Tíminn - 24.06.1989, Qupperneq 17
Laugardagur 24. júní 1989
Tíminn 29
GLETTUR
i»U4l kWuwnlMMMul
- Jú, þetta er alveg rétt hjá
þér. Það er líklega heþpi-
legra að við komum einhvern
tíma seinna...
- Sjáðu nú, læknir. Það er
þetta sem ég meina. Jafnvel
þú þolir mig ekki...
- Ég er ekki með höfuðverk í kvöld.
Hvað segirðu við því?
- Geturðu ekki búið til
einhvern mat sem ég fæ
strax magapínu af en ekki
þegar ég ætla að fara að
sofa... ?
- Er það nú afmæli..! Ég
kastaði ekki einu sinni upp,
hvað þá meira
Samtaka tvíburasystur
%
Tvíburasysturnar Rosa
(t.v.) og Laura með ný-
fædda drengina sína
Sophia Loren gekk vel að safna peningum fyrir málefnið. Hér heilsar hún upp á
Cornel Wilde og vinkonu hans
Tvíburasystumar Rosa og .
Laura Calcagno urðu mömm-
ur sama dag og fengu báðar
drengi. Strákarnir fæddust á
sama klukkutíma á sama
sjúkrahúsinu á Sikiley, og
það var sami læknirinn sem
tók á móti þeim báðum.
Þetta þótti mjög einkénni-
leg tilviljun, þar sem önnur
systirin, Laura, hafði orðið
ófrísk mánuði fyrr en Rosa
systir hennar. En þegar Laura
tók léttasóttina veiktist Rosa
um leið, þó hún væri ekki
fullgengin með. Rosa sagði
að henni hefði brugðið mikið,
því að hún bjóst ekki við sér
svo snemma, en allt fór vel.
„Við vorum á sömu fæðingar-
stofunni, og rúmin okkar
voru hlið við hlið, þannig að
við gátum hughreyst hvor
aðra og það var mikil hjálp,
því að við erum svo samrýnd-
ar,“ sagði Rosa.
„Stjömurnar skína yfir Mi-
ami“ var yfirskriftin yfir frá-
sögn af samkomu sem frægir
leikarar stóðu fyrir. Þar var
greiddur hár inngangseyrir og
síðan fór fram peningasöfn-
un, og gengu brosmildar
leikkonur um og fengu menn
til að taka upp veskið.
Sophia Loren er ekki oft á
ferðinni í samkvæmislífinu og
því vakti hún einna mesta
eftirtekt. Sophia var sögð „sú
fegursta og fínasta í salnum“
eins og einn ljósmyndarinn
komst að orði. Hún var í
mjög flegnum rauðum kjól
og með demantshálsmen. Við
sjáum hana hér heiisa Cornel
Wilde leikara og vinkonu
hans Colleen Conte.
Söngkonan í stórrósóttu
slái yfir svörtum kvöldkjól er
hin gamalkunna söngkona
Rosemary Clooney, sem
þarna tók hljóðnemann og
skemmti gestum með góðu
gömlu lögunum, eins og t.d.
„C‘mon ’a My House“ sem
hún gerði frægt fyrir eins og
40 árum.
Rosemary
Clooney
syngur
lögin
Kvikmyndastjörnur
safna peningum
til AIDS-rannsókna