Tíminn - 24.06.1989, Side 4
4 Tíminn,
l?aMaarfl§fliJrR2i4,.,jýny9Q9:
Hjúkrunar-
fræðingar
Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu-
gæslustöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar:
1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð-
ina á Hólmavík.
2. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð-
ina á Þórshöfn.
3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð-
ina í Neskaupstað.
4. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð-
ina á Egilsstöðum.
5. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð-
ina á Hvammstanga frá 1. júlí 1989 til tveggja
ára.
6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð-
ina á Djúpavogi.
7. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð-
ina á Bíldudal.
8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð-
ina á Flateyri frá 1. ágúst 1989.
9. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu-
stöðvarnar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri
störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
22. júní 1989.
fFÉLAGSMÁLASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fósturheimili
Félagsmálastofnun Reykjavíkur óskar eftir fóstur-
heimili fyrir 10 ára dreng með geðræn vandamál.
Væntanlegt fósturheimili þarf að vera barnlaust,
en nauðsynlegt er að reynsla af uppeldisstörfum
sé fyrir hendi. Drengurinn þarfnast mikils stuðnings
og um verður að ræða nána samvinnu á milli
meðferðaraðila hans og fósturforeldra. Nánari
upplýsingar veitir Rekína Ásvaldsdóttir félagsráð-
gjafi, Félagsmálastofnun Reykjavíkur, í síma
685911 milli kl. 10.00 og 12.00 alla virka daga.
Störf fyrir KÍ
Kennarasamband íslands auglýsir til umsóknar
tvær stöður fulltrúa á skrifstofu KÍ. Um er að ræða
störf að skólakynningar- og kjaramálum svo og
félagsmálum og erindrekstri.
Óbundið hvort ráðið verður í fullar stöður eða
hlutastörf.
Umsóknir skulu sendar til stjórnar KÍ, Grettisgötu
89, Reykjavík. Umsóknarfrestur ertil 10. júlí.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu KÍ,
Grettisgötu 89, Reykjavík, símar 91-24070, 91-
12259,91-25170.
Sóknarfélagar -
Sóknarfélagar
Sumarferð Sóknar verður farin til Vestmannaeyja,
helgina 21 -23. júlí nk.
Upplýsingarog pantanir í síma681150 til 6. júlí nk.
Starfsmannafélag Sóknar.
Stefna aö endurnýjun bílaflota lögreglunnar á þriggja ára fresti:
Sex Volvobílar
komnir á götuna
Lögreglustjóraembættið í Reykjavík kemur til með að taka
14 nýja bfla í notkun á þessu ári. Af þeim eru tíu fólksbflar
af Volvo 240 Highway patrol gerð og fjórir Ford Econoline.
Að sögn Stefáns Hirst skrifstofu-
stjóra lögreglustjóraembættisins
hafa sex Volvobílar verið teknir í
notkun á undanförnum vikum, en
hinir verða teknir í notkun eftir því
sem framvindan verður. „Þetta
hangir allt á sömu spýtunni, rekstur-
inn og eignakaup," sagði Stefán.
Bílarnir koma í stað þeirra sem fyrir
eru, en stefna embættisins er að
endurnýjun á bílaflotanum fari fram
á þrem árum. Volvo bílariiir eru
sérbúnir sem lögreglubílar, á þann
hátt að undirvagn er sérstaklega
styrktur og vélin er aflmeiri en
almennt gerist í bílum af þessari
gerð.
í dag hefur einn Econoline verið
tekinn í notkun og annar er á
leiðinni á götuna, en innrétta þarf þá
áður en þeir eru teknir í notkun.
Hinir tveir sem komnir eru til lands-
ins verða teknir í notkun síðar á
árinu.
„Þetta er ansi góð endurnýjun, ef
við höldum þessu. Við eigum 44 bíla
og það má segja að það sé takmarkið
að endurnýja þá á þriggja ára fresti,“
sagði Stefán. Hann sagði að endur-
nýjunin tvö síðustu ár hefði verið
með svipuðu móti, en áður hafi hún
verið heldur hæg.
Um kostnaðinn við þessa endur-
nýjun sagði Stefán að um áramót
hefði innkaupsverð hvers Econoline
bíls verið um 1250 þúsund, en Volvo
bílanna um milljón, en síðan hefði
gengið fallið og því verðið hækkað
eitthvað. Þá koma viðbótarútgjöld
við innréttingu Econoline bílanna
sem er um 400 þúsund. -ABÓ
Fjölþættari fiskframleiðsla:
Nasl úr
fiskholdi
í fyrsta sinn á íslandi er hafin
framleiðsla á fiskríku nasli þar sem
beitt er háþrýstisuðu. Framleiðslan
hefur hlotið heitið „Sjávarnasl".
Fyrirtækið Fiskmar h.f. á Ólafsfirði
og matvælatæknideild Iðntækni-
stofnunar íslands hafa unnið að
þróun vörunnar s.l. þrjú ár í sam-
vinnu við Rannsóknastofnun fiski-
ðnaðarins og með styrk frá rann-
sóknasjóði Rannsóknaráðs ríkisins.
Sjávarnaslið líkist mjög kartöflu-
flögum eða öðru nasli sem framleitt
er úr kartöflum eða korni. Munurinn
er hinsvegar sá að fiskhold er megin-
uppistaða hráefnisins sem Sjávar-
naslið er framleitt úr, eða 40%, sem
gerir vöruna próteinríka og eykur
hollustuna. Eingöngu eru notaðir
valdir hlutar fisksins (þorsks) sem
eru meðhöndlaðir á sérstakan hátt.
Önnur hráefni eru valdar mjölteg-
undir og náttúruleg bragðefni.
Djúpsteiking hefur hingað til ver-
ið algengasta framleiðsluaðgerðin á
nasli en vegna þess að háþrýstisuðu
er beitt við framleiðslu Sjávarnasls-
ins er það mun fituminna.
Fyrirhugað er að Sjávamasl verði
einkum framleitt til útflutnings þó
fyrst um sinn verði það eingöngu selt
innanlands.
Þrjár bragðtegundir em nú fram-
leiddar af Sjávarnaslinu; með papr-
íku, lauk og chili og jurtakryddi en
brátt verður tveimur nýjum tegund-
um bætt við, salami og tortilla.
SSH
Framleiðsla Sjávarnaslsins fer fyrst um sinn fram í húsnæði Iðntæknistofnun-
ar. Tímamynd: Ámi Bjama
21 færeyskir gestaleikarar stíga á
fjalir Þjóðleikhússins um helgina og
gefa áhorfendum innsýn í hvað gerist
í búningsklefa knattspyrnuliðs í af-
gerandi úrslitaleik. Verkið heitir
Framá og er eftir Sigvar Olsson og
Fred Hjelm í leikstjórn Sigrúnar
Valbergsdóttur. Messíana Tómas-
dóttir teiknaði leikmynd og búninga.
Hvernig er samstaðan í liðinu og
hver er orsök stöðu þeirra nú? Hver
ber ábyrgð á henni? Sjónarmið
Iiðsmanna eru ólík um áhuga- og
atvinnumennsku. Liðið barðist í
fyrstu deild í mörg ár og átti menn í
landsliðinu. Búningsherbergið er
lokaður heimur leikmenn skipta um
ham, afklæðast fyrri persónuleika
og vígbúast til stríðs upp á líf og
dauða.
FÆREYSKIR GESTIR
í ÞJÓÐLEIKHÚSINU