Tíminn - 09.08.1989, Page 14
14 Tíminn
Miðvikudagur 9. ágúst 1989
FRÉTTAYFIRLIT
. P
JERÚSALEM — ísraelskir
hermenn skutu vopnaðan
Jórdana til bana og handtóku
tvo aðra við landamæri ísraels
og Jórdaníu eftir að skærulið-
arnir höfðu tekið bandaríska
konu í gíslingu og að auki sært
aðra konu. Arabinn var skotinn
af löngu færi af ísraelskri
meistaraskyttu eftir fjögurra
tíma þref á Kibbutz Lotan sam-
yrkjubúinu þar sem Arabarnir
héldu hinni 25 ára bandarísku
konu í gíslingu í kornhlöðu.
Hinir Arabarnirtveir voru síðan
yfirbugaðir.
WELLINGTON — David
Lange lét af embætti forsæti-
sráðherra Nýja Sjálands yfir til
flokksfélaga síns Geoffrey
Palmer. Fyrsta verk Palmers
var að neita bón Bandaríkja-
manna um að hann endur-
skoðaði afstöðu Langes sem
lýst hefur Nýja Sjáland kjarn-
orkuvopnalaust. Því hafa
bandarísk herskip ekki getað
sótt Nýsjálendinga heim.
KARNEVALHÖFÐI -
Bandaríkjamenn sendu geim-
skutluna Kólumbíu á loft og
mun hún koma njósnatækjum
fyrir úti í geimnum. Er talið
líklegt að njósnatækin eigi að
njósna um Sovétmenn í Sov-
étríkjunum, en það veit þó
enginn utan leyniþjónustunnar
þvi förin er mjög leynileg.
TOKYO — Toshiki Kaifu var
kjörinn formaður hins ráðandi
Frjálslynda lýðræðisflokks í
Japan og mun hann því taka
við forsætisráðherraembætt-
inu næstu daga. Kaifu hefur
litla reynslu af utanríkismálum,
en hefur þann kost að hafa
ekki þegið mútur af Recruit
fyrirtækinu og er ekki flæktur í
kynlífshneyksli. Það er ekki
hægt að segja um aðra hátt-
setta menn innan flokksins.
ANKARA — Tuttugu og þrír
fangar eru í lífshættu í tyrkn-
eskum fangelsum vegna hung-
urverkfalls þeirra. Þeir krefjast
betri aðbúnaðar í fangelsun-
um. Tveir fangar hafa þegar
látist.
WELLINGTON - Tíu
ferðamenn frá Bandaríkjunum
og Kanada létust þegar flugvél
þeirra fórst á Nýja Sjálandi í
gær. Ferðamennirnir voru í
útsýnisflugi þegar vélin skall
utan í skógi klædda fjallshlíð i
suðurhluta landsins. Þessi hluti
Nýja Sjálands er frægur fyrir
hrikaleg fjöll og fallega firði
sem skerast inn í landið.
UTLÖND
-
llllllllllllllllllllllllllllllllllllll
lllllllllll
Forsetar Miö-Ameríku gera með sér samkomulag:
SKÆRUUDAR KONTRA
VERÐIAFVOPNADIR
Enn herðist róðurinn hjá skæruliðum Kontra í Níkaragva,
en um helgina samþykktu forsetar Mið-Ameríku áætlun sem
miðar að því að leysa upp skæruliðasveitir Kontra í Hondúras.
Þar eru nú um tíu þúsund Kontraliðar undir vopnum og að
auki fjölskyldur þeirra og aðrir flóttamenn sem telja um
fjörutíu þúsund manns.
Samkomulag forsetanna gæti orð-
ið til þess að endanlega verði bund-
inn endi á átta ára borgarastyrjöld í
Níkaragva, en Kontraliöar sem not-
ið hafa dyggs stuðnings Bandaríkja-
manna hafa barist blóðugri baráttu
gegn ríkisstjórn Sandínista allan
þennan tíma.
Samkomulag þetta náðist þrátt
fyrir að sendimenn Bandaríkja-
stjórnar hafi gert allt sitt til að fresta
þessum aðgerðum fram yfir kosning-
arnar sem fram fara í Níkaragva í
febrúarmánuði. Bandaríkjamenn,
sem hafa dregið mjög úr framlögum
til Kontraliða, vildu tryggja að kosn-
ingarnar í Níkaragva færu heiðar-
lega fram áður en Kontraliðar yrðu
afvopnaðir.
Samkomulag þetta er gert eftir að
tuttugu stjórnmálaflokkar í Níkar-
agva sem berjast gegn Sandínistum
í komandi kosningum fóru fram á að
Kontraliðar yrðu afvopnaðir. Töldu
þeir vopnaðar sveitir Kontra geta
stofnað kosningunum í hættu.
Leiðtogar Kontraliða ætla hins
vegar að rembast við að halda úti
vopnuðum sveitum, þrátt fyrir sam-
komulagið.
- Við munum ekki leggja niður
vopn fyrr en ástæðan fyrir borgara-
styrjöldinni er fyrir bí, sagði Pepe
Matus talsmaður Kontra eftir að
samkomulagið var undirritað.
Bandaríkjamenn hafa ákveðið að
senda Kontraliðum hjálpargögn að
verðmæti 50 milljónir dollara og
sagðist Daniel Ortega forseti Níkar-
agva í gær vonast til að peningarnir
yrðu notaðir til að undirbúa Kontr-
ana undir daglegt líf í Níkaragva að
kosningum loknum.
Skæruliðar Kontra muna fífll sinn fegri er þeir ruddust inn í Níkaragva frá
Hondúras og í slóð þeirra lá dauði og eyðilegging. Nú á að afvopna síðustu
sveitir Kontra í Hondúras.
Kókaínsmygl til
Kaupmannahafnar
Lögreglan í Danmörku er nú ugg-
andi um að eiturlyfjasmyglarar hafi
sett stefnuna á Danmörku í enn
meira mæli en áður var. Ástæða
þessa er sú að á undanförnum vikum
hefur lögreglan gert upptæka tvo
stóra kókaínfarma að verðmæti 330
milljónir íslenskra króna.
Á fimmtudag var 44 ára bandarísk
kona handtekin í Búdapest og hún
íranar munu gera sitt til að vest-
rænum gíslum í Líbanon verði sleppt
úr haldi ef Bandaríkjamenn tryggi
að íranar geti leyst út fjármuni sína
í bandarískum bönkum, en íranar
eiga þar milljarða dollara. Jimmy
Carter fyrrum Bandaríkjaforseti
frysti fjármuni íranska ríkisins í
Bandaríkjunum eftir að íranskir
öfgamenn tóku bandaríska sendi-
ráðið í Teheran herskyldi í bylting-
unni ári 1979.
Bandaríkjamenn hafa hingað til
ekki viljað ljá máls á því að skila
írönum fjármunum sínum, en íranar
fóru fyrst fram á það árið 1986 og
send í handjárnum til Kaupmanna-
hafnar þar sem danska lögreglan tók
hana í sína vörslu. Það var ekki að
ósekju því konan hafði skilið eftir
tvær ferðatöskur fullar af kókaíni á
Kastrupflugvelli í júnímánuði. Þá
hafði konan verið á ferðalagi frá
Paraguay, en ekki náðist í skottið á
henni fyrr en í síðustu viku.
Á laugardaginn var síðan líbansk-
lofuðu þá að gíslunum í Líbanon
yrði sleppt þess í stað. Bandaríkja-
stjórn hafa ætíð neitað að aflétta
frystingunni og segja að það sé í
raun ekkert annað en að greiða
lausnargjald, en það er eitur í bein-
um Bandaríkjamanna.
Forystumenn í íran eru þó ekki á
eitt sáttir í afstöðu sinni til Banda-
ríkjastjórnar í þessu máli. Á sama
tíma og Ali Akbar Hashemi Rafs-
anjani forseti íran er reiðubúinn til
samninga við Bandaríkjastjórn, þá
bregst innanríkisráðherrann hinn
öfgafulli Ali Akbar Mohtasemi hinn
versti við og heimtar harðar aðgerðir
ur maður handtekinn á Kastrup
þegar 8 kíló af kókaíni fannst við leit
í farangri hans. Maðurinn var á leið
til Damascus frá Rio de Janeiró og
millilenti á Kastrup. Er talið að
kókaínið hafi átt að seljast á dönsk-
um eiturlyfjamarkaði.
Verð á kókaíni hefur hefur lækkað
um tvo þriðju á strætum Kaup-
mannahafnar síðastliðin tvö ár.
gegn Bandaríkjamönnum.
Mohtasemi er mjög dáður hjá
mörgum innan Hizbollah samfakr
anna í Líbanon sem hafa flesta hina
sautján vestrænu gísla í sínum
höndum. Þykir hörð ræða Mohtas-
emis gegn Bandaríkjamönnum sem
útvarpað var á sunnudagskvöld
minnka líkurnar á því að vestrænum
gíslum verði sleppt, jafnvel þó ísra-
elar sleppi sjeik Abdel-Karim Obeid
andlegum leiðtoga Shíta í Líbanon
og hundruðum annarra shíta í fanga-
skiptum.
Pólland:
Walesahvetur
til stjórnar
ánkommúnista
Lech Walesa hvatti í gær leiðtoga
Bændaflokksins og Lýðræðisflokks-
ins til að ganga til samstarfs við
Samstöðu og mynda ríkisstjórn í
stað þess að viðhalda veldi Kom-
múnista eins og þessir tveir smá-
flokkar hafa gert undanfarin fjörtíu
ár.
- Eina raunhæfa pólitíska lausnin
er myndun ríkisstjórnar sem byggir
á samstarfi Samstöðu, Sameinaða
bændaflokksins og Lýðræðisflokks-
ins, sagði Lech Walesa í yfirlýsingu
sem hann gaf út í gær.
- f ljósi þessa, þá lýsi ég enn einu
sinni andstöðu Samstöðu við mynd-
un nýrrar ríkisstjórnar undir forsæti
Czeslaws Kiszczak hershöfðingja,
sagði í yfirlýsingunni.
Sameinaði bændaflokkurinn og
Lýðræðisflokkurinn hafa verið lepp-
ar í höndum Kommúnistaflokksins
frá því kommúnistar urðu endanlega
einráðir í Póllandi með tilstyrk sov-
éska hersins á árunum eftir síðari
heimstyrjöldina. Hafa kommúnistar
notað flokkana tvo til að sýna fram
á sýndarlýðræði í landinu.
Aðstoðarmaður Walesa hefur
skýrt frá því að í gangi hafi verið
viðræður á milli Samstöðu og Sam-
einaða bændaflokksins um hugsan-
lega myndun meirihlutastjórnar.
Viðræðurnar urðu í kjölfar þess að
nokkrir meðlimir Sameinaða bænda-
flokksins lýstu sig andvíga Czeslaw
Kiszczak sem valinn hefur verið
forsætisráðherra Póllands, vegna að-
ildar hans að herlögunum 1981. Á
meðal andstæðinga Kiszczak er
Aleksaner Bentkowski þingflokk-
sformaður Sameinaða bændaflokks-
ins.
Ríkisstjórn írana vill semja við Bandaríkjamenn:
Gíslum skiptfyrir
frystar innistæður