Tíminn - 09.08.1989, Síða 7

Tíminn - 09.08.1989, Síða 7
Miðvikudagur 9. ágúst 1989 Tíminn 7 Komið erút stórverk með kvæðum og lausu máli Jónas- ar Hallgrímssonar, og hefur það sem hann skrifaði á dönsku, sem var mikið, verið þýtt á íslensku. Pessi útgáfa á Jónasi er hið mesta þarfa- verk og til mikils sóma þeim sem að henni hafa staðið, sem er í fyrsta lagi útgáfan Svart á hvítu og ritstjórarnir Haukur Hannesson, Páll Valsson og Sveinn Yngvi Egilsson. Þá hafa aðstoðar- menn unnið að útgáfunni, svo sem þýðingum og nafna- skrám auk frumsamins efnis. Eru þar tilnefndir ásamt rit- stjórum Arnþór Garðarsson, Sigurður Steinþórsson, Þorgeir Þorgeirsson, læknir, Porsteinn G. Indriðason og Hannes Pétursson. ÞAÐ ER svolítill Fjölnismanna- blær yfir þessum hópi, því einhverjir þeirra eru skólabræður og jafnvel bekkjarbræður, en flestir eru ungir menn og er það gleðilegur vottur um ágæti Jónasar að hvorki kennsla í lélegum skáldskap, sem ástunduð er í skólum eða sá tíðarandi að virða einskis það sem áðúr hefur verið gert, hefur vélað svo um fyrir þessu ungra manna liði, að það kysi að láta Jónas liggja. Pessi útgáfa á Jónasi er í fjórum þykkum bindum, enda er þar næst- um allt tínt til, sem talið er frá Jónasi komið í rituðu máli. Kvæði og vísur sem honum eru eignaðar eru aftast í ljóðabindinu (1. bindi) og hefði eflaust mátt hafa þann þátt drýgri, þótt alltaf geti orkað tvímælis að birta höfundarnafn við kveðskap án fullrar vissu. Þar er því líka hóflega og af alúð unnið. Fyrir utan vandaða og vísindalega útgáfu ljóða Jónasar og annars ritmáls hans, er mikill fengur að þeim skýringum sem fylgja í einu bindi, ásamt öðru, á ljóðun- um, tilurð þeirra og breytingum, sem höfundur hefur á þeim gert á þeim tíma, sem hann hafði þau með höndum. Þótt seint verði unnið þannig í Jónasi, að hann „liggi á borðinu" eins og kallað er, eykst mjög skilningur á skáldsins vinnu við lestur skýringanna. Þær eru unn- ar af miklum heilindum, nákvæmni og alúð. Sumt þar er sótt í smiðju til Hannesar Péturssonar, skálds, sem hefur af mikilli nærfærni skrifað um ljóð Jónasar í bók sinni Kvæða- fylgsni og er til hennar vitnað. Hann las einnig fyrstu próförk af þremur fyrstu bindum ritverksins og þakka ritstjórar ábendingar hans. JóNAS Hallgrímsson er íslending- um mikið meira en skáld og vísinda- maður. Hann er einskonar þjóðar- andi, eða að minnsta kosti persónu- hann ekki og ekki verður séð að áfengi hafi hindrað hann í verkum. Maður sem deyr á unga aldri, áður en jafnaldrar hans í nútímanum eru komnir af kókaldrinum, en hefur skilað því sem birt er hér í stórum bindum og þurfti að sækja þau föng vítt um land, hefurgert heldurmeira um stutta ævi en lyfta höfði frá kodda. Hann hefur unnió sleitulaust að vcrkefnum sínum fyrir utan að yrkja nýjan kjark í þjóð sína og afla henni vitundar, sem dugði langt í torsóttri frelsisbaráttu. /\LLT sem Jónas orti er ljóst og auðskilið. Orðgnótt hans er hvergi tilgerðarleg, eða skáldskaparleg eins og menn eru stundum að bera fyrir sig, sem eru orðnir þreyttir tilburð- um þeirra sem eru minniháttar. í rauninni hefur aðeins eitt Ijóð þótt heidur torskilið. Það er Ijóðið Al- snjóa. Hafa menn lagt mismunandi skilning í orðið „hjartavörður", og komist langt í athugunum sínum. Erindið þar sem hjartavörðurinn kemur fyrir hljóðar svo: Dauðinn erhreinn og hvítur er snjór, hjartavörðurinn gengur rór og stendur sig á blæju breiðri, býr þar nú undir jörð í heidri. EKK, dettur mér í hug að ég kunni á þessu skýringu á borð við lærða menn. En snúi maður inn til einfald- leika Jónasar eru miklar líkur á því að Jónas hafi ekki meint neitt annað með orðinu hjartavörðurinn en hann segir. Hjartavörðurinn er einfald- lega stærsta dýrið í hjartahópnum. Hann gætir hindanna og hefur gát á aðskotadýrum, og þar sem sagt er að Jónas hafi farið á veiðar í Sórey er ekkert líklegra en hann hafi séð tilburði þessa forystuhjartar. Kvæð- ið er frábært og versnar ekki við þá mynd sem forystuhjörturinn gefur því á grund dauðans. Þá er eftirtekt- arvert að upphafslínu erindisins hef- ur verið breytt samkvæmt frágangi Jónasar sjálfs, sem stundum stangast á við frágang þeirra Konráðs og Brynjólfs, sem fyrstir véluðu um ljóðin til útgáfu. „Dauðinn er hreinn og hvítur er snjór“ er töluvert öðru- vísi en „Dauðinn er hreinn og hvítur snjór" eins og alltaf hefur verið prentað. Þannig hafa mörg ljóðin verið færð nær Jónasi í þessari útgáfu ef maður má komast þannig að orði. CjJARNAN hefði undirritaður viljað hafa burði til að mæla bindin um Jónas á vog vísindanna. Um það læt ég þá ungu menn sem hér hafa að unnið. Maður finnur fljótt hvort viðhöfð hafa verið vönduð vinnu- brögð við útgáfu bóka, þótt engum vísindum sé fyrir að fara. En að fá fjögur bindi af Jónasi Hallgrímssyni inn úr dyrunum á þeim popptímum sem við lifum sannar okkur aðeins eitt: Þjóðin á enn vor ef hún þorir. Laugurdaginn 5.8. 1989 Indriði G. Þorsteinsson gervingur hans, eins og þessi þjóðar- andi birtist okkur í atferli bestu sona landsins á seinni hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu, áður en kjarastreitan, pólitísk forsjá og skáldskaparleysið var leitt til öndvegis af þeim sem lentu vinstra megin við veröldina. Af þjóðaranda Jónasar reis bylgjan sem fleytti okk- ur fram til sjálfstæðis, áður en við urðum heltekin af þeirri andlausu glímu sem fylgdi í kjölfarið og leitt hefur einskonar stöðnun yfir listalíf í landinu hversu mikinn sem postular ömurleikans láta. Ljóðabækur eru gefnar út fjölritaðar eftir fólk sem yrkir eins og unglingar í skóla. Myndlist lifir næstum eingöngu á verkum gamalmenna eða verkum þeirra, sem eru horfnir héðan, og skammt er síðan að borið var í orð að skáldsagan væri dauð. Ekki þarf lengur að kveða um nokkurn mann: „Náttúrunnar numdir mál/ numdir tungur fjalla." Þótt Jónas sem skáld vekti upp þjóðaranda, sem fór fyrir okkur eins og blys í sjálfstæðisbaráttunni, not- aði hann ekki ill orð um Dani, heldur vakti hann með okkur andblæ virðingar og ástar á landi okkar og frábærri sögu, sem á ný var risin úr öskustó á nítjándu öld eftir trúar- myrkur miðalda, þegar einn lærðasti íslendingurinn skrifaði á latínu, að tröllaættir væru komnar af Kanaans- mönnum og kallaði Sturlu Sighvats- son Sturlu nokkurn Sighvatsson, eins og um lítt þekktan mann væri að ræða. Kvæðið Gunnarshólmi er eitt mesta ættjarðarkvæði, sem ort hefur verið og er á við þúsund ræður í sjálfstæðisbaráttu. Má raunar álíta að þetta eina kvæði -hafi síðan gert óhugsandi annað en afstaða okkar til yfirráða Dana yrði endur- skoðuð. Það er ekki orí um Gunnar nokkurn Hámundarson heldur mann svo handgenginn samtíma Jónasar að hann talar til afturhvarfs- ins til hlíðarinnar eins og af því hefði orðið daginn áður. En auðvitað er hvergi vikið að Dönum í því kvæði og yfirleitt hvergi í ættjarðarkvæðum Jónasar. Aðeins eitt stutt Ijóð er til eftir þetta mikla ættjarðarskáld okk- ar um Dani, og í gamansömum tón þess efnis að hér á landi verði þeim allt að ís. Sagan af kvæðinu Gunnars- hólma er rakin í Ijóðaskýringum og er ekki að efa að þar er farið eftir bestu heimildum. Tómas Ásmunds- son Jónssonar ríka á Silfrastöðum kvæntist Rannveigu Hallgrímsdótt- ur og bjuggu þau á Steinsstöðum. Hallgrímur sonur þeirra fylgdi Jón- asi til Möruvalla í norðurferð hans síðsumar 1837 og haft er eftir Hall- grími, að Jónas hafi verið að yrkja Gunnarshólma á leiðinni inn til Akureyrarfrá því að hafa hitt Bjarna amtmann. Nokkuð er víst að þá var Jónas að fást við kvæðið. Þetta mun hafa verið í ágúst og farið að dimma, enda er þess minnst að tungl hafi verið á lofti. Hægt er að gera sér í hugarlund ferð Jónasar yfir Mold- haugnaháls í næturkyrrðinni, en þarna eru oft miklar stillur og land fagurt og „skáldskaparlegt". Svo mikið er víst að kvæðið var tilbúið að morgni og var Hallgrímur sendur með það aftur til Bjarna amtmanns, sem las og hafði við orð að nú væri best fyrir hann að hætta að yrkja. Þegar Jónas orti þetta ljóð var hann staddur á landssvæði sem í ljósi sögunnar gæti sem hæglegast kallast ódáinsvellir skáldskaparins. Sjálfur var Jónas frá Hrauni og Steinsstöð- um, (vafamál á hvorum staðnum hann fæddist) séra Jón Þorláksson bjó á Bægisá og Bjarni amtmaður sat á Möðruvöllum. Seinna kom svo við sögu Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi. Fyrir utan þessi skáld yar og hefur verið fjöldi yrkjandi manna á svæðinu frá Galmarströnd til „hárra hóla“ Öxnadals. Stundum hefur ver- ið sagt að Jónas hafi lært af Jóni presti. Slíkur maður lærir af fáum annað en hvernig hægt er að nálgast margvísleg efnisföng í ytra búnaði. Nefna má sem dæmi að Bægisár- klerkur sagði um séra Magnús á Tjörn: „Nú er svanurinn nár á Tjörn“. Af sama tilefni orti Jónas um Bjarna amtmann: „Skjótt hefir sól brugðið sumri/því séð hef ég fljúga/ fannhvíta svaninn úr sveit- um... “ Þeir höfðu a.m.k. líkar samlíkingar í huga höfuðsátar ódá- insvalla norður þar. Þótt Jónas hafi í Ijóðum sínum kveikt lotningu manna fyrir landi og sögu og orðið þannig brimbrjótur fyrir nýjar hugsanir á íslandi kvað hann einnig margt fallegt um menn. Ástar og saknaðarkvæði hans eru frábær að allri gerð hjúpuð þeim ljúfa einfaldleika, sem yfirskyggir allt hans verk. Þó voru mörg Ijóða hans eins og þau vildu sprengja af sér samtímann og þeytast út í kosmos. Vísindamaðurinn í Jónasi jók honum sýn til samhengis allra hluta og hann höfðar bókstaflega víða til þessarar tilfinningar. Seinna kom svo Einar Benediktsson og talaði um eina “alveldissál" af skáldskapar- legu innsæi og lagði vatnsdropanum til heilt „universe“. Og Jónas trúði á vorið í altækri merkingu. Hann birti m.a. þá trúarjátningu sína í erfiljóð- inu um séra Þorstein Helgason: „Veit þá þá engi að eyjan hvíta/ á sér enn vor, ef fólkið þorir“. Þannig var af fullri einurð og á örlaga og sorgarstundu kveðinn kjarkur í ís- lendinga. Öðru máli gegndi þegar Jónas orti um sína nánustu. Þá harmaði hann að hafa misst hluta af sjálfum sér, eins og þegar hann kvað eftir Jónas Tómasson, systurson sinn, sem andaðist sex ára gamall: „Gott hugð‘ eg til/ af guði senda/ neistann að glæða/námsölum í.“ ÞAÐ vill svo til, þegar maður hefur fjögur bindi um Jónas undir höndum, að maður verður allur að augum og eyrum enn einu sinni. Svo merkilegur er hann og alltaf nýr. Lengi hefur sú þjóðsaga fylgt Jónasi, kannski búin til af almenningi til að færa séríslenska skáldaímynd upp á hann, að Jónas hafi verið drykkfelld- ur og svo latur, að hann hafi vart nennt að lyfta höfði frá kodda. Víst drakk Jónas eitthvað, en latur var Enner vor

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.