Tíminn - 24.06.1989, Síða 5
Laugardagur 24. júní 1989
HELGIN
15
„Jæja, hvað skal gera?“ spurði
hann. Masokhin áleit best að fara
með fangann á sjúkrahús og segja að
hann hefði komið á stöðina þannig
útleikinn.
„Þú ert ekki með réttu ráði,“
sagði Barinov. „Hér mundi allt fyll-
ast af KGB mönnum með morgnin-
um og þú værir enn drukkinn. Þeir
mundu strax sjá hvemig í öllu lægi.“
„Við skulum fara með hann á
afvikinn stað og láta líta út eins og
ráðist hefði verið á hann og hann
rændur,“ sagði Panov.
„Ég veit um góðan stað nærri
veginum til Bykovo," lagði Maso-
khin til og leist vel á þessa hugmynd.
„Þar er sumarhús, sem hann gæti
hafa verið að heimsækja.“
Astafyev myrtur
Nú voru hendur látnar standa
fram úr ermum. Er komið var á
umræddan stað fleygðu þeir Astaf-
yev í snjóinn, tættu af honum fötin
og dreifðu þeim umhverfis hann. Þá
varð þeim ljóst að hann var enn
lifandi.
„Jæja, við skulum kála honurn,"
skipaði Barinov og bætti við: „Allir
eiga að taka þátt f þessu.“
Masokhin segist svo frá um það
sem gerðist:
„Við sóttum felgulykilinn í farang-
ursgeymsluna á bílnum og ég barði
manninn í andlitið með honum. Ég
ætlaði að slá hann á ennið, en höggið
geigaði og ég hæfði hann á nefið. Þá
varð ég hræddur, því mér varð ljóst
að ég var að drepa ókunnan mann,
sem ekkert hafði gert mér. Þá tók
Panov við og barði manninn tvívegis
með lyklinum. Lobov spymti í
höfuðið á honum.“
Barinov var fluttur til yfirheyrslu
í Lefortovo fangelsinu þann 5. febrú-
ar 1981. En hann var vel undirbúinn.
Hann virtist hafa pottþétta fjarvist-
arsönnun. Hann kvaðst hafa verið
hjá vinstúlku sinni, sem var aðstoð-
arverslunarstjóri. Hann hélt því
fram að hann hefði verið hjá henni í
búðinni frá því klukkan níu um
kvöldið og fram til miðnættis. Þótt
stúlkan staðfesti framburð Barinovs
í fyrstu, þá breytti hún framburði
sínum brátt og sagði að Barinov
hefði beðið hana að halda þessu
fram. Annað starfsfólk verslunar-
innar kvaðst ekki hafa séð hann þar
á þessum tíma.
Kalinichenko rannsóknarlög-
reglumaður komst brátt að því að
KGB mennimir vissu hvað þeir vom
að gera, þegar þeir fengu honum
áðumefndan bíl og létu gæta húss
hans og fjölskyldu svo vendilega.
Mikið var reynt að hindra handtöku
Barinovs af hálfu innanríkisráðu-
neytisins og Kalinichenko og bifreið-
arstjóri hans urðu fyrir alls konar
aðkasti á ferðum sínum. Allra handa
brögðum var beitt til þess að vef-
engja sannanir gegn lögregluforingj-
anum. Hátt settir menn birtust sem
vildu „laga“ málið og hagræða stað-
reyndum á ýmsan hátt. Varð Júrí
Andropov að skerast í leikinn og
ræða við innanríkisráðherrann
sjálfan, áður en Barinov fékkst
handtekinn og dæmdur. Var eins
gott að sannanimar vom með öllu
óhrekjandi. Frekari vitnisburður
fékkst frá konu Lobov, sem viður-
kenndi að maður hennar hefði fram-
ið annað morð. Þá var hann á 4.
varðstöðinni og hafði drepið ungan
mann að nafni Armavir. Hafði hann
hlutað lík hans í sundur og dreift
pörtunum um Moskvu. Rannsókn á
vettvangi þessa hræðilega glæps
staðfesti framburð konunnar og hjá
Lobov fundust hanskar fómarlambs-
ins, skór og annar fatnaður, sem
ættingjar þess bám strax kennsl á.
Dæmt var f málinu í borgarrétti
Moskvu sumarið 1982. ÞeirBarinov,
Lobov, Panov og Masokhin vom
dæmdir til dauða. Aðrir fengu langa
fangelsisdóma. Skömmu seinna
felldi annar dómstóll í borginni
meira en 80 lögreglumenn fyrir
margvísleg afbrot.
SUMAR '89
VICON hjólmúgavélar
3 stærðir.
Lyftutengdar og dragtengdar.
V.br. allt að 300 cm.
Verð: HKX-620 kr. 62.300.-, H-820 kr.
73.400.-, H-1020 kr. 138.500.-
FELUK Sláttuþyrlur
V.br. 167 og 187 cm. Með eða án knosara.
Stillanleg sláttuhæð.
Tvær tromlur. 6 hnífar.
Verð: KM-167 kr. 110.400.-
KM-187 KC kr. 240.000.- m/knosara.
Knosari kr. 66.000.-
FELUK Heyþyrlur
2 stærðir. V.br. 520 og 700 cm.
Dragtengdar. Kasta frá skurðbökkum og
girðingum.
Flot hjólbarðar.
Verð: TH-520 kr. 164.100.-
TH-700 kr. 224.300.-
HEYÞYRLUR
WELGER rúllubindivélar
Binda rúllur í 120x120 cm.
Mjög fullkominn fylgibúnaður t.d. rakstrar-
hjól við sópvindu.
Sjálfvirkt hreinsi og smurkerfi á drifkeðjum.
Flot hjólbarðar. 4 mm þykkir valsar.
Verð: RP-12 kr. 639.400.-
AUTOWRAP 1200
Pökkunarvélar.
Tengjast á ámoksturstæki eða þrítengi-
beisli. Al sjálfvirk.
Staflar í stæður.
Áralöng reynsla í Evrópu.
Mjög afkastamikil.
Verð: kr. 500.000.-
Hafið samband við sölumenn
okkar eða umboðsmenn
Globus?
Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555
Lyftutengdar. V.br. 510 cm. - Öryggiskúpling á drifskafti. 10 mm
tindar. Brotöryggi á tindum. 4ra stjörnu og 5 arma. Flotmikil
skíði með hæðarstillingu. Tveggja punkta liðbeisli.
Skíði í stað landhjóla þýðir að vélin hefur meira flot og hristist
minna á ósléttu túni.