Tíminn - 16.08.1989, Síða 6

Tíminn - 16.08.1989, Síða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 16. ágúst 1989 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Framsóknarflokkurinn og _Framsóknarfélögin í Reykjavík Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Frá og meö 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verö í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Að kunna að vera ríkur Prófastur Skagfirðinga, sr. Hjálmar Jónsson á Sauðárkróki mun hafa sagt í stólræðu nýlega, að íslendingar séu auðug þjóð, sem ekki kunni að vera rík. Ekki er minnsti vafi á því að íslendingar eru í hópi þeirra þjóða sem framleiða mest og vinna svo að af tekur myrkranna á milli, enda eru þjóðartekj- ur á mann með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. ísland er dæmigert velmegunarland. íslenskt þjóðfélag afkastar miklu og veitir þegnum sínum góðar tekjur. Prófastur Skagfirðinga segir satt um það, að íslendingar séu auðug þjóð. Hins vegar segir prófasturinn að íslendingar kunni ekki að vera ríkir. Ef haldið er áfram að heimfæra predikun sr. Hjálmars Jónssonar upp á efnahags- og fjármálalífið, þá myndu þessi orð þýða það að íslendingar kunni ekki með fé að fara. Að kunna ekki með fé að fara merkir einfaldlega að sólunda aflafé sínu og eignum, lifa um efni fram. Hvaða skilning sem menn annars vilja leggja í orð prestsins á Sauðárkróki, er fyllilega tímabært að íslenskir ráðamenn taki í alvöru að velta fyrir sér þeirri spurningu, hvort þeir og þjóðin í heild fari þannig með þjóðarauðinn að ekki megi betur gera. Þegar talað er um ráðamenn þjóðarinnar er ekki eingöngu átt við æðstu stjórn landsins og þá sem stjórna ráðuneytum og ríkisstofnunum. Til þeirra eru gerðar fyllstu kröfur um aðhaldssemi og skynsamlega fjármálastjórn. Hins vegar er minna talað um gætilega meðferð fjár á öðrum sviðum þjóðfélagsstarfseminnar. í því efni er nærtækast að líta til atvinnulífsins sjálfs í sinni margbreyttu mynd. Með fullri virðingu fyrir þeirri kröfu atvinnurekenda að ríkisvaldið sjái til þess að atvinnulífið hafi eðlileg rekstrarskil- yrði, er ekki þar með sagt að atvinnurekendur séu ábyrgðarlausir um það, hvernig þeir halda sjálfir á spilunum, hvernig þeir stjórna sínum eigin fyrir- tækjum. Jafnvel í undirstöðugrein íslensks þjóðarbúskap- ar, sjávarútveginum, er rekstur og meðferð fjár- muna ekki beysnari en það, að yfirfiskmatsmaður landsins, Halldór Árnason fiskmatsstjóri, metur afurðatjón, sem stafar af trassahætti og sóðaskap í sjávarútvegi, á átta milljarða króna á ári. Ein aðalgrein þjónustuiðnaðar og verktakastarf- semi, byggingariðnaðurinn, liggur undir rökstuddu ámæli um fúsk og hæpna fjármálastarfsemi. Pen- ingaokur og affallaviðskipti hafa bólgnað út á síðari árum og varla til svo aum málpípa að hún blási það ekki út að stjórn á peningaokri jafngildi frelsisskerðingu á kínverskan móð. Jafnvel unglingar á ferð í sóknum sr. Hjálmars Jónssonar skilja eftir sig viðlqguútbúnað og aðrar skátagræjur upp á hundruð þúsunda eftir þriggja nátta bakkusarblót - og láta liggja á grundum Bólstaðarhlíðar með tæmdum bjórdósum, brenni- vínsflöskum og öðrum sorphaugamat. Pað er þetta sem gerist þegar auðug þjóð kann ekki að vera rík. Illlllllll! GARRI lllllllllll Hvar fæ ég höf ði hallað? Hannes Hómsteinn Gissurarson er með hörðustu pólitísku pennun- um í bænum. Hann hefur um stund skrifað þátt í DV um fjölmiðla, og mun þar samkvæmt viðhorfuni, rithætti og ábendingum kominn einskonar Svarthöfði í ból bjarnar. Fyrir nokkru skrifaði Hannes Hólmsteinn pistil, sem hann nefndi: „Þreyttustu pennarnir í bænum.“ Hvarflaði að lesendum að nú yrðu kommaræflarnir teknir í gegn rétt einu sinni, og eru þeir þó með slappara móti. En, ó, ekkí. Ilannes Hólmsteinn byrjaði þátt- inn svona: „Nokkur þreytublær var kominn á Helgarpóstinn sáluga síðustu mánuðina sem hann lifði, enda geispaði hann golunni við litla reisn. En síðan hefur Sunnu- dagsblað Morgunblaðsins verið að reyna að sanna, að iíf sé eftir dauðann, því þangað hafa safnast nokkrir þreyttustu og sljóustu pennarnir af Helgarpóstinum.“ Nokkrum dögum seinna gerði Hannes Hólmsteinn bragarbót. Þar ræddi hann um Matthías rit- stjóra sérstaklega sem frjálslynd- an, borgaralegan húmanista og sagði síðan, að „á meðan hann er ritstjóri Morgunblaðsins er öllu óhætt.“ Dagbókin hennar Dúllu Eftir að Hannes Hólmsteinn hafði fundið þreyttustu pennana í bænum á sunnudagsblaði Morgun- blaðsins og rakið ættir þeirra til Helgarpóstsins varð ekki komist hjá uppflettingum og nokkrum textasamanburði. Kom þá í ljós að Alþýðublaðið gefur út kálf, sem er stæling á Helgarpóstinum gamla. Þjóðviljinn gefur líka út kálf, sem er ámóta stæling á kálfi Alþýðu- blaðsins. Síðan „stálu“ þeir hjá Alþýðublaðinu kynlífssérfræðingi frá Þjóðviljakálfí og Flosa og voru hreyknir af. En til að fullvissa lesendur um að þarna sé Helgar- pósturinn endurborinn hafa stjórn- endur hirt merkilegasta þáttinn úr póstinum, „Dagbókina hennar Dúllu.“ Að öðru leyti hafa bæði kálfur Alþýðublaðsins og kálfur Þjóðviljans einkenni svefnsýkinn- ar, sem hrjáði lið Helgarpóstsins. Fyrirmyndin er „Þreyttustu penn- arnir í bænum“. Bla, bla, bla En svo ber við, þegar farið er að fletta sérstöku sunnudagsblaði Morgunblaðsins, með þá kenningu Hannesar Hólmsteins í huga, að þangað hafi safnast allt þreyttasta liðið af Helgarpóstinum, að við blasir „Dagbókin hennar Dúllu“ svo að segja á hverri síðu. Þótt Hannes Hólmsteinn hafi ekki flokkað þessar svefngöngur og gefið þeim fræðiheiti, eins og hann hefur þó menntun til, liggur í augum uppi, að fræðilega séð þjáist sunnudagsblað Morgunblaðins af „dúllisma“. En Hannes birtir ein- mitt sýnishorn úr blaðinu um dúll- ismann. Það er tekið upp úr sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins og hljóðar svo: „Ég settist við ritvél- ina, af því ég þurfti að skrifa grein fyrir morgundaginn, og þá kom fluga fljúgandi, og þá fór ég að hugsa um hvað lífið væri nú skrítið,“ bla, bla, bla, bætir svo Hannes við. Sósa á vegg í síðasta sunnudagsblaði Morg- unblaðsins var „Dagbókin hennar Dúllu“ í fullum gangi. A.m.k tvær manneskjur virðast hafa sest við ritvélina til að halda þessum dag- bókarskrifum við. Önnur þeirra var Jóna Margeirsdóttir, sem lenti að morgni dags í heitum potti með nokkrum gúrkubændum. „Ég var einmitt að hugsa um frábæra sósu sem ég hafði byrjað að laga þá um morguninn“, skrifaði konan og lét í það skína að sósugerðinni yrði haldið áfram. Hún gaf meira segja upp að eðalsósan hefði kostað hátt í fjögur þúsund krónur. Kom þá í hugann eðalbóndi og einbúi vestur við Djúp, sem skaut sér rjúpur í jólamatinn og sagði aðspurður að þær hefðu verið góðar. Öðru máli gegndi um sósuna. Þegar hún kóln- aði varð hún svo stinn, að hann hengdi hana upp á nagla og geymdi hana þar og skar af henni eftir þörfum. Þetta hefur verið algjör dúllusósa. Hin manneskjan var svo Atli Heimir Sveinsson, sem hitti skólasystur sína úr gaggó. „Hún bjó í Danmörku með Donna manni sínum í nokkur ár.“ Þar fékk hún algjört kúltúrsjokk og gekk á tré- klossum. Nú virðist hún vera orðin frjálshyggjumaður eins og Hannes Hólmsteinn. En hvern varðar um það, þótt Atli Heimir hitti ein- hverja píu úr gaggó? Nema auðvit- að þá, sem eru syfjaðastir í bænum, eins og Hannes lýsir því liði sem skrifar í Morgunblaðið á sunnu- dögum. Dagbókin hennar Dúllu, sem hefur orðið siík fyrirmynd annarra dálkahöfunda, kemur enn í Al- þýðublaðskálfinum, enda með því merkilegasta sem þar birtist. Hannes Hólmsteinn heldur áfram að skrifa í DV um fjölmiðla. En kannski skrifar hann ekki mikið um Morgunblaðið á næstunni. Því þrátt fyrir allt verða þreyttir að fá að halla höfði einhvers staðar. Og hvað Hannes sjálfan varðar og Morgunblaðið má vera að Hannes þurfi þess við á meðan hinir sofa. Garri 11111111—III VÍTT OG BRFITT llllllllllllll[llllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliiailllllllllllllllllllllllllllllllllllllH ANNAR EINKASKÓLI Gamli Miðbæjarskólinn í Reykjavík á sér merka sögu og meiri en svo að hér verði rakin. Hann var um áratuga skeið einn helsti barnaskóli Reykjavíkur. Síð- an hýsti hann nýjan menntaskóla. Eftir það hefur hann lengi verið aðsetur Námsflokka Reykjavíkur. Fyrir fáum árum fékk þar svo inni nýr einkaskóli. Og núna voru að berast af því fréttir að til standi að setja þar upp annan sömu tegundar. Skóla sem ætlað er að vera utan ríkiskerfisins. Það á að reka hann með því að foreldrar greiði litlar tólf þúsund krónur á mánuði fyrir skólagöngu barna sinna þarna. Á sama tíma og ríkisskólarnir eru kostaðir af sköttunum sem við hin borgum og skólagjöld engin. Það þarf ekki orðum að því að eyða að hér er varhugaverð stefna komin upp. Fyrst með fyrri skólan- um og núna með hinum síðari. Ekki vegna þess að út af fyrir sig sé ástæða til að vantreysta því fólki sem þarna vinnur, svona almennt skoðað. Heldur vegna þess að í þessu er komin upp mismunun á milli barna eftir efnahag foreldra. Mismununin Venjulegir íslendingar á for- eldraaldri, sem eru að basla við það verkefni að reka heimili sín, eignast börn og koma þeim til manns, hafa nefnilega nóg við aurana aðgera. Svona upp til hópa. Fyrir slíkt fólk eru tólf þúsund krónur á mánuði fyrir hvert barn talsverðir' aurar. Sem ekki eru dregnir fyrirhafnarlaust upp úr buddunni. Þetta fólk þarf að hafa töluvert fyrir því að vinna sér þá inn, ef staðan verður sú að það eigi að fara að kosta peninga hér á landi að veita börnum eftirsóknar- verða menntun. Að því er líka að gæta að við eigum hér tiltölulega gott og traust skólakerfi. í því vinnur mikið af samviskusömu og vönduðu fólki, sem leysir störf sín vel af hendi, þótt vitaskuld megi alltaf gera betur ineð auknum tækjabúnaði, húsakosti ogstarfsmannafjölda. fs- lenska skólakerfið getur með engu móti talist meingallað á nokkurn þann hátt að einkaskólar með há skólagjöld séu hér orðnir þjóðar- nauðsyn. í fljótu bragði skoðað verður ekki séð að slíkir skólar gegni neinu hlutverki öðru en að kalla fram hættu á mismunun á milli barna eftir efnahag foreldra. Hér á landi hafa menn alltaf fylgt þeirri stefnu að allir landsmenn, á öllum aldri, ættu að vera jafnir og hafa sömu möguleika. Þar á meðal til skólagöngu og náms. „ Yf i rstéttarskól i “ Þjóðviljinn gerði sér lítið fyrir í gær og gaf þessum fyrirhugaða skóla nafnið „yfirstéttarskóli'". Hér verður út af fyrir sig ekki tekið undir þá nafngift, enda má segja að tólf þúsund krónur á mánuði séu ekki sú fjárhæð að fólk þurfi að tilheyra einhverri yfirstétt til að ráða við hana. Það á við þótt útgjöldin séu vissulega umtalsverð fyrir venjulegt heimili og geti orðið því þungur baggi. En það er stefnan í þessu máli sem er röng. Staðreyndin er sú að á meðan sumir foreldrar fara létt með að greiða tólf þúsund krón- urnar eiga aðrir fullt í fangi með það. Þar liggur hundurinn grafinn. Og öll meginstefnan í skólakerfi okkar hefur beinst að því hingað til að koma í veg fyrir það með öllum ráðum að börn gyldu þess í ófull- komnari menntun en ella að eiga ekki efnaða foreldra. Með þessum nýju skólum sé ég ekki betur en verið sé að þverbrjóta gegn þeirri stefnu. Það er þessi hætta sem ég sé í sambandi við hina nýju einkaskóla- hugmynd. Mér virðist hún var- hugaverð að því leyti að þar geti menn verið að leggja grunninn að því að framvegis verði börnum mismunað í menntun eftir því hvort þau eigi efnaða foreldra eða ekki. Hér á landi eru mýmörg dæmi þess að duglegt og kraftmikið fólk hafi drifið sig áfram í námi og átt síðan ágætan starfsferil, án þess að á bak við það stæðu efnaðir foreldr- ar. A hinn bóginn eru líka mörg dæmi þess að lítið hafi orðið úr börnum efnafólks. Þess vegna er ég á því að farsæl- ast sé fyrir alla aðila að hafa gamla lagið á áfram. Gefa öllum jöfn tækifæri og leyfa hverjum ogeinum að spreyta sig eftir bestu getu. Og án tillits til efnahags foreldranna. Það verður öllum hagkvæmast þeg- ar til lengri tíma er litið. Börnunum líka. -esig

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.