Tíminn - 24.06.1989, Side 12

Tíminn - 24.06.1989, Side 12
22 HELGIN Laugardagur 24. júní 1989 4 í næstum því þrjá áratugi hefur ferðamannaútvegur á Spáni blómstrað. En verðið hækkaði og gæðin á þjónust- unni dvínuðu. Nú óttast upphafsmenn ferðamála á Spáni alvarlegt hrun í þessari atvinnugrein. Þýska vikuritið Der Spiegel virti fyrir sér ástandið í ferðamannamálum á Spáni nýverið. „Heil fjóll af rusli" á afskekktri f erðamannaströnd „Það er kominn tími til að hefj- ast handa,“ var niðurstaða Lothars Pabst og hann sendi 28 starfsmenn sína, læriinga og fararstjóra á veg- um ferðaskrifstofunnar sinnar á Menorca út í stórhreingerningu. Hjá ströndinni við Cala Presili, afskekktan flóa sem ferðamenn kunna að meta við Cap de Fava- ritx, tíndu þeir upp í kjarrinu og tamarindlundunum „heil fjöll“ af rusli. Embættismennirnir á Baleareyj- um höfðu fengið kvartanir vegna sívaxandi mengunar en leitt þær allar hjá sér. „Þess vegna urðum við að ganga á undan með góðu fordæmi," segir Pabst. Slík sjálfboðavinna í upphafi ferðamannavertíðarinnar heyrir enn sem komið er til undantekn- inga. En klögumál ferðamanna vegna óhreininda, lélegrar þjón- ustu og kærulauss skipulags verða æ algengari. Erlendar ferðaskrifstofur sem senda á hverju ári milljónir ferða- manna frá allri Evrópu á strendur Baleareyjanna, Kanaríeyja eða Costa del Sol, gáfu fyrstu viðvaran- irnar. Spænskurferðamannaútveg- ur sem áratugum saman hefur verið örugg og sívaxandi atvinnu- grein gæti fallið í geigvænlega kreppu á þessu ári. A vetrarvertíðinni í ár komu 15% færri ferðamenn til Kanarí- eyja en í fyrra. Um páskana komu 10% færri ferðamenn til Mallorca en búist hafði verið við. Við for- ráðamönnum leiguflugsferða blasir hörmungasumar. Allt að 20% færri Bretar og Þjóðverjar ætla að fljúga til Spánar, í Skandinavíu er óttast að bókanir verði allt að 30% færri en ráð var fyrir gert. Vikum saman hafa Spánverjar nú rætt æstir um hverjum beri að kenna um þetta hrun. Athafna- mennirnir kenna ríkisstjóminni um, hún liggi á bæn og biðji um að fegraðar hagtölur og róandi slag- orð haldi lífinu í sjúkri atvinnu- grein. Embættismennirnir ásaka hótelmennina um taumlausar fjár- festingar og segja að á síðustu tveimur ámm hafi bæst 100.000 hótelrúm við þau sem fyrir voru. Enginn sá hvert stefndi Hins vegar hafði engum dottið í hug að vara við að markaðurinn kynni að vera að nálgast það að vera mettaður. Svo virtist sem náttúruauðlindimar, s-in þrjú, sól, strönd og sjór, væri ömgg trygging þess að sífellt stærri ferðamanna- skarar flykktust til þessa lands. „Eins og manna af himnum ofan féll ferðamannastraumurinn á okk- ur í þá daga,“ stendur í dagblaðinu „E1 País“. Þýsku mörkin, pundin og frank- arnir sem flæddu í gjaldeyriskass- ann á hverju sumri hjálpuðu við að komast yfir krepputíma. 1960 vom „erlendu sjóðirnir" notaðir til að styrkja „jafnvægisáætlunina", til- raun sem gerð var til að gera hina kölkuðu stjóm Francos nýtísku- legri á efnahagssviðinu. í byrjun áttunda áratugarins dró gjaldeyris- straumurinn úr áhrifum olíuverð- hækkananna. Jafnvel þegar inn- ganga Spánar í Efnahagsbandalag- ið fyrir þrem ámm leysti úr læðingi ótal óskir um aukinn innflutning var unnt að verða við þeim. Tekj- urnar af ferðamannastraumnum jukust á árinu 1986 um 50% og komu Spáni í fremstu röð sumar- leyfislanda um allan heim. Á síðasta ári komu yfir 54 millj- ónir manna til Spánar, þar af 35 milljónir í sumarleyfi. Þeir létu af hendi rakna 17 milljarða dollara og sáu þar með a.m.k. 7% vinnufúss fólks fyrir atvinnu. Þau straumhvörf sem nú virðast í vændum koma Spánverjum í opna skjöldu. „í sumar verðum við í fyrsta sinn ekki með fullbókað hótelrými," segir markaðsstjóri hótelkeðjunnar Iberotel. „Fyrir nokkrum mánuðum var slíkt ástand óhugsandi." Tímaritið „Actualidad Económica", sem fjallar um efnahagsmál, hefur þeg- ar spáð endalokum blómatímanna. „Við getum ekki lengur sett sama sem merki milli ferðamanna- straums og erlendrar gjaldeyris- öflunar,“ segir yfirmaður ferða- mála á Valencia-svæðinu. Pesetinn orðinn of sterkur Mikilvægasta orsök þessarar afturfarar er hvað pesetinn er orð- inn sterkur sem hefur valdið því að Spánarferðir hafa að undanfömu orðið merkjanlega dýrari en fyrr. „Allt til 1987 var gengi spænska gjaldmiðilsins lækkað á hverju ári, en síðustu tvö árin hefur gengið sífellt hækkað,“ segir formaður Alþjóðasambands ferðaskrifstofa í Madrid. Það segir til sín í verð- skrám ferðaskrifstofa. Flugferð til Karíbahafsins kostar nú varla meira en ferð til Kanaríeyja. Vín, smáréttir á börum og drykkjarföng á diskótekum eru iðulega dýrari en í Þýskalandi. Það eru fyrst og fremst Bretar sem láta hátt verðlag fæla sig frá. „Það má sjá það strax á klæðaburð- inum að þeir hafa enga peninga," segir hótelmaður á Costa Brava. í Englandi er boðið upp á lægstu fargjöld með Ieiguflugi í Evrópu. Á undanförnum árum veitti það æskufólki og atvinnulausum tæki- færi til að komast í Spánarreisu. Svo er ekki lengur. Og þjónustan slök Margir þeir sem fást við sölu á því sem sólarparadísin býður upp á vilja réttlæta hærra verðlag með því að nú sé líka betri þjónusta í boði. En það er einmitt þessi blessaða þjónusta sem margir ferðamenn segja allsendis ófull- nægjandi. „Um helmingurinn af gestunum eru hóglífisseggir," segir hótelmaður í Lloret. „Þeir fara á morgnana eftir morgunmatinn beint að sundlauginni, og hreyfa sig ekki þaðan fyrr en í hádegismat- inn. Eftir hann leggjast þeir aftur fyrir við sundlaugina." En jafnvel þessir makráðu sumarleyfisgestir gera kröfu um að fá góða þjónustu og fallegt umhverfi, garða og að- laðandi hótelanddyri, veislur og móttökudrykki, og þar að auki vingjamlegt viðmót starfsfólksins. „Við verðum að bæta menntun- ina hjá hótelstarfsfólkinu,“ segir ferðamálafrömuðurinn í Valencia. Það var nefnilega látið undir höfuð leggjast á vaxtarárunum. Og annar ferðamálafrömuður segir að sums staðar mögli ferðamenn ekki yfir því að borga sem svarar 120 kr. ísl. fyrir flösku af víni en á Spáni ætlist þeir til að gera betri kaup. Ferðamenn á Spáni gera nú meiri kröfur til gæðaþjónustu en bara að fá herbergi með sjónvarpi eða góðan mat. f auknum mæli krefst sá helmingur ferðamanna sem lætur sér ekki nægja ströndina og sundlaugina þess að eiga aðgang að óspilltri náttúru. Hana er hins vegar erfitt að finna milli Rosas og Cadiz eftir h.u.b. þriggja áratuga hömlulaust byggingaræði. Ferða- málafrömuðir eiga þar sinn hluta af sökinni. Á blómaárunum heimt- uðu þeir sífellt fleiri hótelrúm og nú viðurkenna þeir að þeir hafi lagt sitt af mörkum til steinsteypu- klumpanna sem þekur æ meiri hluta strandlengjunnar. Samgöngumál og vegakerfi í ólestri Núna standa steinsteypu- Á Benidorm hafa hótel risið næst- um hvert ofan í öðru á liðnum áratugum. Nú er orðið erfitt að fylla hótelherbergin. kassamir frá upphafsárum ferða- mennskunnar oft tómir. Nýjar byggingareglur sem héraðs- og sveitarstjórnir hafa samþykkt gera þess vegna kröfur um glæsilegri hótelbyggingar. Á Lloret de Mar má aðeins byggja á 30% þess lands sem tilheyrir hótelinu, á Mallorca er skilyrði í byggingareglugerð um að 60 fermetra svæði skuli vera á hvert hótelherbergi. Það er aðeins á Kanaríeyjum sem er þrengt áfram saman byggingum eins og áður. Hótelmaður einn nefnir enn eina ástæðu til vaxandi óánægju ferða- manna. Sú er vegakerfið og sam- göngumálin í landinu sem bæði ríkisstjóm og héraðsstjórnir hafa vanrækt að byggja upp og eru orðin ferðamönnum því sem næst óbærileg. Flugvellirnir á Spáni em á sumr- in reknir alveg á mörkum glund- roða, jafnvel þó að ekki sé eitthvert verkfall þar þá stundina. Þrátt fyrir vegagjald sem nemur um 4,80 kr. á kílómetra koma á ári hverju um 30 milljónir ferðamanna í einkabíl- um eða með rútubílum til landsins. Þessi umferðarbylgja hittir fyrir hundruð þúsunda farartækja heimamanna, sem æða út að ströndinni. Umferðaröngþveiti er óhjákvæmilegt og má þar t.d. minna á hina alræmdu innkeyrslu í Valencia. Einn ferðamála- markaðsmaður segir lamasessinn í samgöngumálum eiga sinn stóra þátt í samdrætti á heimsóknum ferðamanna. „I rauninni þyrftum við vegakerfi sem þyldi 92 milljónir manna,“ segir hann. öllu kippt í lag fyrir 1992? Það sem vanrækt hefur verið vilja stjórnvöld nú vinna upp í hasti. Fyrir Ólympíuleikana og heimssýninguna 1992 á að leggja mörg hundruð kílómetra af nýjum hraðbrautum og hraðskreið járn- brautarlest á þá að flytja farþega milli Madrid og Sevilla á þrem og hálfri klukkustund, í stað 7 eins og nú er. „Nú er tími breytinga, ekki kreppu,“ segir bjartsýnismaður í ferðamálum. Hann vill lokka ferðamennina frá ströndunum og á lítt þekkta fallega staði innar í landinu þar sem enn er engin hætta á oftroðningi ferðamanna. „Þess vegna er slagorðið okkar núna: Allt undir sólinni. Áður lögðum við áherslu á sólina en nú leggjum við áherslu á ALLT,“ segir hann. Allt undir sólinni: Ferðamál Spáni í ógöngum

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.