Tíminn - 27.05.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.05.1989, Blaðsíða 4
Laugardagiw-,27. jnaí .1389, LEIKFONG Mesta leikfangarýmingarsala allra tíma. Verslunin hættir hér Masters karlai og fylgihlutir á innkaupsverði. Dæmi: Áður Nú Karlar 590-715,- 390,- Tæki 565,- 300,- Hallir 4.800,- 2.990,- Könguló 3.150,- 1.990,- Barbievörur Áður Nú Dúkkur 1.180,- 780,- Skenkur 1.095,- 500,- Snyrtiborð 1.575,- 800,- Borðstofuborð 1.455,- 700,- Dagmömmur Barnaheimili Einkaheimili Notið tækifærið fyrir afmæli og jafnvel jólin 10% - 20% - 50% - 70% ofsláttur Allt á að seljast Sendum í póstkröfu LEIKFAIMGAHÚSIÐ, Skólavörðustíg 10, Reykjavík, sími 14806 FJÖLBRAUTASKáliNN BREIOHOUI Bankarisinn yrði öflugast hlutafé- laga að eigin fé Ef bankarnir sem kenndir eru við iðnað, verslun og aiþýðu sameinast um kaup á Útvegsbanka íslands hf. og ganga til sameiningar í framhaldi af þeim kaupum, er líklegt að með því myndaðist eitt af sex til sjö stærstu fyrirtækjum Iandsins. Yið útreikninga tímaritsins Frjálsrar verslunar á 100 stærstu fyrirtækjum Iandsins árið 1987, kemur í ljós að þessir fjórir hlutafélagsbankar skiluðu samanlögðum hagnaði er nam 445 milljónum króna og gerðu aðeins þrjú fyrirtæki landsins betur, ÁTYR, íslenskir aðalverktakar sf. og Eimskipafélag íslands hf. Ef bomar eru saman tölur um veltu allra fyrirtækja í landinu kemur samanlögð velta bankanna fjögurra næst á eftir Sölusamtökum ísl. fisk- framleiðenda (SÍF) og lendir í sjötta sæti yfir öflugustu fyrirtæki landsins. Árið 1987 var Samband íslenskra samvinnufélaga stærsta fyrirtækið, en á eftir því komu fyrirtækin Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna (SH), Landsbanki íslands, Flugleiðir og SÍF. Miðað við eigið fé fyrirtækja voru átta fyrirtæki stærri en samanlagt eigið fé bankanna fjögurra. Það voru Landsvirkjun, Rafmagnsveita Reykjavíkur, Hitaveita Reykjavík- ur, Póstur og sími, Rafmagnsveitur ríkisins, Landsbanki íslands, Sam- band íslenskra samvinnufélaga og íslenskir aðalverktakar. Ekkert þessara fyrirtækja er hlutafélag og bendir samanlagt eigið fé bankanna fjögurra tii þess að sá aðili hefði talist öflugasta hlutafélag landsins. Eigið fé 3,3 milljarðar Miðað við nýjar tölur frá Banka- eftirlitinu og peningadeild Seðla- banka íslands, kemur í ljós að samanlagt eigið fé bankanna fjög- urra, Útvegs-, Iðnaðar-, Verslunar- og Alþýðubanka á síðasta ári nam 3,3 milljörðum króna. Til saman- burðar má geta þess að eigið fé Landsbankans er aðeins tæpum milljarði meira, eða 4,2 milljarðar króna. Búnaðarbankinn verður smár í samanburði þessara risabanka en eigið fé hans var á síðasta ári „aðeins" 1,7 milljarður króna, eða nær helmingi minna en í þessu sameinaða einkabankadæmi. Ef miðað er við tölur Seðlabank- ans í marslok 1989 um innlent ráð- stöfunarfé bankastofnana, kemur í ljós að samanlagt innlent ráðstöfun- arfé (innlán og útgefin banka- og veðdeildarbréf) nemur 28,2 millj- örðum króna. Landsbankinn gerir ekki mikið meira en að hafa betur, en þar nam þessi upphæð 31,7 millj- örðum króna. Innlent ráðstöfunarfé Búnaðarbankans nam í marslok sl. 17,6 milljörðum króna og Samvinnu- bankinn, sem enn er stærri en bæði Verslunarbankinn og Alþýðubank- inn, er með um 6,6 milljarða króna innlent ráðstöfunarfé. Til saman- burðar má geta þess að aðeins fjórir sparisjóðir, af 35 í landinu, eru með yfir milljarð króna innlent ráðstöf- unarfé. Samvinnubankinn er því fimmta til sjötta stærsta bankastofn- un Iandsins ennþá, en ekki minnsti bankinn eins og missagt var í Tíman- um í gær. „Einkabankinn hf.“ Verði af sameiningunni er alls ekki gefið að bankarnir fjórir haldi stöðu sinni hvað varðar innlent ráð- stöfunarfé, veltu eða hagnað, og ber því að taka slíkum samanburði með eðlilegum fyrirvara. Hins vegar er algengt að bera saman eigið fé fyrirtækja og því skal helst við það miðað, þótt það sé heldur ekki einhlít viðmiðun. Þetta eru þó einu tölurnar sem hægt er að henda reiður á ennþá og verður að bíða og sjá hvort af sameiningu verður og þá hvernig bankarnir standa sig við að halda samanlagðri stöðu sinni. Að hinu hnígur þó án efa að „minni“ fyrirtæki að veltu til (árið 1987), eins og ÁTVR, KEA, ISAL, Póstur og sími, Eimskip, Olíufélagið, Hag- kaup, Búnaðarbankinn, Landsvirkj- un, SS, Skeljungur, Mjólkursamsal- an og ísl. aðalverktakar, munu þok- ast niður á listanum yfir öflugustu fyrirtæki landsins ef róttæk samein- ing af þessu tagi verður og bankaris- inn í einkageiranum lítur dagsins ljós, öðru nafni „Einkabankinn hf.“ eins og farið er að nefna hann á meðal vina. KB Bakalova yfirlæknir hugar að sjúkl- ingi. Fulltrúar lækningamiöstöðvanna og sumardvalarstaða í Búlgaríu kynna íslendingum starfsemi sína: Frá fjölbrautaskólan- um í Breiðholti- Þeir nemendur skólans, sem hyggjast taka próf í einhverjum áföngum í ágústmánuði, verðaaðskrá sig á skrifstofu skólans eða í síma 75600 í síðasta lagi 31. maí. Einkunnir í dagskóla verða afhentar og val fyrir haustönn 1989 staðfest fimmtudaginn 8. júní kl. 13.00. Þeir nemendur dagskóla, sem ekki komast á þessum tíma, verða að senda einhvern fyrir sig eða hafa samband við skrifstofu skólans. Vakin er athygli á því að ekki verða gerðar stundatöflur fyrir aðra en þá sem staðfesta. Einkunnir í kvöldskóla verða afhentar fimmtudag- inn 8. júní kl. 18.00. Skólaslit verða laugardaginn 10. júní kl. 10.30 í Fella- og Hólakirkju. Kynningarfundir víða um land Mikil umræða hefur farið fram í fjölmiðlum að undanförnu um ár- angursríkar og ódýrar lækningar i Búlgaríu. Hingað til lands eru nú komnir fulltrúar frá Búlgaríu, í boði ferðaskrifstofunnar Ferðavals, til að kynna starfsemi lækningamiðstöðv- anna og sumardvalarstaðanna í Sandanski og Elenite, þau Totev, forstjóri lækningamiðstöðvanna í Sandanski, Bakalova, yfirlæknir og Damov, framkvæmdastjóri Balkan Holidays í Kaupmannahöfn. f tengslum við heimsókn þre- menninganna verða haldnir kynn- ingar- og fræðslufundir á Akureyri, Totov, forstjóri lækningamiðstöðv- anna í Sandanski. Egilsstöðum, Selfossi, Vestmanna- eyjum og í Reykjavík. Ferðaskrifstofan Ferðaval hefur á undanförnum árum skipulagt og annast hópferðir til Elenite og Sand- apski og þeim íslendingum fjölgar stöðugt sem fara til Búlgaríu sér til heilsubótar og lækninga, með góð- um árangri, við ólíklegustu kvillum eins og t.d. asma og öðrum öndunar- sjúkdómum, hrörnunarsjúkdómum, psoriasis, gigt, liða-, beina- og tauga- kvillum, til megrunar og líkamsrækt- ar og til tannlækninga. Allar upplýs- ingar um þessar ferðir verða gefnar á fundunum og á skrifstofu Ferða- vals í Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.