupfélags Eyfirðinga, Kaupfé- lags Suður-Þingeyinga, Kaupfélags Norður-Þingeyinga, Kaupfélags Lang- nesinga og Kaupfélags Vopnfirðinga um uppstokkun og hagræðingu í slátran. Þau mál era ennþá í skoðun og ekki hafa verið teknar ákvarðanir um þau. Inn í þetta koma mörg atriði, þannig að þessi sláturhúsamál ber að skoða mjög vandlega áður en um þau verða teknar endanlegar ákvarðanir.“ - Sérðu fyrir þér sameiningu þessara kaupfélaga á næstunni? „Eg sé það nú ekki fyrir mér á næstunni en það kann að verða ein- hvern tímann í náinni framtíð.“ - Ber að stefna að sameiningu félag- anna? „Ég veit kannski ekki hvort bæri að stefna að henni. Hins vegar er það mín skoðun að stærri einingar hafi meiri burði til að þola áföll. En það sem ber fyrst og fremst að stefna að er að skapa kaupfélögunum, sem og öðram at- vinnufyrirtækjum, grundvöll til ábata- rekstrar. Það er ekki endalaust hægt að hagræða í taprekstri. Ef við til dæmis tölum um dreifbýlisverslun er þar ekki hægt að hagræða öðravísi en að leggja hana niður. En það getur ekki verið markmiðið." - Kaupfélögin á Norðausturiandl standa öll frammi fyrir miklu tapi á liðnu ári. Hvað þarf fyrst og fremst að gera til að þau nái hagnaði? „Ég hef bent á að það þarf fyrst og fremst, ekki bara fyrir þessi Kaupfélög, heldur einnig fyrir atvinnurekstur almennt, að fella gengið. Það þarf að gera einfaldlega til þess að skapa fisk- vinnslu og útgerð rekstrargrandvöll og laga samkeppnisaðstöðu innlendrar iðnaðarframleiðslu. “ - Nú hefur gengið sigið verulega að undanfömu. Hefur það ekki lagað stöðuna? „Út af fyrir sig hefur það verið skref í rétta átt, en betur má ef duga skal. Það þarf að halda vöxtum niðri en lítið hefur miðað í því að undanförnu." - Núverandi ríkisstjórn sagði í upp- hafi síns ferils að hún stefndi að vera- legri raunvaxtalækkun. Hefurðu orðið fyrir vonbrigðum með efndir og störf stjómarinnar? „Ég hef orðið fyrir vonbrigðum með ríkisstjómina. Ég hélt að hún myndi taka duglegar á þessum málum. Ég hélt að stjómvöldum hefði verið fullkunn- ugt um ástandið og fyrir lægju skýrslur í tugatali um þrengingar atvinnulífsins. Það virðist hins vegar ekki hafa dugað enn sem komið er.“ - Það er ekki hægt að segja annað en að samvinnurekstur hafi átt í vök að verjast í þjóðfélagsumræðunni á undanförnum árum. Er þetta rekstrar- form ekki einfaldlega úrelt? „Ef við horfum á hið félagslega form, hina lýðræðislegu uppbyggingu samvinnuhreyfingarinnar, þá er hún í fullu gildi. Það sem hins vegar háir þessum fyrirtækjum er að geta ekki leitað til eigenda sinna eftir eigin fé eins og hægt er í hlutafélögum. Áðgangur að áhættufé er takmarkaður hjá sam- vinnufélögunum og það háir þeim vissulega. Það þarf að mínu mati að skoða leiðir til að koma áhættufé inn í samvinnufy rirtæki. “ - Er sú spurning ekki réttmæt hver eigi Samband íslenskra samvinnufé- laga? „Ég held að út af fyrir sig sé ekki ágreiningur um hver eigi Sambandið. Hins vegar er spurningin hversu víð- tækur eignarrétturinn er. Hvað varðar t.d. mál Kaupfélags Svalbarðseyrar er þar deilt um hvera mikið það eigi að fá frá Sambandinu út á sinn eignarrétt.“ - Hver er þín afstaða gagnvart deilu- málinu um Kaupfélag Svalbarðseyrar? „Ég tel að úr þessu máli verði að fást skorið fyrir dómstólum þannig að þess- ar deilur verði úr sögunni.“ - Ertu sáttur við þróun mála innan Sambandsins á Iiðnum áram? „Nei það getur enginn verið sáttur við að horfa upp á hundrað milljóna króna taprekstur.“ - Hvað er að þínu mati að? „Það er eflaust fjölmargt og erfitt að benda á einn þátt umfram annan. Þó hefur óhagstætt efnahagsumhverfi haft sitt að segja. Það er það sem hrjáir íslenskan atvinnurekstur mest.“ - Er ekkert að innviðum Sambands- ins? „Sjálfsagt má finna ýmislegt að hjá Sambandinu eins og annars staðar. Maður finnur vart alfullkomið fyrirtæki hér á landi. En ég held að þar hafi verið búið að hlaða upp alltof miklu af dýram útgjaldaliðum sem ekki skiluðu ár- angri. Einnig hefur hinn eiginlegi rekst- ur Sambandsins eflaust verið of dýr.“ - Hver verður þín stefha sem kaup- félagsstjóri KEA? „Éf við tölum um stefnu Kaupfélags- ins þá er hún mótuð bæði í samþykktum félagsins og af stjóm þannig að það er kaupfélagsstjóra að fylgja eftir þeirri stefnu. - Guðjón B. Ólafsson er sagður hafa komið með $„bissnessviðhorf“ eða hagnaðarhyggju inn í Sambandið. Gild- ir það sama um þig sem stjóraanda stærsta kaupfélags landsins? „Ég held að allir stjómendur hafi ákveðin markmið verðandi hagnað. Fyrirtæki lifa ekki nema þau hagnist. Ég hef ekki trú á að verði mikil breyting milli manna með það.“ - Að lokum. Fráfarandi kaupfélags- stjóri, Yalur Amþórsson, sat I Qöl- mörgum stjórnum fyrirtækja. Verður það sama uppi á teningnum hjá þér? „Ég sit nú þegar í stjómum fjöl- margra hlutafélaga og í mörgum tilfell- um er það í verkahring kaupfélags- stjóra að fylgjast með í rekstri þeirra félaga sem Kaupfélagið er stór eignar- aðili að eða á mikilla hagsmuna að gæta. En það er hins vegar alltaf spurningin hvar á að draga mörkin.“ Óskar Þór Halldórsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.