Tíminn - 04.07.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 04.07.1989, Blaðsíða 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnorhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 SAMVtMNUSANKl ISLANOS HF. 0,BtL ASv °/a ÞRttSTUR 685060 VANIR MENN Sjötugur ofurhugi frá Bandaríkjunum á eins hreyfils flugvél: FLOGIÐ YFIR NORÐUR- PÓLINN í ANNAD SINN Charles Mack, 69 ára Bandaríkjamaður af grískum uppruna, kom til íslands um níu leytið í gærkvöldi frá París, en þangað fór hann eftir að hafa flogið yfir norðurpólinn í eins hreyfils Beachcraft Bonansa vél sinni og varð þar með annar maðurinn sem afrekar það. Fyrstur varð Dieter Schmitt, þýskur ævintýramaður sem flaug samskonar eins hreyfils vél frá Ancorage í Alaska, yfir pólinn, Bodö í Noregi og lenti loks í Munchen eftir tæplega 33 klukkustunda flug. Það met er viðurkennt af alþjóðasambandi flugmálafélaga. Charles Mack flaug frá Alaska, yfir pólinn og lenti loks í Finn- landi. Ferðin tók hann um tuttugu klukkustundir, og sagðist hann hafa átt í miklum erfiðleikum með að haldast á réttri stefnu, því segulskekkjan olli því að hann bar alltaf af réttri leið. Á tuttugu mínútna fresti leiðrétti hann sig um fimm gráður og notaði sólina til að reikna út stefnuna til Hel- sinki. Einnigátti hann í minnihátt- ar erfiðleikum vegna ísingar. Charles hafði nóg eldsneyti til ferðarinnar og átti eftir um hundr- að gallon af bensíni, auk þess sem eldsneytistankar í vængjum voru fullir. Þetta er ekki eina afrek Charles, því hann á met í að fljúga eins hreyfils vél sömu leið og Lindberg gerði forðum, eða frá New-York til Parísar, en þá ferð fór hann í fyrra og tók hún nítján klukku- stundir. Bakaleiðin var hins vegar tímafrekari. Charles sagði að í samanburði við þá ferð hafi pól- arflugið verið þrisvar sinnum crf- iðara. Óli B. Jónsson og fjölskylda hans tók á móti kappanum við komuna til íslands. Óli sagðist hafa þekkt Charles í um fjörutíu ár, en kona Óla og kona Charles eru æskuvinkonur. Hann sagði að Charles hefði verið orustuflug- maður í stríðinu og verið staðsett- ur á Tripoli-vellinum í Reykjavík, sem er einmitt þar sem flugvöllur- inn í Reykjavík er í dag. Þar kenndi hann meðal annars flug. Charles kynntist hér íslenskri konu, Gyðu Breiðfjörð, og giftist henni. Eftir stríð hætti Charles að mestu að fljúga og fór í verkfræði. Hann varði doktorsritgerð og var um skeið prófessor við amerískan háskóla, en þess utan hefur hann starfað fyrir ýmis einkafyrirtæki. Hann sagði að pólarflugið væri gamall draumur sem hefði fæðst hér á íslandi í stríðinu þegar hann flaug P-39 og P-40 vélunum, en Óli B. Jónsson tekur á móti vini sínum Charles Mack, en Charles flaug nýverið yfir norðurpólinn frá Alaska til Finnlands. Frá Finnlandi flaug hann til Parísar, og þaðan í einni lotu til íslands. það var ekki fyrr en árið 1985 að hann eignaðist flugvél, að hann gat látið drauminn rætast. Hann sagðist hafa íhugað að hafa ísland sem lokaáfangastað í pólarflug- inu, en hætt við það þar sem hann hefði þá þurft að breyta stefnunni talsvert við pólinn. Það hefði get- að þýtt að einhverjir efuðust um að hann hefði verið á réttri leið og í raun flogið yfir norðurheim- skautið. Hins vegar var Helsinki í nær beinni línu frá brottfararstað í Alaska. Charles sagðist hafa komið til íslands þrisvar sinnum eftir stríðslok, og kynni hann ákaflega vel við sig hér. Næsta afrek verður hugsanlega að fljúga eins hreyfils vélinni yfir suðurheimskautið í einni Iotu, en hann sagðist ekki vita til þess að það hafi verið gert áður. Fjölskylda Charles í Banda- ríkjunum er ekki ýkja hrifin af glæfraferðum hans, en að sögn Óla B. Jónssonar er hann mjög ákveðinn og ekkert fær stöðvað hann þegar hann fær einhverja flugu í höfuðið. LDH- Blasir greiðsluþrot við Þjóðíeikhúsinu? Ýmislegt bendir nú til að sjóðir Þjóðleikhússins séu þurrir eða því sem næst og hefur blaðið heimildir fyrir því að eftir að greidd hafa verið laun nú um mánaða- mótin standi fjárhagur stofnunarinnar afar tæpt. Aðeins séu eftir innan við 20 milljónir af fjárveiting- unni. í yfirlýsingu frá Þjóðleikhús- stjóra sem birtist í Tímanum og fleiri blöðum fyrir helgina segir að þegar fjárlög séu samþykkt, líði oftast aðeins tíu til fjórtán dagar þar til leikhúsið verður að fara að vinna eftir lögunum, þá búið að skuldbinda sig til alls ársins sex til tíu mánuðum áður. Vegna þessa hafi ævinlega þurft að koma til aukafjárvcitinga til leikhússins á hverju hausti þegar sýnt hefur verið að fjárveitingar á fjárlögum myndu ekki duga út árið. Þessar aukafjárveitingar heiti nú skulda- söfnun við ríkissjóð. Þjóðleikhússtjóri sagði við Tím- ann í síðustu viku að allt benti til að sama yrði upp á teningnum nú, og að fjárveiting fjárlaga yrði upp urin á haustmánuðum. Tíminn bar í gær undir fjármála- stjóra Þjóðlcikhússins hvort fjár- veiting ársins væri búin. Hann sagðist ekki geta svarað því og vísaði til Þjóðleikhússtjóra. „Ég er ekki alveg klár á því, en það er líklegt að hún verði búin á haustmánuðum, í byrjun október eða í októbermánuði," sagði Gísli Alfreðsson Þjóðleikhússtjóri tgær. Gísli sagðist ekki vita nákvæm- lega hversu mikið væri eftir af fjárveitingunni en vísaði aftur á fjármálastjóra leikhússins. - En er eftir af fjárveitingunni innan við tuttugu milljónir, jafnvel innan við fimmtán milljónir nú eftir mánaðamótin og húsið í raun að komast í greiðsluþrot? „Ég verð að leita til fjármála- stjórans til að svara því," sagði Þjóðleikhússtjóri. „Hann gerði hér spá nýlega og samkvæmt henni er sagt að stefni í að fjárveitingin sé búin í október, þannig að þetta getur varla verið,“ sagði Gísli Al- freðsson. Tíntinn reyndi ítrekað að bera „greiðsluþrot" Þjóðleikhússins undir fjármálaráðherra og aðra þá sem kanna nú fjármál og stjórn Þjóðleikhússins í umboði hans, meðal annars formann sérstakrar Þjóðleikhússnefndar, Hauk Ingi- bergsson, en í engan þeirra náðist. -sá Sprenging í verk- smiðju í Njarðvík Mesta mildi var að enginn slasað- ist þegar gashylki við Vélsmiðjuna Kópa í Njarðvík sprakk. Við spreng- inguna þeyttist hylkið upp í loft og hafnaði um 200 metrum frá húsinu. Skömmu áður höfðu menn verið að vinna með tæki fyrir utan vélsmiðj- una, en allir voru farnir frá þegar hylkið sprakk. -ABÓ Túnþökur með heil- brigðisvottorð Spænsku konungshjónin koma í opinbera heimsókn í vikunni. Þau heimsækja Vestmannaeyjar á fimmtudaginn og munu meðal ann- ars skoða Hraðfrystistöð Vest- mannaeyja, sem verkar saltfisk fyrir Spánarmarkað. í tilefni heimsóknar- innar var ákveðið að fegra umhverfi Hraðfrystistöðvarinnar lítið eitt og voru pantaðar túnþökur að sunnan í þeim tilgangi. Það gengur hins vegar ekki þrautalaust fyrir sig og sagði Áki Haraldsson á bæjarskrifstofu Vestmannaeyja að til þess að flytja inn gras í hvaða formi sem væri, þyrfti að fá leyfi og stimpil frá yfirdýralæknisembættinu, um að það væri ekki haldið neinum bakteríum eða sýkingum sem þykja óæskilegar í Eyjum. Túnþökurnar þurftu sem sagt að fá heilbrigðisvottorð áður en þær komust til Eyja, þar sem þær eiga að prýða jörðina sem Spánar- konungur stígur á. LDH-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.