Tíminn - 09.08.1989, Qupperneq 16

Tíminn - 09.08.1989, Qupperneq 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 I k ‘G&0#- m § SAMVINNUBANKI ISLANDS HF. ÁTTHAGAFÉLÖG, FYRIRTÆKI OG EINSTAKLINGAR Glaosilegur salur til leigu íyrir samkvœmi og íundarhold á daginn sem á kvöldin. PÓSTFAX TÍMANS 687691 Ameríkanar misst áhugann á Islandi? NÝTT ÍSLANDSMET í UTANLANDSFERÐUM Um 16.600 íslendingar komu heim frá útlöndum í júlí, sem er aðeins færra (3%) en í júlí í fyrra. Heim komnir frá áramótum voru nú 75.450. Það er, þrátt fyrir allan „kreppusöng“ um 500 manns fleiri en á sama tíma í fyrra, sem var þó algert metár í utanlandsferðum. T.d. hafa utanfarar nú verið 5.600 fleiri heldur en í júlílok 1987. Útlendingar hér á landi munu einnig fleiri en nokkru sinni fyrr. í júlílok voru rúmlega 85 þús. komnir á skrár útlendingaeftirlits- ins frá áramótum, þ.e. nær 5 þús. fleiri en í fyrra. Stór hluti þeirra (32.190) kom í júlímánuði einum. Áberandi er hvað ferðamenn frá Sviss, Frakklandi og Þýska- landi voru nú miklu fleiri í júlí- mánuði heldur en í fyrra. Bretum, Austurríkismönnum og ítölum hefur einnig fjölgað töluvert milli ára. Á hinn bóginn virðist áhugi Bandaríkjamanna á Islandi fara stórlega minnkandi. Bandarískir ferðamenn voru nú aðeins 3.610 í júlí eða nær helmingi færri en í júlí 1987 þegar þeir töldust 6.300 í þessum mánuði. Og ferðamenn frá hinum Norðurlöndunum voru nú einnig heldur færri en í júlí í fyrra. í júlí s.l. komu yfir 32 þúsund erlendir ferðamenn hingað til lands, sem er 8% fleiri en í júlí í fyrraog 16% fleiri en í júlí 1987. Fjöldi ferðamanna í júlímánuði frá þeim þjóðum sem helst sækja okkur heim og breytingu milli ára má sjá af þessum tölum: 1988 1989 Þýskaland 6.140 7.190 17% Frakkland 2.290 3.150 38% Bretland 2.590 2.870 11% Sviss 1.750 2.520 44% Austurríki 1.250 1.330 7% ftalía 1.060 1.140 7% Samtals 15.070 18.200 21% Bandaríkin 4.400 3.610 -18% Norðurlönd 7.940 7.680 - 3% Önnur lönd 1.740 1.890 Ölllönd: 29.920 32.190 8% Þótt ferðamenn frá hátt í áttatíu löndum hafi komist á skrár útlend- ingaeftirlitsins í júlí eru nær 90% . þeirra allra frá aðeins þeim tíu löndum (þrjú Norðurlönd), sem hér að ofan eru talin. Frá flestum hinna landanna koma aðeins nokkrir tugir manna og frá tíu löndum, aðallega í Afríku og Suður-Ameríku, komst aðeins einn maður á ferðamannaskrá hér í júlí. - HEI Aðalfundur norrænu bændasamtakanna, sem haldinn er á íslandi, ræðir reglur um viðskipti landbúnaðarvara milli landa: Aukið f rjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarvörur Meginviðfangsefni aðalfundar NBC norrænu bændasamtakanna, sem settur var í Reykjavík í gær, er að semja reglur um viðskipti með landbúnaðarvörur milli landa og að semja samræmda reglugerð um að- búnað og hollustu húsdýra. Þetta er í annað sinn sem fundurinn er hald- inn á íslandi en hann var haldinn hér síðast fyrir tíu árum. Við setningu fundarins fluttu ávörp Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra og Kalevi Sorsa forseti finnska þjóð- þingsins. Að sögn Hauks Halldórssonar formanns Stéttarsambands bænda, sem gegnir störfum forseta NBC, er mikið búið að fjalla um viðskipti með búvörur milli landa á undan- förnum árum. GATT samningurinn svonefndi fjallar aðallega um við- skipti með iðnaðarvörur. Brýnt er að semja sambærilegar reglur um viðskipti með búvörur. Á fundi f Genf síðastliðið vor náðist sam- komulag milli landa sem flytja út landbúnaðarvörur um að útflutn- ingsbætur og niðurgreiðslur verði ekki auknar frá því sem nú er meðan reynt er að semja reglur um viðskipti með búvörur. „Það sem menn eru að leita eftir eru frjálsari reglur um viðskipti með landbúnaðarvörur." Haukur kvað samkomulag liggja fyrir um að tekið verði tillit til einstakra landa svo sem vegna öryggissjónarmiða, búsetu- röskunar og fleira. „Þó að íslending- ar geri lítið af því að selja eða kaupa landbúnaðarvörur er mikilvægt fyrir okkur að fylgjast með. Heimurinn er meir og meir að færast í þá átt að verða ein viðskiptaheild. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að reyna að hafa áhrif þróunina. Það er Ijóst að það stefnir í breytta viðskiptahætti með búvörur á næstu árum.“ Annað helsta viðfangsefni fundar- ins er aðbúnaður og hollusta hús- dýra. Norðurlöndin hafa haft forystu um að setja reglur þar um. Með því að vera leiðandi á þessu sviði má., telja líklegt að þau muni standa betur í samkeppni við landbúnaðar- vörur frá öðrum löndum. Danskir bændur hafa t.d. reynt að bæta sín útihús og fækkað svínum og hænsn- um á hvern fermetra í kjölfar reglna sem voru settar um aðbúnað húsdýra þar í landi. Þetta gerðu þeir til að þeirra vörur stæðu betur í sam- keppni við hollenskar landbúnaðar- vörur. „Dýraverndunarsjónarmið eiga eftir að fá aukið vægi í framtíð- inni og því er betra að vera undir það búinn,“ sagði Haukur að lokum. -EÓ Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri flutti erindi á fundi norrænu bænda- samtakanna um bændamenningu á íslandi í fortíð og framtíð. j' i’) ’« I > I '1 TinuunyBd: Pjctur

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.