Tíminn - 09.08.1989, Side 5

Tíminn - 09.08.1989, Side 5
Miðvikudagur 9. ágúst 1989 Tíminn 5 Að lokinni mestu ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgi: Einn látinn, 26 slasaðir Umferðarslys og óhöpp urðu þó nokkuð mörg um verslun- armannahelgina. Samkvæmt tölum frá Umferðarráði urðu umferðarslys 42 talsins og er þar banaslysið í Langadal á föstudag meðtalið, þar sem einn maður lést. Alls urðu 26 fyrir meiðslum yfir helgina og þar af hlutu níu alvarlega áverka. Ölvun kom við sögu í nokkrum óhöppum en alls voru 98 teknir grunaðir um ölvun við stýrið. Lítið var um hraðakstur, enda var umferð mikil og þétt. En þrátt fyrir þessar tölur Um- ferðarráðs ber lögregluvarðstjórum á flestöllum stöðum á landinu saman um að umferðin í heild sinni hafi gengið vel, og nefna þá aðallega litla tíðni smærri umferðaróhappa og umferðarbrota. „Það er kannski til- fellið þegar umferðin er orðin svona mikil, að menn komast ekkert. Pað væri nánast óðs manns æði að fara að reyna eitthvað í umferð eins og t.d. var hér á Hellisheiðinni á sunnu- daginn," segir Arnþór Ingólfsson, varðstjóri hjá Lögreglunni í Reykja- vík. Samkvæmt tölum frá Vegagerð ríkisins var nokkuð minni umferð nú en um verslunarmannahelgina 1988. í ár fóru 108.494 bílar um þá staði þar sem talið var en þeir voru 118.541 í fyrra. Mestu munar hversu miklu minni umferðin var um Suður- landsveg, en talið var vestan Bisk- upstungnavegamóta. Þess ber að geta að talið var frá þriðjudegi fyrir helgi til þriðjudags eftir helgi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nokkur skipti til sjúkra- flugs yfir helgina, en alls var 12 sinnum flogið með sjúkling á sjúkra- hús. Á sunnudagskvöld var flogið til Hellu til móts við sjúkrabifreið með franskan ferðamann sem hafði ekið út af vegi í grennd við Dyrhólaey. Hann var hryggbrotinn og með slæman mænuskaða. Þá sótti þyrlan slasaðan mann í Norðurárdal á aðfaranótt þriðjudags eftir bílveltu sem átti sér stað í grennd við Sveinatungu. í Borgar- firði varð einnig annað umferðarslys á sunnudag þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum í vindhviðu við Hafnarfjall. Þrír voru í bifreiðinni og voru allir fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi lítið slasaðir. Bílarnir eru í báðum tilvikum ónýtir. í Langadal, hjá Húnaveri, átti útafakstur sér stað á mánudag og meiddist einn farþegi töluvert. Þá var keyrt á brúarhandrið í Víðidal og varð ökumaður fyrir talsverðum meiðslum. Á laugardag var bifreið ekið út af vegi í Jökuldal. Þrennt var í bílnum og hlaut 10 ára drengur innvortis meiðsl og var fluttur með flugvél til Reykjavíkur. En það urðu fleiri slys en umferð- arslys. Talið er að um 45 þúsund manns hafi legið úti um helgina og var þá mest um fólk á útihátíðum og á stærri útivistarsvæðum. Þó nokkuð var um slys á þessum svæðum og margir leituðu til læknis. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli voru um 3000 manns í Þórsmörk og í kringum 5000 í Galtalæk. Allt gekk óhappalaust fyrir sig í Galtalæk en í Þórsmörk var nokkuð um slys. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl til Reykja- víkur á sunnudag eftir að gaskútur sprakk á báli. Annar mannanna var mjög illa brenndur en hinn minna. Þá var kona flutt til Reykjavíkur með þyrlu á föstudag með opið lærbrot og á sunnudag var ungur maður fluttur til Reykjavíkur úr Húsadal með sjúkrabifreið eftir að hafa drukkið grillolíu. Læknir og hjálparsveit var á svæðinu og að sögn lögreglu bjargaði það mjög miklu. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi voru um 7000 manns í Húnaveri um helgina. Alls var flogið fimm sinnum þangað og menn sem orðið höfðu fyrir óhappi fluttir á sjúkrahús. Af öðrum útivistar- og samkomu- stöðum var minna um slys. Á Þjóð- hátíð í Vestmannaeyjum voru sam- an komnir um 4000 manns. Að sögn lögreglu var hátíðin mjög róleg og er nefnt sem ástæða lítill fjöldi að- komufólks. Á aðfaranótt sunnudags gerði aftakaveður í Eyjum og fuku heilu söluskálarnir langar leiðir. „Ég hefði ekki boðið í það ef þetta veður hefði komið þegar fólkið var í Herj- ólfsdal," sagði lögreglumaður í sam- tali við Tímann. Á öðrum stöðum var færra af fólki. Á Laugarvatni voru rúmlega 2000 manns og álíka mikið á Þing- völlum. Á báðum stöðum var mest um fjölskyldufólk að ræða. Á Suður- landsskjálfta í Árnesi var mjög lítið af fólki, um 200 manns. Þá voru um 2000 manns í Vaglaskógi og álíka margir í Ásbyrgi og var lítið um óhöpp og slys á þessum stöðum. Að sögn lögreglu á Egilsstöðum var mannfjöldinn á tjaldstæðum í Atlavík og á Egilsstöðum ekki meiri en um góða sumarhelgi. Þó sótti töluverður fjöldi dansleiki í tengsl- um við Valaskjálfta ’89. Lítið var um óspektir og enginn gisti fanga- geymslur lögreglunnar á Egilsstöð- um, en óvenju fáir sváfu úr sér ölvímuna í tukthúsi um verlsunar- mannahelgina í ár að sögn lögreglu á flestum stöðum landsins. En þó bar þeim saman um að landinn væri hreint ekki hættur að drekka. GS Opinberri heimsókn forseta fslands til Kanada lauk í gær: Tilkomumikil há- tíðahöld í Gimli Tíu daga heimsókn Vigdísar lauk í gær. Guðjón Einarsson, Tíminn, Winnipeg: Tíu daga heimsókn Vigdís- ar Finnbogadóttur, forseta íslands, til Kanada lauk í gær. í ferðinni var forsetinn m.a. gerður að heiðursdokt- or við Manitobaháskóla og að heiðursborgara í Winni- peg og Gimli. Vigdís kom til Winnipeg síðdegis miðvikudaginn 4.ágúst og sat þá um kvöldið veislu í boði fulltrúa bresku krúnunnar í Manitoba, John Johnson. Að morgni föstudags heimsótti Vigdís íslensku deildina í bókasafni Manitobaháskóla og til- kynnti Svavar Gestsson, mennta- málaráðherra, við það tækifæri að ríkisstjórn Islands hefði ákveðið að veita deildinni 250 þúsund króna styrk. Nokkru síðar var forsetinn gerður að heiðursdoktor við skólann og í ræðu sinni við þá athöfn lagði hún m.a. út frá Hávamálum og Eddu- kvæðum og gerði þekkingar- og viskuleit íslendinga í gegnum aldirn- ar að umtalsefni. Þennan sama dag var hún gerð heiðursborgari í Winni- peg og opnaði einnig sýningu á íslenskum handritum í Winnipeg. Áður flutti Dr. Jónas Kristjánsson erindi um íslensku handritin og sýndi litskyggnur. Klukkan fjögur lagði forsetinn blómsveig við styttu Jóns Sigurðssonar við þinghúsið og karla- kórinn Fóstbræður söng. Á laugardeginum fór Vigdís m.a. til Silkirk, Arborg og fleiri íslands- byggða og heimsótti hjónin Helga og Helgu Tomasson í Heklueyjum. Að kvöldi laugardags var hún við- stödd tónleika í Gimli, þar sem m.a. karlakórinn Fóstbræður söng við góðar undirtektir. Kórinn söng á þremur dögum fimm tónleika og heldur nú áfram tónleikaferð sinni um Kanada. Á sunnudaginn kom forsetinn til Gimli, þar sem bæjarstjórinn, Ted Arnarson, gerði hana að heiðurs- borgara og afhenti henni lykilinn að bænum. Síðan heimsótti hún ýmsar stofnanir og um hádegið sat hún veislu með 24 fyrrverandi fjallkon- um. Þar á eftir heimsótti Vigdís elliheimili bæjarins þar sem hún tók sér langan tíma og var lengur en áætlað var, enda var sagt að hún hafi tekið í höndina á öllu gamla fólkinu og rætt við það. Á íslendingadaginn, mánudaginn 7.ágúst, klukkan tíu, hófst tilkomu- mikil skrúðganga í Gimli þar sem tólf riddaralögreglumenn af íslensk- um ættum gengu í fararbroddi. Á eftir þeim kom fánaborg, síðan lúðrasveit og þá kom Vigdís Finn- bogadóttir ásamt forseta fslendinga- dagsins, Donald Herbertsen, sitj- andi í skrúðvagni dregnum af hest- um og veifaði til mannfjöldans. Talið er að um 10.000 manns hafi fylgst með göngunni en íbúar Gimli-bæjar eru aðeins um 1700. Margir skraut- vagnar prýddu skrúðgönguna og tólf íslenskir hestar, sem komu flestir til Kanada í vor, settu mikinn svip á hana. Einn þeirra er 29 ára gamall og kemur frá Arborg. Þúsund frí- múrarar frá Winnipeg og tíu lúðra- sveitir gerðu gönguna einnig til- komumikla. Gangan endaði svo við skemmtigarðinn í Gimli og þaðan fór forsetinn til íslenska safnsins og skoðaði það undir leiðsögn Stefáns J. Stefánssonar, safnstjóra. Aðalhátíðarhöldin, sem um 3000 manns voru viðstaddir, hófust um tvö leytið í skemmtigarði Gimli og flutti þar fjallkonan ávarp á íslensku og forseti Islands flutti kveðju frá íslensku þjóðinni. Þá fluttu þeir Davíð Oddsson, borgarstjóri, og Svavar Gestsson, menntamálaráð- herra, ávörp ásamt fjölmörgum öðrum. Fjölmargt var gert til gamans, Fóstbræður sungu og ís- lenskir glímukappar sýndu þjóðar- íþróttina. Eigendur Mánalax á Norðfirði segja framkomu nágranna sinna vera forkastanlega: Hálfur bærinn stóð og veiddi Gat kom á sjókví hjá laxeldis- stöðinni Mánalaxi á Norðfirði á mánudag og slapp út töluvert magn af laxi. Ekki er að fullu Ijóst ennþá um hversu mikið magn þarna er að ræða, en í gærkveldi átti að freista þess að fanga aftur þá laxa sem sloppið höfðu með því að gefa þeim fóður og reyna að lokka þá al'tur inn í eldiskví. Það voru silungsveiðimenn sem voru að veiðum fyrir botni Norð- fjarðar sem urðu fyrst varir við hvað hafði gerst, þegar lax fór að bíta á í hverju kasti hjá þeim. Þeir létu þó ekki vita af slysinu, hvorki Gylfa Gunnarsson stöðvarstjóra Mánalax hf, né heldur lögregluna á Neskaupstað, heldur veiddu sem mest þeir máttu. Er fréttin barst út bættust fleiri veiðimenn í hópinn og jafnvel laxveiðimenn úr næstu fjörðum. Alls voru veiddir þarna um 200 laxar á tæpum sólarhring, sem er álíka mikið og sumarveiði í þokkalegri laxveiðiá. „Við höfum ekki hugmynd um hvað er búið að veiða þarna. Þetta er náttúrlega alveg forkastanlegt að menn skuli hafa staðið þarna með stangir í allan gærdag án þess að láta okkur vita," sagði Ásdís Hannibalsdóttir eiginkona Gylfa og meðeigandi í Mánalaxi í samtali við Tímann í gær. Hún sagðist hafa verið heima allan mánudaginn og þess vegna hefði átt að vera auðvelt að láta sig vita af því að gat væri komið á eldiskvína. Gylfi sjálfur var að vinna lengst upp í sveit og kom ekki hingað fyrr en um klukk- an átta og sá þá náttúrlega hvað um var að vera. Þá fórum við strax að leita okkur að kafara. En það var enginn svo almennilegur að láta okkur vita af þessu, það var hálfur bærinn komin þarna og fólk frá næstu fjörðum líka,“ sagði Ásdís. - ÁG Reykvíkingar Guðmundur G. Þórarinsson, alþm. verður til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóa- túni 21, miðvikudaginn 9. águst n.k., milli kl. 17 og 19. Verið velkomin. Fulltruaraðið Lögtök Aö kröfu gjaldheimtustjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð Gjaldheimtunnar, að átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Vanskilafé, álagi og sektum skv. 29. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, fyrir 4.-6. greiðslutímabil 1989 með eindögum 15. hvers mánaðar frá maí 1989 til ágúst 1989. Reykjavík 4. ágúst 1989 Borgarfógetaembættið í Reykjavík

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.