Tíminn - 04.07.1989, Síða 3

Tíminn - 04.07.1989, Síða 3
Tírriinn 3 ^riðji/ddgur 4.'/ul7 V989 Vinnueftirlitið - ótvírætt brot á vinnuverndarlögum: Lögbrot lækna skárri heldur en fiskitækna? „Þetta virðist ótvírætt brot á Iögunum. Þarna virðast kjarasamningar hafa verið gerðir af hinu opinbera sem standast ekki lög sem Alþingi hefur sett,“ svaraði Hörður Bergmann, upplýsingafulltrúi Vinnueftirlits ríkisins. En Tím- inn spurði hann hvort ekki sé um að ræða brot á landslögum ef aðstoðarlæknum sjúkrahúsa er skipað að standa vaktir í einn og jafnvel upp í tvo sólarhringa, eins og frá var skýrt í fréttum nýlega. í vinnuvemdarlögum segir m.a.: „Á hverjum sólarhring, reiknað frá byrjun vinnudags, fái starfsmenn a.m.k. 10 klukkustunda samfellda hvíld“. Og í sömu lögum segir m.a. um verkefni Vinnueftirlitsins: „Hafa eftirlit með og sjá um, að lögunum og þeim reglum, sem settar eru samkvæmt þeim sé framfylgt". Ýms- um er eflaust minnisstæð röggsamleg framganga Vinnueftirlitsins við að koma í veg fyrir að þessi lagaákvæði væru haldin hjá fiskvinnslustöðvum, þar sem vinnutími vildi stundum verða langur í aflahrotum. Er hins vegar látið óátalið þótt sjúkrahús brjóti lögin daglega? Hörður sagði Vinnueftirlitið vit- anlega bregðast við þegar stofnunin og starfsmenn hennar uppgötva að ekki sé farið eftir þeim lögum sem hún á að sjá um að sé framfylgt. Athyglin hafi einkum beinst að áhættu/slysahættu á vinnustöðum og aðbúnaði starfsmanna (t.d. húsnæði lögreglu á landsbyggðinni nú ný- lega). Þvingunaraðgerðum, sem beitt er ef ekki er farið að kröfum vinnueftirlitsmanna (einkum um ör- yggisbúnað) hafi t.d. verið beitt nær 450 sinnum á síðasta ári. í þessu tilfelli sé um að ræða kjarasamninga sem benda til brots á vinnuvemdarlögum. Slíkt hafi áður komið til kasta stofnunarinnar, t.d. þegar gerðar hafi verið athugasemd- ir við vinnutíma við hvalskurð í Hvalfirði á fyrstu árum stofnunar- innar. Úti á landi fylgist starfsmenn Vinnueftirlitsins líka jafnan með vinnutíma í síld og annarri áhlaupa- vinnu við fiskverkun. - En ég hef aldrei rekist á það hér að horft hafi verið í vinnutímamál á Jón Sigurðsson um hugmyndir Jóns Baldvins um skipti á ráðherrastólum: „Ekki á döfinni" Jón Sigurðsson iðnaðar- og við- skiptaráðherra segir það ekki á döf- inni í næstu framtíð að hann skipti á ráðherrastólum við nafna sinn og flokksbróður Jón Baldvin Hanni- balsson, vegna anna Jóns Baldvins eftir að hann tók við formennsku í ráðherranefnd EFTA. Jón Sigurðsson vildi hvorki játa því né neita hvort þessi mál hefðu verið rædd eitthvað í alvöru. „Utan- ríkisráðherra hefur velt því fyrir sér hvemig hann geti fengið meiri tíma til að helga sig stjómmálum hér heima fyrir, heldur en fylgi þessu mikla annastarfi og það er ekkert leyndarmál að hann hefur nefnt þetta sem hugsanlegan möguleika,“ sagði Jón. -ÁG sjúkrahúsum, sagði Hörður. Spurður um öryggi sjúklinga í höndum lækna sem hafa kannski vakað í 30-40 klukkustundir benti hann á að hlutverk Vinnueftirlitsins sé að huga að öryggi starfsmanna, en ekki - samkvæmt laganna hljóðan - að fylgjast með því hvort sjúklingar em meðhöndlaðir þannig að öruggt sé að þeir verið ekki fyrir rangri eða vafasamri meðferð t.d. vegna þreytu hlutaðeigandi læknis. En hvað þá með heilsu lækna sem „skipað" er að taka sólarhringsvakt- ir? - Er þetta ekki fremur tilkomið í því skyni að gefa hlutaðeigandi há laun?, spurði Hörður á móti. Hvað varðar umræður um læknaskort í þessu sambandi benti hann á að á íslandi starfi fleiri læknar, í hlutfalli við fólksfjölda, en hjá nokkurri annarri þjóð í heiminum. Það sé því enginn læknaskortur á íslandi, enda bíði t.d. 300 læknar erlendis eftir því að fá stöðu hér heima. Skýringin hljóti að liggja annarsstaðar. Til upplýsinga má geta þess að stöðuheimildir lækna á Ríkisspít- ölunum vom sem hér segir árin: 1985 1987 Yfirlæknar 46,5 48,5 Sérfræðingar 70,6 79,8 Aðstoðarlæknar 69,1 68,1 Samtals: 186,2 196,4 Aðstoðarlæknum hefur því fækk- að um einn á sama tíma og yfirlækn- um og sérfræðingum fjölgaði um 11 á þessum tveim ámm, eða litlu minna heldur en hjúkrunarfræðing- um. Vinnuþrælkun aðstoðarlækna má m.a. marka af því, að þótt þeir séu aðeins 3,2% af starfsfólki Ríkisspít- alanna komu 10,7% af öllum greiðsl- um fyrir yfirvinnu í þeirra hlut árið 1987 (t.d. hærri upphæð en öll yfirvinna 365 Sóknarstarfsmanna). Að meðtöldum álagsgreiðslum og öðmm greiðslum urðu heildarlaun hærri á hverja stöðu aðstoðarlæknis (1.925 þús.kr.) heldur hærri heldur en á stöður yfirlækna (1.895 þús.kr.) að meðaltali. Sérfræðingamir skák- uðu þó báðum, með 2.410 þús.kr. á hverja stöðu árið 1987. (Laun á stöðu Sóknarfólks vom 875 þús.kr. að meðaltali sama ár.) -HEI Á laugardaginn sýndu bæjarfulltrúamir meistaratakta við að grilla pylsur fyrir gesti og gangandi. Skemmtiatriðin á og ein pylsa hvarf ofan í þá sjálfa. Ráðhúströðinni drógu athyglina frá því þegar ein lllllllllllilllll! VEIÐIHORNIÐ' Tuttugu og tveggja punda lax úr Hvítá Stærsti lax sumarsins veiddist í Hvítá við Iðu á sunnudaginn. Laxinn, sem var hrygna, mældist 22 pund og er sá fyrsti sem veiðist í Hvítá í sumar. Það var Þráinn Viggóson sem veiddi stórlaxinn á flugu, sem heitir Iða II. Eftir að Þráinn hafði barist við laxinn í tuttugu mínútur óð hann út miðja á og tók fiskinn á sporðinum á land. Það hafa oft veiðst risar á við þennan í Hvítá. Síðasta sumar var stærsti laxinn, 29 pund, veiddur þar og stærsti lax sem veiðst hefur á stöng er úr Hvítá, hann mældist 38,5 pund. Þrír 20 punda Þrír tuttugu punda laxar komu á land um helgina. Einn þeirra veiddi Anna Lilja Stefánsdóttir í Laxá í Aðaldal. Laxinn var að ganga við Æðarfossa og komu þar sjö fiskar á land á stuttum tíma og var þessi einn af þeim. Annar 20 punda kom á land í Laugardalsá. Hann veiddi Magnús Jónasson á maðk í Berghyl. Hann var grálúsugur og veiddist neðst í ánni og því greinilega nýgenginn. Sá þriðji veiddist í Laxá í Dölum í Efri Kistu. Það var Guðjón Hannesson sem fékk hann. Um 340 laxar úr Þverá og Kjarrá Rúmlega 340 laxar höfðu veiðst í Þvera og Kjarrá á hádegi í gær. Heildartalan í Þverá var komin í 169 fiska og í Kjarrá var hún 173 laxar. Fjörutíu og þrír laxar komu á land í Þverá um helgina, um 20 á sunnudag og álíka margir á laugar- dag. Það rigndi talsvert á sunnudags- nóttina og því eru ámar frekar vatnsmiklar, þó eru þær báðar í ágætu ástandi. Útlendingatímabilið er nú hafið í Kjarrá og er þá bara veitt á flugu, en í Þverá er einnig veitt á maðk eins og er. Grímsá yfir 200 Veiði hefur gengið þokkalega í Grímsá það sem af er og er áin nú kominn eitthvað yfir tvö hundruð fiska. Hollið sem byrjaði veiðar á fimmtudag og veiddi fram á sunnu- dag gekk sæmilega og komu 35 laxar úr því. Útlendingar byrjuðu veiðar í ánni á hádegi á sunnudag og í gær höfðu þeir fengið um tuttugu laxa. Laxamir eru ekki mjög stórir í Grímsá, allt frá einum til tveimur pundum upp í fjórtán pund. Þeir stærstu em þó 17 pund. GS. Hátíð lokið í bili Hátíðarhöldunum í Vestmanna- eyjum í tilefni sjötíu ára afmælis bæjarins lauk nú um helgina. Þá var Tommamótinu einnig slitið. Það hefur oft verið sagt um Eyja- menn að þeir séu atvinnumenn í að skemmta sér. Þeir taki lífinu í léttara lagi, vinni mikið og haldi veglegar hátíðir við minnsta tækifæri. Það var ekki að spyrja að því þegar Vest- mannaeyjakaupstaður varð sjötíu ára, öllu var tjaldað til og glæsileg afmælishátíð haldin vikuna 24. júní til 1. júlí. Inn í hana féll Tommamót- ið, knattspyrnumót átta til tíu ára fótboltakappa og mættu um átta hundruð keppendur til leiks. Hvar sem litið var í bænum vom syngjandi og trallandi peyjar í íþróttabúning- um og með lottóhatta, og var greini- legt að þeir ætluðu að nýta sér þessa skemmtiferð til hins ýtrasta. Blaðamaður Tímans hitti nokkra þeirra við klettasprönguna niðri við höfn og kyrjuðu þeir hástöfum „Tarsan apabróðir“ og ráku upp ýmiskonar „Tarsanhljóð“ þegar ein- hver sveiflaði sér glæsilega í kaðlin- um. Þeir höfðu nóg að gera, nýbúnir að keppa og vom á leiðinni í grill- veislu. Allir keppendurnir á Tommamótinu fengu að fara í skoð- unarferðir á sjó og landi og hver klukkutími var skipulagður svo að pollarnir, eins og Vestmannaeyingar kalla þá, hefðu um nóg að hugsa og enginn tæki upp á strákapömm. Ýmislegt annað var á döfinni þessa afmælisviku í Vestmannaeyj- um. Hátíðarsetningin tengdist lands- móti Sambands íslenskra lúðrasveita og gengu um tvöhundmð lúðrasvein- ar víðs vegar að af landinu fyrir skrúðgöngu sem hlykkjaðist um all- an miðbæinn. Þá vom opnaðar sýn- ingar af ýmsu tagi, myndlistasýning á verkum Júlíönnu Sveinsdóttur sem var fædd og uppalin í Eyjum og sýningamar Póstsaga Vestmanna- eyja, Vestmannaeyjahöfn, Aðal- skipulag Vestmannaeyjabæjar og Börn í Vestmannaeyjum. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, heiðraði Eyjarnar með nærvem sinni á sunnudeginum og tók þátt í vígslu gróðurreits við Helgafell. í reitnum eiga að fara fram tilraunir í trjárækt, en hefðbundin tré þrífast varla í Eyjum vegna roks og seltu. Veður- guðirnir sýndu þó sínar bestu hliðar fram að lokahelginni og sól skein í heiði frá morgni til kvölds. Laugardagurinn var síðasti dagur hátíðarhaldanna. Þá var kjötkveðju- hátíð haldin í Ráðhúströðinni og bæjarfulltúar grilluðu pylsur ofan í svanga veislugesti. Hljómleikar á Stakkagerðistúni vom hálf enda- sleppir, en þar spiluðu hljómsveit- imar Centaur, Mezzoforte og Stuðmenn. Hellirigning skall á og flúðu margir áhorfenda heim. Á laugardagskvöldinu drógu flest- ir hinna yngri upp ballskóna og héldu á dansleik með Stuðmönnum, en þeir léku á alls oddi og varð vart séð hvorir skemmtu sér betur, dans- aramir eða hljómsveitin. Hátíðar- höldunum lauk formlega með dans- leiknum, en óformlegum hátíðar- höldum var haldið áfram í heimahús- um víðast hvar um bæinn og stóðu þau fram á sunnudag. Tommamótinu var slitið á glæsi- legri lokahátíð f íþróttahúsinu á sunnudagskvöld. Þar uppskám ungir fótboltasnillingar erfiði sitt og tóku við verðlaunum fyrir góða frammi- stöðu. Samkvæmt tímatali Vestmanna- eyinga er núna mánuður fyrir þjóð- hátíð, sextán árum eftir gos. Fólk byrjar aftur að streyma ofan af meginlandinu til Eyja eftir fimm vikur, til að taka þátt í þjóðhátíð- inni, og að sögn kunnugra eru menn þegar farnir að þurrka af gftargörm- unum og huga að þjóðhátíðar- lundanum, í flj ótandi og föstu formi. Lundaveiðitíminn hófst á laugar- daginn og búist er við að um fimm- tíuþúsund lundar verði veiddir. Stofninn við Eyjar telur um þrjár milljónir, svo engin hætta er á útrým- ingu, þrátt fyrir harðan aðgang veiði- manna. LDH-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.