Tíminn - 04.07.1989, Qupperneq 2

Tíminn - 04.07.1989, Qupperneq 2
2 Tíminn Þriðjudagur 4. júlí 1,989 Greindum sárasóttartilfellum hefurfjölgað töluvertáHeilsuverndarstöðinni í Reykjavík: SÁRASÓn SÆKIR Á Á síðasta ári greindust þrefalt fleiri tilfelli sárasóttar á Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík en árið 1987. Sárasótt- artilfellum hefur einnig fjölgað töluvert annars staðar eins og tfl dæmis í Bandaríkjunum. Ástæðurnar eru þó mismunandi og hér á landi er meira en helmingur tilfella rakinn til Grænlands. Er þá annað hvort um að ræða Grænlendinga eða íslendinga sem hafa haft mök við Grænlendinga, hér á landi eða þar. Jón Hjaltalín Ólafsson yfirlækn- ir húð- og kynsjúkdómadeildar Heilsuvemdarstöðvarinnar kvaðst í samtali við Tfmann ekki vera kunnugt um ástæður þessarar miklu fjölgunar. „Það hafa bæði komið hópar Grænlendinga hingað og íslendingar farið þangað" sagði Jón. Hann benti jafnframt á að þó tölur sýndu nokkra aukningu á einum eftirlitsstað, væri ekki víst að það gæfi raunsanna mynd af landinu öllu. Sárasótt hefur verið mikið vandamál á Grænlandi og sem dæmi má nefna að fyrir tveimur til þremur árum var hún um það bil fimmtíu sinnum algengari á Græn- landi en hér. Aðrir kynsjúkdómar eru einnig mjög algengir þar. „Kynsjúkdómar em margfalt al- gengari á Grænlandi en á íslandi. Sárasótt hefur einnig orðið gífur- lega aigeng í Bandarfkjunum, einkum í Kaliforníu á síðustu árum. Menn eru ekki alveg á einu máli varðandi hvemig stendur á því. Nú hefur staðið yfir mikil herferð gegn eyðni og sumir tala um einhverskonar bakslag þvert ofan í áróðurinn. Sömuleiðis hefur verið nefnt að nú leiti aðrir hópar af fólki til lækna og því greinist fleiri tilfelli. Varðandi eyðni em eiturlyfja- neytendur stærsti hópur smitaðra einstaklinga í dag. Hommar aftur á móti em orðnir vel upplýstir um málið og virðast passa sig nokkuð vel. Ég tel að áróðurinn sem hefur farið fram hér á landi sé mjög þarfur og góður en held jafnframt að of snemmt sé til að sjá megi árangurinn í fækkun tilfella" sagði Jón. Hann sagði heilbrigðisþjónustu vera frekar bágboma í Grænlandi en Danir væm nú að gera átak til að kippa því í liðinn. Jón sagði sjaldgæft að kynsjúk- dómasmit hér á landi væri rakið til annarra ferðamanna en Grænlend- inga. „Hingað til lands fáum við nokkuð góða ferðamenn hvað þetta varðar. íslendingar erlendis em til að mynda áreiðanlega tölu- vert erfiðari á þessu sviði“ sagði Jón. Einkenni sárasóttar koma fram á þremur stigum. Smit sárasóttar berst milli manna við beina snert- ingu við sýkt sár. í grófum dráttum lýsir sjúkdómurinn sér þannig að til að byrja með fær fólk sár við smitstað, sem er ekki aumt. Annað stigið getur lýst sér í útbrotum og fleim. Síðan getur sárasótt legið niðri til fjölda ára en, sé ekkert að gert, komið upp aftur og þá í formi hjarta- og heilasjúkdóma eða ann- arra sjúkdóma sem leggjast á innri líffæri. Ef sjúkdómurinn greinist er meðferðin aftur á móti mjög einföld og sjúklingurinn læknast fullkomlega. jkb Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti: Nýr skrif- stofustjóri Hinn 1. júlí síðastliðinn skipaði forseti íslands að tillögu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Ing- ibjörgu R. Magnúsdóttur skrifstofu- stjóra í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu. Ingibjörg var hjúkmnarforstjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri frá 1961 til 1971. Hún tók við starfi fulltrúa í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu 1. júlí 1971 og við stöðu deildarstjóra sjúkrahúsa- og heilsugæsludeildar 1. október sama ár. Hún hefur setið í ýmsum ráðum og nefndum á vegum ráðuneytisins og gegnt þar margs konar trúnaðar- störfum. Ingibjörg hefur verið námsbraut- arstjóri námsbrautar í hjúkmnar- fræði við Háskóla íslands frá 1. janúar 1976. Alþýðusamband Norðurlands: Styður stóriðju við Eyjafjörð Alþýðusamband Norðurlands hefur sent Jóni Sigurðssyni iðnaðar- ráðherra eftirfarandi ályktun: „Fundur með stjómum eftirtal- inna stéttarfélaga haldinn í Alþýðu- húsinu miðvikudaginn 28. júní 1989, lýsir yfir fullum stuðningi við sveita- stjómir á svæðinu um áframhaldandi viðræður við stjómvöld um stóriðju og staðsetningu hennar við Eyja- fjörð. Fundinum er ljóst að ef Eyfirðing- ar eiga að halda hlut sínum í mann- fjöldaþróun miðað við Iandið í heild, verður að styrkja atvinnulífið við fjörðinn svo um munar. Það verður Húsnæðislán Húsnæðisstofnunar: 80.000 vanskil Veðdeild Landsbankans sendi út 224.000 innheimtubréf vegna af- borgana af lánum Húsnæðisstofnun- ar á s.l. ári. Mikið vantaði á að allir borguðu þó á réttum tíma. Senda þurfti út 80.000 ítrekanir vegna van- skila. Meira en þriðja hver greiðsla hefur því farið í vanskil. I fjórða hverju tilfelli dugði það þó ekki til, því nærri 20.000 uppboðsbeiðnir voru sendar fógetaembættum lands- ins vegna vanskila þessara. Af lang flestum þeirra lána hefur verið greitt áður en til uppboðs kom. En ljóst virðist að þessar aðgerðir hafi kostað þúsundir íbúðareigenda stórar fúlg- ur í dráttarvexti og innheimtukostn- að. Framangreindar tölur koma fram í viðtali við forstöðumann Veðdeild- ar Landsbanka íslands, Jens Sören- sen, í Fréttabréfi Húsnæðisstofnun- ar. Þar kemur og fram að stofnunin átti rúmlega 40 milljarða króna úti- standandi í húsnæðislánum um síð- ustu áramót. Gjaldfallnar afborgan- ir, vextir og verðbætur í vanskilum voru þá um 1,2% af þeirri upphæð, eða um 470 milljónir króna. - HEI Aðgát og tillitssemi r gera umferðina greiðari tæpast gert nema með stórfelldri atvinnuuppbyggingu á sviði iðnað- ar.“ f bréfi til ráðherrans er ennfremur minnt á samþykkt frá 17. þingi Alþýðusambands Norðurlands þar sem segir m.a: ,1 framhaldi af Blönduvirkjun ber að gera sérstaka athugun á hvaða möguieikar eru á Norðurlandi til að nýta þá orku, sem skapast til al- mennrar atvinnuuppbyggingar og nýiðnaðar. Nefna má í því sambandi orkufrekan iðnað við Eyjafjörð... “ SSH llær0* Guðfræðideild Háskóla fslands: Manndómsvígsla í stað borgaralegra ferminga í greinargerð sem unnin var af Guðfræðideild Háskólans vegna svonefndrar borgaralegrar fermingar kemur meðal annars fram að deildin telur að nafngiftin „borgaraleg ferming“ orki tvímælis þar sem slík athöfn sé hvorki borgaraleg né ferming og er stungið upp á því að valið verði annað nafh á þess athöfn, tfl dæmis „manndómsvígsla“ eða „ungmennavígsla“. Greinargerðin var unnin í fram- haldi af beiðni Biskupsstofu og er höfundur hennar Dr. Einar Sigur- bjömsson. Þar segir orðrétt: „Orðasambandið „borgaraleg ferming“ er myndað á sama hátt og „borgaraleg hjónavígsla" eða „borgaraleg greftrun" og til þessar- ar athafnar mun stofnað í því skyni að gefa því fólki, er ekki vill þiggja fermingu, kost á athöfn í stað hennar. Það er ekki hægt að fordæma það út af fýrir sig, að fólki, sem ekki vill hafa með kirkjuna að gera, sé gefinn kostur á athöfn í stað fermingarinnar. Nafngiftin „borgaraleg ferming" orkar hins vegar mjög tvímælis. Orðasam- bandið er myndað eins og áður sagði hliðstætt „borgaralegri hjónavígslu“ en stenst þó ekki, af því að ferming er ekki lagageming- ur á sama hátt og hjónavígsla og hjónavígsla er sögð borgaraleg, þegar „borgaralegur“ embættis- maður, þ.e. dómari, en ekki kirkjulegur, framkvæmir hana. Fermingunni fylgja engin réttindi og skyldur önnur en innan kirkj- unnar. Þau borgaralegu réttindi og skyldur, er vom henni áður sam- fara, veitast nú í gegnum skólakerf- ið og heilbrigðiskerfið eins og áður sagði. Hvað staðfesta Iíka ung- menni borgaralega? Það er ekki auðvelt að koma auga á það. Hugtakið „borgaraleg ferming" stenst því varla, þar eð slík athöfn er hvorki „borgaraleg" né „ferming“. Með skírskotun til trúfrelsisákvæða ber að ítreka, að fólki, sem ekki vill þiggja fermingu fyrir sig eða bömin sín, leyfist að gera hvað sem er í stað þess svo fremi það rúmist innan ramma almenns siðferðis og allsherjar- reglu og stofna til samtaka um það sem komið gæti í stað fermingar. En forvígismenn sltkra samtaka ættu að velja annað nafn á athöfn- ina með tilliti til þess sem að framan greinir. Þar kæmi margt til greina svo sem „manndómsvígsla" eða „ungmennavígsla“. Þó að orð- ið „vígsla“ hafi uppmnalega trúar- lega merkingu, hefur orðið tekið á sig veraldlega merkingu fyrir löngu og rökstyður það þessa nafngift. Það styðst líka við erlenda fyrir- mynd yfir hliðstæðar athafni svo sem þýska orðið „Jugendweihe". SSH Nýlega var byrjað á fram- kvæmdum í Artúnsbrekkunni en hana á að breikka og koma fyrir vegriði í miðju hennar til að skilja að umferð bfla til gagn- stæðra átta. Undanfarin ár hafa allmörg og alvarleg slys orðið í brekkunni þegar bflar rákust saman og flutti Alfreð Þorsteins- son tillögu í borgarstjórn s.l. vetur um þessar framkvæmdir og var tillagan samþykkt. Hag- virki annast framkvæmdirnar fyrir Reykjavíkurborg. Timamynd; Ami Bjarna. Skattseðl- arnir koma í lok júlí Samkvæmt upplýsingum vararík- isskattstjóra er ekki von á tilkynn- ingu um álögð gjöld frá embættinu fyrr en í endaðan júlí. Samkvæmt reglugerðum ætti álagningu að vera að fullu lokið um mánaðamótin júní-júlí en tími hefur ekki unnist til að ljúka verkinu svo snemma. Nú gerist það í fyrsta sinn að fyrirframgreiðsla opinberra gjalda kemur á móti álögðum opinberum gjöldum og bíða skattgreiðendur í ofvæni eftir því að fá að vita hvort þeir hafi greitt umfram væntanlega álagningu og muni því fá greitt til baka, eða hvort það verður á hinn veginn. Það kemur hins vegar ekki í ljós fyrr en í lok júlí, eins og fyrr segir. -sá

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.