Tíminn - 10.06.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.06.1989, Blaðsíða 6
16 HELGIN HELGIN F 17 m Laugardagur 10. júní 1989 Laugardagur 10. júní 1989 kr. 497,50 ÁÐIIR KR. fSLSfl Einn, tveir, áfram gakk. Eins og fjarstýrðir tindátar brugðust her- mennirnir við öskrum úr hálsum liðsforingjanna. Þennan þekkja flestir, Gretti úr gulum sandi. þekkja. Enda voru börnin léttklædd og án yfirhafna. Ekki þörf á kulda- skóm, trefli, húfu, vettlingum nc þykkri úlpu. Hins vegar kom sér vel að hafa regnhlífina með sér þennan dag því allt í einu kom demba úr lofti. Þarna var þó ekkert jólatré og ekki heyrðist neitt í líkingu við „Göngum við í kring um“. Börnin fengu þó gjafir og fóru síðan sæl heim. Matthildur Björnsdóttir. SMJÖRLÍKISGERÐ • SÍMl 96-21400 • AKUREYRI I listrænum höndum tekur sand urinn á sig mynd skjaldböku. enginn veit hve mörg dýr kynnu einnig að vera að hlusta. Kannski er kóalabjörn einhverstaðar, kengúra að hoppa eða slanga að skríða. Svo ekki sé talað um hina sífellt önnum köfnu maura. Smátt og smátt fjölgar flokkunum á svæðinu. Aðrir flokkar fylgja á eftir svo nú fer þetta að minna á alvöru herdeild. Samt finnst mér þetta einhvern veginn allt vera grín á bak við, en það er áreiðanlega vegna þess að ég er ekki alin upp við slíkt frekar en aðrir íslendingar. Flokkarnir mæta inn á svæðið, marsera og stöðva þegar óskiljanlegt öskur hefur komið úr hálsi þess sem fremstur fer. Hann gefur frá sér fleiri öskur sem ég skil ekki en verða til þess að hermennirnir hreyfa hend- ur og fætur eins og fjarstýrðir tindát- ar. Allir gera eins og í takt. Herforinginn mætir. Honum er ekið alla leið upp á svæðið svo hann þurfi ekki að ganga of langt og bíldyrnar er opnaðar og lokaðar fyrir hann. Hinir hermennirnir heilsa að hermannasið og lemja saman fótum. Hann gengur á röðina og athugar að allt sé í lagi. Allir skór burstaðir og tölur festar. Allt í einu minnir þetta á Áfram-mynd. Samt er þetta grafalvarlegt og ég hef ekkert leyfi til að láta svona. Ástralir hafa her til að verja landið og hafa tekið mikinn þátt í vörnum annar- staðar í heiminum fyrir aðrar þjóðir. Þeir hafa fært miklar fórnir í annarra þágu svo sem spjöld með nöfnum fallinna hermanna sýna. Hundruð þúsunda ástralskra hermanna hafa fallið á vígvelli í baráttu fyrir aðrar þjóðir. Það er ekki herskylda hér í Ástralíu en reynt er að hvetja ungt fólk til að ganga í herinn og konur sækja þangað í auknum mæli til að öðlast menntun og störf á nýjum vettvangi. Þó er engin kona í þessari herdeild. Þegar liðskönnun hefur verið gerð og dyrnar opnaðar aftur og lokaðar fyrir herforingjanum halda flokkarn- ir áfram að marsera umsvæðið og óskiljanleg öskur leiða til mismun- andi hreyfinga handa og fóta allra í viðkomandi flokki. Einar er einn af þeim sem framkallar þessi öskur. Hann hefur deild fjörutíu hermanna í sinni umsjá. Ég get ekki að því gert að mér finnst hann vera útlendingur þegar hann er að öskra þetta í herbúningi. Þegar flokkarnir hafa sýnt listir sínar er komið að því að sýna verklegar æfingar eða vettvangs- æfingar. Það eru aðrar deildir sem sjá um það og allskonar stríðstól eru dregin fram og sýnt hve fljótt deildir geta brugðist við tilfallandi atvikum. Hertjald er sett upp sem er í litum sem falla vel inn í umhverfið og sumir hermennirnir hafa einskonar blómakrans í hárinu til að falla vel inn í skóginn og andlitin eru máluð í allskonar náttúrulitum. Þessi sýning á að sýna og sanna að Ástralir séu ávallt viðbúnir þegar um það er að ræða að verja landið fyrir óvininum og hermenn eru í stöðugum æfingum ýmist heima við eða úti í skógi og eru líka sendir til annarra landa í þeim tilgangi. Að lokinni hersýningu var komið að því að eitthvað væri gert fyrir börnin. Hermenn höfðu sett um tjöld og ýmis leiktæki. Og svo var von á jólasveininum. Hann kom í bíl frá brunaliðinu sem geystist um grænar grundir. Nokkuð ólíkt þeirri jólasveinsímynd sem íslendingar Baðstrendur bjóða upp á fleira en það að liggja og sleikja sólina, busla í sjónum og fá brúna, bleika eða rauðleita húð. Á hverju ári er haldin samkeppni í gerð hóggmynda úr sandi. Sandurinn á áströlskum ströndum er hvítur eða mjög Ijósgulur úr málmsöltum. Úr honum má búa til allt mögulcgt rétt eins og svarta sandinum sem íslendingar þekkja og börn virkja sköpunargleðina við í sandkössum borgarinnar. Það er útvarpsstöð sem stendur fyrir þessari keppni og þeir sem sýna mesta listamannseðlið geta fengið allt upp í þúsund dollara í laun fyrir ómakið. í flestum tilfellum eru það hópar sem standa saman og búa til högg- myndina. Hugmynd hefur fæðst og þeir þurfa að fara niður í fjöru til að æfa sig og vera vissir um að þeir geti lokið verkinu á tilsettum tíma. Sunnudaginn 5. febrúar rann þessi dagur upp á þessu herrans ári 1989. Veðurguðirnir voru keppendum hliðhollir. Hitastig voru ekki of mörg og vindur lítill, rétt aðeins til að gefa svalan blæ. Helgina áður hafði hins- vegar verið svo mikið rok á strönd- inni að allt hefði fokið um koll ef keppnin hefði verið þá. Hitinn var aðeins í kring um 32 stig. Við skunduðum niður á Brighton strönd til að sýna okkur og sjá aðra sem komu til að virða fyrir sér tilbúning hinna forgengilegu lista- verka. Stutt frá flæðarmálilnu var búið að girða af um eitt hundrað og fimmtíu bása til listsköpunarinnar. Það var nauðsynlegt að vera nærri sjónum svo stutt væri að sækja vætu en ekki of stutt frá svo aldan kæmi ekki of fljótt og skolaði verkunum á brott. Það kenndi margra grasa í því sem hægt var að búatil úrsandi. Þarvoru risaeðlur, skór, pýramídar, augu, krókódílar, Grettir (Garfield), mót- orhjól, hús, diskur með frönskum kartöflum, Ijón, selir, hvalur og þannig mætti telja endalaus dæmi um hugmyndaflug keppenda. Hópunum var skipt í gráður og fékk hver gráða verðlaun í stigum en hæstu verðlaun voru eins og áður er sagt þúsund dollarar, eða um fimm- tíu þúsund íslenskar krónur. Þar sem við spókuðum okkur í sólinni og létum tærnar hverfa ofan í heitan gulan sandinn fór ekki hjá því að hugurinn hvarflaði til fslands og þess hvað klukkan væri og hvað landar mínir sem nú væru að þreyja dimman vetur væru að gera þessa stundina. Klukkan var um tvö um eftirmiðdag hér en aðfaranótt sunnudags á íslandi. Sumir myndu vafalust sofa svefni hinna réttlátu, aðrir vera að horfa á myndband og enn aðrir í leit að einhverskonar gleði á skcmmtistöðum borgarinnar. Nú færi að líða að því að hálfþrjú gæjarnir færu að birtast úr skúma- skotum skemmtistaða og bjóða upp í dans í von um eitthvað meira seinna! Hérna sat ég svo í sandinum hinum megin á hnettinum og burrk- aði af mér svitann á meðan Islend- ingar lögðu það á sig að berjast áfram í kulda, snjó og hálku í von um eina gleðinnar stund. Líklega er það það sem hefur gert gæfumuninn hjá sumum að þreyja alla þessa þorra og góur íslenskra vetra. Hafið þið komið á hersýningu? Nei, tæplega hafa margir íslend- ingar séð hersýningu nema þá í sjónvarpi og bíó. Þar sem okkur var boðið á jólaher- sýningu hér í Adelaide datt mér í hug að leyfa ykkur að upplifa það með mér þó ekki væri nema í huganum. Það er eiginlega enn meira við hæfi vegna þess að sá sem bauð okkur á þessa sýningu er íslendingur í húð og hár og er liðsforingi í ástralska hernum. Hann heitir Einar Víkingur og er frá Neskaupstað. Fjölskylda hans flutti hingað árið 1969 þegar hann var þrettán ára. Þó talar hann íslensku óaðfinnanlega. En hér verður aðeins fjallað um þessa jólahersýningu. Þessi herdeild er staðsett í Wo- odside sem er eitt af úthverfum Adelaide við hlíðar Mount Lofty fjallgarðsins. Þar sem við situm og bíðum eftir að sýningin hefjist klukkan hálf Krókódíll með bráð í munni. ellefu á sunnudagsmorgni horfum við á útsýnið. Skógi vaxnar hlíðar og hæðir umkringja okkur. Andrúms- loftið er langt því frá að minna á þá hluti sem tengdir eru her. Baráttu upp á líf og dauða. Umhverfið iðar af lífi náttúrunnar. En sólin skín ekki sem kannski er eins gott því annars yrði of heitt. Það er þegar meira en nógu heitt til að vera léttklæddur án yfirhafnar. I kring um svæðið má sjá flokka hermanna sem eru að gera klárt. Flestir eru í grænum búningum en lúðrasveitin er klædd í rauða bún- inga með hvíta hjálma. Hún marser- ar inn á svæðið og brátt ómar hergöngumars og flæðir út í and- rúmsloftið, yfir hóla og hæðir og Hertól til sýnis. Börn virða þau fyrir sér ómeðvituð um hina raun- verulegu alvöru sem býr að baki notkunar þeirra. Keppni í byggingu höggmynda úr sandi 25% VERÐLÆKKUN í N0KKRA DAGA! MARGVERÐLADNAÐllR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.