Tíminn - 24.06.1989, Síða 7

Tíminn - 24.06.1989, Síða 7
Laugardagur 24. júní 1989 Tíminn 7 ,Boðskap Jóns Sigurðssonar eigum við að Iesa áfram, en ekki aftur á bak öllum byggðum landsins. Þetta var eðlilegt, því að Jón Sigurðs- son lét að sér kveða sem foringi alþjóðar, hann einbeitti sér að málum sem vörðuðu hagsmuni allrar þjóðarinnar, allt sem skipti máli fyrir heildarhag þjóð- félagsins. Það sem gerir Jón Sigurðsson svo áhrifamikinn og eftirminni- legan er það, sem flestum hlýtur að þykja mest prýði á stjóm- málaforingja, að hann mótaði skýra meginstefnu og lagði alúð við að framfylgja henni eftir því sem færi gafst. Jón Sigurðsson var óþreytandi áróðursmaður og beitti flestum tiltækum ráðum til þess að útbreiða stefnu sína og eignast málsvara fyrir henni í dugandi liðsmönnum um allt land. Um dugnað og ósérhlífni Jóns í útbreiðslu og áróðri er bréfasafn hans gleggst vitni. Jón var reyndar kröfuharður við liðsmenn sína og fór ekki dult með að forystan væri sér ætluð en ekki öðmm. Hann átti það til að styggja skapríka menn. Jón Sigurðsson er þekktastur fyrir forgöngu sína í sjálfstæðis- málinu í þröngri merkingu þess orðs. En áhugasvið hans var ekki bundið við það eitt að berjast fyrir innlendri stjórn í íslenskum málum með breyting- um á stjómskipun landsins, heldur sinnti hann öllum grein- um stjórnmála og efnahagsmála af jafn miklum áhuga. Fyrir Jóni Sigurðssyni vom skóla- og menningarmál jafn mikilvæg at- vinnu- og verslunarmálum, sem hann þó fjallaði um af meiri áhuga og framsýni en flestir aðrir. Mér finnst það vera sér- stakt einkenni á Jóni, hversu alhliða hann var sem stjómmála- maður. Um það má nota nú- tímaorð og segja að hann væri pólitískur fjölhyggjumaður. Hann tamdi sér heildarsýn yfir allt sem varðaði stjómmál og landshagi. Hvað þetta snertir mætti Jón Sigurðsson verða stjómmálaforingjum fyrirmynd á öllum tímum, ekki síst á okkar öld, þegar þjóðfélagið er sýnu flóknara en það var á hans dögum og sérfræðingar gerast nú valdastétt á kostnað stjórn- málamanna. Sj álfstæðisbaráttan En þótt réttilega sé lögð áhersla á hina pólitísku fjöl- hyggju Jóns, þá minnumst við hans fyrst og fremst sem leiðtoga í sjálfstæðisbaráttunni. Stefna hans í því efni sker sig algerlega úr í því sem aðrir lögðu til þjóðmála og þingmála á þeirri tíð. Þar var ekki tjaldað til einnar nætur. Eins og ég hef áður minnst á, þá var sjálfstæðisbarátta íslend- inga háð í áföngum. Þessir áfangar tengjast ævinlega evr- ópskum og dönskum stóratburð- um með beinum eða óbeinum hætti. Það á við um endurreisn Alþingis 1845, stjómarskrána 1874, innlenda ráðherra- og þingræðisstjóm 1904, fullveldi 1918 og lýðveldisstofnunina 1944. Sjálfstæðisbaráttan spann- aði meira en 100 ár og var háð hægt og sígandi og ofbeldislaust með sögulegum og pólitískum rökum stig af stigi og fólst í því að neyta tækifæranna, lenda þegar lag var. Jón Sigurðsson lagði grund- völl að langtímastefnu í sjálf- stæðismálinu með sinni frægu stefnuskrárgrein í Nýjum félags- ritum, Hugvekju til íslendinga, árið 1848, þegar Danakonungur hafði afsalað sér einveldi. Grein Jóns Sigurðssonar markaði glögg tímamót í hugmyndafræði sjálf- stæðisbaráttunnar. Þar áréttaði hann rétt íslendinga til sjálfstæð- is undir konungsstjórn en óháð dönsku ríkisvaldi. Jón boðaði Nðræðis- og þingræðisstjórn á Islandi. Að því er tók til almenns kosningaréttar og valds Alþingis var hann langt á undan sinni samtíð. Jón Sigurðsson bar traust til íslenskrar alþýðu- menningar og þroska fólksins sem hélt henni uppi. Jón Sigurðs- son sagði: Alþingi er fyrir fólkið, ekki höfðingjana. Þar minnir Jón Sigurðsson á Abraham Lincoln, jafnaldara sinn og sam- tíðarmann, sem sagði í Gettys- borgarávarpinu að lýðræðið væri „fólksins stjóm, sem fólkið vel- ur og fólkinu vinnur". Jón Sig- urðsson var e.t.v. ekki eins skáldlegur og spámannlegur í ræðum sínum eins og Abraham Lincoln, en sem rökfastur og framsýnn stjórnmálamaður á hann ekki marga sfna líka. Með Hugvekjunni 1848 setti hann fram stefnu í sjálfstæðismálinu og flutti rök fyrir henni sem entust íslendingum gegnum öll stig og áfanga sjálfstæðisbarátt- unnar að heita má. Sumum kann að þykja að hér sé ekki lítið sagt, þegar þess er gætt að Jón Sigurðsson naut þess ekki að lifa alla áfanga sjálfstæðisbaráttunnar. Sumum kann jafnvel að þykja að Jón hafi aðeins séð tekin þau skref- in í baráttunni sem styst voru • Jón nálgaðist lok starfsævi sinnar, þégar stjómarskráin 1874 gekk í gildi. Hún var langt frá því að færa íslendingum það stjómarfyrirkomulag, sem Jón krafðist með Hugvekju sinni 1848 og meirihluti þjóðfundar tók upp sem sína kröfu þremur ámm síðar. Jóni Sigurðssyni ent- ist þó ævi til að segja álit sitt á stjómarskrá Kristjáns 9. Hún veitti Alþingi að vísu löggjafar- og fjárveitingavald og viður- kenndi ýmis almenn mannrétt- indi, sem venja er að séu í lýðræðislegum stjórnskipunar- lögum. Að öðru leyti skorti mikið á að komin væri innlend stjóm á Íslandi. Það átti eftir að sýna sig betur síðar. Jón Sigurðs- son felldi þann dóm um stjórn- arskrána að hún væri „trappa til að standa á“. Hann sagðist skilja konung þannig, að hann væri að gefa íslendingum tækifæri til þess að sækja lengra á sjálfstæð- isbrautinni. Hann hélt því fram að íslendingum væri í sjálfsvald sett að nýta sér löggjafarrétt Alþingis til hvers sem þeir ósk- uðu. Jóni brást ekki rökfestan og málafylgjan í þessu frekar en fyrri daginn. Þótt hann sæi manna best að stjórnarskráin uppfyllti ekki þær kröfur, sem hann mótaði í Hugvekju til ís- lendinga, þá telur hann að hún loki engum leiðum til áfram- haldandi frelsisbaráttu og breyt- inga á stjómskipulaginu. Boð- skapur Jóns var því sá að sjálf- stæðisbaráttan skyldi háð áfram eins og verið hafði, með stoð í stjómarskránni. Áfangasókn Og sjálfstæðisbaráttan hélt áfram eftir daga Jóns Sigurðs- sonar. Margar ástæður urðu til þess að henni miðaði misvel. Þetta reyndist langvinn áfanga- sókn,á henni var tröppugangur eins og Jón hafði lýst fyrri skref- um í þessari baráttu. En hvenær endaði þessi frels- isbarátta, sem Jón Sigurðsson mótaði með stefnu sinni? Að formi til lauk henni 1. desember 1918, þegar ísland varð sjálf- stætt ríki í konungssambandi við Dani. Sambandssáttmálinn 1918 má að formi til teljast endastöðin á leið sjálfstæðisbar- áttu 19. aldar. En það fór um sambandslaga- sáttmálann eins og Jón Sigurðs- son sagði um stjórnarskrána á sinni tíð, að hann reyndist „trappa til að standa á“. Full- veldistímabilið 1918-1944 er um flesta hluti merkur tími í sögu íslandinga. Þetta aldarfjórð- ungsskeið var kveikja margs konar framfara í landinu og ól af sér lýðveldishugsjónina, sem ekki hefði getað orðið til nema á þessum árum íyrir atburðarás >ess tíma og pólitíska reynslu slendinga sem sjálfstæðrar Djóðar. Þó ber svo við - og ég verð að minnast á það - að engu er líkara en að uppvaxandi kynslóð sé að týna sambandinu við þetta tímabil. Ég hef orðið þess áþreifanlega var að ungt fólk veit lítið um fullveldistímabilið eða þá að það horfir til þessara ára sem fjarlægs tíma. Hvort í vændum sé að komandi kynslóð- ir ætli einnig að stytta sér leið framhjá sögu sjálfstæðisbarátt- unnar, það veit ég að vísu ekki, en vona að til slíks þurfi ekki að koma. Ég er þó ekki óttalaus um þetta. Því er mér þeim mun meiri ánægja að fá tækifæri til þess að dvelja við þetta efni í viðurvist áheyrenda, sem ég veit að lifa í barnatrú minnar kyn- slóðar, að sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar undir langtímaleið- sögn prestssonarins frá Hrafn- seyri, hafi ekki aðeins tíma- bundið gildi, heldur skuli hún í minnum höfð á öllum tímum. Sjálfstæðið var unnið til eignar Sjálfstæðisbarátta 19. aldarog fyrri hluta hinnar tuttugustu verður ekki endurtekin í bók- staflegum skilningi. En menn geta þó ekki látið eins og sjálf- stæðismálið sé úr sögunni. Ef sjálfstæðið var eftirsóknarvert, þá fólst það ekki í því að það væri eins og farandbikar í víða- vangshlaupi eða annað það sem á að skila til baka eftir stutt gaman. Auðvitað miðaði frelsis- baráttan að því að vinna sjálf- stæðið til eignar. Ég neita því ekki að mér finnst eins og ýmsir ungir menntamenn og þeir sem sækjast eftir áhrifum í þjóðfélaginu, séu farnir að leggja annan skilning í sjálf- stæðishugtakið en viðgengist hefur. Nú er það fjarri mér að segja að ekki megi hrófla við viðteknum skoðunum. En til eru grundvallarskoðanir, sem skylt er að umgangast með gætni. Það eru þær skoðanir, sem eru svo mikilvægar og sí- gildar að hver ærleg sála verður að íhaldsmanni við að hugsa um þær. Kannske þarf maður að hafa lifað í 200 ár, ef ekki 1000 ár, til þess að verða að heiðarlegum íhaldsmanni í sjálfstæðismálinu. Fyrir mína parta vona ég að sem flestum endist gæfa til þess kon- ar íhaldssemi. Með þeim hætti ber að halda uppi merki Jóns Sigurðssonar. Þannig höldum við minningu hans í heiðri. Boð- skap Jóns Sigurðssonar eigum við að lesa áfram, en ekki aftur á bak.“

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.