Tíminn - 09.08.1989, Qupperneq 4

Tíminn - 09.08.1989, Qupperneq 4
4 Tíminn Miðvikudagur 9. ágúst 1989 ARMULA 11 SIMI 681500 Rafgirðincjar knúnar solarorku ! Nýjung á íslandi Nýju RED SNAP’R rafgirðingastöðvarnar nota sólarorkuna til að gefa straum á allt að 40 km langa rafgirðingu. Innbyggð rafhlaða. Sérlega auðveld uppsetning. ÞJÁLFUNAR- 0G RÁÐGJAFARMIÐSTÖÐ AUSTURLANDS, EGILSSTÖÐUM FRESTUN Á OPNUN Tilboö óskast í að steypa upp og gera fokhelt hús fyrir þjálfunar- og ráögjafarmiðstöö svæðisstjórnar fatlaðra á Austuriandi. Húsið stendur við Árskóga á Egilsstöðum og verður 1492 m3 auk 257 m2 kjallara sem þegar hefur verið byggður. Verktími ertil 1. júlí 1990. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 15. ágúst, kl. 14.00. IIMIMKAUPASTOFNUIM RIKISINS ______ BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK _ m Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Starfsmaður í unglingaathvarf Starfsmann vantar í Unglingaathvarfið, Tryggva- götu 12. Um er að ræða 46% starf og fer vinnan fram tvö til þrjú kvöld í viku. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun á sviði félags-, uppeldis- eða sálarfræði og/eða reynslu af störfum hliðstæðum þessu. Umsóknum skal skilatil starfsmannahalds Reykja- víkur, Pósthússtræti 9, á eyðublöðum sem þar fást, fyrir 25. ágúst. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 20606 eftir hádegi alla virka daga. PÓSTFAX TÍMANS Fáninn skal vera eldrauður, himinblár og mjallhvítur. En hvað er himinblátt? Fánanefnd skilar af sér áfangaskýrslu um íslenska fánann: Gengur erfiðlega að ákvarða bláa litinn Fánanefnd er nú aö senda frá sér áfangaskýrslu um íslenska fánann. í skýrslunni eru geröar almennar tillögur um meðferð og notkun á fánanum. Helsti hausverkur nefndarinnar hefur verið að ákveða hvernig fáninn eigi að vera á litinn. í fánalögum segir aðeins að fáninn eigi að vera „eldrauður, himinblár og mjallhvítur.“ „Þetta segir bara ekki neitt," sagði Pétur Thorsteinsson sendiráðunaut- ur en hann situr í fánanefnd ásamt Guðmundi Benediktssyni, Baldri Möller og Birgi Thorlacíus. „Þetta hefur ekki verið í nógu góðu lagi. Pað er dálítið slæmt hve litirnir hafa verið mismunandi, sérstaklega blái liturinn. Hann hefur stundum verið mjögdökkur, nærri svarturogstund- um mjög ljós og allt þar á milli. Við höfum því verið að reyna að finna leið til að festa litina. En það er alls ekki einfalt mál. Það eru ekki til eins góður staðall fyrir liti á dúk eins og á pappír. Sá stærsti, sem við eru að athuga núna, heitir Skott dick. Þetta er alþjóðlegur staðall sem er upp- runninn í Japan.“ Nefndin gerir jafnframt tillögu um nákvæmari reglur um meðferð og notkun fánans. „Það er endalaust verið að spyrja um þetta hjá forsætis- ráðuneytinu og veitir ekkert af því að koma nákvæmum reglunr niður á blað. Fólki líður hálfilla að vita ekki hvernig það á að fara með fánann. Allt er líka eitthvað um að menn meðhöndli hann vitlaust.“ Tillögur nefndarinnar verða send- ar ýmsum aðilum til umsagnar s.s. dómsmálaráðuneyti, skátum, íþróttahreyfingunni og fleirum. Pét- ur sagðist ekki búast við því að gengið yrði frá endanlegum tillögum fyrr en fyrsta lagi einhvern tímann á næsta ári. -EÓ Neytendasamtökin með drög að reglum um verðmerkingar í verslunum sem nota strikamerkingar: Verðmerkingar nauðsynlegar Með tilkomu strikamerkinga í verslunum, telja Neytenda- samtökin óhjákvæmilegt að gildandi reglur um verðmerking- ar verði endurskoðaðar og þær hertar. Þetta álit byggja samtökin á reynslu nágrannaþjóða okkar í þessum efnum. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna sagði að strikamerkingar gæfu möguleika á betri og ódýrari þjónustu við neyt- endur. Strikamerki er myndað með fjölda samsíða strika og má lesa það með skanna og öðrum ljósvirknibún- aði. Afgreiðsla við kassa í verslunum verður mun hraðari með tilkomu þess, rangur ásláttur á kassa kemur ekki fyrir og kostnaður við birgða- hald minnkar. Hins vegar vilja Neyt- endasamtökin vekja athygli á því að með tilkomu þessa búnaðar minnkar þörfin á að verðmerkja einstakar vörur. Samkvæmt könnunum í ná- grannalöndunt okkar er verðskyn meira hjá þeim neytendum sem versla þar sem varan er sérstaklega verðmerkt, heldur en hjá neytend- um sem versla í verslunum með hilluverðmerkingu. Einnig telja neytendur í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku verðupplýs- ingar mjög mikilvægar. Þrír af hverj- um fjórum sem þekktu til strika- merkinga töldu að verðmerkimiðar væri besti mátinn til að gefa upp verð á vöru. 55-64% voru tilbúnir til að greiða örlitlu meira fyrir vörurnar ef verðmerkimiði væri settur á þær, og þriðji hver neytandi hafði tekið eftir að verðupplýsingar á hillukandi voru ekki í samræmi við verð í afgreiðslu- kassa. Samkvæmt sænskri rannsókn er í 10% tilvika ekki samræmi hvað þetta varðar. Með þessar upplýsingar í huga hafa Neytendasamtökin gert drög að reglum um verðmerkingar í versl- unum sem nota strikamerkingar. Þar er gert ráð fyrir að hver vara skuli merkt verði sínu og á hillukanti eða verðskilti skuli gefa upp saman- burðarverð vörunnar, þ.e. verð pr. kíló eða metra. Einnig skulu sömu vöruflokkar ávalt vera á sama stað, svo neytendur geti auðveldlega bor- ið saman verð. Með nýja tölvukerf- inu er auðvelt að láta heiti vörunnar koma fram á kassakvittun auk vöru- verðs og telja Neytendasamtökin það sjálfsagða þjónustu. Að lokum vildu samtökin að ef kaupandi er krafinn um hærri greiðslu við kassa en verðmerking segir til um, skuli viðkomandi fá hlutinn ókeypis. Jó- hannes sagði að sú hugmynd kæmi upphaflega frá framkvæmdastjóra verslunarráðs, en nokkuð er farið að bera á því hér á landi að verðmerk- ingar á vörum beri ekki saman við verð sent tölvan við afgreiðslukass- ann gefur upp og væri það oftast neytendum í óhag. Hann taldi að þessi regla ætti að vera kaupmönn- um hvatning til að fylgjast betur með þessu. Jóhann lagði áherslu á að strika- merking væri mikil og góð framför, hins vegar væru hugmyndir Neyt- endasamtakanna til þess fallnar að gera þær sem best úr garði og forðast þá hnökra sem nágrannalönd okkar hafa rekist á. -LDH

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.