Tíminn - 24.06.1989, Qupperneq 6
6 Tíminn
Tíminn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
_____Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson
EggertSkúlason
Auglýsingastjóri: SteingrímurGísfason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sfmi: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskriftog dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Frá og með 1. mars hækkar:
Mánaðaráskrift kr. 900.-, verð í lausasölu 80,- kr. og 100,- kr. um
helgar. Áskrift 900.- Grunnverð auglýsinga kr. 595,- pr. dálksentimeter
Póstfax: 68-76-91
Vestmannaeyjar
Vestmannaeyingar halda hátíð um Jónsmessuna
til þess að minnast 70 ára afmælis kaupstaðarrétt-
inda og fyrstu bæjarstjórnar í Eyjum.
Eyjarnar fengu kaupstaðarréttindi með lögum
22. nóvember 1918, en nýkjörin bæjarstjórn kom
saman til fyrsta fundar 14. febrúar 1919. Þessara
tímamóta minnast Eyjamenn með Jónsmessuhá-
tíðinni í dag.
Þótt hér sé verið að minnast sjötíu ára sögu
kaupstaðarréttinda, þá er saga Vestmannaeyja
ekki öll sögð með því. Þvert á móti eru Vestmanna-
eyjar einhver hin söguríkasta byggð á íslandi. Það
er jafnvel sumra ætlan, að mannvist í Eyjum eigi
sér lengri sögu en búseta í landinu er almennt
miðuð við. Það er ekki einasta að byggðasaga
Vestmannaeyinga sé löng, heldur er saga Eyjanna
afar sérstæð og rík að óvenjulegum viðburðum.
Menning, atvinnuhættir og mannlíf yfirleitt hefur
verulega sérstöðu meðal íslenskrar byggða-
menningar. Lega eyjanna og landshættir leiddu
það af sér, að Vestmannaeyingar hlutu að búa
öðruvísi en flestir aðrir, móta atvinnuhætti sína í
samræmi við eðli bjargræðismöguleikanna. Mann-
líf í Vestmannaeyjum jók fjölbreytni íslenskrar
menningar um aldirnar.
Saga Vestmannaeyja er því athyglisverð og
fróðleg. Hún er ekki aðeins saga sérstæðs samfé-
lags, sem orðið hefur til á eyjúm í Norður-
Atlantshafi með meira en þúsund ára samfelldri
byggð, heldur er hún rík að sögulegum viðburðum,
sem allir íslendingar hljóta að kunna meiri eða
minni skil á. Þar má nefna hið sögufræga Tyrkjarán
1627, þegar meira en 200 manns í fámennu
sveitarfélagi voru herleidd af sjóræningjum og
tugir manna felldir á staðnum. Gosið á Heimaey
23. janúar 1973 er sérstætt í gossögu íslands, en þá
tæmdust Eyjarnar af íbúum sínum um skeið, 5200
manns.
Þrátt fyrir marga ógn sem Vestmannaeyingar
hafa lifað í aldanna rás, þá hefur það aldrei bugað
þá sem þar bjuggu og vildu búa. Þrátt fyrir áfallið
1973 er íbúafjöldi Vestmannaeyja um 4740 manns.
Vestmannaeyjar eru eitt af fólkflestu byggðarlög-
um á íslandi eins og verið hefur mestalla þessa öld.
Atvinnulíf Vestmannaeyja er þróttmikið. Ekki fer
milli mála, að Eyjarnar eru öflugt framleiðslu-
byggðarlag og leggja mikið til útflutningsfram-
leiðslu og gjaldeyrissköpunar. E.t.v. eru Vest-
mannaeyjar ekki ríkar að náttúruauðlindum fram
yfir fiskislóðirnar. En þær eru þá þeim mun gjöfulli
og mikilvægari.
Menning og mannlíf nútímans stendur með
blóma í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyingar hafa
rækt vel sögu sína og menningararf. Listalíf hefur
dafnað vel í Eyjum, leiklist, tónlist og myndlist auk
bókmennta, sem Eyjamenn eiga fyrir sig. Vest-
mannaeyingar hafa látið að sér kveða í íþróttum
og staðið framarlega á því sviði hvað varðar afrek
einstaklinga og kappliða.
Við þessi tímamót í sögu Vestmannaeyja sendir
Tíminn Eyjamönnum hugheila afmæliskveðju.
Laugardagur 24. júní 1989
*
A
ÞJÓÐHÁTÍÐAR-
DAGINN ár hvert efnir Hrafns-
eyramefnd til hátíðarhalds á
Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæð-
ingarstað Jóns Sigurðssonar
forseta. Við það tækifæri er að
sjálfsögðu rifjuð upp saga sjálf-
stæðisbaráttunnar og flutt minni
Jóns Sigurðssonar.
Að þessu sinni hélt Ingvar
Gíslason, fyrrverandi ráðherra,
nú ritstjóri Tímans, hátíðar-
ræðuna. Verður stiklað á stóm í
máli hans hér í Tímabréfi.
í upphafi ræðu sinnar fór
Ingvar Gíslason nokkrum orð-
um um Hrafnseyrarstað sem
einn af helgustu sögustöðum
þjóðarinnar og gerði að umtals-
efni þá miklu uppbyggingu sem
þar hefur átt sér stað á vegum
Hrafnseyrarnefndar og þá um-
önnun sem ábúendur og starfs-
menn auðsýna staðnum.
Hrafnseyri liggur í alfaraleið í
fögru og stórbrotnu umhverfi
Arnarfjarðar. Fjöldi gesta sækir
staðinn heim yfir sumartímann,
og þar er margt sem minnir á að
Hrafnseyri er fæðingar- og upp-
vaxtarstaður Jóns Sigurðssonar,
þótt ekki standi þar uppi aðrar
byggingar frá hans tíð en veggj-
arbrot í gömlu bæjartóttinni. Sú
vöntun er bætt upp með ágætu
minningasafni um forsetann og
sérstakri kapellu, sem honum er
helguð.
Horft til fyrri aldar
„Það verður kjarninn í erindi
mínu hér í dag,“ sagði Ingvar
Gíslason „að hverfa í huganum
aftur í tímann. Út af fyrir sig ætti
þess ekki að vera þörf að fara
mörgum orðum um þjóðfélags-
ástæður og landshagi á íslandi í
upphafi 19. aldar um það bil sem
Jón Sigurðsson fæddist og tók
að vaxa úr grasi f Hrafnseyrar-
túni. ' Lýsing á aldarfari og
landshögum þessa tímabils er
flestum vel kunn. Það er sögu-
leg staðreynd að efnáhagsástand
á Islandi var í mikilli lægð um og
eftir aldamótin 1800 og átti sér
langan aðdraganda, reyndar
margra alda slóða efnahagslegr-
ar hnignunar.
Hér áttu náttúruorsakir og
veðurfar ómældan þátt í bágu
ástandi þjóðarinnar. 18. öldin
var öld harðinda og náttúruham-
fara, svo að út yíir tekur í
sögu landsins. Þar að auki herj-
aði á land og þjóð önnur óáran,
mannskæðar sóttir og búfjár-
sjúkdómar. Svo langvinnt sem
þetta ástand var, þarf engan að
furða þótt mátt hafi dregið úr
þjóðinni, þótt framtak hennar
og sjálfsbjargarviðleitni hafi
lamast. Þetta ástand hélst að
ýmsu leyti fram á uppvaxtarár
Jóns Sigurðssonar. Hann hafði
barnsminni af eymd og úrræða-
leysi víða í landinu fyrir og um
sína daga, þótt sjálfur yxi hann
upp við góð efni og heimilis-
menningu á Hrafnseyri.
Sú stjórnskipun og stjómarfar
sem íslendingar bjuggu við á
þessum tíma voru landshögum
lítt til framdráttar. Hér ríkti þá
danskt konungseinveldi og emb-
ættisstjóm í þess þágu. Það bar
að vísu við að meðal einvaldra
konunga og í embættis- og ráð-
gjafastéttum þeirra kæmu fram
hugmyndir um bætt stjórnarfar
og efnahagsframfarir. Hægt er
að benda á dæmi um þetta frá
ofanverðri 18. öld. Fæstaf þessu
varð íslendingum til þess gagns
sem til var ætlast, og bar margt
til þess. Að sumu leyti voru
þessar framkvæmdir óraunsæjar
og ekki framkvæmanlegar við
þeirra tíma aðstæður. Sumar
vom misheppnaðar og til skaða.
Þegar ég horfi til baka og
reyni m.a. að gera mér grein
fyrir því hvers vegna iðnaðar-
uppbygging, stórútgerð og nýjar
búgreinar áttu erfitt uppdráttar
á Islandi fyrir 200 ámm, þá
finnst mér blasa við eitthvað
svipað því sem ég hef sjálfur
kynnst í svokölluðu þróunar-
starfi meðal vanþróaðra þjóða í
þriðja heiminum. Þar er til lítils
að ætla að umskapa efnahags-
samfélög með áætlunarbúskap,
sem ekki gerir ráð fyrir millistig-
um á þróunarbrautinni, hægfara
breytingum. Betra er að byggja
á því sem fyrir er og fara hægt í
breytingar á undirstöðunni,
jafnvel þótt sú undirstaða þyki
ekki afkastamikil frá sjónarmiði
fullkominnar framleiðslutækni.
Nú ætla ég ekki endilega að bera
saman vanþróaðar þjóðir dags-
ins í dag við íslenska þjóð fyrir
150-200 árum að öðm leyti en
því að ég er sannfærður um að
breyting á samfélagi og efna-
hagsgrundvelli verður að gerast
hægt, en ekki með byltingum,
hvorki stjómmálabyltingum né
tæknibyltingum.
Um þessa skoðun finnst mér
ég eiga bandamann í Jóni Sig-
urðssyni. Hann fæddist inn í
framleiðsluskipulag, sem ekki
gaf mikið af sér og var auk þess
rúið ýmsum úrræðum. Eigi að
síður hafði íslenska þjóðin
bjargast af við þetta búskapar-
lag, sjálfsþurftarbúskapinn,
gegnum aldimar. Jón Sigurðs-
son boðaði engar byltingar á
þessu skipulagi. Hann vildi þróa
íslenskan búskap á sínum eigin
forsendum, en byggja upp við
hlið hans það sem kalla má
borgaralegar atvinnugreinar, þ.
á m. iðnað og útgerð sem lá vel
við Vestfirðingum og þeir höfðu
forystu um á undan öðmm.
Minni
Jóns Sigurðssonar
Eigi að síður var Jón Sigurðs-
son boðberi nýrrar aldar. I boð-
skap hans kveður við nýjan tón.
Eins og Jónas Hallgrímsson
verður fyrsta nútímaskáld á ís-
landi, þá er Jón Sigurðsson hinn
fyrsti lýðræðissinnaði fomstu-
maður þessa lands, fyrsti nú-
tímamaður íslenskra stjórn-
mála. Skylt er að geta þess að til
vom menn á undan Jóni eðá
lifðu samtímis honum, sem boð-
uðu andlegar og verklegar fram-
farir í landinu eða breytingar á
ýmsum stjórnarháttum. Nöfn
þessara manna em kunn, s.s.
Baldvin Einarsson og Tómas
Sæmundsson, sem báðir dóu
rúmlega þrítugir, en voru aug-
ljóslega stjórnmálamenn að
upplagi. í hópi embættismanna
vom framfarasinnaðir menn á
sinn hátt. Það voru t.d. æðstu
embættismenn þjóðarinnar sem
stofnuðu fyrstu búnaðarsamtök
á Islandi.
En staða Jóns Sigurðssonar er
einstök. Hann gerist raunvem-
legur „stjómmálamaður“ með
markvissa stefnuskrá á bak við
sig. Hann verður fyrstur til þess
að boða nauðsyn stjómmála-
frelsis, bæði frelsi gagnvart út-
lendu valdi og þingræðisstjóm í
innanlandsmálum. Það var Jón
Sigurðsson sem skapaði þá pólit-
ísku sannfæringu, sem lengi hef-
ur lifað, að þjóðin þyrfti að vera
óháð erlendu valdi og búa við
lýðræði og þingræði til þess að
tryggja sér farsæla afkomu og
hamingjusamt líf í landinu.
Pólitík Jóns Sigurðssonar snerist
um þetta. Lýðræðishugmyndir
Jóns vom að öllu nútímalegar
og þannig var málflutningur
hans.
Þótt stjórnmálastefnu og
stjórnmálaviðhorfum Jóns Sig-
urðssonar sé lýst með þessum
orðum, þá fer því fjarri að
íslenskt stjórnkerfi kæmist í það
horf sem hann stefndi að, áður
en hann félli frá. Barátta Jóns
Sigurðssonar fyrir frelsi og lýð-
ræði leiddi áþreifanlega í ljós að
eitt er markmið og annað að ná
því. íslensk lýðræðis- og þjóð-
frelsisbarátta var háð í mörgum
áföngum, oftast er við það mið-
að að frelsisbaráttan hafi byrjað
1830, sem daufur endurómur frá
frelsishreyfingum í Evrópu. Jón
Sigurðsson var þá innan við
tvítugt og vann fyrir sér sem
skrifstofumaður hjá biskupnum
í Laugamesi. Hans er ekki getið
við neina pólitík á þessum ámm.
Það er ekki fyrr en 10 ámm síðar
að hann fer að láta að sér kveða
í þjóðmálum, og þá gerir hann
það svo að um munar. Hann
hafði þá sest að í Kaupmanna-
höfn, stundað þar formlegt há-
skólanám, lagði m.a. fyrir sig
íslenska sagnfræði og lestur
fomra skjala íslenskra, en
kynnti sér einnig almenna mann-
kynssögu, hagfræði og stjórn-
málastefnur samtimans. Hann
var einstaklega fjöllesinn og vel
undirbúinn af þeim sökum að
gerast stjórnmálaforingi og boð-
beri nýs tíma.
Foringi
og fjölhyggjumaður
Jón Sigurðsson varð virkur
stjómmálaforingi þegar hann
gekkst fyrir stofnun Félags ís-
lendinga og Nýrra félagsrita
1841. Hann er þá aðeins 29 ára
gamall, tæplega þrítugur. Þegar
Alþingi var endurreist og kom
saman 1985 var Jón kjörinn
fulltrúi Isafjarðarsýslu, sem þá
var eitt sýslufélag, og var það
alla ævi úr því, u.þ.b. 35 ár.
Ekki er vafamál að Jón var
traustur fulltrúi Vestfirðinga á
Alþingi, en hann var miklu
meira. Hann varð brátt viður-
kenndur þjóðarforingi sem gerði
landið allt að umdæmi sínu. Þótt
síst fari milli mála um vestfirsk-
an uppmna Jóns Sigurðssonar,
þá verður persónu hans ekki
skipt í parta eftir hreppapólitík.
Hann leitaði sjálfur stuðnings
hjá allri íslensku þjóðinni um
stefnumál sín og hlaut fylgi við
þau í öllum landsfjórðungum,