Tíminn - 27.05.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 27.05.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 27. maí 1989 Tíminn 23 Vígreifir skæruliðar Kúrda hafa fært sig upp á skaftið í suðausturhluta Tyrklands þar sem Hinn marxíski verkamannaflokkur Kúrda berst fyrir sjálfstjórn hinna 8 milljón Kúrda í Tyrklandi. Þrjátíu og þrír hafa fallið í átökum skæruliða og Tyrkja undanfarið. FRETTAYFIRLIT PEKING - Harðlinumenn innan kínverska kommúnista- f lokksins hafa haldið uppi hörð- um árásum á Zhao Ziyang og sökuðu harðlínumennirnir ónafngreint fóik um að hafa skipulagt í leyni aðför að valdi kommúnistaflokksins. I Hong Kong tóku tugþúsundir ung- menna þátt í göngum til stuðn- ings námsmönnum (Kína. MOSKVA - Hið nýja þing Sovétríkjanna hafnaoi hug- myndum um að embættis- mönnum kommúnistaflokksins oq ríkisstjórnarinnaryrði mein- að að starfa i þeirri löggjafar- samkundu sem nýja þingið mun kjósa, en margir teija að vald enbættismanna verði þá of mikið. DAKAR - Abdou Diouf for- seti Senegal hafnaði aigerlega að ríki sitt héldi í stríð gegn Márítaníu og er það í fyrsta sinn sem Diouf tekur fyrir möguleika á styrjöld frá þvi hundruð manna voru myrtir í kynþáttaóeirðpm i þessum tveimur ríkjum Vestur-Afríku. WASHINGTON -George Bush forseti Bandaríkjanna hélt til Rómar þar sem hann mun ræða við ítalska framá- menn áður en leiðtogafundur Nato hefst í Brussel á mánu- dag. Bush ku hafa í farteskinu hugmyndir um fækkun í herliði Bandaríkjamanna í Evrópu og er talið að fundurinn á mánu- dag verði prófraun á það hvort Bush er fær um að leiða vest- ræna hernaðarsamvinnu. Varnarmálaráðherrar Vestur- Þýskalands og Breta sátu á fundum í London til að reyna að jafna ágreining ríkjanna um skammdrægar kjarnaflaugar í Evrópu, en hvorki rak né gekk. Hins vegar mjakaðist í viðræð- um um það hvernig höndla eigi eftirlit með vígbúnaði. LONDON - Tékkar hafa vísað fjórum Bretum úr landi og svarað þannig brottvísan fjögurra tékkneskra sendiráðs- starfsmanna frá Bretlandi, en þeim var vísað á brott í fyrra- dag. MOSKVA - Viktor Karpov aðalsamningamaður Sovét- manna í vígbúnaðarviðræðum stórveldanna í Vin sagði að Bandaríkjamenn væru langt því frá reiðubúnir til að ræða smáatriði i viðræðum stórveld- anna um samdrátt í vígbúnaði. Herskáir Kúrdar sem berj- ast fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis í Kúrdistan, hafa heldur betur látið að sér kveða í suðausturhluta Tyrklands undanfarna daga. Þrjátíu og þrír hafa fallið í átökum skæruliða Kúrda og tyrk- neskra hermanna á tveimur svæðum nærri landamærun- um að íran, írak og Sýrlandi. Bardagar þessir eru þeir hörðustu sem orðið hafa í Tyrklandi milli skæruliða Hins marxíska verka- mannaflokks Kúrda og tyrkneska hersins frá því skæruliðarnir hófu skæruhernað í Tyrklandi um mitt ár 1984. Sex hermenn og sex skæruliðar féllu í átökum í gær 20 km frá landamærunum að Irak og Sýrlandi og í Hakkarihéraði sem liggur að landamærum íran og írak. Skærulið- amir vom vopnaðir sovéskum Kal- ashnikov rifflum og handsprengjum. Á mánudag féllu þrettán skæmlið- ar og tveir hermenn í bardaga á þessum slóðum. Þá féllu tveir óbreyttir Tyrkir í vélbyssuskothríð skæmliða á langferðabíl og einn fórst er hann steig á jarðsprengju. Tæplega fimmtánhundmð manns hafa fallið, ýmist í átökum skæruliða Kúrda og tyrkneska hermanna, eða á árásum skæruliðanna á þorp á þessum slóðum, frá því vopnuð barátta Hins marxíska verkamanna- flokks Kúrda hófst fyrir fimm árum. Berjast Kúrdarnir fyrir sjálfstjórn hinna átta milljón Kúrda sem búa flestir í suðaustur Tyrklandi. Draumur Kúrdanna er þó að stofna sitt eigið ríki, Kúrdistan. Fyrir því hafa þeir barist um áratuga skeið bæði í frak og íran. Lengi vel var hagur þeirra ágætur í íran þar sem Reza Pahlavi fyrrum keisari fran lét Kúrda um sín mál. Á sama tíma gerðu írakar harða atlögu að Kúrdum í frak og stóðu Kúrdar í skæruhemaði þar um áratuga skeið. Nú ríkir logn á undan stormi í Beirút þar sem vopnaviðskipti hafa legið niður á meðan leiðtogafundur Arababandalagsins stóð. Búist er við enn harðvítugri átökum en áður á milli sýrlenskra hersveita og sveita múslíma í Líbanon við hersveitir kristinna manna í Beirút. Hefur ríkisstjórn ísrael haldið sérstakan fund vegna þess ástands sem nú er að skapast í Líbanon, en ísraelar hafa stutt dyggilega á bak við vopn- aðar sveitir kristinna manna í suðurhluta Líbanon. Sýrlendingar stóðu af sér þrýsting hófsamari Arabaríkja á leiðtoga- fundinum sem vildu að Sýrlendingar drægju 40 þúsund manna setulið sitt á brott frá Líbanon. f staðinn var gert ráð fyrir að sameiginlegt friðar- gæslulið Árababandalagsins tæki við hlutverki Sýrlendinga og héldi uppi reglu í hinu stríðshrjáða landi í samræmi við friðartillögur Araba- bandalagsins. Sýrlendingar munu sitja sem fast- Á síðari árum valdatíðar sinnar hertu íranar að Kúrdum á ný svo Kúrdar börðust á tveimur vígstöðv- um. Eftir byltinguna í íran var klerkastjórnin hörð gegn Kúrdum sem öðrum sjálfstæðum þjóðarbrot- um eða trúarhópum sem ekki fylgdu Khomeini dyggilega. En þegar írak- ar réðust á Iran sneri klerkastjórnin við blaðinu og beittu íranar Kúrdum fyrir sig í styrjöldinni gegn frökum. Fyrir það svöruðu írakar fyrir sig á síðasta ári eftir að vopnahlé náðist við frana og gerðu harða atlögu að skæruliðum Kúrda í norðausturhluta írak og beittu meðal annars efna- vopnum. í kjölfar þessa hafa Kúrdar flúið í tugþúsundavís frá írak til landa- ast og er því talið að bardagar muni brjótast út að nýju næstu dægur, því Michel Aoun forsætisráðherra í bráðabirgðaríkisstj órn kristinna manna í Líbanon og yfirmaður her- afla kristinna hefur heitið því að hrekja Sýrlendinga frá Líbanon þó það þurfi að leggja Beirútborg endanlega í rúst, eða liggja í valnum ella. Orðrómur er á kreiki um að Sýrlendingar hafi undirbúið enn veigameiri stórskotaliðsárásir á svæði kristinna manna og hyggist brjóta andspyrnu þeirra að fullu á bak aftur. Hersveitir kristinna manna í Beirút og nágrenni eru reiðubúnir að svara í sömu mynt eins og hingað til, en hersveitir þeirra í norðurhluta Líbanon hafa fengið mikið magn hergagna frá frökum sem styðja þá dyggilega, enda hafa írakar og Sýrlendingar eldað grátt silfur saman undanfarna þrjá áratugi. Það voru einmitt írakar sem sóttu mærahéraða Tyrklands þar sem þeir búa nú í flóttamannabúðum við illan leik þó Tyrkir hafi gert sitt til að aðstoða flóttafólkið. Það eru yfirleitt ekki Kúrdar sem flúðu frá írak sem standa fyrir árás- um á Tyrki, heldur eru það yfirleitt Kúrdar sem alla tíð hafa búið í fjalllendinu í suðausturhluta Tyrklands. Enda eru ekki liðin nema fimm ár síðan hin öfgafullu skæru- liðasamtök Kúrda hófu allsherjar- stríð gegn Tyrkjum. Hinn marxíski verkamannaflokk- ur Kúrda var mjög í sviðsljósinu þegar Hans Holmér lögreglustjóri f Stokkhólmi staðhæfði að hryðju- verkamenn á þeirra vegum hefðu myrt Olof Palme forsætisráðherra hvað fastast að Sýrlendingar yfir- gæfu Líbanon og hélt Saddam Hussein forseti írak heim á leið frá Casablanca í bítið í gærmorgun þegar ljóst var að Sýrlendingar héldu sínum hlut. Eins og áður sagði hafa ísraelar miklar áhyggjur af þróun mála í Líbanon eftir að ljóst var hvert stefndi á leiðtogafundi Arababanda- lagsins. Sáu hernaðaryfirvöld ástæðu til þess að nema á brott hluta fréttaskeyta reutersfréttastofunnar sem fjölluðu um skyndifund ísra- elsku stjórnarinnar. Þá sendi herinn ísraelskar herþotur inn yfir landa- mæri Líbanon í gærmorgun, en ráð- herrar lögðu þó ríka áherslu á að ekki stæði til að senda ísraelskt herlið inn í Líbanon. Þrátt fyrir það gætu veður skipast í lofti ef Sýrlendingar þrengja mjög að hersveitum kristinna manna í Líbanon, þá gæti vel hugsast að ísraelar teldu nauðsynlegt að senda herlið inn í Líbanon líkt og gerðist 1982. Svíþjóðar á sínum tíma. Frá þeim tíma hafa Kúrdar í Svíþjóð átt mjög undir högg að sækja og mikið borið á ofsóknum gegn þeim. Kúrdar eru nokkuð fjölmennir í Svíþjóð enda flóttamannastraumur frá Kúrdistan stríður. Almenningsálitið í Svíþjóð hefur hins vegar snúist aðeins aftur á sveif með Kúrdum eftir að fréttist af hinum grimmilegu efnavopnaárás- um íraka í þorp Kúrda. Þess ber að gæta að þótt Hinn marxisti verkamannaflokkur Kúrda sé mjög áberandi í baráttunni gegn Tyrkjum og hafi staðið fyrir hryðju- verkum, þá ber þess að gæta að flokkurinn á ekki víðtækan stuðning meðal hins almenna Kúrda. Reyndar fengu íbúar hafnarborg- arinnar Trípólí í norðurhluta Líban- on nasaþefinn af því sem að líkind- um koma skal, en þar sprakk öflug bílasprengja í hverfi múslíma skömmu eftir að niðurstöður Ieið- togafundar Arababandalagsins urðu ljósar. Engin slys urðu á mönnum, en eldur kom upp í nærliggjandi húsum. Þó ekki hafi tekist að fá Sýrlend- . inga til að draga herlið sitt frá Líbanon, þá náði Arababandalagið samstöðu um það að skipa Hassan konung Marokkó, Chedli Benjedid forseta Alsír og Fahd konung Saudi- Arabíu í sérstaka nefnd sem falið er að stilla til friðar í Líbanon og reyna að koma á fót nýrri ríkisstjóm í samræmi við stjórnarskrá landsins, Til þess fá þeir félagar sex mánuði. Þá varð eining um það hjá Araba- bandalaginu að viðurkenna Yasser Arafat sem leiðtoga Palestínu og lagði Arababandalagið blessun sína yfir störf hans undanfarið. Sýrlendingar urðu ofan á á leiðtogafundi Arababandalagsins og munu ekki draga herlið sitt frá Líbanon: Logn á undan storminum í stríðshrjáðu Líbanon

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.