Tíminn - 27.05.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 27.05.1989, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 RlKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Atjan man. binding ] § 7,5% SAMVINNUBANKINN ÞRÚSTUR 685060 VANIR MENN PÓSTFAX TÍMANS 687691 LAUGARDAGUR 27. NIAl 1989 Stýra veiðum þannig að kvótinn dugi árið Verðið stoppar ekki veiði- menn Sala á veiðileyfum hefur gengið mjög svo bærilega hjá Stangveiði- félagi Reykjavíkur að sögn Frið- riks Stefánssonar, framkvæmda- stjóra SVFR. Félagið hefur verið að færa út kvíamar og boðið verður upp á mörg ný vatnasvæði í sumar. Meðal þeirra er Laxá í Leirársveit, Flekkudalsá og efsta svæðið í Langá á Mýrum. Þegar er uppselt í bestu ámar. Nokkrar stangir em lausar í fyrstu hollum í Norðurá 3.-9.júní og f Laxá í Leirársveit í lok júní og í lok ágúst. Friðrik kvað verðið ekki hafa mikil áhrif á sölu veiðileyfa. Fyrstu dagamir í Norðurá kosta t.d. 8400 kr. á dag hver stöng og sagði Friðrik það ekki dýrt miðað við að bestu dagarnir f Norðurá kosta 31-33 þúsund krónur hver stöng. Norðurá er dýrasta á SVFR en Laxá í Leirársveit fylgir fast á eftir. í fyrra kostuðu bestu dagarnir 27 þúsund svo hækkun í verði hefur verið samstíga verð- bólgu. Að sögn Friðriks er viss hópur manna sem kaupir dýmstu stangirnar og lætur verðið ekki stoppa sig. En allir ættu þó að finna verð við sitt hæfi. T.d. kostar ódýrasta stöngin í Norðurá 1500 krónur en vitaskuld minnka líkur á góðri veiði með lækkandi verði. Friðrik er vongóður um að Norðurá verði góð í sumar. „Ég er afskaplcga ánægður með vatn- ið sem verður í Norðurá. Hún hefur verið vatnslítil undanfarin sumuri Hún er fljót að ryðja sig, jafnvel ekki nema hálfan dag. Svo ástandið þar er í góðu lagi.“ Friðrik segir komandi laxveiði- tímabil leggjast vei í vciðimenn. Ástandið í ám SVFR er mjög gott. „Það verður snjór fram á sumar og fullt af góðu vatni. Ég er bjartsýnn á þetta allt saman, árnar hafa oft orðið ansi vatnslitl- ar þegar iíður á sumar en það er engin hætta á því núna. Ég er afskaplega kátur yfir snjókom- unni. Það er ekki kreppuástand í laxveiðinni." segir Friðrik. - gs Góöar horfur á að hægt veröi að halda uppi fullri vinnu út árið á Vestfjörðum: FYRSTA RALLIÐ Fyrsta bílarall ársins hófst síð- degis í gær þegar aðalmaður Porsche-rallsins, Jón S. Halldórs- son, ók af stað á bíl númer eitt í þessu ralli, en það var vitaskuld bíll af gerðinni Porsche. í viðtali við Tímann sagðist hann vera van- ur því að vinna fyrsta rall ársins og vann hann það reyndar síðast í fyrra. „Ég vinn þetta rall að sjálf- sögðu, enda væri annað ekki við hæfi,“ sagði Jón. Hann á fyrirtækið Bílamiðstöðina hf. sem stendur að baki þessu ralli sem kostnaðaraðili ásamt Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur. Keppt er í tveimur flokkum bíla, en keppendur þessara flokka eru þó ekki aðskildir í númeraröð og verða ræstir eftir virðingarröð þeirri sem ökumenn hafa unnið sig upp í. Flokkarnir eru „óbreyttir bílar“ og bílar án takmarkana á breytingar. Öllum bílum hefur þó verið breytt nokkuð til að tryggja öryggi ökumanna og er t.d. skylda að smíða í hvern bíl sérstakt velti- búr. Flokkur óbreyttra bíla hefur ekki verið mjög áberandi í ralli hér á landi, en líkur eru á að í ár verði Horfur í atvinnumálum á Vestfjöröum á þessu ári eru bjartar, ef marka má umsagnir nokkurra forsvarsmanna í vinnslu og útgerö á Vestfjörðum. Kvótamálin segja þeir að komi illa við þá og segir Jón Páll Halldórsson á Isafírði að kvótakerfíö hafí ekki leyst þann vanda sem því var ætlaö. Þeir eru hins vegar á því að með stjórnun á veiðum verði hægt að halda fullri atvinnu út meginhluta ársins. „Atvinnuástand hefur verið gott hér á Bolungarvík það sem af er árinu," sagði Einar Jónatansson framkvæmdastjóri hjá Einari Guð- finnssyni hf. á Bolungarvík. Hann sagði að rétt í upphafi ársins hafi verið smá atvinnuleysi að ræða, sem orsakaðist vegna gæftaleysis þar sem annars staðar. Einar sagði að eftir það hafi frekar vantað fólk til vinnu en hitt. „Við höfum reynt að stýra veiðunum þannig að kvótinn fari langleiðina í að duga okkur árið, þannig að við stefnum að því að halda uppi vinnu, sem allra lengst," sagði Einar. Einar Guðfinnsson hf. gerir út tvo togara á bolfisk og eitt frystiskip sem aðallega er gert út á rækju, samanlagt sagði Einar að þeir ættu meira en helming kvótans eftir. Hann sagði að kvótaskerðingin kæmi vissulega illa við þá eins og aðra, en þeir hafi reynt að stýra því sem þeir fengu úr að moða. Einar sagði að mikið væri fram- undan í byggingariðnaði á Bolungar- vík í sumar. Verið er að byggja þjónustuíbúðir fyrir aldraða, nokkur raðhús og grunnskóla. Á Bíldudal hefur verið næg at- vinna það sem af er árinu. Jakob Kristinsson framkvæmdastjóri Fisk- vinnslunnar á Bíldudal hf. sagði að hann ætti ekki von á öðru en næg atvinna yrði út árið. „Við höfum reynt að stýra því þannig að kvótinn dugi langleiðina út árið,“ sagði Jakob. Þeir gera út togarann Sölva Bjarnason á sóknarmarki og sagði Jakob að þeir ættu eftir að veiða um 2000 tonn. Jakob sagði að þeir hefðu dregið úr veiðum á togaranum og keypt fisk annars staðar frá, einkum steinbít af línubát frá Patreksfirði. „Það er auðvitað ekkert bjart útlitið í vinnslunni. Það hefði ekkert veitt af stærri kvóta, því búið er að skera hann mikið niður síðastliðin ár. Bara niðurskurðurinn í grálúðunni þýðir um mánaðarvinnslu hjáokkur, þannig að þó þetta dugi út árið þá verður minni vinna í haust, alla vega færra fólk,“ sagði Jakob. Hann sagði að rekstrargrundvöllurinn væri alltof slæmur, en þó skárri en í fyrra, þó svo hann væri ekki orðinn góður. „Það spilar líka inní að við höfum minni kvóta til að vinna og náum náttúrulega ekki sömu tekjum,“ sagði Jakob. Jón Páll Halldórsson fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Norðurtanga hf. á ísafirði sagði að þar á bæ hefði atvinna verið næg frá áramótum og enginn dagur fallið úr og gert væri ráð fyrir að atvinna yrði hjá þeim út árið. „Mér líst þokkalega vel á framhaldið og ekki fyrirsjáan- leg nein vandamál," sagði Jón Páll. Hvað kvótann varðar sagði Jón Páll að þeirra togari væri á sóknarmarki, þannig að dreifingin væri meiri en hjá þeim skipum sem væru á afla- marki. Aðspurður hvort menn væru óánægðir með kvótana, sagðist Jón Páll telja að menn hafi alla tíð verið það. „Það er engin breyting þar ár. Við erum bara á móti kvótakerfinu og teljum það ekki hafa leyst þann vanda sem því var ætlað,“ sagði Jón Páll. Hann sagðist telja að það væri alltaf að koma betur og betur í ljós að kvótakerfið hafi ckki leyst þann vanda sem því var ætlað að gera. Aðspurður hvað væri til ráða, sagði Jón Páll að kerfið sem hafi verið í gangi áður en kvótakerfið kom væri ein leið, en svo væru til fleiri leiðir en skömmtunarkerfi eins og nú væri. Hafið þið orðið eitthvað verr úti í kvótakerfinu en aðrir landshlutar? „Það fer ekkert á milli mála. Við höfum ekkert í að sækja nema þessar botnfisktegundir og við fleyt- um okkur ekkert á loðnu, humri eða síld, þannig að það er öllum sem vilja opna bara annað augað Ijóst að það hefur enginn landshluti farið eins illa út úr því og Vestfirðir og Breiðafjörðurinn,“ sagði Jón Páll. Hins vegar sagði hann að það væri ekkert verra á þessu ári, frekar en árin á undan síðan kvótakerfinu hafi verið komið á. Baldur Jónsson forstjóri Fisk- iðjunnar Freyju hf. á Suðureyri sagði að þeir ættu nokkuð eftir af kvótanum ef þeir gætu gengið allt árið, en Fiskiðjan Freyja hefur ný- lega fengið þriggja mánaða greiðslu- stöðvun og er til meðferðar hjá Hlutafjársjóði og Atvinnutrygginga- sjóði, eins og svo mörg önnur fyrir- tæki. „Þorskkvótinn er mun minni og við erum alveg undir það búnir að þurfa að stoppa í einhvern tíma. Við höfum ráðgert það að stoppa í um mánuð í ágúst eða september, en það er ekki endanlega ákveðið," sagði Baldur. Á þeim tíma er ráðgert að togarinn fari í viðgerð og ekki útséð um hvort eitthvað komi í staðinn. Frá áramótum hefur verið samfelld og góð vipna á Suðureyri og þorsk- og grálúðuafli góður. Baldur sagði að þeir væru búnir með urn helming af þorskkvótanum, en minna í að blanda, þar sem lítið væri af öðrum tegundum sem þeir gætu veitt seinni hluta ársins. Baldur sagði að ef tækist að styrkja stöðu Fisk- iðjunnar Freyju, þá væri ekki fyrir- sjáanlegt svartnætti og bjóst hann við að þeir gætu haldið uppi fullri vinnu út meginhluta ársins. - ABÓ Áður en rallið hófst í gær var lagður blómsveigur að leiði Hafsteins Haukssonar sem lést í keppni á Bretlandi. Tímamynd Arni Bjama veitt fyrstu peningaverðlaun í bíla- ralli og verða þau veitt efsta manni í þessum unga flokki. Ekki skal lagt á það mat hver sigrar í þessari keppni, enda geta menn fallið út án fyrirvara við bilun eða veltur. Keppninni lýkur í kvöld á sama stað og hún hófst, í húsnæði Bílamiðstöðvarinnar hf. í Skeifunni 8 í Reykjavík. Þar verð- ur stjórnstöð rallsins, sem berast mun vítt og breytt um Reykjanes- ið, og þar verður opið hús fyrir alla þá sem fylgjast vilja með gangi mála klukkustund fyrir klukku- stund í allan dag. KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.