Tíminn - 24.06.1989, Síða 5

Tíminn - 24.06.1989, Síða 5
Laugardagur 24. júní 1989 Tíminn 5 Löggjafarnir tryggt sjálfum sér 230 sinnum hærri lífeyri en Ijósmæörunum sem tóku á móti þeim í heiminn: Lífeyrir 40 Ijósmæðra um 250 krónur á mánuði Margir tugir héraðsljósmæðra sem áratugum saman hafa borgað iðgjöld í Lífeyrssjóð ljósmæðra, sem þær voru skyldaðar til með lögum á Alþingi árið 1938, hafa vægast sagt lélegan lífeyrisrétt. Alls 39 fyrrum héraðsljósmæður fengu að meðaltali 3.025 kr. lífeyri úr þessum sjóði sínum árið 1988 (þ.e. um 252 kr. á mánuði), eða 118.670 krónur allar saman. Lögunum virðist Alþingi þó ekki hafa þótt ástæða til að breyta í hálfa öld. Löggjafarnir sjálfir, sem margir hverjir hafa fyrst litið dagsins ljós með aðstoð héraðsljósmæðra, hafa aftur á móti tryggt sjálfum sér 687.300 kr.lífeyri að meðaltali það sama ár, þ.e. 227 faldan lífeyri ljósmæðranna. Ástæðan fyrir svo lélegum lífeyri ljósmæðranna er m.a. sú, að lög- gjafinn ákvað framlag ríkisins, á móti 4% iðgjaldi ljósmæðranna, eina fasta óverðtryggða 23.000 kr. greiðslu á ári, þ.e. 230 kr. nú. Þess utan skammtaði Alþingi ljósmæðr- um of lág laun til þess að þær gætu notið samninga og réttinda BSRB. „Löggjafinn setur iögin“ „Þessi Lífeyrissjóður ljósmæðra er hreinlega hlutur sem hefur dag- að uppi. Þessar konur eru auðvitað veikur þrýstihópur, því þær eru dreifðar um allt landið og flestar ljósmæður sem nú eru í starfí eru komnar í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, þ.e. þær sem fastráðnar eru á sjúkrahúsum. Engu að síður er ljóst að þetta er hlutur sem löngu ætti að vera búið að taka á, og skipa lífeyrismálum þessa hóps á einhvern annan hátt en nú er gert. En það er löggjafinn sem setur lögin“, sagði Haukur Haf- steinsson, deildarsjóri hjá Trygg- ingastofnun. En í hennar umsjá eru lífeyrissjóðir bæði löggjafanna og ljósmæðranna. Tíu Ijósmæður borga enn í sjóðinn Með því að bamsfæðingar í heimahúsum eru nú orðnar fremur fátíðar eru héraðsljósmæður orðn- ar fáar. Haukur sagði um 10 þeirra ennþá borga í sjóðinn. Þær voru margfalt fleiri á ámm áður, líklega oft ein í hverjum hreppi. „Þannig var að þær borguðu og borga ennþá 4% launa sinna í sjóðinn. En atvinnurekandinn borgar ekkert á móti. Sjóðurinn byggir því eingöngu á framlagi ljósmæðranna sjálfra. Lífeyrir þeirra er svo reiknaður út í hlutfalli við meðallaun þeirra síðustu 5 árin áður en þær láta af starfí. Og eftir það fá þær ávallt sömu krónutölu á ári, þ.e. upphæðin hækkar ekki“, sagði Haukur. Af hverju eru héraðsljósmæður ennþá að borga í gagnslausan sjóð? „Þær uppfylla þessa lagaskyldu, og ávinna sér lífeyrisrétt sam- kvæmt lögunum eins og þau eru“. Margar borgað iðgjöld í áratugi Margar ljósmæður eru búnar að borga iðgjöld í sjóðinn í áratugi. Alls sagði Haukur 39 fyrrverandi héraðsljósmæður hafa fengið líf- eyri úr sjóðnum á s.l. ári, samtals 118.689 kr. allt árið. Sumar þeirra gætu að vísu jafnframt verið að fá einhvern lífeyri úr Lífeyrisjóði starfsmanna ríkisins, ef þær hefðu verið fastráðnar á stofnun einhver ár áður en þær létu af starfi. „Engu að síður er þetta afskaplega lítil upphæð sem þær fá í hlutfalli við það hvað þær hafa greitt", sagði Haukur. Lágmark 15 ára starf Ljóst er að þeir fjórir tugir ljósmæðra sem fá 3.000 kr. lífeyri á ári hafa þó langan starfstíma að baki, því lögskipað starf í 15 ár hið minnsta er skilyrði þess að eiga nokkum lífeyrisrétt úr sjóðnum. Ljósmóðir mátti heldur ekki hafa látið af störfum nema aðeins vegna sjúkdóma eða elli. Lífeyrir skal greiddur einu sinni á ári, 1. júní ár hvert. Börn ljósmóður áttu rétt á 200 kr. (nú 2 kr.) á ári úr sjóðnum ef þau voru föðurlaus. Þingmenn fá 68 milljónir úr tómum sjóði Og varla eiga þær ljósmæður sem enn borga í sjóð mikils lífeyris að vænta, því heildareignir sjóðsins í árslok 1987 voru 192 þús. kr. og fara lækkandi ár frá ári. Galtómur lífeyrissjóður löggjaf- anna (Lífeyrissjóður alþingis- manna) mun aftur á móti ekki bitna á þeim. Sá sjóður greiddi 99 fyrrum þingmönnum eða mökum þeirra 68 milljónir kr. í lífeyri s.l. ár - þótt hrein eign sjóðsins hafi verið 0,00 kr. um árabil. -HEI Tók á móti mörg hundruð börnum: Ljósmóðir í 43 ár, 696 króna lífeyrir „Minn eini lífeyrisréttur er víst í Lífeyrissjóði Ijósmæðra. Þaðan fæ ég 696 króna lífeyri á mánuði, sem hefur verið og verður áfram óbreytt krónutala. Finnst þér það ekki mikið?" spurði Jónína Jónsdóttir á Keldum. Hún var héraðsljósmóðir á Rangár- völlum í 43 ár og oft um tíma í fleiri hreppum, uns hún lét af störfum fyrir fimm árum. Allan þann tíma borgaði hún í lífeyrissjóðinn sinn. Ekki eru þó nema um fjögur ár síðan Jónína tók síðast á móti barni. „Það vildi svo til að ég var beðin að fara með sængurkonu til Reykjavík- ur, en við komumst aðeins hérna út að heilsugæslustöðinni á Hellu. Þar rétt kom ég henni inn og tók á móti hjá henni þar. Hún var svona bráðfljót.“ Hvað eru „ljósubörn" Jónínu svo orðin mörg eftir rúma fjóra áratugi? Nákvæma tölu kvaðst hún ekki hafa nema gá að því. „En þau eru nokkur hundruð - og ég hef verið svo heppin að það hefur ekkert barn dáið í fæðingu hjá mér,“ sagði Jónína. Barnaeftirlit sem Jónína áður hafði heima sagði hún nú allt komið á heilsugæslustöðina. Og þar var hún síðan fastráðin 1977-1984, nokkra daga í viku við ungbarnaeft- irlit og mæðraskoðun. -HEI Jónína Jónsdóttir á Keldum, lauk prófi frá LMSÍ1941. Móður, ömmu, langömmu og systurdóttur hennar er allar að finna í Ljósmæðratali, ásamt þessari mynd. „Héraðsljósmæður einskis metnar“ „Áður en ég réðst hingað á heUsugæslustöðina 1983 hafði ég verið héraðsljósmóðir hér frá árinu 1966, eða í 16 til 17 ár. ÖU þau ár borgaði ég í Lífeyrissjóð Ijósmæðra, en ríki og sveitarfélög sem greiddu mér launin borguðu ekkert á móti. Ég hef ekki trú á því að lífeyrisréttur minn fyrir þetta 17 ára starf verði mikils virði þegar þar að kemur, enda virðast héraðsljósmæður ekki metnar neins. Þegar ég hóf störf hér á heilsu- gæslunni fékk ég t.d. ekki metinn starfsaldur nema frá 1972,“ sagði Þórey Baldursdóttir, ljósmóðir á Reyðarfirði. I umdæmi Þóreyjar: Helgustaða- hreppi Reyðarfirði, Eskifirði og Vattamesumdæmi voru um 1.800 íbúar þegar hún hóf störf. Föst laun héraðsljósmæðra fara einmitt eftir íbúafjölda, en eru aðeins greidd út tvisvar á ári, í júní og um jólin. „Ábyrgðin í dag er engin miðað við það sem áður var,“ segir Þórey, sem fram um 1970 sagðist að jafnaði hafa tekið á móti 14—16 bömum í heimahúsum á ári. Hér- aðsljósmæður vom þá oft að segja má á nokkurskonar bakvakt allan sólarhringinn. „Ef farsími hefði verið kominn þá hefðum við . eflaust verið skikkaðar til að hafa hann. Fyrstu árin fór ég t.d. ekki einu sinni niður í búð án þess að láta vita á símstöðinni hvar ég væri. Þetta var mikið álag á heimili ljósmæðra sem oft áttu sjálfar heimili og smáböm, sem þær þurftu jafnvel að skilja alein eftir, fyrirvaralaust, á hvaða tíma sólarhringsins sem var, þegar kalhð kom. Enda sést það líka að þetta hefur verið eingöngu kvenna- stétt,“ sagði Þórey. Hún sagði nú flestar konur fara til Reykjavíkur til að ala börnin, en einnig á Neskaupstað og Egils- staði. Þórey sagði margar konur aðfluttar og/eða að þær ættu for- eldra, tengdaforeldra eða annað skyldulið í Reykjavfk. Úr því að Þórey Baldursdóttir. þurfa hvort eð er að fara langar leiðir að heiman þyki þeim eins gott að fara til Reykjavíkur. Þórey benti á að yfír vetrarmán- uðina a.m.k. sé ekki á neitt að treysta. Konumar geti ekki beðið heima þar til þær fái fyrstu hríðar- verkina. Á sumardegi sé hátt í klukkutíma akstur til Norðfjarðar, en gæti orðið nokkrir klukkutímar í vitlausu veðri yfir veturinn og jafnvel alófært. Þórey sagðist nú nánast hætt að taka á móti bömum nema í neyðar- tilvikum, þ.e. ef fæðingu ber brátt að og kona kemst því ekki á sjúkrahús sökum ófærðar eða ill- viðris. Ljósmóðurstarf hennarfelst nú fyrst og fremst í þvf að fylgjast með konunum yfir meðgöngutím- ann og síðan ungbarnaeftirlitinu eftir að þær koma heim. -HEI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.