Tíminn - 10.06.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.06.1989, Blaðsíða 2
12 HELGIN Laugardagur 10. júní 1989 KAUPFÉL ^SBÚNADi ÖGIN OG ARDEILD VSAMBA ÁRMÚLA3 REYI 1; . U 1 ^ PJ Útboð Skútustaðahreppur óskar eftir tilboðum í uppsteypu og þaksmíði á suðurhluta grunnskóla í Reykjahlíð við Mývatn, auk þakfrágangs á norðurhluta hússins. Grunnflatarmál er um 790 m2, þar af 210 m2 á tveimur hæðum. Verkinu skal að fullu lokið 30. september 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Skútustaða- hrepps, Múlavegi 2, Reykjahlíð og hjá Verkfræði- stofu Norðurlands, póstbox 4, Akureyri og hjá Tækniþjónustunni, Garðarsbraut 18, Húsavík, frá og með mánudeginum 12. júní gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á Verkfræðistofu Norðurlands fyrir kl. 14.00, þriðjudaginn 20. júní. Tilboð verða opnuð þar þriðjudaginn 20. júní kl. 14.00. Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps Útboð Óshlíð - undirstöður undir grjótnet ''//wm Y Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum (ofangreint V verk. Magn: Undirstöður 40 stk., mótaflötur 450 m2, steypa 85 m3. Verki skal lokið 1. september 1989. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Isafirði og f Reykjavfk (aðalgjaldkera) frá og með 12. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 26. júni 1989. Vegamálastjóri Útgerðarmenn - fiskverkendur Óskum eftir að kaupa stálfiskirör, mega þarfnast einhverra viðgerða. Upplýsingar, Sandur hf., sími 91-673555. „Veröldfláa sýnir sig“ einhvern hörmungaratburð. Er líka ekki annars að vænta en að það hafi runnið honum til rifja ef einhver af bakarakúnum hefur orðið bráð- dauð, því að húsbóndahollari maður en Jón var vandfundinn. Líka var það aðalstarf hans um langan aldur að gæta að kúm Bernhöfts bakara og því skiljanlegt að áhugamál hans snérust mikið um þær. Aftur á móti kunni hann lítinn mun að gera á kynferði orða, hvað þá muni á eintölu og fleirtölu. Gekk því kúahópur húsbóndans í munni hans allajafna undir samheitinu „kúin bakarans“. Haagensen Annar kynlegur kvistur í Reykja- vík var Haagensen. Réttu nafni hét hann Kristján Jónsson, Hákonar- sonar, og var hann vestfirskur að ætt. Á nýársdag, sumardaginn fyrsta og ef til vill á fleiri tyllidögum ár hvert hafði hann þann sið að ganga einkennisbúinn fyrir helstu mektar- menn bæjarins og óska þeim gleði- legs árs eða gleðilegs sumars. Þessi einkennisbúningur var heiðblár klæðisfrakki með skínandi hnöppum, en buxur ýmislega litar og stundum leggingar á, en á höfði bar hann svartan blankhatt. Á yngri árum hafði Haagensen Sæfinnur með sextán skó. haft þann starfa að vera leiðsögu- maður á dönskum herskipum hér við land, einkum við Vesturland. í þeim starfa fékk hann bæði nafnið, •einkennisbúninginn og hattinn. Frá mörgu kunni hann auk þess að segja frá þeim tíma er hann var á freigátunni, eða þegar hann hafði verið „til orlogs“ eins og hann komst að orði, og talaði hann þá jafnan dönsku eða dönskublending. Þegar GRÓÐURSKÁLINN- S9 Gróðurhúsaskálinn hentar vel við húsvegg. Byggt upp af ál-prófílum 3 mm gróðurhúsagleri eða 4 mm tvöföldu yl- plasti. Stærð: 9,8 ferm. 383x254 cm. HAGSTÆTT VERÐ sinpraAstálhf Pósthólf 880, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 627222 REYKJMIÍKURBORG £<uiátxi Stödui Vistheimilið Seljahlíð Hjallaseli 55 Hjúkrunarfræðingur óskast í sumarafleysingar í júlí og ágúst. Upplýsingar gefur Aðalheiður Hjartardóttir í síma 73633. "" 1 , ' ■■■ 11 .—i j .. : i j r-r—r-— ____ _____________!' ( s i'Lfc-nSit: óij- 'í/t; ^ Haagensen gekk fyrir höfðingja Reykjavíkur til að færa þeim heilla- óskir sínar beitti hann ekki heldur mikið móðurmáli sínu. Einnig áskotnaðist honum oft drjúgur skild- ingur í þessum ferðum sínum, þótt ekki væru þær skoðaðar sem beinar beíningaferðir. Korktappar Víkur þá sögunni að öðru fólki. Ófeigur Jónsson er maður nefndur, og bjó hann í bæ sem nefndur var Melkot og var á stað sem nú er norðanvert í gamla kirkjugarðinum. Hann þótti einkennilegur, en meðal annars safnaði hann öllum kork- töppum, sem hann gat náð í, brenndi þá eða steikti í eldi, og át síðan. Þá var hann afar lúsugur, og gekk sú saga að hann hefði lýsnar sem viðbit með töppunum. Hann var lítill mað- ur vexti, grannur og þótti hinn mesti illhryssingur. Auk Ófeigs bjuggu nokkrir fleiri í Melkoti. Þar bjó Jón „bol, bol“, sem var eða hafði verið slátrari. Þar bjuggu einnig Gunna „grallari" og Manga „skam í auga“. Þótti Gunna bera langt af þessum hjúum, því að hún var vel greind, hafði laglega söngrödd og var dálítið hagmælt. Var hún því yfirleitt vel látin, en aftur á móti var hún afar drykkfelld og fékkst aðallega við vatnsburð hjá Jörgensen veitingamanni í bænum. Samlyndi þessara fjórbýlinga var ekki alltaf upp á marga fiska, og var Ófeigi mest gefin sök á því. Bar jafnvel við að sumt af sambýlisfólki hans varð að flýja bæinn og leita á náðir nágranna sinna. Einn vetur var honum gefið það að sök að hann legði í vana sinn að vekja þetta sambýlisfólk sitt um nætur og hræða það á ýmsan hátt, svo sem með hnífum. Stundum átti hann að hafa setið uppi í rúmi sínu, verið að brýna stóran skurðarhníf og látið sér um munn fara, svo hátt að þau máttu vel heyra, að ekki teldi hann það mikla samviskusök „að skera annað eins hyski niður við trog.“ Skáld í „diplómat" Þá var Vilhelm eða Vilhjálmur Hölter vel þekktur í bænum og reyndar víðar um land. Hann var mjög drykkfelldur og fremur illa kynntur, enda þótti hann oflátungur og montinn í meira lagi. Hann hélt sig vel í klæðaburði og var venjulega í svo nefndum diplómatfrakka úr svörtu klæði, en að vetrarlagi bar hann dökkbláan yfirfrakka utan yfir. Flakkaði hann víða um sveitir lands- ins og vildi láta hafa mikið við sig. Vilhjálmur var hagmæltur, en taldi sig stórskáld og vildi láta um- gangast sig sem slíkan. Ýmsir kveð- lingar hans þóttu jöfnum höndum fyndnir og meinlegir. Er sérstaklega nefndur svo kallaður „píuballs- bragur“, ortur í tilefni af vinnukonu- dansleik í Reykjavík, og þótti hann býsna illkvittinn í garð reykvískra vinnukvenna sem fjölmenntu á ballið. Úr honum er þessi vísa eða vísupartur: Hallast þeirra höfuðföt hanga þau á silfurprjónum, MF Vélalakk Hagstættverð /S BUNABARDEILD 59 BAMBANDBINfl ARMULA 3 REYKJAVlK SlMI 38900 J.l J .!!!'.!. JJJ.IJ '■V.l1' I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.