Tíminn - 27.05.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.05.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 27. maí 1989 Tfmjnn g 2 íslenskur togari á íslenskum sjó, Guðbjörg ÍS 46. Tímamynd pjetur freistandi að eiga unga fólkið að fylgismönnum og hlusta á raddir æskunnar. Hins vegar verður að vona að forusta stjórnmála- flokkanna taki niðurstöðu skoð- anakönnunarinnar ekki sem vís- bendingu um að yfirlýst stefna þeirra (flokkanna) sé röng eða vafasöm og eigi ekki hljómgrunn hjá þjóðinni, síst hjá unga fólk- inu. Ekkert slíkt verður lesið út úr skoðanakönnuninni. Aftur á móti má draga þá ályktun af þessu að Evrópubandalagsmálið sé illa kynnt almenningi og lítið um það rætt. Ekkert vafamál er, að fólk hefur bæði rangar og óljósar hugmyndir um uppbygg- ingu og eðli bandalagsins. Að vísu leiðir þessi skoðanakönnun sem slík lítið í ljós um það, hvers konar hugmyndir fólk hef- ur um bandalagið og bandalags- löndin. Það kemur ekki fram, hvaðan menn hafa upplýsingar sínar um bandalagið eða hvað það er sem hefur haft mótandi áhrif á afstöðuna til þess. Pað sést heldur ekki af könnuninni af hverju svo margir svarendur eru í óvissu um afstöðu sína, þ.e.a.s. eru skoðanalausir í mál- inu. Umræða nauðsyn Hvað sem öðru líður þá er tímabært að hefja víðtækari um- ræður um afstöðu íslendinga til Evrópubandalagsins en hingað til hafa átt sér stað. Slíkar um- ræður hljóta umfram allt að snúast um þá yfirlýstu stefnu rfldsstjómar og þingflokka að hafna aðildarhugmyndinni. Það þarf að koma rökunum fyrir þeirri stefnu vel til skila. Hver er ástæðan fyrir því að íslendingum hentar ekki að ganga í Evrópu- bandalagið? Þeirri spurningu þarf að svara með einföldum orðum en þó svo skýrt að það skiljist. Augljóst er að svarið við þeirri spumingu felur fyrst og fremst í ser að rekja það óhag- ræði sem því er samfara að gangast undir stjórnskipulag Evrópubandalagsins. Ekki fer milli mála að ríkisstjórnin og allir þingflokkarnir hafa hafnað aðildarhugmyndinni af því að aðild fylgir meira óhagræði og réttindaafsal en nemur því hag- ræði og réttindaávinningi sem hún kann að veita. Þær umræður, sem stofnað hefur verið til hér á landi um ísland og Evrópubandalagið, hafa hins vegar byrjað á öfugum útgangspunkti. Umræðan er lát- in snúast um óhagræðið sem íslendingar hafa af því að standa utan Evrópubandalagsins og þann ávinning sem þeir hafa af þvi að ganga í bandalagið. Það skal tekið fram að stjórnmála- flokkarnir sem slíkir hafa ekki hagað umræðunni í þennan veg, heldur eru það önnur hagsmuna- og áhrifaöfl sem þannig vinna. Sem dæmi skal bent á málflutn- ing formanns Félags ísl. iðnrek- enda haustið 1987, en þá urðu eins konar tímamót í EBE-um- ræðunni að því leyti að Víglund- ur Þorsteinsson gerði kröfu til þess að ríkisstjórnin færi að undirbúa aðildarumsókn að Evrópubandalaginu. Slík krafa hafði þá ekki heyrst síðan á árunum 1961-1962, þegar al- þýðuflokksmenn og sjálfstæðis- menn voru að auglýsa bráðræði sitt í þessu máli. Ekki skal því mótmælt að í umræðum um ísland og Evrópu- bandalagið er skylt að segja kost og löst á málinu. Hins vegar verður að vara við þeirri einsýni að sjá ekki hina yfirgnæfandi lesti fyrir vafasömum kostum. Sérstaklega verður að eyða þeim misskilningi að innganga í EBE eigi að byggjast á efnahagslegum rökum, það sé „efnahagsmál“ að vera í bandalaginu. Svo er alls ekki. Að ganga í Evrópu- bandalagið varðar fyrst og fremst stjórnskipunarmál og að lokum þjóðernis- og þjóð- menningarmál. Það er há-pólit- ískt mál. Þó bregður svo undar- lega við að reynt er eftir mætti að eyða þessum kjarna málsins. Hér verður að minna á það, að rökin fyrir því að ríkisstjörnin og þingflokkarnir hafa hafnað því að sækja um aðild eru fyrst og fremst stjórnskipulegs eðlis. Stjómmálaforustan í landinu gerir sér grein fyrir því að aðild að bandalaginu þýðir skerðingu á fullveldi íslenska lýðveldisins vegna þess að stjórnarskrá Evr- ópubandalagsins krefst slíkrar skerðingar og kemst ekki af án hennar. Sú skerðing fullveldis sem nærtækast er að nefna og mundi koma harðast niður á íslendingum er, að auðlindir landsins, t.d. fiskimiðin, yrðu sameign allra bandalagsþjóð- anna en ekki séreign íslendinga. Það er ekki síst þetta dæmi sem veldur því að ábyrgir stjórn- málamenn hafna hugmyndinni um aðild að Evrópubandalag- inu. 52% yngstu kjósenda með aðild Hér hefur sérstaklega verið rætt um niðurstöðu nýlegrar skoðanakönnunar sem sýnir m.a. að 52% yngstu kjósenda eru því fylgjandi að ísland gangi í Evrópubandalagið. Þessi hug- mynd á auk þess meiri eða minni stuðning fólks á öllum aldri og í öllum stjórnmálaflokkum. Að líkindum er ekki gerlegt að kom- ast að því með skoðanakönnun hvernig fólk hefur myndað sér slíka skoðun,hvaðaupp!ýsingar það eru sem það byggir skoðun sína á eða hvaða reynsla hefur styrkt það í trú sinni. Hitt er jafnvíst að þessi niður- staða skoðanakönnunarinnar gerir það nauðsynlegt að taka upp markvissa pólitíska umræðu um Evrópubandalagsmálið. Þótt stjómmálamenn hafi markað meginstefnu íslands í þessu máli á pólitískum gmndvelli, þá blas- ir það við að í hugum stórs hluta þjóðarinnar er Evrópubanda- lagsmálið ekki pólitískt. Flest bendir til þess að sú skoðun sé útbreidd á íslandi að Evrópu- bandalagið sé einhvers konar góðviljuð menningar- og félags- málasamtök friðelskandi og lýð- ræðislega hugsandi Evrópu- þjóða þar sem ekkert ríkir nema glæsimenning, jöfnuður, frelsi og velmegun. Þótt hér verði síst látið að því liggja að Evrópu- bandalagslöndin séu einhver vandræðaheimur, þá lýsir það mikilli fáfræði og reynsluskorti að gylla þessi þjóðfélög um of fyrir sér á kostnað íslensks þjóð- félags og þeirra möguleika sem það veitir. Þá má t.d. furðulegt heita ef íslensk ungmenni hafa ekki fylgst með þeirri niðurlæg- ingu sem jafnaldrar þeirra verða að þola vegna atvinnuleysis. Tugmilljónum saman ganga menn atvinnulausir í Evrópu- bandalaginu, ungir og gamlir. Þriðjungur þeirra sem útskrifast úr skyldunámsskólum eða iðn- fræðsluskólum fær ekkert að gera og fer beint á atvinnuleysis- bætur, sem er sú umbun sem markaðshyggjan og milliliða- þjóðfélagið ætlar þeim, sem ekki er rúm fyrir í atvinnulífinu, eins og það er skipulagt. Það væri' gagnlegt byrjendaverkefni í fræðslustarfsemi um Evrópu- bandalagið og einstök lönd þess að kynna ungu fólki atvinnu- ástandið og vinnuframboðið innan bandalagsins. Þegar það verkefni væri leyst yrði tímabært að leggja þá spumingu fyrir unga fólkið, hvort það vildi kalla yfir íslenskt þjóðfélag sams konar ástand. Þá væri ekki síður ástæða til að semja verkefni í hagnýtri stjómlagafræði til þess að skýra fyrir kjósendum hver valdahlut- föll em í bandalaginu og hvemig ákvarðanir em teknar þar um hin margvíslegustu mál. Undir það verkefni myndi heyra að gera grein fyrir því hvemig lík- legt sé að Evrópubandalagið muni þróast sem miðstjórnar- stofnun, jafnvel voldugt banda- ríki, þar sem skerðing fullveldis einstakra aðildarlanda er grund- vallaratriði sem ekki er hægt að víkjast undan með neinu móti. Pólitískt mál Það skal enn tekið fram að hin opinbera stefna íslendinga er að ganga ekki í Evrópubandalagið. Stefna ríkisstjórnarinnar er sú að tryggja viðskiptahagsmuni ís- lendinga gagnvart Evrópu- bandalaginu með samningum. íslendingar em auk þess aðilar að Fríverslunarsamtökum Evr- ópu, EFTA, og munu taka þátt í samningum þeirra við Evrópu- bandalagið. Samningaviðræður við Evrópubandalagið er vanda- samasta utanríkismál sem ís- lendingar eiga fyrir höndum. Hættan við framkvæmd slíkra samningamála er sú að þau lok- ist inni sem einkamál sérfræð- inga og diplómata, drukkni í skýrslugerðum um afmörkuð efni án heildarsýnar og almennr- ar umræðu um málefnið. Óminn af þeirri þróun má að nokkru sjá í ritröð þingkjörinnar nefndar, sem ætlað er að fylgjast með stefnumótun íslendinga í Evr- ópubandalagsmálinu. Þar gildir sú regla að útdeila upplýsingum í smáskömmtum undir yfirskini sérfræðiumfjöllunar án þess að menn sjái fyrir sér upphaf og endi málsins eða hvernig ein- stakir þættir þess tengjast í heild. Þessi nefnd má ekki króa sig af sem eins konar útgáfufyrir- tæki fyrir skýrslugerðarmenn ráðuneytanna. í nefndinni sitja stjómmálamenn, og þeir eiga að ganga upp í hlutverki sínu sem slíkir. Hér er verið að fást við lífrænt, pólitískt mál í lýðræðis- landi, en ekki stirðnað vanaverk í stjórnardeilum embættisveldis- ins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.