Tíminn - 09.08.1989, Side 6
Miðvikudagur 9. ágúst 1989
Tímirm
MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
____Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson
Eggert Skúlason
Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Frá og með 1. mars hækkar:
Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Hinn strlði tónn
Samvinnuhreyfingin hefur verið eitt af helstu
framfaraöflunum á íslandi í meira en 100 ár. Hún
er lýðræðisleg samtök sem á uppruna sinn í frelsis-
og framfarahugmyndum síðustu aldar og hefur átt
sinn mikilsverða þátt í að móta þá lýðræðislegu
fjölhyggju sem er aðalsmerki nútímaþjóðfélags.
í þessu þjóðfélagi frelsis og fjölhyggju, þar sem
rúmast eiga ólíkar skoðanir og þar sem athafna-
frelsi í víðum skilningi fær að njóta sín, þar hefur
samvinnuhreyfingin haslað sér völl, markað sér
stefnu og athafnasvið. Samvinnuhreyfingin á rætur
í gömlu þjóðfélagi, en hefur auðvitað mótast og
tekið stakkaskiptum í hinni almennu þróun ís-
lensks þjóðfélags. Samvinnuhreyfingin hefur tekið
fullan þátt í mótun nútíma þjóðfélagsgerðar. Pess
vegna er samvinnuhreyfingin virkt og mikilvægt afl
í samfélaginu. Samvinnuframtakið er óaðskiljan-
legur þáttur í atvinnu- og verslunarumsvifum
þjóðfélagsins.
Peir sem þekkja sögu samvinnuhreyfingarinnar
á íslandi vita að þar hafa skipst á skin og skúrir í
100 ár. Hitt er annað mál að saga samvinnuhreyf-
ingarinnar hefur aldrei verið sögð eða skráð né
rannsökuð svo að á slíku verki sé viðurkenndur
vísindablær. Það er jafnvel enn siður að tala um
samvinnuhreyfinguna í stríðum pólitískum tón.
Sagnfræðingar eða rithöfundar um hagsögu hafa
ekki sýnt samvinnuhreyfingunni áhuga. Samvinnu-
menn hafa sjálfir ekki gert nóg til þess að glæða
slíkan áhuga fræðimanna.
Þess vegna má eiga von á því að Morgunblaðið
komist upp með það - jafnvel þótt Tíminn reyndi
að malda í móinn - að halda því fram sem
hagsögulegri staðreynd að kaupfélögin og Sam-
band íslenskra samvinnufélaga hafi átt líf sitt að
launa miðstýringu pólitískra verndara, hafta-
stefnu, skömmtunarkerfi og útdeilingu vaxtalausra
lána.
Petta er sá sögufróðleikur, sem Morgunblaðið
dreifir til lesenda sinna um vöxt og viðgang
samvinnuhreyfingarinnar. Upplýst og öfgalaust
fólk veit að þetta er pólitísk sögufölsun. Hafi
atvinnu- og verslunarstarfsemi mátt þola nauð á
krepputímum, hafta- og skömmtunarárum, verð-
bólguskeiðum og mæðst af annarri bölvun efna-
hagslífsins, þá hefur allt þetta þjakað samvinnu-
rekstur eins og aðra atvinnu- og verslunarstarfsemi
í landinu.
Morgunblaðið gengur jafnvel svo langt að væna
samvinnuhreyfinguna um að óska eftir verðbólgu
og neikvæðum vöxtum, að hún standi gegn sparn-
aði og sparnaðarhugarfari. Þetta eru býsna megn
ósannindi, enda beinlínis verið að snúa stefnu
samvinnumanna við. Samvinnufélög og samvinnu-
fyrirtæki hafa átt vöxt sinn og gæfu í 100 ár að
þakka sparnaði, sjóðamyndun og eiginfjáreign.
Samvinnuhreyfingin óskar sér rekstrarumhverfis,
þar sem skilyrði slíks eru fyrir hendi.
GARRI
lilll!
Uttekt Birqis
Murgunblaðið tók upp á því
fyrir nokkrum áruni að sverja af
sér öll tengsl við Sjálfstæðisflokk-
inn. Auðvitað er öllum, sem eitt-
hvað fylgjast með íslenskri pólitík,
Ijóst að slíkir svardagar eru yfir-
varp. Morgunblaðið er eftir sem
áður málgagn Sjálfstæðisflokksins,
þótt hitt kunni satt að vera að
blaðið sé misjafnlega hliðhollt ein-
stökum forystumönnum flokksins.
Slíkt er reyndar ekkert nýmæli.
Innan Sjálfstæðisflokksins hefur
alla tíð ríkt mikil valdastreita milli
forystumanna. I þeirri valdastreitu
hefur Morgunblaðið ekki gætt
neins hlutleysis, heldur haldið ein-
um foringjanum fram á kostnað
annars. Þessi staðreynd er hluti af
sögu Sjálfstæðisflokksins og Morg-
unblaðsins og þarf ekki sérstakrar
kynningar við.
Trútt hlutverki sínu
Morgunblaðið hefur verið trútt
hlutverki sínu sem málsvari Sjálf-
stæðisflokksins í tíð núverandi
ríkisstjórnar, þar sem Sjálfstæðis-
flokkurinn er í stjórnarandstöðu
og við stjórnvölinn eru flokkar og
menn, sem Sjálfstæðisflokknum,
og þar með Morgunblaðinu, eru
ekki að skapi. Það sýnir m.a.
sambandið milli Morgunblaðsins
og Sjálfstæðisflokksins, að blaðið
hefur ráðið Birgi ísleif Gunnarsson
til þess að rita greinaflokk um
vinstri stjómir á fslandi.
Með fullri virðingu fyrir Birgi
Isleifi, þá er hann ekki allra manna
líklegastur til þess að rita af hlut-
lægni um það efni sem Morgun-
blaðið hefur falið honum. Blaðið
er því ekki að fullnægja sínum
eigin svardögum um hlutlægan
málflutning með því að fá Birgi
Ísleifi Gunnarssyni það verkefni
að gera sögulega úttekt á störfum
vinstri stjórna fyrr og síðar. Grein-
ar Birgis em hreinræktuð íhalds-
skrif, sem eiga að þjóna augna-
blikspólitík Sjálfstæðisflokksins.
Samstaða og sundrung
Með því að velja Birgi ísleif til
þess að skrifa um sögu vinstri
stjórna hefur Morgunblaðið dottið
ofan á mann, sem á sérstakra
harma að hefna vegna samstöðu
andstöðuflokka Sjálfstæðisflokks-
ins. Birgir ísleifur varð fyrir því
persónulega óláni, að vegna sam-
stöðu vinstri manna í borgarstjórn
Reykjavíkur tókst að hnekkja
grónu einræði Sjáifstæðisflokksins
eftir borgarstjórnarkosningarnar
1978. Þrátt fyrir ákafar tilraunir
Reykjavíkuríhaldsins eftir þær
kosningar, þar sem Sjálfstæðis-
flokkurinn missti meirihluta sinn,
til þess að styrkja sig með samstarfi
við einhvern andstöðuflokkanna,
þá tókst það ekki. Birgi ísleifi og
Sjálfstæðisflokknum var ýtt til hlið-
ar eftir nærri 30 ára samfellt íhalds-
einræði í Reykjavík.
Garri er fús til að viðurkenna að
samstaða íhaldsandstæðinganna í
borgarstjórn hefði mátt fara betur
úr hendi, þegar til kastanna kom.
Garra dettur ekki i hug að sverja
fyrir að bölvun ósamlyndis vinstri
manna hafl orðið vatn á myllu
íhaldsins og vakið það upp til enn
verra einræðis í Reykjavíkurborg
en nokkm sinni fyrr. Með skrifum
sínum hefur Birgir ísleifur því gert
það gagn að minna íhaldsandstæð-
inga á þau almennu sannindi að
samstaða þeirra er besta vörnin
gegn Sjálfstæðisflokknum.
Sú blóðuga heift
I grein sinni i Morgunblaðinu 4.
þ.m. tekur Birgir ísleifur sér fyrir
hendur að ræða uin ríkisstjórn
Hermanns Jónassonar 1956-1958.
Það er orðið svo langt um liðið
síðan sú ríkisstjórn sat að völdum
að jafnvel Morgunblaðið ætti að
sjá sóma sinn í því að láta greina-
smiði sína fjalla af hlutlægni um
verk hennar. En hlutlægnisstefna
Morgunblaðsins hrekkur ekki til
þess, heldur velur það til úttektar
á íslenskum stjórnmálum fyrir
aldarþriðjungi mann, sem hefur
flestum fremur lakast skaplyndi til
þess að ræða pólitíska sögu af
llllllllllllllllllllllll VÍTT OG BREITT
ísleifs
hlutlægni. Enda verður grein Birg-
is ísleifs Gunnarssonar ekki lesin
nema sem ómerkilegt þref í valda-
baráttu sjálfstæðismanna á líðandi
stund.
Birgir ísleifur lætur undir höfuð
leggjast að rifja upp hegðun Sjálf-
stæðisflokksins í stjórnarandstöðu
á þessum tíma. Hann minnist ekki
á blóðuga heift sjálfstæðismanna
gegn stjórn Hermanns Jónassonar,
sem m.a. kom fram í því að þeir
reyndu að koma í veg fyrir að
íslendingar fengju lán í Bandaríkj-
unum til þess að virkja Efra-Sog,
sem þó var Reykvíkingum, ekki
síst, hagsmunamál. Þetta Lokaráð
íhaldsins heppnaðist að vísu ekki,
en söm var þess gerðin.
Birgir talar ekki um það í grein
sinni hvernig Sjálfstæðisflokkurinn
notaði atvinnurekendavald þeirra
ára til þess að sundra samstöðu
verkalýðshreyfingarinnar gagnvart
efnahagsaðgerðum ríkisstjórnar-
innar, sem vissulega varð stjórn-
inni að falli, ekki skal úr því
dregið, en ekki hafði ríkisstjóm
Hermanns fyrr farið frá, en sjálf-
stæðismenn stuðluðu að því að öll
áunnin kauphækkun verkafólks
var afnumin með einu pennastriki,
sem er sú stjórnunaraðgerð sem
sjálfstæðismenn era margfrægir
fyrir.
Birgir ísleifur er heldur ekki að
rifja það upp, hvernig Sjálfstæðis-
flokkurinn hegðaði sér í landhelgis-
málinu og reyndi að vinna gegn
útfærslu landhelginnar í 50 mflur 1.
sept. 1958. Vegna einbeitni ríkis-
stjórnarinnar og þjóðarsamstöðu
um málið sá íhaldsforystan að sér,
enda kunnu margir góðir sjálf-
stæðismenn forystu sinni enga
þökk fyrir þetta frumhlaup, sem
heiftin gegn vinstri stjórninni hafði
leitt hana út í.
Það sem nær stendur
Birgir ísl. Gunnarsson ætti að
hætta þessari sögulegu úttekt sinni
á vinstri stjórnum. Hann ætti held-
ur að taka sér fyrir hendur að skrifa
um það sem nær stendur, eins og
stjórnarforystu Þorsteins Pálsson-
ar 1987-1988, þegar mest reið á að
bjarga útflutningsatvinnuvegunum
og íslenskum iðnaði frá hruni.
Sjálfstæðisforystan á ekki umbun
skilið fyrir afstöðu sína og fram-
komu þá. Garri.
Hætta og skemmtun
Viðureign okkar við vatnsföll
hefur tekið þeim breytingum, að
nú ber orðið meira á því en áður,
að stórslys sé henni samfara eða þá
að liggur við stórslysum hvað eftir
annað. Þetta er í rauninni mikil og
alvarleg breyting, sem fylgir, þótt
sérkennilegt sé, góðum vélbúnaði
og miklum framförum.
Náttúran ósigruð
Sú var tíðin að vatnsföll voru
ætíð erfið yfirferðar og hættuleg
óvönum, en leið ekki svo ár, að
einhverjir drukknuðu ekki í vatns-.
föllum áður en brýr komu til sög-
unnar. Brýr þóttu slík samgöngu-
bót, að eftir að smíðar á þeim
hófust, kepptust þingmenn ekki
við annað meira en að útvega
fjárveitingu til brúarsmíðar í kjör-
dæminu. Var til þess tekið, sem
sérstaks drengskaparbragðs, þegar
það kom fyrir að þingmaður gaf
eftir brú hjá sér svo hægt væri að
flýta brúarsmíð á enn meira mann-
drápsvatn annars staðar.
Þegar brýr höfðu verið smíðaðar
á öll fallvötn á alfaraleiðum, héldu
menn að nú hefði verið girt fyrir
þessa gömlu slysavalda, sem höfðu
heimt toll af íslendingum öldum
saman. En svo var aldeilis ekki.
Við urðum á skömmum tíma þjóð
á hjólum, og það engum smáræðis
hjólum. Torfærubílar komu til
sögunnar og undir þá voru settir
hjólbarðar af slíkum stærðargráð-
um, að þeim áttu að vera allir vegir
færir, jafnt um jökla, aur, snjó og
vatn. En það hefur sannast að þessi
torfærutröll hafa ekki sigrað nátt-
úruna. Hinn mikli búnaður hefur
hins vegar blekkt fólk með uggvæn-
legum árangri.
Fjórir gúmmíbátar
Farartæki á margfaldri dekkja-
stærð heldur áfram að vera farar-
tæki með öllum þeim takmörkun-
um, sem þeim fylgja. í djúpu og
straumhörðu vatni léttast þau þótt
þau séu búin á venjulegan hátt, en
að viðbættum flotkrafti þeim sem
hlýtur að fylgja stóru dekkjunum
verða þau beinlínis lífshættuleg í
vatni, eins og dæmi hafa sannað.
Hér á árum áður sá Bifreiðaeftirlit-
ið um að banna búnað á bílum,
sem ekki samræmdist reglugerð-
um. Það hefur aldrei skipt sér af
dekkjastærðum undir bílum, þótt
nú horfi svo vegna tíðra slysa í
vötnum, að fyllri ástæða er til að
skipta sér af dekkjum, en t.d.
ljósum um bjartan dag og bílbelt-
um, þar sem ekkert dugði minna
en lagasetning.
Það er auðvitað ekki til mikils að
bryggja brýr, þegar skemmtiferða-
fólk leggur alla áherslu á að sullast
með bíla sína í sem verstum vatns-
föllum, kannski mest til að sanna
hvað farartækin eru frábærlega
búin. Nú um verslunarmannahelg-
ina var tveimur stúlkum bjargað úr
bíl sem rak undan straumi og fór á
kaf. Þeim var bjargað vegna harð-
fylgni og hetjulegrar framgöngu
viðstaddra. En það mátti engu
muna.
Með óhindraðri för yfir bólgin
og úfin vatnsföll í trausti þess að
farartækið geti ekki brugðist teflir
fólk alltaf á tvær hættur. Ekki síst
þegar bílinn á að vera svo vel búinn
að hann er á eins og fjórum
gúmmíbátum. Brúarsmíðum var
ákaft fagnað í byrjun aldarinnar,
en nú er eins og þær séu ekki annað
en hvert annað vegargólf svo hægt
sé að greiða för án tafa við bílferj-
ur. Gleymdir eru allir sem drukkn-
uðu í þessum brúuðu vötnum
vetur, sumar, vor og haust. í
staðinn er komin þörfin til að láta
reyna á torfærutröll á dekkjum
sem eru næstum hálf mannhæð.
Menn féllu ekki að gamni sínu í
vötn hér áður fyrr. Til þess voru
tíðar ófarir þeim of ljósar. Nú
hentar hættulífið í skemmtiferð-
um.
IGÞ