Tíminn - 04.07.1989, Qupperneq 13

Tíminn - 04.07.1989, Qupperneq 13
Þriðjudagur 4. júlí 1989 Tíminn 13 ur eða góður vinningur í lottói. Andrúmsloft heimilisins einkennist af djúpri heimspekilegri hlýju þar sem hægt er að blanda saman dýpsta innihaldi sálarkerja þannig að út- koman verður innihaldsrík og and- lega nærandi. Þær eru ófáar stundiráar sem setið hefur verið yfir kaffibolla og oft einnig kertaljósi og leyndarmál til- verunnar krufin. Stundum með Sól- veigu dóttur þeirra sem býr eins og þau á Laugateignum, stundum einn- ig með Rögnu á Baldursgötu og synirnir Jakob Lárus og Benedikt hafa lagt sitt til málanna þegar þeir hafa verið nálægir. Alltaf kemur maður andlega nærður og ríkari af þessum fundum en þá eru ónefndar allar þær veraldlegu veitingar sem innbyrtar hafa verið á meðan andinn meðtók sínar kræsingar. Oft hefur Sveinn þó aðeins staðið og hlustað með bros á vör, en síðan skótið einhverju inn með sínu skemmtilega glettna brosi. Og enn er sami glampinn í augum hans og þegar „vindurinn“ sendi honum konuefnið. Góðlátleg stríðni með þessum fræga glampa í augum er hans vörumerki. Hann hafði gaman af að lauma að mér sinni góðlátlegu stríðni sem ekki var hægt annað en að taka vel á móti. Nú eru þau orðin tvö ein í kotinu. Líklega í fyrsta skipti alla sína búskapartíð, sem nú fer að nálgast hálfa öld. Líklegt er að turtildúfur nútímans ættu erfitt með að hugsa sér það hlutskipti. Kannski að þau geti tekið upp þráðinn frá því forð- um og notið friðarins, því ég veit að Amor hefur ekki yfirgefið þau. Nú hafa örlögin hinsvegar borið mig langt af leið til að geta sótt í þeirra andlega banka í eigin persónu en ég fæ hinsvegar góð bréf af og tii með samskonar innihaldi, þakklát fyrir að dóttir mín eigi athvarf í ranni þessarar fjölskyldu. 75 ár eru langur tími þegar horft er fram en líta öðruvísi út þegar horft er aftur. Þá er eins og að tíminn hafi hálfpartinn hlaupið frá manni og mörgum hættir til að finnast að þeir hafi ekki gert allt sem þeir vildu gert hafa í sínu lífi. Hugurinn er oft miklu afkastameiri en hinir hlutar líkamans leyfa. En eins og hjá flestum af kynslóð Guðrúnar hefur ekki verið tími eða tækifæri til að láta verk úr hendi sleppa og því engin ástæða fyrir hana að naga handabökin með því hugarfari að tíminn hafi ekki verið nýttur til hins ýtrasta og vel það. Líklega á engin kynslóð eftir að koma með samskonar vinnusiðferði og fyrri kynslóðir tileinkuðu sér. Þrátt fyrir annir og álag nútímans sem krefst mikils af fólkinu verður meira um vindhögg en hjá eldri kynslóðum og fólk hefur annað við- horf til sjálfs sín gagnvart slíku sem nýtingu hluta og tíma en var fyrr á tímum. Allt þetta kemur upp í hugann þegar maður hugsar um hlutskipti Guðrúnar sem annarra kynsystra á þeim tímum sem þær voru á sínum sokkabandsárum og orðin afsiöpp- un, frítími og fleiri slagorð nútímans þekktust varla eða höfðu annað gildi. Hvort þessar kynslóðir vildu upp- lifa þá tíma aftur eða verða ung í tækifærum nútímans er ekki fyrir mig að svara, enda verður tæplega aftur snúið hvort sem er. Guðrún og Sveinn væru þó lx'kleg til að vilja vera ung nú á tímum ef þau mættu velja og gætu líklega hugsað sér að verða turtildúfur tvö ein hvort sem væri upp til sveita eða í iðandi kös einhverrar stórborgar. Þó gæti ég trúað Sveini til þess að vera til í að verða ungur aftur og hafa tækifæri til að sitja úti á gang- stéttum franskra kaffihúsa, og horfa með glampa í augum á tígulegar yngismeyjar og ástfangin pör! Hvað um það geta þau nú litið til baka og horft með stoltum hug á fríðan hóp efnilegra afkomenda og glaðst yfir sérlega samhentri fjöl- skyldu. Þau hafa staðist prófið með glæsibrag. En ég verð að láta mér nægja andans flug og ímyndunarafl og hugsa mér að ég sitji til borðs með þeim á þessum tímamótum og njóti einu sinni enn þessara dægilegu samverustunda með þeim. Matthildur Bjömsdóttir Adelaide, Ástralíu. MINNING Anna S. Leópoldsdóttir Fædd 29. september 1944 Dáin 26. júní 1989 Veturinn var harður og vorið kalt, óþreyjufull var biðin eftir hlýjum sumardögum. í þann mund er sú von ókkar rættist að sumarið tæki völdin, lauk baráttu ungrar konu. { þrjá mánuði stóð stríðið milli lífs og dauða. Læknar lögðu fram mátt tækni og þekkingu, hjúkrunarfólk vakti nótt sem dag og veitti allt það besta sem starf þess bauð. Mannleg hlýja og mikil hugsun var látin í té þessa vordaga, en sigurinn var dauðans. Anna Sigurbjörg var fædd 29. september 1944, elst systkina sinna og var af þeim ævinlega nefnd Anna systir. Okkur fannst oft að henni væri gæfan gefin í smáum skömmt- um og víst voru áföllin mörg og ekki lítil. En lífsgæfan verður ekki mæld í tíma né öðrum einingum og hug- takið rúmar margt og mikið. Anna var falleg kona, óvenju brosmild og geislaði af hlýju. í klæðaburði bar hún oft af öðrum þó ekki ætti hún veraldarauð til að versla í tískubúðum stórborga. Handlagin og smekkvís var hún með afbrigðum. Aðal einkenni hennar og það sem gerði hana ógleymanlega þeim sem áttu með henni samleið, var hversu létt hún átti með að tjá sig og láta í Ijós tilfinningar sínar, einlæg og hreinskiptin. Brosandi og með opinn faðminn heilsaði hún fjölskyldu og vinum alla tíð og vini átti hún marga enda afburða mann- glögg og trygglynd. Það vakti undrun þeirra er til þekktu hvemig hún kom rekstri heimilisins fyrir, innan ramma tekna sinna, þar kom til einstök reglusemi og skipulagsgáfa, sannkölluð hagstjóm. Eitt áfallið kom fyrir síðustu jól er sjúkdómur tók sig upp. Mig langar að minnast lítils atviks sem Iýsir henni svo vel. Þá átti ég stund við sjúkrabeð hennar, flótlega fann hún út að hægt var að greiða götu mína í gegnum síma og sagði: „Má ég reyna hvað ég get gert?“, og það mál leystist fljótt og vel. í janúar var ég uggandi um hennar þrek og fór til að hitta hana að máli. „Ef ég næ í bakkann held ég fast og klóra mig uppúr“ sagði hún, trúin og ótrúlegt baráttuþrek hennar var endurheimt, en skammt var stórra högga á milli. Anna veiktist af heilahimnubólgu á þriðja í páskum og var flutt á gjörgæsludeild Landakotssjúkra- hússins. í tæpan hálfan mánuð var hún meðvitundarlaus. Margar heitar bænir vom beðnar sem veittu von og trú á líkn með þraut. Hún kom til vitundar með fulla og óskemmda hugsun og sál, en líkaminn var lagður í þunga fjötra og henni vamað máls. Henni var gefið það þrek að geta fagnað öllum með sínu breiða brosi og augun skinu af elsku til ættingja og vina. Henni auðnaðist að nota hægri handlegg í nokkrar vikur til að faðma að sér eins og henni var svo eiginlegt. Þökk sé fyrir þær stundir. Ef til vill er það stærsta gæfa hvers manns að geta gefið samferðafólkinu bros og tjáð vænt- umþykju til hinstu stundar. Fátækleg orð til að minnast eins af sterkum ljósgeislum er lýst hafa í lífi mínu. Guð blessi böm hennar og ætt- ingja. Grafskríft Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð afbænum þeirra sem þú elskaðir aldrei mun þessi rós blikna að bausti. (Ragnhildur Ófeigsdóttir) Olga Hún Anna er dáin! Þetta hljómar svo einkennilega þegar hugsað er nokkra mánuði aftur í tímann og mynd hennar dregin fram, hún var ánægð, ætlaði að vinna sigur á þeim sjúkdómi sem hafði verið skuggi hennar á fjórða ár, hún átti sér drauma og hún átti sér vin. Lífið hafði svo sannarlega ekki »,«.»> víf. .:«;r(#5*’swatS !b-j verið neinn dans á rósum hjá henni Önnu Sigurbjörgu Leópoldsdóttur, en hún bar það ekki utan á sér eða lét á því bera. Hún naut þess í svo ríkum mæli að vera innan um fólk, bæði vini og vandamenn að hún lét það ekki eftir sér að eyðileggja þær stundir með því að bera sína erfið- leika á torg og oft hefur fólk vanmet- ið aðstæður hennar einmitt vegna þessa. En það sem gerðist fyrir þrem mánuðum í lífi hennar, sá sjúkdóm- ur heilahimnubólgan, bókstaflega heltók hana á örstuttum tíma og þeirri hetjulegu baráttu sem hún háði, verður ekki lýst með fátækleg- um orðum, það geta þeir dæmt um sem fylgst hafa með sjúkdómslýs- ingu hennar þennan tíma. En aldrei hefur nokkur manneskja sem ég þekki þurft að taka annað eins út og hún þegar heilahimnubólgan var á undanhaldi. Allt sem hún þurfti að ganga í gegnum þennan tíma er svo hræðilegt og svo ótrúlega mikið að undrun vakti. Þá kom sér vel að hafa stjóm á skapi sínu, geta tekið því sem að höndum bar með stillingu og æðruleysi og brosað gegnum tárin. Guð minn góður, þvi ertu svona miskunnarlaus, af hverju er sumt fólk látið kveljast svona mikið? Hversu oft síðustu mánuði hefur fólkið hennar Önnu ekki hugsað svona og kvalist með henni og ekkert getað gert, en hetjan okkar er fallin fyrir fullt og allt. En minningin um elskulega mágkonu og mína bestu vinkonu lifir og ekkert fær tekið frá mér sem ég skal geyma í hjarta mínu það sem eftir er ævi minnar. Hún Anna Sigurbjörg, eins og hún hét fullu nafni, var fædd í Reykjavík, þann 29.9. 1944, þeim hjónum Maríu Magnúsdóttur og Leópold Jóhannessyni. Hún var frumburður þeirra og eina dóttir, en saman áttu þau 3 böm, auk hennar, Magnús f. 1946 og Hall f. 1948. Þegar Anna var 10 ára slitu foreldrar hennar samvistum, en einmitt þá byrjar lífsbaráttan fyrir alvöru hjá Maríu og bömunum hennar þrem. Þau vom eftir ein í litla húsinu við Hlíðarveg 33, í Kópavogi, húsið sem átti bara að vera bráðabirgðahús þar til byggt yrði annað og betra hús á lóðinni, en í litla húsinu bjuggu þau í sautján ár og þrátt fyrir baslið í Kópavoginum var þetta helgur reit- ur. Kópavogurinn og þá sérstaklega Kópavogsbúar vom alveg einstakir og fram á þennan dag er ég kynnt fyrir gömlum Kópavogsbúum með mikilli virðingu. Með ótrúlegri sparsemi og ráð- vendni tókst Maríu og ala börn sín upp og koma þeim til manns og gott betur. Það bættist 4. barnið í hópinn þegar Anna var 17 ára 1961, Elvar Steinn Þorkelsson, litli bróðir og augasteinninn þeirra allra. Anna lærði strax á unga aldri að fara vel með bæði andleg og verald- leg efni sem reyndist henni gott veganesti í lífinu og eitt er víst sem best kom í ljós þessa 3 mánuði sem hún lá helsjúk á Landakoti, að milli móður og dóttur lá þráður sem aldrei slitnaði, en varð sterkari og sterkari þegar neyðin stækkaði. Þær miðluðu hvor annarri af svo mikilli blíðu og nærfærni að undrun.sætti, ,1.3:11 r.c.**. MV rnSairafa María sér nú á bak einkadóttur sinni sem hún unni svo mjög. Anna átti fleiri systkini en að framan greinir því Leopold giftist aftur, Olgu Sigurðardóttur og eign- uðust þau 4 böm saman, Jóhönnu f. 1956, Sigurð f. 1957, Leif f. 1965 og Margréti f. 1967. Heimili þeirra var lengst af í Hreðavatnsskála í Borgar- firði, sem var ekki eingöngu heimili þeirra, heldur einnig hinna bamanna og bamabamanna því fjölskyldan stækkaði. Anna átti þar oft athvarf, hafði m.a. vetursetu þar með elsta bam sitt á öðm ári Þórhall Bjömsson, f. 31.3. 1965. Þann vetur kynntist hún Gunnari Má Ingólfssyni, frá Sauðárkróki, sem þá var að læra mjólkurfræði og giftast þau síðar. Saman eignast þau 2 böm, Unnar Þór f. 11.1. 1968 og Maríu Sif, f. 17.5. 1971. Anna og Gunnar stofna sitt fyrsta heimili á Sauðárkróki, að Skógargötu 9, í litlu húsi. Þá strax er fjölskyldan orðin stór fyrir ungt fólk því þeim var fæddur sonurinn Unnar Þór og þremur ámm seinna fæðist þeim dóttirin María Sif. Nokkm síðar ráðast þau í byggingu nýs íbúðarhúss að Víðihlíð 29, sem átti að verða þeirra framtíðarheimili, en margt fer öðmvísi en fólk ætlar og árið 1979 flytur Anna aftur suður á bóginn með fjölskyldu sína til Sel- foss og þar búa þau í u.þ.b. 3 ár. En upp úr því slíta þau endanlega samvistir og Anna byrjar sína lífs- baráttu upp á eigin spýtur með bömin sín öll. Enga manneskju þekki ég sem gat komist eins vel af og hana Önnu, af ekki miklum tekjum tókst henni að komast yfir húsnæði fyrir þau að Tunguseli 8, í Reykjavík, eftir þó nokkra hrakninga í leiguíbúðum. Yfir Önnu var mikil reisn, hún var góðum gáfum gædd, glæsileg á velli og hafði góða kímnigáfu, heiðarlegri og nákvæmari manneskju þekki ég ekki. Ég hugsaði það oft í gegnum árin að ef allir væm eins nákvæmir og hún þá væri margt betra í mannlíf- inu en það er. Að Önnu standa í báðar ættir mikið merkisfólk, heið- arlegt, vinnusamt og sterkir pers- ónuleikar sem hver maður gæti verið stoltur af að tilheyra. Okkar kynni hófust þegar ég gift- ist bróður hennar Magnúsi, 1968. Með okkur tókust strax góð kynni sem aldrei bar skugga á. Margs er að minnast á yfir 20 ára tímabili. Sér- staklega er mér minnisstætt veturinn langa, þegar við hjónin lentum í vemlegum erfiðleikum. Þá hringdi hún í mig sem oftar og spurði hvað hún gæti gert og ég sagði, ég vildi að þú værir komin til mín (en hún bjó á Sauðárkróki og ég í Kópavoginum) og hún sagði „ég kem“ sem hún gerði daginn eftir og var hjá mér um tíma. Hún var svo ótrúlega góð og nærfærin. Því miður vom oft vega- lengdir á milli okkar, en við nýttum tímann vel, spjölluðum, saumuðum, prjónuðum og margt, margt fleira. Margs er að sakna, en söknuður barna hennar óharðnaðra verður samt mestur. Góður Guð gefðu þeim allan þann styrk sem þau þurfa, í þeirra miklu sorg, einnig ungu norsku tengdadótturinni sem í annað skipti kemur til íslands við erfiðar aðstæður. Foreldrum, syst- kinum og öllum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð í sorg ykkar og söknuði. Blessuð sé minning hennar. Björk Valsdóttir t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð, kveðjur og minningargjafir við andlát og útför móður okkar og tengdamóður Margrétar Ólafar Sigurðardóttur Miðfelli Skúli Gunnlaugsson Sigurður Gunnlaugsson Magnús Gunnlaugsson Karl Gunnlaugsson Emil Gunnlaugsson Arndfs Sigurðardóttir Elín Stefánsdóttlr Guðrún Svelnsdóttir Elín Hannibalsdóttir t Alúðarþakkir færum við öllum þeim er sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför Jakobs Jónssonar, dr. theol. og heiðruðu minningu hans. Þóra Einarsdóttir Guðrún Sigrfður Jakobsdóttir Hans W. Rothenborg Svava Jakobsdóttir Jón Hnefill Aðalsteinsson Þór Edward Jakobsson Jóhanna Jóhannesdóttir Jón Einar Jakobsson Gudrun Jakobsson barnabörn og barnabarnabörn LEKUR BLOKKIN? ER HEDDIÐ SPRUNGIÐ? Viðgerðir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir - rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiða. Viðhald og viðgerðir á iðnaðarvélum - járnsmíði. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin — Sími 84110

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.