Tíminn - 27.05.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 27.05.1989, Blaðsíða 15
Tíminn 27 Laugardagur 27. máí 1989 lllllllllllll MINNING IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM^ Ingibjörg Elíasdóttir Heimalandi, Grindavík Móðursystir okkar, Ingibjörg Elí- asdóttir, lést 18. maí á Sjúkrahúsi Keflavíkur eftir erfitt lokastríð. Hún var fædd 12. október 1915 í Saurbæ í Holtum og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Foreldrar hennar voru Elías Þórðarson og Sigríður Pálsdóttir. Árið 1939 réðst Inga sem vertíðar- kona til Grindavíkur og þar kynntist hún manni sínum, Guðmundi Jóns- syni, og var Inga búsett í Grindavík upp frá því. Þau reistu sér hús í Þórkötlustaðahverfi 1946 sem þau kölluðu Heimaland. Þau höfðu lengst af nokkum fjárbúskap og störfuðu auk þess við ýmis störf. Inga og Mundi eignuðust tvo syni: Elías, f. 1942, sem er fasteignasali í Keflavík, og Guðjón, f. 1949, sem er framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Eiga þeir bræður 6 böm. Guðmundur lést árið 1979. Inga frænka í Heimalandi í Grindavík var sú frænka sem við systkinin á Réttarholtsveginum um- gengumst mest og kynntumst hvað best. Við dvöldumst alltaf í Grinda- vík hluta af sumri og um stórhátíðir og skiptumst þá á að gista hjá Ingu í Heimalandi og föðurömmu í Vestur- bænum. Alltaf var tekið á móti okkur krökkunum af mikilli rausn og hlýju þó húsakynni væm þröng. Við minn- umst þess ekki að hafa tekið eftir þrengslum í þá daga, sem hljóta að hafa verið mikil, því hjá Ingu og Munda og sonum þeirra Elíasi og Guðjóni dvöldust á þessum ámm móðurafi og móðuramma okkar. Hvergi höfðum við kynnst jafn gest- kvæmu heimili enda var Inga félags- lynd og vinmörg og Mundi einstakt ljúfmenni. Við minnumst þess að í Heimalandi var oft fullt hús gesta og veitti Inga öllum af miklum rausnár- skap milli þess sem hún gerði á hressilegan hátt að gamni sínu. Þar skipti ekki máli hvort áttu í hlut böm eða fullorðnir. í Þórkötlustaðahverfinu í Grinda- vík kynntumst við krakkamir sér- stöku umhverfi þar sem sveitabú- skapur og sjávarútvegur blönduðust á sérstæðan hátt. Þar var eins og allt mannlífið væri rólegra og taktfastara en annars staðar. Inga féll vel inn í þetta umhverfi enda var hún uppalin í sveit. Eftir að við urðum fullorðin og eignuðumst fjölskyldur heimsóttum við Ingu oft og löðuðust þá okkar börn að Ingu á sama hátt og við höfðum gert. Minningin um góða frænku, sem hafði svo sannarlega hjartað á rétt- um stað, lifir áfram hjá okkur systk- inum. Systurbörn. Systraminning: Guðrún Jónsdóttir Fædd 29. október 1962 Dáin 20. aprfl 1989 Auður Jónsdóttir Fædd 27. nóvember 1965 Dáin 19. april 1989 Lífið lokkar og kallar, Ijúf er œskunnar stund. Framtíðin björt og brosmild ■ bíður með gull í mund. örlagadaginn dapra dreymdi víst engan mann. Allir sem elska og missa eygt geta harmleik þann. Hljóðlega höfði drúpir haustsins fjarlœgi blær en, þœr mundu aldrei eldast og engin hrörnun þeim nær. Ástvinir aldrei gleyma, ekki fymast þau nöfn. Sumarnótt signir leiði systranna á Raufarhöfn. Hildur. KVERNELAND MYKJUDREIFARAR GUFFEN dreifarinn frá Kverneland hefur svo sannarlega fengið góðar viðtökur hjá íslenskum bændum. Hann er sterkur, en léttbyggður og hentar á þunna og þykka mykju. Tegund G 2,6 — 2600 lítra kr. 299.300,- Tegund G 4,2 — 4200 lítra kr. 476.600,- Hafið samband við sölumenn okkareða umboðsmenn G/obus? Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555 VOR '89 KVERNELAND Plógar MZ PLÓGURINN hefur sigrað heims- meistaramótið í plægingum 19 sinnum síðan 1962 og hafa selst yfir 300.000 plógar. Þetta eitt sannar ótvíræða yfir- burði Kverneland plóga. UMBOÐSMENN OKKAR - YKKAR MENN UM LAND ALLT Til sölu Tríolet heyblásari, Tríolet heydreifikerfi í 20 m hlöðu og Claas saxblásari. Upplýsingar í síma 93-12140. Þessar fáu línur eiga að flytja ykkur öllum, ungum og öldnum, mínar bestu kveðjur og þakkir fyrir skeyti, blóm og aðrargóðar gjafir, sem þið gáfuð mér á áttræðisafmæli mínu 16. maí sl. Sú gleðistund, sem þið áttuð með mér og mínum í safnaðarheimili Langholtskirkju þennan dag, verður mér líka ógleymanleg. Ástarþökk öllum, er þar að unnu. Guð blessi ykkur. Gleðilegt sumar. Jóhann Þorvaldsson. t Eiginmaður minn og faðir okkar, tengdafaðir og afi Ásgeir Ósmann Valdemarsson Holtsmúla, Landssveit, lést laugardaginn 20. mai. Útförin fer fram frá Skarðskirkju miðvikudaginn 31. maí. Jóna Lilja Marteinsdóttir Haildóra S. Ásgeirsdóttir Roar Aagestad Hjördís Björk Asgeirsdóttir Pétur Þorvaldsson Erna Hrönn Ásgeirsdóttir Víglundur Kristjánsson Valdemar T rausti Ásgeirsson Hallf ríður Ósk Oladóttir og barnabörn t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns m íns, föður, tengdaföður og afa Magnúsar Sveinssonar Guðný Sveinsdóttir Guðný Magnúsdóttir Magnús Sveinn Helgason Helgi Guðbergsson Andrea Helgadóttir Björn Teitur Helgason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.